Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003_________________________________________________ DV Tilvera Heimur Þórbergs hefur aðdráttarafl - segir Pétur Gunnarsson rithöfundur DV-A1YND HARI Skáldið Pétur Gunnarsson astlar að halda erindi sem hann nefnir Þórbergur í þúsund ár á málþinginu í Suðursveit. „í verkum Þórbergs er margt sem hefur glatt mann og margt sem vek- ur spum. En sú bók sem hefur hrif- ið mig mest er Sálmurinn um blóm- ið. Það fmnst mér makalaust verk og furða mig á að það skuli aldrei hafa verið þýtt á önnur tungumál," segir skáldið Pétur Gunnarsson spurður um eftirlætisverk sitt eftir Þórberg Þórðarson. Pétur er meðal mætra fyrirlesara á málþingi um meistara Þórberg sem fram fer á Hrollaugs- stöðum í Suðursveit á morgun. Þar verður líka gengið frá formlegri stofnun Þórbergsseturs á Hala í Suð- ursveit. Og af því Pétur minnist á Sálminn um blómið má geta þess að Lilla Hegga verður á þinginu og seg- ir þar frá þeim Sobeggi afa og Mömmugöggu. Ný sýn á skáldið Pétur nefnir erindi sitt „Þórbergur eftir þúsund ár“. Kveðst sækja yfir- skriftina í. þau ummæli Tómasar Guðmundssonar að hann ímyndaði sér Þórberg þann höfund sem yrði lesinn eftir þúsund ár. Sjálfur tekur Pétur það ekki mjög bókstaflega en telur að verk sem hafa komið út eft- ir að Þórbergur lést, verk á borð við Ljóra sálar minnar og Mitt róman- tíska æði sem Helgi M. Sigurðsson vann upp úr dagbókum skáldsins, ennfremur Bréf til Sólu sem Indriði G. Þorsteinsson bjó til prentunar og Bréfm hans Þórbergs sem Hjörtur Pálsson annaðist útgáfu á, auki veru- lega dráttum í mynd Þórbergs. „Ég segi ekki að þessi verk umpóli mynd- inni af Þórbergi en þau varpa nýju og mjög fróðlegu ljósi á hann sem persónu og þau verk sem hann skrif- aði,“ segir Pétur og heldur áfram. „Bækur eins og Bréf til Láru, Ofvit- inn, íslenskur aðall og Sálmurinn um blómið eru allt verk sem eru sprottin út úr hans eigin ævi. Þar kemur hann fram í gervi sannleiks- leitandans og hins hreinskilna og hámákvæma frásegjara. En bækurn- ar sem komu út eftir lát hans og ég nefndi fyrr, birta ögn annan Þórberg. Það sem við tókum fyrir staðreyndir sjáum við þar af leiðandi í ögn skáld- legra Ijósi.“ Trúðshliðin fjölmiðlavæn Pétur kveðst ekki hafa kynnst Þór- bergi persónulega en oftlega séð hon- um bregða fyrir á götu þegar hann var bam og unglingur. „Ég gekk í Melaskólann og átti því leið um Þór- bergsslóðir því hann bjó við Hring- brautina. Hann var líka áberandi fígúra í þjóölífmu og hafði sterk áhrif á sitt höfundarverk sem per- sóna. Kannski galt hann þess að vera oft tekinn sem hálfgerður skrípakarl. Þessi trúðshlið á honum var kannski fiölmiðlavænust og það gervi sem honum var tamast að koma fram í. Nú fer þeim fækkandi sem muna persónulega eftir Þórbergi og sjálft verkið verður þar af leiðandi að standa á eigin fótum. Þórbergur er í hópi mjög fárra höfunda sem hefur lánast að skapa heildstæðan heim, veröld sem líkt og stjama eða hnött- ur hefur sitt eigið aðdráttarafl." Pétri líst mjög vel á Þórbergssetrið og vonar að það megi verða til þess að Þórbergur gangi í endumýjun líf- daga. Um það snúast lokaorð hans í þessu stutta viðtali: „Ég held það sé ekki frjó aðferð að ganga alltaf að höfundinum vísum, heldur verður að bregða honum upp í ljósið á hverj- um tíma og athuga hvaða erindi hann á við samtímann. Ég vona að Þórbergssetrið muni stuðla að því.