Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Side 30
30 DVSPORT FIMMTUDAGUR 19.JÚNI2003 >■ Laporta vill fá Ronaldhino KNATTSPYRNA: Það var Joan Laporta, nýkjörnum forseta Barcelona,geysilegt áfall þegar Real Madrid vann kapphlaupið um David Beckham. Laporta ætlar ekki að deyja ráðalaus þvf að fyrst honum tókst ekki ^ að fá Becham mun hann snúa sér að Ronaldhino hinum brasilfska hjá Paris.St.Germain. Manchester United er einnig á höttunum á eftir sama leik- manni. Stærsta ástæðan fyrir því að Laporta var kosinn for- seti um síðustu helgi var að hann ætlaði að fá Beckham til Barcelona. Laporta var mjög sleginn í viðtali við spænska sjónvarpiðTVE í gær en hann ætlar að styrkja Barcélona mik- ið fyrir næsta tímabil og koma liðinu (fremstu röð á ný. Fer Figo til Inter í sumar? KNATTSPYRNA: Massimo Moretti,framkvæmdastjóri Int- er Milan, var ekkert að fara í launkofa með áhuga félagsins á að fá Luis Figo hjá Real Madrid í sínar raðir í sumar. Moretti ætlar að hefja viðræð- ur við spænska liðið eftir loka- umferðinna um næstu helgi. Lengi vel sá Figo ekki sæng sína uppreidda hjá Real Ma- drid en eftir að David Beckham er kominn er ekki talið ólíklegt að Real Madrid þurfi að losa sig við einhverja af stjörnum sínum.Figo kom til Real Ma- drid fyrir þremur árum á röska fjóra milljarða en Ijóst er að hann hefur lækkað mikið í verði. Inter sýndi Beckham áhuga en Moretti sagði að fé- lagið hefði tapað þeim leik. 19. mark Henrys Knattspyrna: Álfukeppnin í knattspyrnu hófst í Frakklandi í gær.Japan sigraði Nýja-Sjá- land, 3-0. Shunsuke Nakamura skoraði tvö marka Japananna og Hidetoshi Nakata eitt. Thierry Henry skoraði mark Frakka úr vítaspyrnu sem sigruðu Kólumbíu, 1-0. Þetta var 19. mark Henrys í 47 landsleikjum. jks.sport@dv.is Mikil gleði í Madrid Reyndu mikið við stórlax í Glanna en hann hvarfog er á leiðinni upp eftir ánni „David Beckham fær sinn að- lögunartíma eins og aðrir leik- menn sem komið hafa til fé- lagsins. Zidane, Ronaldo og Figo féllu ekki strax inn í liðið og í raun tók það þá nokkurn tíma að falla inn í leikstíl liðs- ins. Það verða viðbrigði fyrir » Beckham að koma hingað og leika með Real Madrid og það kæmi mér ekki á óvart að hánn þyrfti sinn tíma. Þetta snýr ekki bara eingöngu að liðinu sjálfu heldur menning- unni og að aðlagast lífinu í nýju umhverfi. Við lögðum þunga áherslu á að fá Beck- ham til félagsins því við vitum að liðið hefur þörf fyrir hann," * sagði Argentínumaðurinn Jorge Valdano sem fer með yf- irstjórn knattspyrnumála hjá Real Madrid. Vangaveltur fóru af stað í gær um í hvaða treyju David Beckham myndi leika hjá Real Madrid. Peysan númer sjö sem Beckham hefur leik- ið í hjá Manchester United er ffátek- inn en í henni leikur Raul. Valdano sagði aö engjn breyting yrði í þeim efnum en Raul átti þetta númer hjá félaginu. Fréttaskýrendur veðjuðu á að Beckham fengi þá treyju númer 77. Valdano var spurður út í þetta at- riði og sagði hann að þetta númer kæmi ekki heldur til greina. „Það hefur verið venja að nýir leikmenn sem hingað koma fái númer á treyjur frá einum upp í 25 „Real Madríd þarf ekki að finna svo mikið fyrír launagreiðslunum handa David Beckham sem nema 11 milljón- um á viku og 570 millj- ónum króna á ári." og ég á ekki von á breytingum í þvf sambandi," sagði Valdano. Kvisast hefur að líklega muni Beckham verða í