Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 Sport DV kcppni í hverju orði metur heimavellina í Landsbankadeldmni KR-völIurinn stendur viö Frostaskjól, á félagssvæði KR, inni i miðju íbúðarhverfi. Það er dálítið farið að þrengja að íslands- meisturunum á svæðinu og eins og staðan er í dag eru engin úr- ræði sjáanleg til að stækka svæð- ið. Aðstaða fyrir áhorfendur er ágæt svo langt sem það nær en lágreist stúka stendur við aðra hlið vallarins. KR-ingar eru það lið sem dregur að sér flesta áhorf- endur og þegar áhorfendaaðsókn er komin nálægt meðaltali, sem var í fyrra 1948 áhorfendur, er stúkan orðin of lítil. KR-ingar grípa þá til þeirra ráða að raða pöllum meðfram vellinum en það er ljóst að aðstaða áhorfenda þeg- ar stúkunni sleppir er óviðun- andi. Það er einnig gaUi við stúk- una hversu lágreist hún er og yfir- sýn ekki nægilega góð yflr allan völlinn. Salemisaðstaða er nægi- leg en hún er í litlu húsi vestan við stúkuna, auk þess sem góð að- staða er í íþróttahúsinu. Bílastæðamál eru ekki nægilega góð, þó er malarvöllur þeirra KR- inga gjaman notaður undir bíla- stæði. Það er þó engan veginn nægjanlegt og er mjög algeng sjón að sjá bíla uppi á gangstéttarbrún- um víðs vegar í kringum KR- svæðið. Vallargestir hafa oftar en ekki orðið fyrir barðinu á lög- regluyfirvöldum sem stundum hafa gengið hart fram í að sekta þá. Aðstaða leikmanna er nokkuð góð, klefar era stórir og rúmgóðir og aðgengi leikmanna að vellinum er gott. Aðstaða blaðamanna á KR-velli er til fyrirmyndar. Hún er efst i stúkunni og er mjög rúmgóð og út- sýni út úr henni mjög gott. Leikvöllurinn sjálfur er mjög góður um þessar mundir og sem dæmi um það léku KR-ingar á að- alvellinum gegn HB í Atlantic Cup á dögunum, sem eflaust hefur aldrei gerst áður. Völlurinn er í sínu besta formi og verður ekki hægt að kvarta yfir honum. Svæð- ið býður upp á að KR-ingar geti fært völlinn eilítið til. Upphitun- arsvæði fyrir varamenn eru í góðu lagi fyrir aftan bæði mörkin. Til að uppfylla þær kröfur sem UEFA og KSÍ setja fyrir þátttöku í efstu deild þurfa vesturbæingar að bæta úr ýmsu. Vegna góðrar aðsóknar undanfarin ár þurfa KR- ingar að bjóða upp á 1500 sæti. í dag era þau hins vegar aðeins um 550 og ljóst að talsverðar breyting- ar þarf að gera á KR-velli til að uppfylla þessi ströngu skilyrði sem KSÍ og UEFA hafa sett. Það er hins vegar ekki aðeins að bæta þurfl sætum við heldur þarf einnig að skipta út þeim sætum sem fyrir eru þar sem bökin á þeim era of lág. KR-vöUup Einkunnargjöfin Aðstaða áhorfenda íð Leikvöllurinn ð Aðstaða leikmanna Staða gagnvart staðli 0 Aðstaða blaðamanna ¥3 Heildarstigin 22 Einkunnargjöfin Aðstaða áhorfenda Leikvöllurinn 0 Aðstaða leikmanna & Staða gagnvart staðli ® Aðstaða blaðamanna æ Heildarstigin ^ a LHNQSBRNKR □ EILDIN Kaplakriki, heimavöllur FH- inga, hefur verið óbreyttur um árabil en nú hyggja þeir á fram- kvæmdir og hafa gert áætlun að breytingum á svæðinu, þar á meðal á aðstöðu til knattspyrnu- iðkunar. Aðstaða fyrir áhorfendur hefur þó batnað á undanförnum misser- um þar sem komið hefur verið fyr- ir 800 sætum í stúkunni sem varla getur þó talist fullbyggð. Stúkan stendur nokkuð hátt og er gott að sjá yfir úr henni en það verður þó að teljast galli að hún stendur svo nærri vellinum að sumir áhorfend- ur ná ekki að sjá niður á völlinn næst henni. Á móti stúkunni eru rúmgóð stæði þar sem vel má sjá yfir leikvöllinn. Aðkoma að vellin- um er ágæt þar sem hægt er að komast að honum úr fjórum áttum og þá eru bílastæðamál í þokka- lega góðu lagi. Salernisaðstaða fyr- ir stúkugesti er mjög góð en hún er í tengibyggingu á milli stúkunnar og íþróttahússins. Aðstaða fyrir leikmenn verður að teljast með því betra sem gerist hér á landi. Rúmgóðir klefar standa þeim til boða og aðgengi þeirra að vellinum er mjög góð. Koma þeir til leiks út úr stúkunni og þar er lítil yfirbygging sem kemur í veg fyrir áreiti úr stúkunni. Aðstaða blaðamanna mætti vera betri. Hún er efst í stúkunni og er innandyra. Útsýni úr henni er nokkuð gott og sést vel yflr völl- inn. Það er gildir þó það sama um blaðamenn og áhorfendur að erfitt er að sjá leikvöllinn næst stúkunni. Staðsetning vallarins er ákaflega skemmtileg. Hann stendur í dálít- illi lægð þar sem gjarnan er skjól- sælla en i nágrenninum. Völlurinn er alls ekki í nægilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera nánast alveg nýr. Skipt var um all- an jarðveg í honum og hann tyrfð- ur á ný. Áður en þetta var gert var þessi völlur hins vegar einn sá lé- legasti á landinu. Til að uppfylla kröfur KSl og UEFA sjá Hafnfirðingar fram á all- nokkrar framkvæmdir í framtíð- inni. í dag eru eins og áður sagði um 800 sæti í stúkunni en það þurfa hins vegar að vera 1000 sæti á Kaplakrikavelli. Möguleiki er að setja 200 sæti í stæðin gegnt stúkunni en að öðrum kosti þarf að stækka aðalstúkuna á vellinum. Engin yfirbygging er á núver- andi stúku en samkvæmt keppnis- leyfi þurfa FH-ingar að vera með að a.m.k 500 sæti yfirbyggð. FH- ingar voru í fyrra með tæplega þúsund manns að meðaltali á leiki félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.