Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Síða 4
4 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ2003
-\
Forðaði sér frá slysi
BÍLVELTA: Dælubíll frá Holræsa-
hreinsun valt á Vesturlandsvegi
við Álafosstorg skömmu fyrir
klukkan átta í gærkvöld. Bíllinn
kom akandi suður veginn, hafn-
aði á vegriði og valt síðan.Öku-
maður og farþegi sluppu
ómeiddir úr óhappinu. Klóak lak
úr tanki bílsins og þurfti að kalla
til hreinsunarbíl vegna þess. Að
sögn lögreglu í Mosfellsbæ
munu lofthemlar bílsins hafa
gefið sig við hringtorgið með
fyrrgreindum afleiðingum.Þá
þykir mildi að kona sem nýkom-
in var inn í hringtorgið frá Ála-
fossvegi skyldi sleppa frá dælu-
bílnum. Konan, sem var með tvö
börn íbílnum,sá hvardælubíll-
inn kom æðandi, hún snarheml-
aði bifreið sinni og tókst að
forða sér og börnunum frá slysi.
Uppsagnir taka gildi l.júlí
RAUFARHÖFN: Starfsmönn-
um Jökuls ehf.á Raufarhöfn
verður sagt upp störfum frá og
með l.júlí nk.en jafnframt
verður rösklega tuttugu starfs-
mönnum boðin endurráðning.
Við endurráðningu verður
byggt á starfsaldri starfsmanna
hjá fyrirtækinu þannig að þeir
sem lengstan starfsaldur hafa
verða endurráðnir. Frá endur-
ráðningum verður endanlega
gengið að loknu sumarleyfis-
stoppi,sem hefst 30.júní nk.
ogstendurtil lO.ágúst.Ákveð-
ið hefur verið að dagana 18. og
19.júní nk.verði fulltrúarfrá
Svæðisvinnumiðlun Norður-
lands eystra á Raufarhöfn til
þess að veita starfsfólki Jökuls
allar tiltækar upplýsingar og
aðstoð.
Matur lækkar en opinber þjónusta hækkar:
Matvara hefur lækkað
um 2,9% á tólf mánuðum
Mjög miklar sveiflur eru í
verðlagi einstakra neysluvara
þótt vísitalan í heild sé
stöðug. Hæst ber að ávextir,
grænmeti og kjöt hafa snar-
lækkað í verði, sem og sím-
tæki og leikjatölvur.
Sé húsnæði undanskilið hefur
verðbólga undanfarna 12 mánuði
verið nær engin. Sveiílur í verði
einstakra neysluvara eru hins vegar
mjög miklar, einkum í matvöru.
Sérstaka athygli vekur að samtais
hafa matar- og drykkjarvörur lækk-
að í verði um 2,9% frá því á sama
tíma í fyrra.
Mest lækkun
Frá því í júní í fyrra hafa tíu
neysluliðir í vísitölu neysluverðs
lækkað um meira en 15%, þegar
saman eru taldir allir yfir- og undir-
flokkar í vfsitölunni.
Símtæki hafa lækkað mest eða
um tæp 40% og leikjatölvur og
tölvuleikir um 34%. Samtals hafa
tölvur lækkað um 15,1%. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hagstof-
unni er hugsanlegt að svokölluð
„gæðaleiðrétting" skýri þetta að
hluta, en það þýðir að leiðrétt er
fyrir því að gæði vörunnar aukast,
til dæmis á þann hátt að tiltekinn
búnaður fylgi með sem áður þurfti
að kaupa sérstaklega. Ekki eru hins
vegar mæld áhrifin af tilboðum far-
símafyrirtækja um ódýr símtæki
gegn samningi um viðskipti, en
þau myndu koma fram á þann hátt
að vægi símtækja í vísitölunni
myndi minnka.
Frá því í júní í fyrra
hafa tíu neysluliðir í
vísitölu neysluverðs
lækkað um meira en
15%, þegar saman eru
taldir allir yfir- og und-
irflokkarí vísitölunni.
Mikil verðlækkun á svína- og aii-
fuglakjöti er alkunna og má rekja til
offramboðs. Ávextir og grænmeti hafa
lækkað um 15-20% og er meginskýr-
ingin líklega sú að innflumingshöft
hafa að mestu verið afnumin.
Mest hækkun
Liðurinn „pakkaferðir innan-
GOTT FYRIR BUDDUNA: Að sögn Hagstofunnar eru ótrúlegar sveiflur í verði mat-
væla á milli mánaða. Og undanfarið ár hafa þær sem betur fer verið í rétta átt.
lands“ hefur hækkað mest undan-
farna 12 mánuði eða um ríflega
28%. Hækkun á hlutdeild sjúklinga
í komugjöldum til heimilislækna
ræður líklega mestu um að þessi
liður hækkar um 25,6%, en vægi
hans í vísitölunni er þó fremur lítið
samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofunni. Þá vekur athygli að skóla-
gjöld í framhaldsskólum hafa
hækkað um 16%.
Þyngst vegur hins vegar hækkun
húsaleigu um ríflega 10% og
„reiknaðrar húsaleigu" um 11%.
(Þessi liður ræðst að mestu af
markaðsverði fasteigna og er reikn-
aður til þess að vísitalan mæli ein-
hvern kostnað á þá sem búa í eigin
húsnæði.) Húsnæðisliðurinn hefur
verið megindrifkraftur verðbólg-
unnar undanfarna 12 mánuði.
