Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Qupperneq 28
28 DVSPORT FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003
DV Sport
Keppni í hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
Sárt að sjá á eftir Beckham
KNATTSPYRNA: „Það er sárt að
sjá á eftir góðum leikmanni og
þá ekki síst góðum félaga sem
Beckham er,“ sagði Roy Keane,
fyririiði Manchester United, í
gær. Keane sagði að þetta væri
hlutur sem væri óumflýjanlegur
í knattspyrnunni.„Menn koma
og fara og Alex Ferguson hefur
selt menn áður og einhvern
veginn hefur karlinn náð að
fylla upp í þau skörð," sagði
Keane bætti við að einhvern
góðan dag myndi hann verða
seldur.„Líklega ekki fyrir 20
milljónir, kannski 2 milljónir
punda." Haft var eftir Ferguson
í gær að það væri mikil áskorun
fyrir Beckham að leika með liði
á borð við Real Madrid og hann
myndi standa sig vel á nýjum
vígstöðvum.
Handbolti: (slenska
kvennalandsliðið í hand-
bolta tapaði fyrir danska
úrvalsdeildarliðinu
Ikast/Bording, 32-29, í æf-
ingaleik. Hrafnhildur Skúla-
dóttir var markahæst með
6 mörk og Alla Gorkorian
skoraði 4 mörk. Liðið leikur
3 leiki við Portúgal um
helgina ytra. jks.5p0rt@dv.is
K A R L A R LANDSBANKADEILD ú
Staðan:
KR 5 3 1 1 6-6 10
Fylkir 5 3 0 2 9-4 9
Þróttur 5 3 0 2 8-7 9
KA 5 2 2 1 8-6 8
FH 5 2 2 1 7—5 8
ÍA 5 13 1 5-4 6
IBV 4 2 0 2 6-7 6
Valur 5 2 0 3 7-9 6
Grindavfk 5 1 0 4 5-10 3
Fram 4 0 2 2 4-7 Markahæstu menn: 2
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, IBV 4
Sinisa Kekic, Grindavfk 4
Björgólfur Takefusa, Þrótti 3
Haukur Ingi Guðnason, Fylki 3
Hreinn Hringsson, KA 3
Jóhann Hreiðarsson.Val 3
Sören Hermansen, Þrótti 3
Allan Borgvardt, FH 2
Arnar Gunnlaugsson, KR 2
Gunnar Þór Pétursson, Fylki 2
Hjálmar Þórarinsson, Þrótti 2
Jónas Grani Garðarsson, FH 2
Pálmi Rafn Pálmason,KA 2
Sigurbjörn Hreiðarsson.Val 2
SteinarTenden, KA 2
Veigar Páll Gunnarsson, KR 2
Næstu leikir:
IBV-Fram
Grindavík-Þróttur
(BV-FH
Valur-(A
Fylkir-KR
FH-Fram
KA-Valur
lA-Fylkir
KR-Grindav(k
Þróttur-lBV
Ikvöld kl. 19.15
21. júní kl. 14.00
22. jún( kl. 16.00
22.júní kl. 17:00
22.júnfkl. 15Æ0
25. júnf kl. 19:15
25. júnf kl. 19:15
25. júnf kl. 19:15
25. júníkl. 19:15
26. júní kl. 19:15
Leik Fram ogKAÍ6. umferð var frestaö
til 17.júli vegna þdttöku KAI Intertoto
kepninni.
KNATTSPYRNA
1.DEILD KVENNA
A-riðill:
HSH-Breiðablik 2 1-10
(ris Jónsdóttir - Vilfrfður Sæþórs-
dóttir 3, Eyrún Oddsdóttir 2, Dag-
mar Árnadóttir 2, Inga Jónsdóttir,
Guðný Þórðardóttir, sjálfsmark.
HK/Víkingur-ÍR 2-3
Salome Ingólfsdóttir, Lára Hafliða-
dóttir - Berglind Rafnsdóttir, Bryn-
dfs Jóhannesdóttir,Ásta Péturs-
dóttir.
B-riðill:
Sindri-Leiknir 3-1
Jóna Kristjánsdóttir, Lena Marteins-
dóttir.Guðný Einarsdóttir - Una S.
Jónsdóttir.
Fjarðarbyggð-Einherji 4-0
Ingibjörg Jónsdóttir, Sonja Gfsla-
dóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Ásta
Guðmundsdóttir.
