Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 Tilvera DV ERU EKKI ALLTflF JOLIN Einhvers staðar hafði ég lesið að Gwyneth Paltrow vaeri óhress með View from the Top og hefði neitað að ganga fram fyrir skjöldu og auglýsa myndina. Ég á frekar bágt með að trúa þessu þar sem Paltrow er það langbesta við myndina. Það geislar af henni í hlutverki alþýðustúlkunnar sem vill sjá sig um í heiminum, losna við smáborgarlíflð og óhamingju- sama æsku og fljúga með farþega á fyrsta farrými til Parísar. Sjald- an hefur Paltrow verið glæsilegri og leikur hennar er einnig góður. Ætli ástæðan fyrir tregðu hennar við að auglýsa myndina hafi ekki frekar verið sú að framleiðendur settu myndina í geymslu í tæp tvö ár og slíkt er nánast dauðadómur þegar kemur loks að dreifíngu. Það er um margt skiljanlegt að aðstandendur View from the Top hafi ekki litist á blikuna. Myndin er í raun stórgölluð, gamaldags og illa skrifuð. Og það sem er kannski dapurlegast er hversu Mike Myers er steindauður í hlut- verki kennarans á flugfreyjunám- skeiðinu. Að Myers skuli vera ófyndinn segir nokkuð um gæði handritsins. Það er samt Gwyneth Paltrow sem bjargar mál- um og hún ásamt öðrum „flugfreyj- um“ gerir hall- ærislega kvik- mynd skemmti- lega. Hún leikur smábæjarstúlk- una Donnu Jen- sen sem horfir upp á móður sína eignast fjóra eigin- menn, hvern öðr- um verri, og er sjálfri sagt upp af kærastanum sem hún hafði ætlað að eyða æv- inni með. Bjargvættur Donnu er flugfreyjan Sally Weston (Candice Bergen) sem skrifað hefur bók um reynslu sína. Donna tekur allt bókstaflega sem hún segir í bók- inni og heldur á vit ævintýranna í háloftunum. Sagan er ekki merkileg í fram- haldi frekar en i byrjun. Donna kynnist öllum hliðum mannlífs- ins, ást, afbrýðisemi, höfnun og síðast en ekki síst einmanakennd sem þeir einir þekkja sem eiga engan að. Þetta er allt kunnuglegt og ekkert er það í myndinni sem kemur á óvart efnislega séð. Pal- trow rennir sér í gegnum hlut- Fyrsta starfið Gwyneth Paltrow og Kelly Preston orönar flugfreyjur hjá lágfargjaldaflugfélaginu Sierra Airlines. verkið af miklum þokka og er sér- staklega eftirtektarvert hvernig hún nær að gera klisjukenndan texta ferskan. Candice Bergen er einnig ágæt í hlutverki fyrirmynd- arflugfreyjunnar sem sér sjálfa sig í Donnu. Vonbrigðin eru fyrst og fremst Mike Myers. Hefði hann fengið betri texta og fyndnari per- sónu til að túlka þá hefði View from the Top getað orðið mun skemmtilegri kvikmynd. Leikstjóri: Bruno Barreto. Hand- rit: Eric Wald. Kvikmyndataka: Atfonso Beato. Tónlist: Theodore Shapiro. Aóalleikarar: Gwyneth Paltrow, Christine Applegate, Mark Ruffalo, Kelly Preston, Candice Bergen og Mike Myers. - segir Auöur Ottesen um sýninguna Sumarhúsiö og garöurinn Burtfarartónleikar Dagur Bergsson píanóleikari heldur burtfarartónleika frá sí- gildri braut Tónlistarskóla FÍH í kvöld kl. 20. Ásamt Degi koma fram fjölmargir tónlistarmenn aðrir. Kór og saxófóim Kirkjukór Háteigskirkju mun halda tónleika í kvöld kl. 20 í Háteigskirkju undir stjórn Douglas A. Brotchie. Kórinn frumflytur verkið Son of God eftir breska tónskáldið James Whitboum en einnig verða flutt verk eftir Elgar, Mendelssohn og fleiri. í Son of God leikur Jóel Pálsson á saxófón. Nýr kammerkór Fyrstu tónleikar Kammerkórs Reykjavíkur verða í Laugarnes- kirkju í kvöld kl. 20. Á efnis- skránni em m.a. lög eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson, Hallgrím Helgason, Hildigunni Rúnarsdótt- ur og fl. Stjómandi er Sigurður Bragason píanóleikari, Bjarni Jónatansson og þverflautuleikari Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Plómup Nýtt íslenskt leikrit, Plómur, verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. íslenska sambandið ehf. stendur að sýningunni. Leikari er Anna Rósa Sigurðar- dóttir og leikstjóri Hera Ólafs- dóttir. Stórsýningin Sumarhúsið og garðurinn hefst á morgun kl. 17-19 í og við íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ og stendur alla helgina. Þar kynna vel