Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Side 6
6 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 19.JÚNI2003
Öruggara Seltjarnarnes
ÖRYGGISMÁL: Lokið er við að
setja upp öryggishandrið við
gangstétt á Suðurströnd og
unnið er að lagfæringu við Tón-
listarskólann á Seltjarnarnesi. Að
auki hefur tæknideild bæjarins
fjölgað hraðamerkingum gatna
og öryggishliðum við gang-
brautir og göngustíga.Átakið er
liður í að bæta öryggi gangandi
vegfarenda á Nesinu en áhugi
almennings á útivist hefur auk-
ist þar sem annars staðar. Fjöldi
þeirra sem stunda útivist á Nes-
inu fer stöðugt vaxandi. Hægt er
að ganga og hjóla umhverfis
nesið, auk þess sem fjöldi stíga
liggur í gegnum bæinn.Stöðugt
er unnið að endurbótum á úti-
vistarsvæðum með það í huga
að auðvelda aðgengi og auka
öryggi gangandi vegfarenda.
Metfjöldi í unglingavinnunni
SUMARVINNA: Metfjöldi er
skráður ÍVinnuskóla Reykjavík-
ur þetta sumar eða 3.335 ung-
lingar.Er það fjölgun um nær
24 prósent frá í fyrra en þá
hófu um 2.700 unglingar störf
hjá Vinnuskólanum. Árið 2001
voru þeir rúmlega 2.200 og
árið þar á undan um 2.000. Á
þremur árum hefur fjölgunin
því numið um 67 prósentum.
Ástæðu þessarar miklu fjölgun-
ar má meðal annars rekja til
erfiðleika unglinga við að fá
sumarvinnu á almennum
vinnumarkaði.
Unglinganna bíður þvíholl
útivera í sumar,jafnvel þótt
rigni á stundum. Að lokinni
sumartörn eiga þeirsíðan
vasapeninga rrieð skólanum í
vetur.
Bandaríkjamenn svara spurningum DVum afstöðu sína:
Ætlum að verja landið áfram
STANDA VIÐ SITT: Heimsókn Elizabeth Jones, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, olli titringi. Bandarlkjamenn segjast í svari til
DV ætla að standa við skuldbindingar slnar um að verja landið þótt nauðsynlegt sé talið að„nútímavæða" vörnina. DV-myndGVA
Sendiráð Bandaríkjanna hef-
ur svarað því til um afstöðu
Bandaríkjamanna til varnar-
viðbúnaðar á íslandi að þeir
hviki ekki frá skuldbinding-
um um að sinna vörnum ís-
lands samkvæmt varnar-
samningi þjóðanna. Fyrsti
samningafundurinn verður á
mánudaginn kemur.
DV bar í gær upp spurningar við
sendiráð Bandaríkjanna á Islandi
um fyrirhugaðar viðræður þjóð-
anna um framkvæmd varnarsamn-
ingsins frá 1951. Spurt var um af-
stöðu bandarískra stjórnvalda til
varnarviðbúnaðar á íslandi og sér-
staklega hvort það væri stefna
Bandaríkjanna að draga úr honum.
Um þetta segir í svari sendiráðsins:
„Bandaríkin standa við skuld-
bindingar sínar um að sjá íyrir
vörnum íslands samkvæmt varnar-
samningnum frá 1951. Við höfum
átt óformlegar viðræður við rfkis-
stjórn fslands um tvíhliða varnar-
samstarf okkar og höfum rætt
nauðsyn þess að nútímavæða
varnarviðbúnað okkar í ljósi nýrra
ógna og nýrra varnarmöguleika."
„Bandaríkin standa við
skuidbindingar sínar
um að sjá fyrir vörnum
íslands samkvæmt
varnarsamningnum frá
1951.... Við höfum rætt
nauðsyn þess að nú-
tímavæða varnarvið-
búnað okkar í Ijósi
nýrra ógna."
I varnarsamningnum frá 1951 er
sem kunnugt er ekki kveðið á um
með hvaða hætti Bandaríkjamenn
skuli tryggja varnir landsins. Þar seg-
ir aðeins að þeir skuli „gera ráðstaf-
anir til varnar íslandi" og fram-
kvæma þá skyldu sína á þann hátt að
„stuðlað sé svo sem frekast má verða
að öryggi íslensku þjóðarinnar..."
