Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 DV Ræktun lýðs og lands Þrastaskógur er alltaf mikiö aödráttarafl: Fallegur skógur ungmennafélaga I Grímsnesi viö Sog er einn fal- legasti skógur landsins, Þrasta- skógur. Árið 1911 gaf hinn landskunni athafnamaður Tryggvi Gunnarsson Ungmennafé- lagi Islands landsvæði með fram Soginu og fékk svæðið nafnið Þrastaskógur. Hálf vallardagslátta Þrastaskógur er um 45 hektarar eða eins og segir í gjafabréfinu; „landsvæðiö er 140 og hálf vallar- dagslátta að stærð.“ Björn B. Jóns- son, formaður UMFÍ, segir að frá upphafi hafi félagið stundað rækt- un skógarins og það sé því afar ánægjulegt að í dag sé þetta vissu- lega einn af fegurstu skógum landsins. „Þaö er gaman að segja frá því að nú á undanfornum árum hefur verið unnið að uppbyggingu göngustíga í skóginum. Það er mikill straumur útivistarfólks um skóginn á hverju sumri. Og á vet- urna einnig en það hefur verið í auknum mæli að til dæmis göngu- skíðamenn leggi leið sína í skóg- inn,“ segir Bjöm. Hann segir að á hverju ári hafi UMFÍ ráðið skógarvörð til starfa tímabundið í þrjá til fjóra mánuði. Margir í heimsókn Síðastliðið sumar var hinn gam- alkunni ungmennafélagsmaður Hörður Óskarsson skógarvörður og verður aftur i sumar við annan mann. „Þetta var mjög gaman í fyrra og mikill fjöldi fólks sem kem- ur í stuttar gönguferðir eða tjaldar og er í lengri tíma. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu í skógin- um og vonumst svo sannarlega til að fá sem flesta í heimsókn í vetur,“ segir Björn Jónsson, formaður UMFÍ. Björn segir að samkomur og skemmtanir af ýmsu tagi hafi ver- ið haldnar í skóginum í áratugi. „Nú á síðari árum hefur sérstök Þrastarskógsnefnd haft umsjón með skóginum og séð um fram- kvæmdir og rekstur skógarins," segir Bjöm. Formaður Þrastarskógsnefndar er Einar Kristján Jónsson. „Þrastaskóg- ur er okkar lif og yndi og við í nefndinni erum mjög stoltir af að fá að annast skóg- inn. Það hafa verið töluverðar fram- kvæmdir í skóginum síðastliðin þrjú til fjögur ár, meðal ann- ars í góðri samvinnu við Landsvirkjun, en fyrirtækið hefur lagt okkur til starfsmenn í verkefninu Margar hendur vinna létt verk,“ segir Einar Kristján. Hann bendir og á að ýmsir aðrir aðilar hafi einnig komið að upp- byggingu í skóginum. Skemmtilegar gönguleiðir Einar nefnir að Pokasjóður og Búnaðarbankinn hafi styrkt fram- kvæmdir í skóginum á undanfóm- um árum. Kveðst hann vonast tU þess að í sumar ljúki framkvæmd- um í skóginum hvað varðar upp- byggingu á gönguleiðum og fleira. Bjöm B. Jónsson segir að það hafi verið í umræðunni á undanfómum árum að endumýja Þrastalund og byggja upp aðhliða aðstöðu í skógin- um. „Þau mál hafa verið tfl skoðun- ar og það er aldrei að vita nema við verðum með einhverjar skemmtUeg- ar fréttir á næstunni hvað varðar frekari uppbyggingu Þrastaskógar.“ Við innkeyrsluna í Þrastaskóg er þar sem aUar veitingar eru seldar og þar eru gjarnan haldnar mál- verkasýningar. uandsmót í Þrastalundi er einnig verslun og bensinstöð. LEI^TOGA SKÖLINN I skógarferö Kátir krakkar úr fíóanum í Þrastaskógi. Stjóm UMFÍ samþykkti á 12. stjórnarfundi sínum, sem hald- inn var á Reyðarfirði 16. maí sl., að veita styrki úr verkefnasjóði sem hér segir. * Styrkumsókn frá HSH tU að stuðla að kennslu og útbreiðslu á golfíþróttinni fyrir börn og ung- linga á Snæfeflsnesi. Samþykkt var að veita verkefninu styrk að upphæð kr. 100 þúsund. * Umsókn frá Ungmennafélag- inu Aftureldingu um stuðning fyrir Önnu Maríu Þorleifsdóttur til farar í íþróttaháskólann í Sönderborg í Danmörku í nám og tfl æfingar á badmintoni. Nú þegar er til samningur milli UMFÍ og DGI um nám í Sönder- borg, sem mun að öllum líkind- um verða endurnýjaður. Sam- þykkt að leggja áherslu á þetta samstarfsverkefni UMFÍ viö DGI og að sjóðurinn leggi kr. 300 þús- und í fræðsluverkefnið í heild sinni. Umsóknir i skólann berist inn til fræðslustjóra UMFÍ, og verði afgreiddar með sama hætti og fyrri umsóknir, en nú eru sjö nemendur í skólanum á vegum UMFÍ. * Styrkumsókn frá Ungmenna- sambandi Borgarfjarðar um stuðning við verkefnið Fræðslu- göngur UMSB. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 95 þús- und. * Umsókn frá UDN (Ung- mennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga) um gerð heimasíðu. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 100 þúsund og að benda jafnframt á að hægt sé að leita eftir aðstoð til Þjón- ustumiðstöðvarinnar í Reykja- vík. * Umsókn frá Leikhópi UMF. Eflingar í Bárðardal um stuðn- ing við gerð og uppsetningu söngleiks sem fjallar um Lands- mót UMFÍ. Samþykkt að styrkja verkefnið að upphæð kr. 200 þús- und og að framkvæmdastjóri fylgist með framgangi verkefnis- ins. * Umsókn frá leikhúsverkefni ungra listamanna í samstarfi við forvamar- og eftirmeðferðar- áætlanir Reykjavíkurborgar og Félagsþjónustunnar, Neyðarat- hvarf Rauðakrosshússins, Há- lendishóp Hins Hússins og Lest- ina - Neyðarúrræði hjá Hinu Húsinu fyrir unglinga á aldrin- um 18-25 ára, um stuðning við uppfærslu Kæru Jelenu. Því mið- ur getur sjóöurinn ekki sam- þykkt stuðning við þetta verk- Líf og fjör á landsmóti Meöal styrkja sem Ungmennafélag íslands var aö úthluta var til geröar söngteiks um landsmóts félagsins - en þau eru rómaöar samkomur sem hafa mikiö aödráttarafl. Myndin var tekin á Landsmóti í Borgarnesi 1997. efni þar sem umsóknin fellur ekki undir skilgreiningar sjóðs- ins. * Frá Umhverfisnefnd UMFÍ. Kynning og verkáætlun um verkefnið: Spor ungmennafélaga sem stefnt er að því að hefja í sumar með þriggja mánaða vinnu Jóns M. Ivarssonar. Sam- þykkt að leggja nú í upphafi kr. 300 þúsund í verkefnið. Verkefnasjóður UMFÍ: Styrkip til þjóðþpifamála S Velkomin UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ Unglingalandsmót UA/IFÍ Isafirði verslunarmannahelgina 1.-3. ágúst Frábær fjölskyldhátíð þar sem gleði, ánægja og heilbrigði ráða ríkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.