Brennd vín hækka
Athygli vekur að brennd vín hafa
hækkað um 11,3% frá því á sama
tíma í fyrra. Áfengur bjór hefur hins
vegar aðeins hækkað um 1,2% og
léttvín hefur lækkað um 0,4%. Sígar-
ettur hafa hækkað hvað mest eða
um 14,6%.
Þá virðist einkabíllinn hafa orðið
heldur hagstæðari kosmr en fyrr því
að þjónusta strætisvagna hefur
hækkað um ríflega 12% og leigubif-
reiða um tæp 11%, á meðan kaup-
verð biffeiða hefur aðeins hækkað
um 0,5% og rekstur þeirra hefur
lækkað um 0,6%. Munar þar miklu
að bæði bensín og viðgerðarþjón-
usta hafa lækkað í verði. olafur@dv.is
Verðbreytingar undanfama 12 mánuði:
Meira en 10% hækkun
Meiraen 15%laekkun:________Breyting (valdir liftir): Breyting
Slmtæki -39,5%
Sýknaður af tveimur
nauðgunarákærum
Leikjatölvur og tölvuleikir -34,0%
Svinakjöt, nýtt eða frosið -22,8%
Appelsínur og fleiri nýir ávextir -20,2%
Fuglakjöt, nýtt eða frosið -19,5%
Epli -17,2%
Grænmeti ræktað vegna ávaxtar -17,-1%
Bananar -15,9%
Ávextir -15,3%
Pakkaferðir innanlands 28,1%
Heimilislæknar 25,6%
Framhaldsskólar 16,0%
Sígarettur 14,6%
Flutningará sjó 13,4%
Strætisvagnar 12,1%
Sterkvin 11,3%
Stimpilgjöld, þinglýsingar 10,9%
Greidd húsaleiga 10,7%
Héraðsdómur Reykjaness
hefur sýknað 28 ára mann af
tveimur ákærum um nauðg-
un. Maðurinn var annars veg-
ar ákærður fyrir að hafa
nauðgað 45 ára konu í sept-
ember 2002 í kjallaraher-
bergi hans í Keflavík og hins
vegar fyrir að hafa nauðgað
48 ára konu í febrúar 2003 á
salerni í kjallara Kaffi Austur-
strætis.
Varðandi fyrri ákæruna sagði
konan að hún hefði verið að
skemmta sér í Keflavík og hefði ver-
ið á leiðinni á lögreglustöðina til að
biðja um far heim þegar hún hitti
manninn. Hann hefði boðið sér
heim til sín til að hringja í félaga
sinn sem myndi síðan aka henni
heim. Hún hefði tekið vel í það
enda ekki haft minnstu áhyggjur á
þeim tíma og litið á hann sem
hvem annan krakka. Þau hefðu síð-
an talað saman í stutta stund
heima hjá honum en síðan þegar
hún ætlaði að standa upp hefði
hann ýtt henni niður á rúmið og
komið fram vilja sínum.
Dómurinn taldi fram-
burð hans bera þess
merki að hann hefði
trúað því að samræðið
hefði verið með vilja
hennar.
Maðurinn viðurkenndi að hafa
strax í upphafi haft hug á því að fá
hana með sér heim í því augnamiði
að hafa við hana samfarir og að
aldrei hefði komið til áiita að
hringja í kunningja hans. Hann var
hins vegar stöðugur í framburði
sínum hjá lögreglu og fyrir dómi
um hvað hefði gerst á milli þeirra á
heimili hans og neitaði alfarið að
hafa beitt konuna ofbeldi eða hót-
unum um ofbeldi til að fá hana til
samræðis við sig. Dómurinn taldi
framburð hans bera þess merki að
hann hefði trúað því að samræðið
hefði verið með vilja hennar. Hann
hefði meðal annars hringt á lög-
reglustöðina í Keflavík þegar hann
frétti að hún væri að leita að sér,
látið vita hvar hann væri staddur og
ekki dregið dul á að hann hefði
þurft að beita hana miklum fortöl-
um áður en hún hefði gefið eftir og
fallist á að eiga mök við hann.
Varðandi seinni nauðgunina
neitaði maðurinn staðfastlega að
hafa þröngvað konu til samræðis
við sig á Kaffi Austurstræti.
Framburður hans þótti
trúverðugur en konan
þótti reikul í lýsingu
sinni á þýðingarmikl-
um atriðum.
Hann hélt því fram að einu sam-
skiptin sem hann hefði átt við hana
hefðu ekki verið af kynferðislegum
toga heldur hefði hann einungis átt
við hana stutt orðaskipti og ýtt
henni frá sér þar sem hún hefði
staðið í vegi fyrir honum þegar
hánn ætlað út af salerninu. Fram-
burður hans þótti trúverðugur en
konan þótti reikul í lýsingu sinni á
þýðingarmiklum atriðum. -eká
Tölvur
-15,1% Leigubifreiðar
10,6%
Skoðið beimasíðuna
okkarogktkið átilboðin
Ný púða-
sending
Mjög hagstætt verð.
Eftirfarandi verslanir bjóöa þessar vörur:
Blómabúöin Dögg, Bæjarhrauni 26, Hafnarfiröi
Blómahafiö viö Gullinbrú, Stórhöföa 17, Rvk
Blómahúsiö, Kirkjubraut 14, Akranesi
í húsi blóma, Spönginni, Grafarvogi
M. : 11
sl horni Laugavegar og Klapparstígs Heiidsöludreiíing
4