Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 16
16 + 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aóalritstjórí: Óli Björn Kárason Rltstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, biaóaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Rltsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plótugerft og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. llngir ráðherrar Nýr og ferskur ráöherra hefur sest í stól félagsmála- ráöherra og fer af stað svo eftir er tekið. Árni Magn- ússon er vel aö embætti sínu kominn, þaulreyndur í stjórnmálavafstri í heimabyggð sinni og á landsvísu þótt enn sé aö- eins á 38. aldursári. Þaö var eftirtektarvert aö formaður Framsóknarflokksins skyldi velja Áma til þessarar valda- miklu stöðu sem snýr að mörgum erfiðustu og viðkvæmustu málaflokkum sem stjórnvöld eiga að sinna. Val formannsins var djarft og ekki er að efa að það var úthugsað. Ögrun Árna Magnússonar er stórkostleg. Hann komst inn á Alþingi með svo miklum naumindum að ekki mátti tæpara standa. Litlu síðar var hann valinn í ríkisstjórn landsins. Hann tekur við ráðherraembætti á sama aldri og Hermann Jónasson, ein helsta kempa Framsóknarflokksins á síðustu öld, hóf sin pólitísku afskipti af fullum þunga. Ámi hefur verið náinn samstarfsmaður Halldórs Ásgrímssonar um árabil og þeir þekkja vel hvor til annars. Augljóst er að formaðurinn ætlar Árna stórt hlutverk í flokknum. Annar ferskur ráðherra mun setjast í ríkisstjórn íslands á nýju ári en það er jafnaldra Árna Magnússonar, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, sem taka mun við menntamála- ráðuneytinu af Tómasi Inga Olrich um næstu áramót. Áskorun Þorgerðar er ekki síðri en Áma enda ráðuneyti mennta og menningar eitt það allra kröfuharðasta við stjórn landsins. Það var hárrétt hjá formanni Sjálfstæðisflokksins að velja Þorgerði Katrínu í þetta embætti og felur ekki í sér síðri skilaboð en val Halldórs á Árna í ráðuneyti félagsmála. Árni og Þorgerður Katrín eru að mörgu leyti fulltrúar nýrra sjónarmiða við stjóm landsmála. Þau eru málsvarar fjölskyldunnar og þess mikilvæga aldurshóps sem er að ala upp yngstu kynslóð landsmanna. Af verkefnum rikisstjórna síðustu tveggja kjörtímabila hefur mátt ráða að þar hafi þessa rödd vantað. Þorgerður Katrín verður reyndar fyrsti ráðherra í sögu landsins sem verður með barn á brjósti og var tími til kominn að ráðamenn viðurkenndu til fulis að ungbörn em ekki fyrirstaða í æðstu stjórnunarstöðum. Það á ekki að vera lögmál að velja miðaldra stjórnmála- menn með mikla þingreynslu í embætti ráðherra. Það á heldur ekki að vera sjálfgefið að efstu menn á listum flokk- anna í hverju kjördæmi setjist í ráðherrastóla. Það á að vera metnaðarmál hjá formönnum stjórnmálaflokka að velja ráð- herraefni sín af pólitísku áræði og framsýni. Hæfileikar, áhugi og pólitískar ástríður stjórnmálamanna em misjafnar eins og gengur og formönnum stjórnarflokka ber að lesa í þessa eiginleika við val á ráðherrum sínum. Valið á þessum ungu ráðherrum er í takt við breytta ald- urssamsetningu á þingheimi. Eftir alþingiskosningarnar 10. maí hefur meðalaldur íslenskra þingmanna lækkað um fimm ár. Það er stórt og mikilvægt stökk. Á síðasta kjör- tímabili var meðalaldurinn 52 ár en er núna 47. í leiðurum blaðsins á síðasta tímabili þingsins var minnt á mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar landsins yngdu upp í þingliði sínu. Alþingi og ríkisstjórn verður að spegla vilja og þarfir fólks á öllum aldri. Einsleitnin á þingi var orðin of mikil. Það verður áhugavert að fylgjast með störfum þessara ungu ráðherra. Verkefni þeirra eru ærin og er þeim óskað velfarnaðar í