Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Page 27
 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ2003 TILVERA 27 j Frá hofundi „Training Day kemur kynngimagnaður loggutryllir meö hinum svala Kurt Russel. /Vs KUÁT RUSSÉ.L ARKBLUE li m HOWTO LOSE A GUY IN 10 DAYS: Sýnd kl. 5.45,8og 10.15. OLD SCHOOL: Sýnd kl. 6 og 8. NÓI ALBINÓI: Sýnd kl. 6. VALERIA GOUNO Sýnd kl.6,8 og IO.B.i.12 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl.8 og 10. AJJFABAKKI Þessi frábæra grínmynd er frá fram leiðandanum Jerry Bruckheimer sem hefur gert smellina Arma- geddon, Pearl Harbor, The Rock og Conair Sýnd kl.5.50,8 og 10.15.POWEHSÝNING. Sýnd kl.6,8 og 10. BRINGING DOWN THE HOUZE: THE MATRIX RELOADED; SAMBiO Sýnd kl. 3.45,5.50,8 og 10.15. 8-L12 ára. BRINGING DOWN THE HOUZE: Sýnd kl.3.45,5.50,8og 10.15. THE MATRIX RELOADED: | Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. KANGAROO JACK: Sýnd kl.4,6,8 og 10. SKÓGARLÍF: | Sýnd m.lsl.tali kl.4. JOHNNY ENGLISH: Sýnd kl.3.45. KRINGLAN TS 588 0800 ÁLFABAKKI TS 587 8900 K- V FJÖLMIÐLAVftKTIN Sigurður Bogi Sævarsson skrifar um fjölmiöla Sjálfhverfa og skrýtið skegg Ekki laust við að mér þyki formúlan f sjónvarpsþáttum Gísla Marteins vera orðin þreytt. Einn aðalviðmælandi, gjarnan stjórnmálamaður, og sfðan kemur ósjaldan leikari. Yfirleitt er fólk í báðum stéttum hrikalega sjálfhverft og lítt spennandi viðmælendur. Hlakka til að sjá næsta þátt - vonandi verða þar ný og fersk efnistök. Sá væni drengur, Þorfmnur Ómars- son, er að detta í sama pytt. Finnst alltaf vera sama fólkið í vikulokaþátt- um hans. Listaspírur, fjölmiðlungar og framagosar. Hvað finnst karlinum á eyrinni um þjóðmál og helstu fréttir vikunnar? Eða óþekktu fiskvinnslu- konunni. Bi'ð eftir að heyra slíkan þátt. Fín músík á Rás 1 eftir hádegi á föstudag þegar ég þurfti að bruna austur fyrir fjall. Ró minni var raskað í Skíðaskálabrekkunni á Hellisheiði þegar HalldórÁsgrímsson skaust fram úr mér á ráðherrajeppanum. Var með farsímann í annarri hendinni. Hann beygði inn í Hveragerði. Ætli hann hafi verið að flýta sér til að kaupa ís í Eden eða skoða apann hjá Michelsen, eins og eitt sinn var mest spennandi í bænum undir Kömbum. Reykholtspresturinn með skrýtna skeggið var með útvarpsmessuna á sunnudag. Talaði um sjálfhverfu mannsins og hvatti fólk til að gera greinarmun á því sem það væri og ætti. Slíkt væri þó í lagi ef menn gleymdu ekki Guði. Góð ræða hjá Geir Waage. & STJÖRNUGJÖF DV ★ ★★★ Nói albínói Respiro ★★★ Identity ★★★ X-Men 2 ★★★ They ★ ★Á Agent Cody Banks ★★■k Johnny English ★★-i Tricky Life ★★i Anger Management ★★ 2 Fast 2 Furious ★★ Kangaroo Jack ★★ Matrix Reloaded ★★ Bringing Down the House ★ ★ How to Lose a Guy in 10 Days ★i Old School ★ Michael Chiklis leikur aðalhlutverkið ííhe Shield: Leiðin á toppinn þyrnum stráð Stöð 2 sýnir í kvöld hinn margverðlaunaða sakamála- þátt, The Shield, sem gerist í Los Angeles og fjallar um sveit lögreglumanna sem virðist hafa nokkuð frjálsar hendur. Þrátt fyrir að vera laganna verðir eru þeir engir kórdrengir og beita öllum ráðum til að ná árangri. Aðalsöguhetjan er Vic Mackey, harðsvíraður náungi sem getur ver- ið tvöfaldur í roðinu. Tilteknir yfír- menn líta Vic og nánustu félaga hans í löggunni hornauga og gruna þá um að þiggja mútur og margt fleira