Eins og vélarvana dallur
FH-ingar unnu Grindavík og skildu þá eftir í næstneðsta sæti deildarinnar
FH-ingar halda áfram að hrekja
allar spár fótboltasérfræðinga og í
gærkvöld kom liðið sér fyrir í fjórða
sæti Landsbankadeildarinnar með
sanngjörnum sigri á Grindvíking-
um í Kaplakrika. Grindvíkingar eru
lika að koma á óvart en með öðr-
um hætti - liðið er nú í næstneðsta
sæti deildarinnar og lítur helst út
eins og vélarvana dallur rétt við
innsiglinguna - kemst hvorki lönd
né strönd.
Sigur hinna geðprúðu Gaflara
var mjög öruggur og ekkert minna
en fyílilega verðskuldaður. Þeir
hófu leikinn af krafti og fengu
dauðafæri strax á 5. mínútu en þá
var Jón Þorgrímur Stefánsson
klaufl að skora ekki eftir góða fyrir-
gjöf Freys Bjarnasonar.
Fátt markvert gerðist næstu mfn-
úturnar en á 19. mínútu komst Sin-
isa Kekic inn fyrir vörn FH-inga en
Daði Lárusson átti ekki í erfiðleik-
um með slakt skot hans. Eftir þetta
voru heimamenn mun sterkari og
nær því að skora. Ásgeir Gunnar
Ásgeirsson átti tvö hörkuskot og
Baldur Bett eitt en Ólafur Gott-
skálksson varði þau öll. Það var svo
á 44. mínútu sem FH-ingar náðu
forystunni með laglegu marki þar
sem gamli rebbinn Heimir Guð-
jónsson var snöggur að átta sig á
sljóleika vamar gestanna.
FH-ingar héldu svo áfram undir-
tökunum í byrjun síðari hálfleiks
og þegar sjö mínútur voru liðnar af
honumbættuþeirvið markiogþar
var það Bauninn Allan Borgvardt
sem var arkitektinn. Fimm mínút-
um sfðar fékk svo Jónas Grani
Garðarsson dauðafæri en tókst ekki
að bæta við þriðja markinu.
Allt var síðan með kyrrum kjör-
um næstu sjö mínúturnar en alveg
upp úr þurru tókst Grindvíkingum
að minnka muninn og skrifast
markið alfarið á Daða Lárusson,
markmann FH. Það sem eftir lifði
leiks var ekki mikið um færi en
heimamenn nær því að bæta við en
gestirnir að jafna. FH-ingar héldu
góðum tökum á leiknum og sigur
þeirra var í raun aldrei í hættu eftir
mörkin tvö. Það voru þeir sjálfir
sem gáfu Grindvíkingum vonar-
neista en þeim tókst hins vegar
aldrei að nýta sér hann - til þess
var leikur þeirra allt of brotakennd-
ur. Liðið lék oft sæmilega úti á vell-
inum en þegar nær dró marki varð
bitleysið allsráðandi og öruggir og
baráttuglaðir varnarmenn FH-inga
áttu ekki í nokkrum vandræðum.
FH-ingar voru vel skipulagðir og
fóru í einu og öllu eftir því sem fyr-
ir þá var lagt. Sjálfstraust liðsins er
gott og það er fátt sem bendir til að
þessi góða byrjun liðsins í sumar sé
bara blaðra sem springur - til þess
erþéttleikinnof mikill og innihald-
ið er svo sannarlega ekkert hlátur-
gas! -sms
FH-Grindavík 2-1 (1-0) ...
1 -0 Allan Borgvardt (44., skot úr teig eftir sendingu Hermanns og snögga aukaspyrnu Heimis).
2-0 Hermann Albertsson (52., skot úr markteig, fylgdi eftir skoti Jónasar Grana).
2-1 Slnisa Kekic (64, skalli úr markteig eftir háa fyrirgjöf Ray Anthonys).
FH (4-3-3)
DaðiLárusson ................2
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson ....5
TommyNielsen ................4
Sverrir Garðarsson ..........4
Freyr Bjarnason .............4
BaldurBett ..................4
Heimir Guðjónsson............3
Jónas Grani Garðarsson.......3
Jón Þorgrímur Stefánsson ....3
(71„GuðmundurSævarsson ....3)
Allan Borgvardt..............6
(83., Atli Viðar Björnsson ..-)
Hermann Albertsson...........4
(75, Emil Hallfreðsson.......3)
Samtals 13 menn .............48
Gul spjöld:
FH:Nielsen(34.).
Grindavfk: Óðinn
(50.).
Rauð spjöld:
Engin.