glímunni við erfið úrlausnarefni. Ekki er að efa að þessir nýju ráðamenn munu minna rækilega á hugs- un og gildi nýrrar kynslóðar í embættisverkum sínum á næstu mánuöum. Hér eru mjög líklega á ferðinni framtíðar- leiðtogar í flokkum sínum enda valið á þeim í ráðherraemb- ætti engin tilviljun. Bæði Davíð og Halldór eru ekki að taka áhættu með þessu vali sínu heldur aðeins að breyta rétt. Sigmundur Ernir MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003_MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 Skoðun Rafn Kjartansson kennarí við Háskólann á Akureyrí Nú fagna landsmenn nýrri ríkisstjórn, sem tók við völdum eftir skamman undirbúning. Ekki tók nema hálfan mánuð að setja saman stjórn þess- ara tveggja flokka sem ætla í sameiningu að stjórna landinu næstu fjögur árin. Það er kannske ekki að undra að vel hafi gengið að semja stjórnar- sáttmálann. Hér er um að ræða tvo stjórnmálaflokka, er menn vilja kalla svo, sem lengst af hafa setið að völdum í íslenska lýðveldinu, ýmist annar en þó oftar í samein- ingu. Athyglisveröur valdaferill Raunar hefur litlu skipt hvor þessara flokka leiddi ríkisstjórn og hvor hafði forystu um stjórnar- myndun. Stjómarfarið hefur nán- ast alltaf verið eins. Vinnubrögð þessara flokka hafa einkennst af íhaldssömum gildum, stuðningi við rótgróna atvinnuvegi og vemdun þeirra, en nýrri sjónarmið hafa átt erfitt uppdráttar, þótt þokast hafi í rétta átt á löngum tíma, t.d. varð- andi viðskiptafrelsi og mannrétt- indi. Þar hafa menn smám saman lært af öðrum þjóðum en flestar fram- farir í þessum efnum eigum við þó eflaust að þakka aðildinni að EES sem var tiikomin undir forystu Al- þýðuflokksins sem öðlaðist sú náð að fá að njóta skamm- vinnra kynna af þeim valda- sessi sem tvíflokkurinn hef- ur yfirleitt einokað. Ekki síst er athyglisverð- ur valdaferill Framsóknar- flokksins í lýðræðisríkinu íslandi sem kjörtímabil eftir kjörtímabil hefur stjórnað allt að helmingi ráðuneyta með vel innan við 20% at- kvæða á bak við sig. Hér er um ræða undarlegt birting- arform lýöræðisins, svo ekki sé meira sagt. Hefur þetta fyrirbæri annars vegar helg- ast af ranglátri löggjöf sem kveður á um misvægi at- kvæða eftir búsetu og hins vegar af þeim stjómmálastíl Framsóknarflokksins að sveigja stefnu sína ætíð í þá áttina þar sem völdin er að hafa. í samræmi við þessa grandvöru „hugsjón" hefur kúrsinn gjaman leitað upp að hliðinni á stóra bróður, Sjálfstæðisflokknum, þar sem margur vænn biti er í búri. Flokkarnir hafa því lengi verið samstiga og „plottað" margt í samein- ingu sjálfum sér til heilla og hagsbóta. Nafn á gömlum grunni Nú er í tísku að sameina fyrirtæki til hagræðingar og bættrar stjórnunar. Hér gæti því verið um að ræða gullið tæki- færi fyrir þessar tvær mjög svo keimlíku stjórnmálahreyfingar að viðurkenna þá staðreynd að skilin milli þeirra eru orðin svo óljós og þokukennd að tímabært er að af- nema þau með öllu. Flokkarnir geta auðveldlega runnið saman í eina heild, og vandalaust er líka að skapa þeim heilsteypt nafn sem byggir á göml- um grunni en endurspeglar jafn- Ný ríkisstjóm. - „Hér er um að rœða tvo stjómmálaflokka, er menn vilja kalla svo, sem íslenska lýðveldinu, ýmist annar en þó oftar í sameiningu framt helstu hugsjón og viðleitni þessara rótgrónu stjórnmálaafla gegnum alla þeirra valdatíð um margra áratuga skeið. Nafnið sem beinast liggur við er Sjálfssóknar- flokkurinn. Önnur nafngift getur naumast komið til greina. Vænar fúlgur í vasa Sjálfssóknina höfum við alls staðar séð. Þessir tveir flokkar hafa unnið dyggilega að því að sækja sér og sínum auð, völd, forréttindi og bitlinga hvar sem því hefur ver- ið við komið í samfélaginu. Nú