“ -Gun. Bíógagnrýni _______ mm________■ j Regnboginn - City By the Sea ir'k'k Feöup og synir Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. í Borginni við sjóinn leikur Ro- bert De Niro New York-lögguna Vincent La Marca, mann sem lifír þægilegu og einföldu lífi, laus við óþarfa ábyrgð og flækjur. Hann býr einn en heldur við Michelle sem býr á hæðinni fyrir neðan. En þegar hann er að upplýsa morð á dópdíler ber erfið fortíð hans að dyrum, því morðinginn virðist vera sonur hans sem hann yfirgaf 14 árum áður. La Marca hefur alltaf verið yfirburða- lögga en vonlaus faðir og lendir í vandræðum þegar þessi hlutverk blandast saman á þennan hátt. Það sem flækir málið enn frekar og ger- ir slúðurpressuna spennta er sú staðreynd að La Marca var sjálfur yfirgefmn af föður sínum sem lítill drengur þegar faðir hans var settur í rafmagnsstólinn fyrir að myrða lít- ið bam. De Niro hefur ekki verið betri í mörg ár. Hann er pottþétt lögga, réttsýnn en töff, en undir niðri sést bæði einmana strákur sem var yfir- gefinn af pabba sínum og maður plagaður af samviskubiti yfir því aö hafa yfirgefið son sinn. Hann fær loksins tækifæri til að bæta fyrir ábyrgðarleysi sitt sem faðir - en er hann þá maður til að taka því? Þrátt fyrir yfirburðaleik De Niros stendur hann ekki einn, því leikarar með honum em undantekningarlaust góðir. James Franco leikur dópista- Pottþétt lögga Robert De Niro hefur ekki verið betri í mörg ár. soninn, Joey, sem lýgur að sjálfúm sér og öðrum, niðurbrotinn vegna fjarverandi föður og biturrar móð- ur. Frances McDormand er góð að vanda og snýr smáhlutverki kær- ustu La Marca í veigamikla persónu sem ein getur fundið lykilinn að innri manni Marca. Eins er hin unga Eliza Dushku mögnuð í hlut- verki kæmstu sonarins og bams- móður, dópista og móður sem berst við fíknina til að gefa syni sínum sómasamlegt líf. Svo má ekki gleyma bænum Long Beach sem fer með eitt stærsta hlutverk myndar- innar. Þessi fyrrum sumarparadís með glæsilegum hótelum, veitinga- húsum, bryggjum og litríku strand- lífi er nú eins og draugabær - auð hús með brotna glugga, veggjakrot alls staðar og íbúamir flestir dapur- legt fólk án framtíðar. La Marca flýði bæði bæinn og fjölskyldu sína og bæði liggja brotin eftir. Það er þó nokkuð líkt með Borg- inni við sjóinn og myndinni The Road to Perdition. Báðar fjalla um samband feðga og syndir feðranna. Borgin við sjóinn er ekki þriller í neinni klassískri merkingu þess orðs. Það er engin spenna fólgin í því að leysa morðgátu eða að koma glæpamanni á bak viö lás og slá, spennan felst i þróun persónanna og fram undir lok er myndin verulega góð. Því miður hefur Hollywood- endi verið klístrað á þessa dökku mynd, sem er alveg úr karakter, en það er lítill galli á annars sannfær- andi og áhrifamikilli sögu. lelkstjóm: Michael Caton-Jones. Handrit: Ken Hixon, byggt á greininni „Mark of a Murderer" eftir Michael McAlary. Kvikmynda- taka: Karl Walter Lindenlaub. Tónlist: John Murphy. Aðalleikarar: Robert De Niro, Frances McDormand, James Franco, Eliza Dushku og William Forsythe. SSISIipf Ihættum AÐREYKJA HVATNINGAR- ÁTAK UMFÍ Taktu þátt í samkeppni um slagoro gegu reykingum Slagorðasamkeppnin er opin öllum landsmönnum á hvaða aldri sem er. Vegleg verðlaun tengd íþróttum, útivist og feróalög- um verða veitt. Sendið slagorðin til: Þjónustumiðstöö UMFÍ, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík merkt: SLAGORÐASAMKEPPNI fyrir 25. maí. Útslit verða kynnt á reyklausum degi 31. maí. Leggðu inn á Reyklausan reikning til að fá geisla- plötuna HÆTTUM AÐ REYKJA! Leggöu kr. 1000 inn á Reyklausan reikning í banka eöa sparisjóði og þú færð eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 íslandsbanki (aðalbanki) nr. 160379 Landsbanki (aöalbanki) nr. 283408 Búnaðarbanki (aðalbanki) nr. 120552 Mundu að láta nafn þitt og heimilisfang koma skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning. REYKLAUS REIKNINGUR HVATNINGAR ATAK UMFÍ GeÍHladiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er eirrnig hægt aö fá í Þjónustumiðstöö UMPÍ, Fellsmúla 26,108 Reykjavik, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr. Helldarverómæti vinninga í bvatningarátaki UMFÍ er kr. 750.000. Nöfn vinningshafa veröa birt i DV á reyklausum degi 31. mai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.