Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Side 10
10 NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003 Þjófnaðir og rán geta spillt sumarleyfisferðum til fjarlægra landa: Gósentíð vasa- þjófanna í sumarfríinu er fátt ergilegra en að verða fyrir barðinu á vasaþjófum. Sumarleyfistím- inn er vertíð fyrir vasaþjófa í öllum löndum. Þeir taka sér ekki frí frá störfum. Vasaþjófar og vasaþjófnaður á hins BELUBRÖGÐ Vasaþjófar nota ýmis bellibrögð til að komast yfir eigur fólks. Lykilat- riði er að dreifa athygli fórnar- lambsins á einn eða annan hátt. Hér koma örfá klassisk dæmi. Smápeningatrikkið Maður„missir" smápeninga á gólf- ið á flugvellinum eða á kaffihúsinu. Vegfarandi hjálpar honum að tína þá upp.Á meðan kemur annar að- vífandi og hirðir handtöskuna með kjöltutölvunni og ferðagögnunum. Kynörvandi sýn Kona lyftir pilsfaldinum eða hneppir skyrtunni frá. Á meðan hverfur veskið úr jakka- eða buxna- vasanum. Hjálpl Neyðarkall berst frá ströndinni og margir halda eðlilega að þar sé maður (nauð. Samviskan segir þeim að fara til hjálpar. Á meðan eru verðmæti þeirra hirt. vegar ekki aðeins við um þjófnað úr vasa heldur er þetta samheiti yfir þjófnað á persónulegum eigum fólks á förnum vegi. Margmenni og erilsamir staðir, eins og brautarstöðvar og veitinga- hús, eru meðal helstu „veiði- lendna" vasaþjófanna en þeir eru alls staðar að verki. Ferðamenn á öllum aldri hafa hins vegar til- hneigingu til að halda að þetta komi ekki fyrir þá - aðrir verði fyrir barðinu á vasaþjófum - allt þar til veskið er horfið. Dreifing athyglinnar Vasaþjófnaður hefur verið stundaður frá örófi alda og er ein útbreiddasta tegund þjófnaða í ver- öldinni. Slyngur vasaþjófur getur hæglega haft jafnmikið upp úr krafsinu og vopnaðir ræningjar, og það á örskotsstundu. Þjófurinn oft á bak og burt löngu áður en fórnar- lambið saknar veskisins og hrópar í angist sinni. Vasaþjófar notfæra sér gáleysi fólks, læða fingrum í opnar töskur eða nýta sér t.d. eftir- væntingu þeirra sem eru nýkomnir á flug- völlinn í fjarlægu landi. Úpsl Eitthvað lendir á öxlinni sem Kkist dúfnaskít. En svo er ekki. Vasaþjóf- ur hefur klínt ís, tannkremi eða sí- garettuösku á jakkann eða skyrt- una. Félagi hans býðst til að þrífa óhreinindin af.Biður þigjafnvel að fara úrjakkanum.Þarf að segja meira? Gagnlegar upplýsingar um vasa- þjófnaði má m.a. nálgast á vefnum www.pickpockets.com. Vasaþjófar notfæra sér gáleysi fólks, læða fingrum í opnar töskur eða nýta sér t.d. eftirvæntingu þeirra sem eru nýkomnir á flugvöll- inn í fjarlægu landi. Öllu erfiðara er að nappa veski eða kortahulstri sem fórnarlambið ber á sér. Það útheimtir yfirleitt snertingu sem kallar á aðra snert- ingu eða eitthvað til að fanga at- hygli fórnarlambsins. I troðnum strætó er alvanalegt að fólk snertist SÝND VEIÐI - OG GEFIN: Verðmæti (rassvasa eru auðveld bráð fyrir vasaþjófa og reynir því Ktið á kunnáttu