Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003
DV
Utlönd
13
Bondevik tekur hótanir al-Qaeda í garö Noregs alvarlega:
Ekki talin ástæða til að
óttast árás heima fyrir
Norsk stjórnvöld taka hótanir
al-Qaeda um hryðjuverkaárásir á
norska hagsmuni alvarlega en
Kjell Magne Bondevik forsætis-
ráðherra telur að engin ástæða sé
til að óttast heima fyrir.
„Norskir ríkisborgarar í útlönd-
um, einkum þó í ákveðnum lönd-
um, ættu að vera varari um sig.
En við teljum að við höfum gert
allar nauðsynlegar ráðstafanir í
Noregi svo það er engin ástæða til
að vera hræddur þar,“ sagði
Bondevik í gær, eftir að Noregur
var settur á lista hryðjuverkasam-
taka Osama bin Ladens yfir lönd
sem harðlínumúslímar ættu að
beina sjónum sínum að.
Arabíska sjónvarpsstöðina al-
Jazeera, sem hefur höfuðstöövar
sínar í Katar, útvarpaði í gær
hljóðupptöku sem sögð var vera
frá Ayman al-Zawahri, hægri
hönd bin Ladens. Þar hvatti hann
til þess að ráðist yrði gegn sendi-
ráðum og viðskiptahagsmunum
Bandaríkjanna, Bretlands, Ástral-
íu og Noregs.
Bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið tilkynnti í kjölfarið að sendiráð-
ið í Ósló yrði lokað í dag.
Bondevik sagði í viðtali við
fréttamann norska blaðsins VG í
gærkvöld að norsk stjómvöld
hefðu ekki fengið neina viðvörun
um hótanimar á hljóðupptökunni
sem al-Jazeera sendi í loftið í gær.
Kjell Magne Bondevlk
Norski forsætisráöherrann segir aö
stjórnvöld taki hótanir hryöjuverka-
manna al-Qaeda um árásir á norska
hagsmuni alvarlega.
„Nei, ekki svo ég viti til, og að
sjálfsögðu tökum við slíka til-
kynningu alvarlega," sagði norski
forsætisráðherrann.
Ekki er ljóst hvers vegna Noreg-
ur var með á listanum yfir skot-
mörk al-Qaeda. Norðmenn sendu
ekki hermenn til íraks og þeir
hafa verið ötulir við að reyna að
miðla málum í deilunum fyrir
botni Miðjarðarhafs.
Ýmsir fréttaskýrendur töldu í
gær að hryðjuverkamennimir
hefðu ruglast eitthvað í landa-
fræðinni og í raun átt við Dan-
mörku. Dönsk stjórnvöld voru
ötulir stuðningsmenn stríðsrekstr-
ar Bandaríkjamanna og Breta í
írak og fyrir það fékk Anders
Fogh Rasmussen klapp á öxlina
þegar hann heimsótti Bush
Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu
fyrir skömmu.
Odd Einar Dörum, dómsmála-
ráðherra Noregs, sagði fréttastofu
norska ríkissjónvarpsins NRK að
stjórnin hefði haldið neyðarfundi
um málið og fylgdist náið með
þróuninni. Og utanríkisráðuneyt-
ið fól sendiráðum Noregs að vara
öll norsk fyrirtæki með starfsemi
erlendis við hugsanlegum árásum.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, gagnrýndi al-
Jazeera fyrir að senda út hljóð-
upptökuna þar sem hún „breiddi
bara út meira hatur í heiminum".
Powell sagðist ekki vita hvort upp-
takan væri ósvikin.
Hvatningin á upptökunni þykir
fylgja áður þekktu munstri þar
sem hún kemur fram skömmu eft-
ir hryðjuverkaárásir og þykir til
þess fallin aö sá enn frekar fræj-
um ótta og skelfingar.
a r
Viö veitum 15% afslátt af
System Professional
hárvörum frá Wella
á vordögum.
TilboSiS gildir til 23 maí.
Þönglabakki 1
109-Reykjavík
Sími-557 4600
Milljónaútdráttur J 5. flokkur, 20. maí 2003 ® HAPPDRÆTTI ^jjjf HÁSKÓLA ÍSLANDS w vænlegast til vinnings
Kr. 1.000.000,-
410B 23761H
596G 28378H
11166B 29310G
14652F 36841F
21510F 42141F
Þar sem einvörðungu er dregið úr seídum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur.
REliTERSMYND
Gætt sér á nautakjöti
Jean Chretien, forsætisráöherra Kanada, gæðir sér á nautasteik til aö sýna
aö ekkert sé aö óttast þó aö tiifetli um kúariöu hafi komiö upp
í Alberta-fylki.
ESB rannsakar heilsubrest
danskra starfsmanna í Thule
Evrópusambandið hefur ákveð-
ið að rannsaka hvort dönsk stjóm-
völd hafi brugðist 1.200 dönskum
starfsmönnum sem unnu við
hreinsunarstarf í Thule-herstöð-
inni á Grænlandi eftir að banda-
rísk sprengjuflugvél með geisla-
virk efni um borð fórst þar árið
1968.
Danska fréttastofan Ritzau segir
að margir starfsmannanna hafi
síðan þjáðst af alvarlegum húð-
sjúkdómum og krabbameini sem
kunni að eiga rætur sínar að rekja
til geislunar frá farmi flugvélar-
innar. En enda þótt sýnt hafi ver-
ið fram á að dánartíðnin hafi ver-
ið meiri meðal þessara starfs-
manna en annarra hafa dönsk
stjórnvöld aldrei viljað rannsaka
málið ofan í kjölinn.
„Það er mikill sigur fyrir okkur
að alþjóðleg stofnun viðurkennir
alvarleika vanda okkar,“ segir
John Borup, varaformaður sam-
taka starfsmannanna.
Auglýsendur
athugið
Sérblað um ferðir
innanlands fylgir
Magasíni fimmtu-
daginn 5. júní
- 82 þús. eintök.
Meöal efnis:
Feröir fyrir fjölskylduna • Tjaldvagnar - fellihýsi - hjólhýsi - húsbílar • Afþreying og
skemmtun ■ Hápunktar • Hvaö er aö gerast í sumar? • Útivist • Gönguferðir • Leiösögn •
Hestaferöir - bátsferöir - fjalla- og jeppaferöir og margt annaÖ fróðlegt og skemmtilegt.
Skilafrestur auglýsinga er 2. júní
lbúin að aðstoða ykkur:
. s. 550-5734, inga@dv.is
3, b. s. 550-5733, kata@dv.is
Aargrét, b. s. 550-5730, margret@dv.is
Ransý, b. s. 550-5725, ransy@dv.is
Sigrún, b. s. 550-5722, sigruns@dv.
is
Auglýsingadeild
550 5720