Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Page 8
8 FTMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 Fréttir dv Fíkniefnahringur sem teygt hefur anga sína til íslands: Búast má við fleiri ákær- um á hendur íslendingum Ákæra gegn tveimur mönnum, Þjóöveija og Islendingi, var þingfest tyrir Héraösdómi Reykjavíkur á mánudag en mennimir tveir eru ákæröir fyrir stórfelld fikniefhabrot þann 7. nóvember 2002. Þjóðveijan- um er gefið að sök að hafa flutt til landsins í ágóðaskyni 890 grömm af amfetamíni og 979 grömm af kanna- bis frá Þýskalandi sem hann hugðist afhenda til söludreifmgar hér á landi en tollverðir fundu efnin falin innan- klæða á manninum við komu hans til Keflavíkurflugvallar. íslendingurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í innflutningi Þjóöveijans með því aö hafa tekið við pökkum úr hendi hans á hóteli í Reykjavík sem hann hélt að innihéldu framangreind fikniefiii en lögreglan hafði þegar lagt hald á efn- in og sett gerviefni í staðinn. Menn- imir era grunaðir um að tengjast stórum fíkniefnasmyglhring sem hef- ur teygt anga sína til margra landa. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi til 13. júní nk. Granur leikur á að fikniefn- um hafi verið smyglað frá Hollandi, Spáni og Marokkó til Þýskalands og síðan smyglað þaðan til Noregs og ís- lands. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni á íslandi en er að hluta til komið í ákærumeðferð. Tveir ís- lenskir lögreglumenn era nú í Þýska- landi og taka þátt í yfirheyrslum yfir Þjóöveijum sem taldir era tengjast málinu en búið er að handtaka fjölda manns vegna málsins, m.a. meintan höfuðpaur fíkniefiiahringsins. Ákæra fyrir öll brotin í einu Við þingfestinguna fyrir héraðs- dómi krafðist veijandi Þjóðveijans þess aö ákærunni á hendur honum yrði vísað frá dómi og var krafa hans tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þjóðveijinn hefúr viðurkennt að hafa flutt fíkniefiri til landsins í alls sjö ferðum sínum hingað en hann er núna ákærður fyrir eina af þessum ferðum. Taldi verjandi hans að samkvæmt lögum um meöferð op- inberra mála ætti ekki að gefa út ákæru fyrr en rannsókn máls væri að fullu lokið. Hann benti á að rann- sókn hefði að mestu leyti lokið hér á landi í byrjun árs en að rannsókn- inni i Þýskalandi væri ekki enn lok- ið. Hann sagði að mannréttindi ákærða væra fyrir borð brotin ef sak- arefhið væri bútað niður og hann gæti síðan seinna átt von á fleiri ákærum. Hann sagði að ákæravald- inu bæri aö ákæra fyrir öll brotin í einu ef ætlunin væri sú að ákæra hann fyrir fleiri brot og að allt benti til að slíkt yrði gert þar sem hann hefði m.a. játað þau á sig. Brotið fullrannsakað Fulltrúi lögreglusfjórans í Reykja- vik sagði að þótt Þjóðverjinn hefði játað á sig fleiri brot væra þau ekki fullrannsökuð. Ákveðið hefði verið að ákæra fyrir þessa afmörkuðu sendingu þar sem það mál væri að fullu rannsakað og ekkert væri því til fyrirstöðu að dæma fyrst í því í stað þess aö draga málið á langinn og láta manninn hanga í lausu lofti. Hann vitnaði í málverkafolsunarmálið svo- kallaða en þar krafðist lögmaður annars sakbomingsins frávísunar þar sem ekki hefði verið ákært fyrir öll málverkin í einu heldur hefði hann veriö sakfelldur árið 1999 fyrir þijú málverk og síðan ákærður fýrir fleiri árið 2003. Dómarinn í því máli féllst hins vegar ekki á frávísunar- kröfuna, þrátt fyrir að hann teldi æskilegt að máliö hefði veriö rekið fyrir dómi í einu lagi þar sem máliö væri mjög umfangsmikið og ekki fljótrannsakað. Samkvæmt upplýsingum DV er fíkniefhamálið gríðarlega umfangs- mikið og búist er við að mun fleiri ákærur verði gefnar út að rannsókn lokinni og þá jafnvel á hendur fleiri íslendingum sem nú liggja undir grun og rannsóknin beinist