þeirra. Erfitt er að tryggja sig fullkomlega gegn vasaþjófnaði en ýmis ráð eru til að gera þeim erfiðara fyrir. og því litlar líkur á að fórnarlambið taki eftir fínlegri snertingu vasa- þjófsins. Hið sama getur einnig átt við um opin svæði en þá vinna tveir þjófar gjarnan saman, rekast á fórnarlambið og koma þannig á snertingu. Annar gæti þóst missa hluti í „árekstrinurrí' í von um að fórnarlambið hjálpi til við að tína þá upp. Á meðan lætur hinn til skarar skríða. Dreifing athyglinnar er lykilatriði í atferli vasaþjófa og aðferðirnar óteljandi. Jafnvel skilti sem varar við vasaþjófum eða að einhver hrópar „vasaþjófur!" getur verið Dreifing athyglinnar er lykilatriði í atferli vasa- þjófa og aðferðirnar óteljandi. plat í þeim tilgangi að fá fólk til að þreifa ósjálfrátt eftir veskinu eða öðrum verðmætum og hjálpa þannig þjófunum við að staðsetja „bráðina". Fólk almennt varasamt Blessunarlega fáir íslendingar verða fyrir barðinu á þessum þjóf- um ef marka má samtöl við reynda starfsmenn í ferðaþjónustu. Ingi- björg Kristjánsdóttir, sölustjóri hjá TerraNova Sól, hefur langa reynslu af ferðaþjónustu í útlöndum. Hún segir íslendinga það ferðavana í dag að sjaldan heyrist sögur um fórnarlömb vasaþjófa. En slíkt komi þó fyrir. „Góð vísa er aldrei of oft kveðin og því sjálfsagt að brýna fyrir fólki að fara varlega hvar sem það fer. Við áminnum fólk um nokkrar grundvallarreglur, eins og að geyma ekki pin-númer á sama stað og greiðslukortin og eins að að- skilja ferðatékka og kvittanir fyrir þeim," sagði Ingibjörg við DV. Kortin algengust Margir nota aðeins kort á ferðum erlendis. Athygli skal þó vakin á að ef kort eru notuð til að taka út reiðufé skal taka lítið út í einu. Gömul regla sagði annars að skyn- samlegt væri að taka 30 prósent af gjaldeyri í reiðufé og afganginn í ferðatékkum. Kortin hafa þó breytt þessum viðmiðum öllum. Þeir sem verða fyrir barðinu á vasaþjófum eiga að hringja strax til kortafyrir- tækisins og biðja um nýtt. Fyrir- tækin veita ítarlegar upplýsingar um slík tilvik á heimasíðum sínum. Mikilvægt er að hafa einnig sam- band við lögreglu og geyma afritið af lögregluskýrslunni handa trygg- ingafyrirtækinu. hlh@dv.is NOKKUR RÁÐ VIÐ VASAÞJÓFUM Verið á verði, sérstaklega í mannmergð.Gætið að snertingum og ágengu fólki. Verið sérstaklega gætin (alls kyns uppákomum,t.d.ef einhver virðist falla með- vitundarlaus til jarðar og höfða til miskunnsama samverjans eða ef einhver rekst á ykkur.Vartið ykkur á ágengum börnum. • Skilti sem vara við vasaþjófum eða köll um vasaþjófa að verki geta verið að- ferð til að staðsetja verðmæti fólks. • Geymið aldrei verðmæti í rassvasa. • Sýnið ekki peninga eða önnur verðmæti á almannafæri. • Geymið ekki peninga í bakpoka eða álíka tösku. • Berið ekki dýra skartgripi ef leiðin liggur í margmenni eða á ókunna staði. • Notið peningatöskur/punga sem hafðir eru innanklæða. • Hafið ekki mikið