Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Síða 12
12 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003
-
Útlönd
Heimurinn í hnotskurn
Umsjón:Guðlaugur Bergmundsson og Kristinn Jón Arnarson
Netfang: gube@dv.is / kja@dv.is
Sími: 550 5829
Sjálfsmorðsliði
fsrael: Palesínskur sjálfs-
morðsliði varð sjálfum sér og
verslunareiganda að bana í
norðanverðu Israel snemma í
morgun. Enginn hafði lýsttil-
ræðinu á hendur sér þegar
síðast fréttist.
Tilræðið þykir enn eitt áfallið
fyrir þá sem reyna að fá
deilendur til að hrinda í fram-
kvæmd svokölluðum Vegvísi
drepur sig og
að friði. Ekki bætir úr skák að
Mah-moud Abbas,forsætis-
ráðherra palestínsku heima-
stjórnarinnar,tókst ekki, á
fundum í gær,að telja leið-
toga herskáu samtakanna
Hamas á að lýsa yfir vopnahléi
í baráttunni við (sraela. Litlu
virtist skipta að ísraelsk stjórn-
völd höfðu samþykkt að
draga úr árásum sínum á her-
annan til
skáa Palestínumenn.
Palestínskir leiðtogar sögðu
boð (sraela marklaust.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, er væntanleg-
ur til ísraels á föstudag til að
reyna að bjarga Vegvísinum.
Ljóst má vera að hans bíður
erfitt verk, eftir blóðug átök
síðustu daga þar sem meira
en fimmtíu hafa fallið.
Andófsmenn
kveiktu í sér
íranar mótmæltu handtökum á Mujahideen-meðlimum í Frakklandi
Andstæðingar stjórnarinnar í
íran mótmæltu í gær hand-
töku 159 meðlima Muja-
hideen andófshópsins í
Frakklandi. Mótmælin voru
víða hörð og kveiktu þrír
mótmælendur í sér í Frakk-
landi og einn í London, auk
þess sem enn einn var stöðv-
aður í Bern í Sviss áður en
hann náði að kveikja í sér til
að leggja áherslu á málstað
sinn.
Yfirmaður frönsku innanríkis-
leyniþjónustunnar, sem stóð fyrir
handtöku Mujahideen-meðli-
manna fyrr í vikunni, sagði að hóp-
urinn hefði verið að undirbúa árás-
ir á írönsk sendiráð vfða um Evr-
ópu. Hann sagði að hópurinn sem
handtekinn var hefði verið að
breyta höfuðstöðvum sínum í Val
d’Ose í París í alþjóðlega hryðju-
verkamiðstöð. Mujahideen hefur
Bandarísk og írönsk
stjórnvöld eru ekki
bara á öndverðum
meiði hvað málefni
mótmælenda varðar
þessa dagana. Meintar
tilraunir írana til verða
sér úti um kjarnorku-
vopn hafa orðið tilþess
að þung orð hafa fallið
milli íranskra og
bandarískra stjórn-
valda.
verið skilgreind sem hryðjuverka-
samtök af Bandaríkjunum og Evr-
ópusambandinu, þó svo að hópur-
inn hafi bækistöðvar í nokkrum
borgum í Evrópu. Yfirlýst markmið
hópsins er að koma íslömsku
klerkastjórninni frá völdum í íran.
Enn eru 26 af þeim 159 sem
handteknirvoru í upphafi íhaldi en
hinum hefur verið sleppt. Talið er
að meðal þeirra sem enn eru í haldi
franskra yfirvalda sé Maryam
Rajavi, eiginkona Massoud Rajavi,
leiðtoga Mujahideen.
Engin vopn fundust
Stjórnvöld í íran hafa lýst yfir
ánægju með handtökurnar í París.
Meðal þess sem kom í leitirnar við
rannsókn höfuðstöðva þeirra voru
8-9 milljónir dollara í 100 dollara
seðlum auk mikils af fjarskipta-
tækjum, þar á meðal tækjum til
dulkóðunar. Ekkert fannst af vopn-
um, en talsmaður frönsku innan-
ríkisleyniþjónustunnar sagði að leit
yrði haldið áfram.
Talsmenn Mujahideen halda því
hins vegar fram að fullyrðingar
Frakkanna séu rangar. „Muja-
hideen hefur aldrei ráðist á sendi-
ráð og hafði engin áform um slíkt.
Þetta er hreinn uppspuni,” sagði
Ali Safavi, meðlimur íranska mót-
spyrnuhópsins NCRI.
Umrót í íran
Umrótið er mikið í íran um þess-
ar mundir, því auk handtöku and-
ófsmannanna í Evrópu hafa mót-
mæli námsmanna og stuðnings-
manna þeirra staðið yfir í níu daga.
Mótmælendur hafa lýst yfir
óánægju sinni með það hversu
hægt umbætur ganga í íran og
beina spjótum sínum sérstaklega
að hinum umbótasinnaða forseta
Mohammad Khatami. Segja þeir að
Khatami hafi ekki staðið við loforð
Mujahideen hefur verið
skilgreind sem hryðju-
verkasamtök afBanda-
ríkjunum og Evrópu-
sambandinu, þó svo
hópurinn hafi bæki-
stöðvar í nokkrum
borgum í Evrópu. Yfir-
lýst markmið hópsins
er að koma íslömsku
klerkastjórninni frá
völdum í íran.
um að draga úr völdum klerka-
stjórnarinnar í Iran.