keppnistreyju númer 11 en ekkert skal fúllyrt í þeim efnum. Roberto Carlos tjáði sig um komu Davids Beckhams til Real Madrid í gær, fagnaði henni og óskaði Beck- ham góðs gengis. Carlos sló á létta strengi við spænska íþróttablaðið Marca og sagði að Beckham fengi ekki að taka allar aukaspymumar. „Það hefur fallið í minn hlut að taka aukaspyrnumar en það er Stjörnurnar í Real Madrid. Lið Real Madrid verður ekki árennilegt á næsta tfmabili með þá Beckham, Carlos, Zidane, Figo, Ronaldo og Raul sem eru hér að ofan. Margir spekúlantar segja liðið nú vera best mannaða félagslið allra tfma. aldrei að vita nema ég leyfi honum að taka einhverjar," sagði Carlos og brosti. Beckham hefur samið við Real Madrid um að hann fái ellefu millj- ónir króna á viku og árslaun hans muni nema um 570 milljónum króna. Fréttaskýrendur segja að Real Madrid finni ekki svo mikið fýrir þessum himinháum launum kappans. Fljótíega verði lagt upp með mikla auglýsingaherferð þar sem ýmsum varningi tengdum Beckham verði komið á markað og býst Real Madrid við því að velta mörg hundruð miUjörðum á ári á þessum vamingi. Strax f gær var „Stemningin er ekki sú sama á Old Trafford þarsem stuðnings- menn United eru mjög svekktir." hægt að merkja eftirspurn og stór hópur stuðningsmanna Real Madrid safnaðist saman fyrir utan höfuð- stöðvar félagsins í Madríd og vildi kaupa keppnistreyju merkta Beck- ham. Stemningin er ekki sú sama í Manchester en margir stuðnings- menn Manchester United em afar óhressir með þessi málalok. Aðrir em á þeirri skoðun að Becham hafi ekki getað hafnað því að leika með besta knattspymuliði heims Beckham-hjónin em nú í Tokyo í Japan í kynningarferð og þar hefur þeim verið tekið með kostum og kyj- um enda algjört Beckham-æði ríkj- andi þar í landi sem og í flestum löndum Asíu. jks.spon@dv.is »> Laxveiðin heldur áfram og að- eins hefur bleytt í, nokkuð sem veiðimönnum finnst alls ekki verra eins og staðan er núna. Veiðiárnar opna hver af annarri en veiðiskapurinn gengur misjafn- lega. Nokkrar veiðiár hafa opnað en lítið hefur frést af aflabrögðum eins og í Miðfjarðará og Laxá á Ás- um. En það kemur vonandi allt með tíð og tíma. „Þetta hefur gengið vonum framar hérna við Langá á Mýmm og núna eru komnir yfir 20 laxar á land, opnunarhollið veiddi 11 laxa," sagði Ingvi Hrafn Jónsson „Þetta hefur gengið vonum framar hérna við Langá á Mýrum og núna eru komnir 20 laxar á land." við Langá á Mýmm í gærdag þegar veiðimenn vom að hefja veiði- skapinn á fullu. „Veiðimenn reyndu þónokkuð við stóran lax í Glanna, en hann vildi ekki taka fyrir nokkmn mun, þetta var fiskurinn kringum 20 pundin. En núna hefur hann fært sig og það er verið að leita að hon- um þessa dagana. Það hefur meira veiðst á fluguna en maðkinn og stærsti fiskurinn sem hefur veiðst er 8 punda," sagði Ingvi Hrafn í lokin. Veiðimenn hafa verið að veiða í Kjarrá f Borgarfirði síðustu daga og fengið eitthvað af laxi. 6. Bender 'tr Sportlegt útlit, þœgindi og vasarfyrirhinarýmsu þatfir veiðimannsins eru einkenni nýju linunnarfrá LOOP. T TTTVTSTogVFTDI LOOP veiðivörumar eru hannaðar og þróaðar af veiðimönnumfyrir veiðimenn. Þess vegna velja sifelltfleiri sér útbúnaðfrá LOOP. Isumarverðuropiðsem hérsegir: mán-fim 9-19, fós 9-20, lau 10-17, sun 11-16 108 Revkiavík ) Sið u m úIa 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.