Skot (á mark):
'14 (8)-10 (3)
Horn:
7-2
Aukaspyrnur:
16-16
Rangstöður:
5-2
Varin skot:
Dómarl: Erlendur Eirfksson (3). Daði 2 - Ólafur
Ahorfendur: 523. 5
Maður leiksins hjá DV Sporti:
Allan Borgvardt, FH
Grindavík (4-5-D
Ólafur Gottskálksson .......4
ÓðinnÁrnason ...............3
(67, Alfreð Jóhannsson......3)
Ólafur Örn Bjarnason........3
Gestur Gylfason.............3
Ray Anthony Jónsson ........2
Guðmundur Andri Bjarnason ... 3
Paul McShane ...............2
Eyþór Atli Einarsson........3
Michael Jónsson.............2
(85, Eysteinn Hauksson......-)
Óli Stefán Flóventsson......3
Sinisa Kekic................3
Samtals 12 menn............34
Blóðug barátta: Grindvfkingurinn Sinisa Kekic og FH-ingurinn Tommy Nielsen
berjast hér um boltann (leik liðanna (Kaplakrika (gær. Nielsen fékk skurð á höfuðið í
leiknum og lék með miklar umbúðir það sem eftir var leiks. DV-myndSigurður Jökull
Oruggur sigur
sagði Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður FH
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson lék
sérlega vel í leiknum í gærkvöld,
eins og reyndar allir kollegar hans í
FH-vörninni. Hann var í sigurvímu
þegar DV-Sport náði tali af honum
rétt eftir leik:
„Þetta var frábært," var það
fyrsta sem Ásgeir sagði og hann
bætti við: „Við ætluðum okkur
sigur hér á heimavelli og lögðum
allt í sölurnar og uppskárum
samkvæmt því. Mér fannst þessi
sigur vera mjög öruggur hjá okkur
og þetta gekk afar vel hjá okkur í
vörninni allan leikinn. Við áttum
fullt af færum í fyrri hálfleik og
áttum jafnvel að vera í tveimur-
þremur mörkum í hálfleik. Síðan
héldum við haus í síðari hálfleik
þrátt fyrir að fá á okkur slysalegt
mark og það er góð stemning í
hópnum og nú er bara að halda
áfram á þessari braut.“
En kom það Ásgeirí á óvart hvað
Gríndvúdngar voru slakir?
„Já, ég get ekki neitað því, ég
bjóst við þeim mun sterkari og
baráttuglaðari og þá sérstaklega í
byrjun leiks því það hefur verið á
brattann að sækja fyrir þá hingað
til,“ sagði hinn harðskeytti Ásgeir.
-SMS
Eysteinn sterkur: Eysteinn Lárusson
hefur leikið afar vel fyrir nýliða
Þróttar f fyrstu fimm leikjum sfnum í
efstu deild og hér hefur hann betur
gegn Fylkismanninum Birni Viðari
Ásbjörnssyni.
DV-mynd Sigurður Jökull
> ;
/ (• * *
Grindavík í efstu deild:
Sífelldar
slakar
byrjanir
Grindvíkingar voru Jöngum
þekktir fyrir það að byrja ís-
landsmótið illa og nú er eins og
þeir hafi tekið upp þann ósið á
nýjan leik.
Grindavíkurliðið hefur aldrei
unnið fyrsta leik sinn á tímabili í
efstu deild og maí- og júnímán-
uðir hafa aldrei verið þeim gjöf-
ulir. Margir álitu að þetta væri
breytt eftir þrjú síðustu tímabil
þar sem Grindavíkurliðið hefur
verið í efri hluta og tekið 58%
þeirra stiga sem hafa verið í
boði í fyrstu fimm leikjunum.
En í ár er eins og allt sé fallið í
sama farveg og fyrstu fimm ár
liðsins í deildinni þar sem
Grindavík náði aðeins í 21 stig
samtals í fyrstu fimm umferð-
unum (af 75). Grindavík er þrátt
fyrir þessar sífelldu slöku byrj-
anir eina liðið sem ekJci hefur
fallið. ooj.sport@dv.is
BYRJANIR GRINDAVÍKUR
Stig Grindavíkur í fyrstu fimm leikjum liðsins í efstu deild: (af 15 stigum sem eru í boði)
1995 4 (Markatala:7-10)
1996 5 (Markatala:4-9)
1997 2 (Markatala: 2-8)
1998 5 (Markatala:5-7)
1999 5 (Markatala:5-7)
2000 9 (Markatala: 6-2)
2001 9 (Markatala: 8-6)
2002 8(Markatala:11-9)
2003 3 (Markatala: 5-10)