síð- ast sóttu þeir í Kjaradóm væna launahækkun sér og sínum til handa. Kjaradómur starfar í um- boði stjómmálamanna. Þar sitja starfsmenn stjórnvalda og reynslan hefur sýnt að dómamir em oftast af því taginu sem stjómvöldum hugnast vel. Þegar til dæmis kennarastéttin laut Kjaradómi á árum áður var samræmið milli vilja stjórnvalda og úrskurða dómsins svo traust og varanlegt að engri tilviljun var undirorpið. Þar birtust með skýr- um hætti samantekin ráð um að halda niðri launum þessa fólks undir því yfirskini að þannig væri hag þjóðarinnar best borgið. Sú „skynsemisstefna" olli síðan langvarandi ókyrrð, vinnudeilum og truflunum í skólastarfi með svo ið yfir þá beint af himnum ofan... Fullkomlega lögleg iðja Við blasti fyrir nýliðnar kosningar hvernig sumir þingmenn Sjálfssóknar- flokksins hófu gegndar- lausan fjáraustur úr ríkis- sjóði til að bæta persónu- lega stöðu sína í kjördæm- um þar sem þeir sáu sig standa höllum fæti. Þar var fé skattborgara nýtt ótæpilega í skyni eigin- hagsmuna - til að sækja sjálfum sér atkvæði fyrir peninga sem þeir áttu ekki. Þetta er fullkomlega lög- leg iðja, enda myndi meiri- hluti Sjálfssóknarflokksins á alþingi aldrei samþykkja löggjöf er hindraði siðleysi af þessu tagi. Slík löggjöf yrði enda þrándur i götu þeirra sem nýta vilja fé al- mennings i eiginhags- munaskyni. Það væri alls ekki í anda Sjálfssóknar- flokksins að setja svo óheppileg lög, hvað þá lög um að fjárreiður stjórn- málaflokka væru gerðar opinberar,' svo sem gert er í siðmenntuðum ná- grannalöndum okkar. lengst af hafa setlð að VÖldum l erfiðara að sækja fúlgur í sjóði fyrirtækja og fjárafla- manna sem þurfa að virkja stjómmálamenn á vettvangi þröngrar hagsmunagæslu. alvarlegum afleiðingum að því fer fjarri að menntakerfið hafi náð sér eftir þær hremmingar. Það er því hjákátlegt þegar talsmenn Sjálfs- sóknarflokksins, sem er nýsestur aftur að völdum, þykjast hvergi nærri hafa komið nýlegum úr- skurði Kjaradóms um vænar fúlg- ur í vasa þeirra. Nú reka þessir menn upp stór augu og segja að við þessi ósköp verði víst ekki ráðið, rétt eins og dómurinn sá hafi dott- Yfirgnæfandi kostir Þótt Sjálfssóknarflokkurinn hafi hingað til verið tvískiptur að nafn- inu til, fyrst og fremst til að halda á lofti sýndarmennsku fyrir kosn- ingar og lokka þannig fleiri til fylg- is, má nú ljóst vera að kostir end- anlegrar sameiningar, í formi hag- ræðingar og einbeittari sóknar á þau mið þar sem fé og völd er að fá, eru svo yfirgnæfandi að fram hjá því verður ekki litið. Því er þess að vænta að slík sam- eining eigi sér stað á nýhöfnu kjör- tímabili, þótt hvergi sé að því látið liggja í loðmullulegum málefna- samningi tvíflokksins sem ekki er frumlegri en svo að heilu máls- greinamar eru fengnar að láni úr málefnasamningi frá fyrra kjör- tímabili, enda vantaði víst nokkuð á að unnt væri að efna loforðalist- ann sem þá var gefinn út. Raunsæisskortur Samfylkingar Skortur á raunsæi í kosninga- baráttu Samfylkingarinnar kom berlega í ljós í síðustu kosningum. Þar á bæ gengu sumir með þá grillu að kljúfa mætti tvíflokkinn og lokka „hófsamari" hlutann til samstarfs. Nú sést berlega hvílíkt dómgreindarleysi þarna réð ferð- inni, enda hlaut Samfylkingin ekki erindi sem erfiði. Með sameiningu tvíflokksins yrði svo endanlega gengið milli bols og höfuðs á þessari hreyfingu sem boð- aði „vorið fram undan“. Gegn Sjálfssóknarflokknum yrði Samfylk- ingin einskis megnug. Völd hans væru tryggð um aldur og ævi og hæg heimatökin aö sækja öll gæði þessa samfélags sjálfum sér til handa og láta pólitíska andstæðinga éta það sem úti frýs. Að lokum skal bent á að hið lýsandi nafn „Sjálfssóknarflokkur- inn“ er