að. Aðal- meðferð málsins á hendur mönnun- um tveimur mun liklega hefjast fljót- lega í Héraðsdómi Reykjavíkur. -EKÁ Krakkar í sumarskapl Krakkar úr Hamraskóla skelltu sér í bæjarferö í gærmorgun og nutu þess aö spássera um miöbæinn í góöa veörinu milli annarra erinda. Ferö í ísbúöina er náttúrlega ómissandi viö svona tækfæri enda fátt meira hressandi en einn svalandi meö dýfu. Afmyndinni aö dæma virtist ísinn falla vel í kramiö hjá krökkunum. Tryggingafélag sýknaö af bótakröfu: Sagðist hafa neytt áfengis til aO Hna þjáningar Héraðsdómur Suðurlands sýkn- aði í gær Vátryggingafélag íslands af bótakröfu konu sem hafði lent í bílslysi í nóvember árið 2000. Hún haföi misst stjórn á bifreið sinni í beygju á leiðinni frá Flúðum að Selfossi með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt. Konan, sem var í bilbelti, fótbrotn- aði og rifbeinsbrotnaöi, auk þess sem hún tognaöi á mjööm og á brjósthrygg. Áfengi mældist í blóði hennar en hún sagðist hafa fengið sér áfengi eftir slysið til þess að lina þjáningarnar. Sagðist hún hafa skriðið út um brotinn glugga á bílnum en hefði svo skriðið aftur að bílnum þar sem hún hefði vitað af áfengi þar og náð í þrjár til fjórar bjórdósir og rauðvínsflösku. Hún hefði síðan skriðið sömu leið út aftur og drukkið vínið. Lögreglumaðurinn sem kom fyrstur á vettvang sagði- hins vegar að allir lausamunir í bifreiðinni hefðu greinilega þeyst úr bifreiðinni við slysið, þar á meðal áfengið. í niðurstöðu dóms- ins segir að óumdeilt sé að konan hafi neytt áfengis nóttina áður og að framburður hennar um áfeng- isneyslu sína eftir slysið hafi ver- ið misvísandi og reikull. Því séi algerlega ósannað að hún hafi neytt áfengis í kjölfar slyssins. Samkvæmt niðurstöðu blóðrann- sóknar hafi hún verið óhæf til að aka bifreiðinni og þar sem myrk- ur hafi verið og ísing var á vegin- um hafi hún sýnt af sér stórkost- legt gáleysi með því að aka bifreið- inni undir áhrifum áfengis við þessar aðstæður. -EKÁ Ungir jafnaðarmenn: Bingitta Haukdal fái fálkaorðuna Ungir jafnaðarmenn í Reykja- vík, ungliðahreyfing Samfylk- ingarinnar, telja að ef allt geng- ur eftir og Birgitta Haukdal sigrar í evróvisjónkeppninni á laugardag þá eigi tafarlaust að veita henni stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir telja að Birgitta sé glæsilegur fulltrúi hinnar íslensku þjóðar á erlendri grund. Hún hafi verið heilbrigð fyrirmynd æskulýðs- ins og sinnt jöfhum höndum for- vörnum gegn reykingum og kynningu á íslenskri súkkulaði- framleiðslu. Að þeirra mati er Birgitta engri lík og og hyggjast þeir senda skriflega tilllögu til orðuritara um að hún fái hið minnsta riddarakross, hver sem úrslit keppninar verði. Þeir hvetja forsetann að líta til for- dæmis kollega sinna í ná- grannalöndunum og benda á að Englandsdrottning hafi til að mynda í auknum mæli kosið að heiðra þekkt fólk úr heimi kvik- mynda, íþrótta og popptónlistar. -EKÁ Þóra Berglind bakaði besta brauðið Þóra Berglind Magnúsdóttir varð sigurvegari í Nemakeppni Komax í brauðbakstri sem fram fór í Vetrargarðinum í Smáralind 15. maí. Þar kepptu til úrslita fjórir nemar við bak- aradeild Hótel- og matvælaskól- ans í Kópvogi, þau Björgvin Richter, Kökubankanum, Jón Karl Stefánsson, Breiðholtsbak- aríi, Þóra Berglind Magnúsdótt- ir, Myllunni-Brauð, og Örvar Amarsson, Árbæjarbakaríi. Björgvin Richter varð í öðru sæti og Jón Karl Stefánsson og Örvar Amarsson í 3.^1. sæti. Að keppninni stóðu Hveiti- myllan Komax ehf., Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi, Landssamband bakarameistara og Klúbbur bakarameistara. -hlh Sigurvegarinn Þóra Berglind Magnúsdóttir meö verölaun sem hún hlaut fyrir sigur í Nemakeppni Kornax í brauöbakstri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.