reiðufé á ykkur og deilið þv( þá á vasana. • Tæmið vasa á klæðnaði sem þið látið frá ykkur, t.d.jakka á stólbaki í kaffihúsi. • Verið varkár á ströndinni. Skiptist á að fara (sjóinn. • Snúið aldrei baki að innkaupakörfunni ef veski eða taska liggur í henni. • Notið öryggishólf hótelanna. • Notið greiðslukort (hraðbanka eða ferðatékka. • Leyfið engum að bera töskurnar fyrir ykkur. TILBOÐ HELGARINNAR ÞÍN VERSLUN i ESSÓ-STÖÐVARNAR m ii-ii SAMKAUP/ÚRVAL 1 NÓTATÚN Gildirtil 19. júní Gildir til 2. júlí Gildir til 25.júnf Gildir til 24.júní Gildir til 19.júní Noröl. lambalærisn. 1456 kr. kg Norðl. frampartsneiðar 1112 kr. kg Norðl.grlsagrillsneiðar 737 kr. kg ||| Goðapylsur, 1Ö stk. 704 kr. Rúbin kaffi rauður,500 g 319 kr. La bag.... smábrauð, lOstk. 229 kr. Vilko vöffluduft, 500 g 329 kr. |§j Þeytirjómi, 250 g 179 kr. KRÓNAN Gildirtil 25.júní SS rauðyl. 1/2 lambalæ. 979 kr. kg Bautab. grísabógur 199 kr. kg Bauta. rauðv.sv(nalærisn.648kr.kg Culinara pizzur, 5 teg._ 289 kr. Heinz tómatsósa 129 kr. Cadb.súkkulaöi kexfingur 129 kr. Royal grlllko., 4,5 kg 369 kr. | Prinspóló 59 kr. Snickers 65 kr. ividrs 65 krfíf EmmessToppís 169 kr. | Pagen kanelsnúöar 189 kr. Cadburys Fingers milk kex 169 kr. FJARÐARKAUP Gildir til 19.-21. júní Koníakssvfnakótel., SS 1332 kr. kg Svínasn., Kjarnafæði 699 kr. kg Rauðvlnslæri, Kjarnaf. 898 kr. kg Brauðskinka, Kjarnaf. 599 kr. kg Góu-Linda tvenna 298 kr. B.Crocker kökumix, 3 teg. 298 kr. Cocoa Puffs, 553 g 318 kr. Homeblest, blár, 220 g 98 kr. Maxwell House kaffi, 500 g 298 kr. Goða nauta inn.læri kry. 1498 kr.kg Goða nautasteik kryddl. 1211 kr. kg Goða Osta grillpylsur 779 kr. kg Móa ferskur kjúkl. 1/1 449kr.kg Queens hvítlauksbrauð 99 kr. Frón kanilsnúðar,400 g 228 kr. Frón Petit Beurre kex 129 kr. Mónu Buffalóbitar 189 kr. SPAR, BÆJARLIND Gildir til 23.júní Jarðarber, 200 g 98 kr. | Bláber, 125 g 98 kr. Hversdags-ís, 11 298 kr. (skex, 200 g Helwa 138 kr. Pix-Nik kartöflustrá, 113 g 168 kr. Lambagrillsneiðar, frosið 498 kr. kg Vilkó vöfflumix, 500 g 268 kr. Roka ostakex,75 g ' 118 kr. Ostapylsur Goða 742 kr. kg Gourmet hun.ofnsteik 1150 kr. kg Léttreyktar hun.kótel. 1039 kr. kg Fjallaskinka 982 kr. kg Kjötborð svlnabógur 249 kr. kg Kjötborð svínaherðablöð 249 kr. kg Kjötb.svlnahryg.m/beini 479 kr. kg Kjötb. svínahrygg. nýr 499 kr. kg Kjötborð kótelettur 499 kr. kg HAGKAUP Gildirtil 22.júní Nautapiparsteik 1998 kr. kg 4 hamborgarar m/brauði 289 kr. Kjúkl.bringur, frosnar 1299 kr. kg Hálfur frosinn lambaskr. 449 kr. kg Ungnautahakk úr kjötb. 595 kr. kg Pascualjógúrt,6teg.,500g 189kr. Saltfiskur hnakkastk. 1499kr.kg Calv. túnfiskur (olíu 59 kr. Ólífur fýlltar m/ansjósum 79 kr. Ólífur fýlltar m/laxi 79 kr. Manzoni Cappucino kaka 339 kr. Ekta fiskur ehf. j S. 4661016 J Utvatnaður sa/tfiskur, án beina, til að sjáða. Sérútvatnaður saltfiskur, án beina, til að steikja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.