hentugt til þýðinga á erlend tungumál. Þannig fellur ensk þýð- ing á nafninu einkar vel að því apparati sem enn og aftur er sest að völdum á íslandi. „The Self- seeking Party“ skal hann heita, hinn nýi flokkur gamalla gilda. Vel hentar að koma nafninu á framfæri í alþjóðlegum fjölmiðlum, enda hjálpar nafngiftin útlendingum, sem lítið botna i íslenskri pólitík, til að öðlast innsýn í það sem mestu máli hefur hingað til skipt í íslenskri stjórnmálabaráttu Sandkora sandkorn@dv.is Hermann Jónasson yngstur ráðherra sem nýr þmgmaöur Látið var að því Magnússon, sem tók RflPí " 'M við embætti félags- málaráðherra 23. stöðum, væri líklega yngsti þing- maðurinn til að taka við ráðherra- embætti sem nýr þingmaður. Það er ekki rétt, þó litlu muni. Her- mann Jónasson var kjörinn á þing fyrir Strandamenn 1934 og 28. júlí þ.á. var hann skipaður forsætis- ráðherra auk þess að gegna starfi dóms- og kirkjumálaráðherra. Hermann var því 37 ára og 7 mán- Ummæli Ekkiræða „Þetta var ekki-ræða eins og fréttimar eftir klukkan fimm á daginn." Steingrímur J. Sigfússon, formaOur Vg, um stefnuræbu forsætisráOherra Kosið um kuótakerti! „Og svo koma þingmenn Frjáls- lynda flokksins og hrópa aö „þjóö- in“ hafi hafnað kvótakerfinu. ’ Hvemig er það, hversu frjálslyndir geta menn verið í mati sínu á því hvað sé rétt og hvað rangt? Af hverju velta þessir áköfu baráttu- menn því aldrei fyrir sér hvort mögulegt sé - sé það á annað borð rétt hjá þeim að það hafi verið „kosið um kvótakerfið" - að kvóta- kerfið hafi einfaldlega unnið? Nóg aða er hann varð ráðherra en Ámi 37 ára og liðlega 11 mánaða. Eysteinn Jónsson var kjörinn á þing fyrir Suður-Múlasýslu 1933 en varð fjármálaráðherra ári síð- ar, eða 1934, og því ekki nýr þing- maður er hann tók við ráðherra- dómi. Af núverandi þingmönnum er Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra 37 ára gömul, en hún hafði þá setið á þingi í 4 ár og Ámi M. Mathiesen var sjávarút- vegsráðherra 40 ára gamall, en hann hafði þá setið á þingi í 8 ár. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður menntamálaráðherra um næstu áramót, þá liðlega 38 ára gömul, og hefur þá setið á þingi í liðlega 4 ár. var nú talað um sjávarútvegsmál í kosningabaráttunni. Er þingmönn- um Frjálslynda flokksins ómögu- legt að draga nokkrar ályktanir af þeirri staðreynd að rúmlega 92 % kjósenda greiddu þeim ekki at- kvæði sitt?“ VefþjóOviljinn Hressara þing H„Kl. 13:30 var þingsetning. Nú setj- ast 18 nýir þingmenn á Alþingi. Margir þeirra eru ungir. Ég spái því að þingið verði hressara og skemmtilegra meó þessari ágœtu endurnýjun. “ Siv Friöleifsdóttir umhverfis- ráöherra á Siv.is. Popptíví kannar öryggisvörslu á Bessastöðum „Er þetta ekki heilbrigðisvottorð fyrir íslenskt þjóð- félag? Vilja menn búa til úr því fólki sem gegnir fyrr- greindum embættum eitthvert dulúðugt fjarlœgt vald, umlukið öryggisgœslu?“ Fyrirsögnin hér aö ofan vísar í fyrirsögn á frétta- frásögn í DV sl. laugar- dag. Þar segir frá tveimur ungum mönnum sem vildu kanna hvernig öryggis- vörslu væri háttaö á Bessastöðum, hversu ná- lægt þeir kæmust æðstu ráðamönnum þjóðarinnar. Þeir töldu sig komast býsna langt. Ungu mennimir lögðu leið sína til Bessastaða þegar ríkisráðsfund- ur var haldinn þar á bæ. Ungu mennimir frá Popptíví komu í stórri límúsínu, stigu út úr henni og gengu „ákveðnum skrefum að aðaldyrimum þar sem tveir lög- reglumenn stóðu heiðursvörð, opnuðu dymar og gengu inn, óá- reittir. Leið þeirra innanhúss hefði verið greið alla leið inn á ríkisráðsfundinn, en þeir létu það eiga sig.