yfir hundrað aðilar vöru sína og þjón- ustu og viðamikil fræðsludagskrá er í gangi alla dagana. Þetta er | annað árið sem svona sýning er sett upp í Mosfellsbænum. Að : henni stendur fyrirtækið Rit og rækt og þar á bak við eru hjónin Auður Ottesen og Páll Pétursson. ! Þau eru þekkt fyrir útgáfú sína á tímaritunum Sumarhúsið og Við i ræktum sem voru sameinuð haustið 2002 i fjölbreytt tímarit sem ber nafnið Sumarhúsið og ■ garðurinn. Nytjajurtir í garöshorni Þótt framkvæmdastjórinn Auð- i ur hefði ýmsum hnöppum að hneppa í gær tókst að króa hana af og forvitnast um það sem fram undan er. „Við leggjum undir okk- ur íþróttahöllina og reisum tvö stór tjöld, auk þess sem stórt úti- svæði er nýtt fyrir sýninguna," segir hún og heldur áfram. „Þama eru fyrirtæki, sveitarfélög og ein- staklingar með kynningarbása og fjölbreytnin er mikil. í fyrra var það þannig að sumir gestir komu dag eftir dag því það var svo margt sem hægt var að dvelja við og ekki er úrvalið minna í ár. Meðal þess sem er nýtt er nytja- jurtagarður, með öllu tilheyrandi, vonandi meira að segja íslenskum hænsnum! Garðyrkjufræðingarn- ir Hafsteinn Hafliðason og Hannes Hafsteinsson verða í þessu garðs- horni, gefa fólki góð ráð og leyfa því að snerta, horfa og þefa, þannig að öll skilningarvit verða þanin! Þarna úti fyrir eru líka jeppar, tjaldvagnar og fleira sem tilheyrir útivist því að við stílum upp á afþreyingu almennt. Svo má geta þess að veitingarnar eru í höndum fólks úr Bláskógabyggð sem býður upp á góðmeti úr heimahéraöinu." Reitirnir rugluöust Auður segir þau Pál hafa stofn- Regnboginn/Smárabíó - View from the Top ★★ Skýjum ofar Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. B0NUSVIDE0 Þau standa að sýningunni Hjónin Auöur Ottesen og Páll Pétursson, ásamt starfsfólki sínu. að fyrirtækið Rit og rækt 1998 og lýsir tildrögum þess. „Það var þannig að Páll sem er úr Vík var þar með útgáfu á tímaritinu Sum- arhúsið. En ég Hvergerðingurinn, búsett í Reykjavík, var að vinna í garðaþjónustu og skógrækt þegar ég kynntist Páli. Svo rugluöust reitimir, þess vegna heitir fyrir- tækið okkar Rit og rækt. Páll er sérfræðingur í öllu sem viðkemur tölvum, uppsetningu og slíku en þar er ég alger rati. Ég er hinsvegar garðyrkjufræðingur og smiður og hef innsýn í margt í sambandi við það, þannig að þetta small saman. Fyrir utan tímarit- ið, sem við gefum út, erum með heimsíðu www.rit.is og fréttabréf á Netinu. Þar gefum við ýmis ráð í garðyrkjunni sem tilheyra hverj- um árstíma." Fyrirlestur um fornhús Þegar Auður er spurð hvort hún og eiginmaðurinn standi í því stórræði tvö ein að halda þessa sýningu svarar hún. „Framan af vorum við aðallega tvö í undir- búningnum en ráðgjafahópur hef- ur unnið með okkur frá upphafi og fundað hálfsmánaðarlega. Svo höfum við fengið ágæta liðsemd síðan. Þetta er ekki hægt nema hafa gott fólk með sér og við erum heppin með það.“ Sýningin verður opin á föstu- daginn frá 15 til 21, á laugardag- inn frá 12 til 19 og á sunnudaginn frá 12 til 21. Meðal þeirra sem flytja fyrirlestra eru Guðjón Krist- insson skrúðgarðyrkjufræðingur sem talar um fornhús í einu erind- inu og tréverk og hleðslur í öðru, Júlíana R. Einarsdóttir blóma- skreytingakennari sem talar um náttúrulegar skreytingar í sumar- bústaðalandinu og Guðríður Helga- dóttir, garðyrkju- og liffræðingur, sem ræðir um nýjar tegundir sum- arblóma, svo fátt eitt sé nefnt. „Þarna verður gríðarlega vönduð fræðsludagskrá alla dagana og við erum líka með sérfræðinga á staðn- um sem eru tilbúnir að spjalla við fólk um hin ýmsu málefni," segir Auður og nefnir m.a. Gunnar Bend- er sem leiðbeinir um veiði, Val- gerði, framkvæmdastjóra Norður- landsskóga, sem svarar spurning- um um ræktun. En það er Auður sem á síðasta orðið í þessu spjalli: „Sýningin er ekki bara fyrir eig- endur garða og sumarhúsa heldur líka alla sem láta sig dreyma um slíka hluti!“ -Gun. Leigan í þínu hverfi lífiö Öll skilningarvlt verða þanin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.