Fundaðá mánudag
Sendiráð Bandaríkjanna vísaði
spurningum DV um fundahöldin
sem ráðgerð eru í næstu viku - um
tímasetningu þeirra, áætlaða lengd
og þátttakendur í þeim - til ís-
lenskra stjórnvalda.
Illugi Gunnarsson, aðstoðar-
maður forsætisráðherra, sagði í
morgun að fyrir lægi að fyrsti
samningafundur yrði á mánudag-
inn. Ekki hefði verið ákveðið hverj-
ir sætu fundinn af íslands hálfu. 111-
ugi segist ekki eiga von á að um
löng fundahöld verði að ræða, enda
sé þessi lota aðeins fyrsta skrefið.
Um ástæðu þess að samninga-
viðræðurnar eru á forræði forsætis-
ráðuneytisins en ekki utanríkis-
ráðuneytisins segir Illugi að það
skýrist af því að samskiptin í að-
draganda viðræðnanna hafi verið á
milli forseta Bandaríkjanna og for-
sætisráðherra. olafur@dv.is
Ógnuðu afgreiðslu-
stúlkunni með hnífi
____\
TIL LONDON EÐA KÖBEN: FinnurThorlacius, markaðsstjóri DV, afhendir Þórði
Sturlusyni bingóvinninginn.
Fyrsti vinningshafinn í Bingóleik DV:
Aldrei unnið í
happdrætti áður
Tveir ungir menn frömdu
vopnað rán í söluturni við
Kópavogsbraut síðdegis í
gær. Tilkynnt var um ránið til
lögreglunnar í Kópavogi
klukkan 17.40 í gær.
Mennirnir ruddust inn í sölu-
tuminn og ógnuðu afgreiðslu-
stúlkunni, sem þar var ein við störf,
með hnífi. Þeir létu hana síðan af-
henda sér alla peningana sem voru
í sölukassanum og hlupu á brott.
Enginn viðskiptavinur var í sölu-
turninum þegar ránið átti sér stað.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
sakaði afgreiðslustúlkuna ekki en
henni var að vonum brugðið mjög.
Lögreglan hefur ekki nákvæmar
upplýsingar um hversu mikið ræn-
ingjarnir höfðu upp úr krafsinu en
þó er talið að það hafi ekki verið
ýkja mikið eða um 35 þúsund krón-
Ræningjanna er nú
leitað en þeir höfðu
hulið andlitið að
einhverju leyti
með húfum.
ur. Ræningjanna er nú leitað en
þeir höfðu hulið andlitið að ein-
hverju leyti með húfum að því er
virðist og því gat afgreiðslustúlkan
ekki borið kennsl á þá. Engar ör-
yggismyndavélar voru í söluturnin-
um. -ekA
„Ég prófaði bara að spila með
af forvitni og sé vissulega
ekki eftir því núna," sagði
Þórður Sturluson úr Reykja-
vík, fyrsti vinningshafinn í
Bingóleik DV.
Verðlaunin vom ekki af verri
endanum því að Þórður fær flug-
miða fyrir tvo með Iceland Express
til annaðhvort Kaupmannahafnar
eða London. „Ég hef ekki ákveðið
mig enn hvert ég fer. Mig gmnar þó
að það verði til London því að
þangað hef ég aldrei komið og auð-
vitað er alltaf gaman að prófa eitt-
hvað nýtt," sagði hinn nýbakaði
vinningshafi þegar hann kom að
sækja verðlaunin í DV-húsið f
Skaftahlíðinni. Þórður, sem vinnur
við að stýra þungavinnuvélum,
segist aldrei hafa unnið í happ-
drætti eða neinu slíku áður og var
hann því í skýjunum yfir að hafa
nælt í ferðavinninginn.
Þórður var dreginn út úr hópi
átta bingóspilara sem tilkynntu um
bingó þegar B-röðin var spiluð.
Bingóleikurinn heldur áfram í DV á
hverjum degi og eru einstakar raðir
spilaðar samhliða öllu spjaldinu.
Hringurinn - Ertþú heppinn lesandi?
ERTU í HRINGNUM7 DV heldur áfram að gleðja lesendur sína með margvíslegum
vinningum. Maðurinn sem hér lendir innan hringsins var staddur f Smáralind á dög-
unum.Hann hreppir góðan vinning,gjafabréf frá Smáralind að upphæð krónur
5.000. Hægt er vitja vinningsins í DV-húsinu, Skaftahlfð 24,105 Reykjavík.