“ Ekkert breyst síðan 11. sept. Síðan heldur frásögnin áfram og er vitnað í ungu mennina, þá Auð- un Blöndal og Sigmar Vilhjálms- son:„Við ætluðum að athuga hversu erfitt væri að komast aö ríkisstjórn íslands og hefðum get- að farið alla leið til ráðherranna og forsetans. Öryggisverðir skoð- uðu ekkert hvort við værum með vopn svo við hefðum getað framið þarna mikil spellvirki. Tilgangur- inn var sá að athuga hvort það heföi eitthvað breyst síðan 11. september 2001 og niðurstaðan er sú að það er alls ekkert.“ Þetta er í sjálfu sér saklaust uppátæki og greinilegt á frekari tflvitnunum í þá félaga að ekki var djúpt á húmomum. Hins vegar þykir mér þetta gefa tilefni til að staldra viö og hugleiða það sem hér var sagt því það er vissulega umhugsunarvert. Ég fyrir mitt leyti fagnaði því innra með mér að „alls ekkert“ hefði breyst í örygg- isvörslunni síðan 11. september 2001. Víða um lönd hafa hryðju- verkin sem þá voru framin í Bandaríkjunum verið notuð sem skálkaskjól fyrir fasisk öfl sem vilja koma á eftirlits- og lögreglu- ríki. Heimsóknin á Bessastaði seg- ir okkur að við erum ekki komin lengra í þá átt en raun ber vitni. Eftir sem áður hafa verið ýmsir tilburðir hér á landi til að herða á margvíslegri eftirlitslöggjöf. Jöfnuður á rauðu Ijósi Og þótt það sé ekki beinlínis tengt eftirlitsþjóðfélaginu þá er þaö engu að síður af sama meiði hve langt er oft gengið í tilstandi og sýndarmennsku þegar erlendir gestir koma til landsins. Lögreglu- menn eru látnir taka umferðarljós úr sambandi svo öruggt sé að gest- irnir þurfi aldrei að stoppa og síð- an endalaust verið að gera honnör og sýna þeim tákn valdsins. Það getur vissulega átt við í stöku til- fefli að gera honnör. En eiga ís- lendingar ekki að leggja minna upp úr því að sýnast hernaðarstór- veldi en þeim mun meira upp úr því að við erum friðsöm þjóð þar sem jöfnuður ríkir, líka á umferð- arljósum? En aftur að örygginu. Hvað er athugavert við það að ungir og geðslegir menn geti gengið „alla leið til ráðherranna og forsetans“? Er þetta ekki heilbrigðisvottorð fyrir íslenskt þjóðfélag? Vilja menn búa til úr því fólki sem gegnir fyrrgreindum embættum eitthvert dulúðugt tjarlægt vald umlukið öryggisgæslu? Fyrir mitt leyti hafna ég því algerlega. Frakkaklæddur forseti Ég minnist ummæla Georges Browns, fyrrverandi utanríkisráð- herra Bretlands, þegar hann kom hingað til lands tfl að flytja fyrir- lestur í Norræna húsinu, senni- lega í kringum 1970. Hann sagði frá því að á leiðinni á Hótel Sögu hefði frakkaklæddur maður, einn á ferð, skotist yfir götuna. Honum hefði verið sagt að þetta væri for- seti íslands. „Þá vissi ég að ég var staddur í lýðræðisríki," varð Ge- orge Brown þá að orði. Aðra litla dæmisögu vil ég nefna. Þegar ég var fréttamaður Sjónvarps á Norðurlöndum sótti ég einhvern tímann fréttamanna- fund í Kaupmannahöfn þar sem allir forsætisráðherrar Norður- landa voru samankomnir. Allir sem þess óskuðu komust inn á þennan fund óáreittir. Einhver hafði á orði að ekki væri viturlegt að hafa enga öryggisgæslu. Aðrir bentu á að einmitt það viðhorf að ætla mönnum aldrei neitt illt væri líklegasta leiðin til að varðveita friðsamlegt samfélag. Hið gagn- stæða framkallaði hins vegar spennuþrungið andrúmsloft og ýfði árásarhvötina. Röksemdir lögreglumanna Einmitt þetta eru rökin sem oft hafa heyrst frá Landssambandi lög- reglumanna þegar íslenskir lög- reglumenn hafa varað við því að ís- lenskir lögreglumenn bæru vopn aö staðaldri. Ég er þeim innilega sammála. Niðurstaða mín er sú að heim- sókn þeirra Popptívímanna á ríkis- ráðsfundinn á Bessastöðum hafi sýnt fram á að okkur er ekki alls varnað. Við ætlum fólki heiðar- leika og viljum foröast að sjá jafn- an í hverjum manni allt hið versta. * +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.