Khatami sjálfur ræddi í fyrsta
skipti um ástandið heima fyrir í gær
og sagði að mótmæli væru eðlileg í
lýðræðislegu þjóðfélagi en að bæði
þyrftu þau að fara fram innan
ramma laganna og einnig þyrftu yf-
irvöld að meðhöndla þau á lögleg-
an hátt. Hann sagðist stoltur yfir
því að mótmælin væru svo fámenn
sem raun bæri vitni. „Ef þeir sem
andmæla kerfinu okkar eru bara
200, 500 eða 1.000 talsins er ég
stoltur yfir því að við skulum vera
svona sterk.”
Mótmælin stöðvuð
Svo virðist sem stjórnvöld séu
einmitt að ná að draga úr mótmæl-
unum því að á níunda degi þeirra
þorðu fáir að láta sjá sig. Fjöldi lög-
reglumanna, óeirðalögreglumanna
og íslamskra harðlfnumanna stóð
vörð um nokkur hverfi í Teheran.
Var sérstaklega fylgst með bílaum-
ferð og þeir sem virtust vera á leið
til mótmæla dregnir út úr bílum
sínum og teknir höndum.
Eina ráðið sem mótmælendur
höfðu var að þenja bílflauturnar í
takt, en það var þó áhættusamt, því
lögreglan klippti númerin af þeim
bílum sem voru of háværir.
Hins vegar virðist sem mótmælin
hafi dreifst til fleiri borga í fran.
Heyrst hefur af átökum og að fjöldi
manns hafi verið handtekinn.
Bush hvetur mótmælendur
George Bush Bandaríkjaforseti
hefur verið ófeiminn við að hvetja
til mótmæla í íran síðustu daga.
„Ég met þær hugrökku sálir sem
tala fyrir frelsi í íran mikils. Þær
þurfa að vita að Bandaríkin standa
með þeim og ég hvet yfirvöld til að
meðhöndla mótmælendurna af
virðingu," sagði hann.
Talsmenn yfirvalda í íran segja
hins vegar að ummæli Bandaríkja-
forseta hafi haft þveröfug áhrif.
Khatami forseti sagði til dæmis í
gær að þau hefðu ýtt undir sam-
stöðu frana í stað þess að auka
mótmæli.
Bandarísk og frönsk stjórnvöld
eru ekki bara á öndverðum meiði
hvað málefni mótmælenda varðar
UPPB0Ð
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Borgarholtsbraut 69, 0202, þingl. eig.
Sigrún Björg Sæmundsdóttir, gerðar-
beiðendur íbúðalánasjóður, Kjörís
ehf. og Vátryggingafélag íslands hf.,
mánudaginn 23. júm' 2003 kl. 13.00.
Dimmuhvarf 14, þingl. eig. Ásgerður
Ólafsdóttir og Sigurður R. Jónsson,
gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður, ís-
landssími hf. og Sýslumaðurinn í
Kópavogi, mánudaginn 23. júní 2003
kl. 13.30.___________________
Furugrund 24, 0303, þingl. eig. Magn-
ús Ólafur Bjömsson, gerðarbeiðandi
DHL Hraðflutningar ehf., mánudag-
inn 23. júní 2003 kl. 14.00.
Grænatún 2, þingl. eig. Hannes
Björnsson, gerðarbeiðandi Sýslumað-
urinn í Kópavogi, mánudaginn 23. júní
2003 kl. 14.30.
Háalind 17, þingl. eig. Steinunn Braga
Bragadóttir og Brynjar Jóhannesson,
gerðarbeiðandi fbúðalánasjóður,
mánudaginn 23. júní 2003 kl. 15.30.
Hlíðarhjalli 63-73, 0101, þingl. eig.
Ingibjörg Halldórsdóttir og Ólafur
Guðbjöm Petersen, gerðarbeiðendur
Greiðslumiðlun hf. og íbúðalánasjóð-
ur, mánudaginn 23. júní 2003 kl. 16.00.
Lækjasmári 13, 0204, þingl. eig. Snæ-
bjöm Óskarsson, gerðarbeiðendur
íbúðalánasjóður og Sparisjóður Rvík-
ur og nágr., útib., mánudaginn 23. júm'
2003. kl. 16:30.
SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI
RÚIN TRAUSTI: Anneli Jáatteenmaki
sagði af sér embætti forsætisráðherra
Finnlands vegna eftirmála Iraksstriðsins.
Hún sat ekki nema tvo mánuði.
Forsætisráðherra Finnlands sagði afsér:
Misnotaði leynilegar
upplýsingar um frak
(raksstríð hefur
krafíst enn eins
fórnarlambsins.
Að þessu sinni
Anneli Jaatteen-
máki sem varð að
segja af sér sem
forsætisráðherra
Finnlands í gær,
eftir aðeins tvo
mánuði.
. Jaátteenmaki var
sökuð um að hafa
notað leynilegar upp-
lýsingar um íraksmál-
ið sér til framdráttar í
baráttunni fyrir þing-
kosningarnar í mars.
„Þegar traustið
hverfur er það farið.
Ég nýt ekki lengur
trausts,” sagði
Jáátteenmáki, fyrsta
konan til að gegna
embætti forsætisráð-
herra Finnlands.
Austur í írak til-
kynntu Bandaríkja-
menn að þeir hefðu
haft hendur í hári eins
nánasta ráðgjafa
Saddams Husseins,
fyrrum forseta, Abid
Hamid Mahmud al-
Tikriti, sem var fjórði
á lista 55 eftirlýstra
háttsettra fraka.