miður gott. Þeir vilja hreinsa lögguna af þessum ósóma en það reynist hægara sagt en gert. I hlutverki Vics Mackeys er Mich- ael Chiklis, sem var lítt þekktur áður en hann tók að sér þetta hlut- verk. Chiklis hafði að vísu leikið eitt aðalhlutverkið í vinsælli sjónvarps- seríu, The Commish, en ferill hans hafði þegar á heildina er litið verið þyrnum stráð. Það hefði mátt ætla að lukkuhjólið færi að snú- ast Chiklis í hag þegar hann hreppti aðalhlut- verkið í Wired sem byggð var á ævi John Belushi. Svo varþó ekki. Chiklis, sem fæddist 30. ágúst 1963 í Lowell í Massachusetts, er ekki beint kvikmyndastjörnulegur í útliti, sköllóttur, li'till og á það til að fitna. Yfirleitt hefur hann leikið sér eldri persónur, enda var hann orð- inn fullorðinslegur strax á tánings- aldri. Þegar Chiklis fékk hlutverkið í The Commish árið 1991var hann ekki nema 27 ára en lék mann á milli þrítugs og fertugs. Þá var hann nokkuð vel í hoidum en tók sig síð- an á og grenntist heilmikið. Það þótti ekki passa við hlutverkið og því þurfti hann að klæðast sérstök- um fötum í síðustu þáttasyrpunni sem gerð var 1995. Chiklis byrjaði að leika í leikhús- um 13 ára og var fyrsta hlutverk hans í Romeo og Juliu. Leið hans lá til New York og þar lék hann lítil hlutverk og var prófaður í önnur án þess að fá þau. Það hefði mátt ætla að lukkuhjólið færi að snúast hon- um í hag þegar hann hreppti aðal- hlutverkið í Wired sem byggð var á ævi John Belushi en svo var þó ekki. Hollywood vildi ekkert með kvik- mynd að gera sem fjallaði um sukk- ið á John Belushi og vinum hans sem margir hverjir eru ráðandi í glingurborginni. Chiklis stóð sig með prýði í myndinni, en allt kom fyrir eklci, enginn kom að sjá mynd- ina. Eftir þessa slæmu reynslu reyndi Chiklis fyrir sér í sjónvarpi og kvik- myndum, yfirleitt í smáum hlut- verkum. Þegar hætt var að gera The Commish tóku sömu erfiðleikarnir við aftur og ekkert var f boði fyrir hann annað en lítil hlutverk í kvik- myndum og sjónvarpshlutverk sem vöktu litla athygli. Þetta breyttist allt með The Shi- elds og í dag liggja kvikmyndatil- boðin á borði hans og vinsældir VERÐLAUNAHAFI: Michael Chiklis á einni af mörgum verðlaunahátíðum sem hann hefur sótt á síðustu tveimur árum. seríunnar hafa aldrei verið meiri. Chiklis er handhafi Golden Globe- verðlaunannna í ár sem besti sjón- varpsleikarinn og hefur ekki í hyggju að fara í kvikmyndirnar strax, lætur sér nægja að njóta þess að vera á toppnum sem sjónvarps- leikari, svo lengi sem það varir. Árið 1992 giftist Michael Chiklis Michelle Morgan og eiga þau tvær dætur, Autumn, 10 ára, og Odessa sem er 4 ára. Llfíð .eftir vinnu Þriðjudagstónleikar Á þriðju- dagstónleik- um í Lista- safni Sigur- jóns Ólafsson- ar í kvöld leik- ur gítartvíeyk- ið Duos Campanas verk eftir spænsk, ítalskt og íslenskt tónskáld. Tónleikamir hefjast klukkan 20:30 og standa í * klukkustund. Duo Campanas var stofnað árið 2001 af Eric Lammers og Þórólfi Stefánssyni sem báðir eru búsettir í Svíþjóð. Duo Campanas hefur víða komið fram á tónlistarhátíðum og tónskáld hafa samið tónverk fyrir þá til flutnings. Á tónleikunum í Listasafni Sigur- jóns munu þeir flytja verk eftir Joaquín Rodrigo, Mario Castelnuovo-Tedesco, Enrique Granados og Þorkel Atlason. Bókmenntaganga Borgarbókasafn Reykjavíkur býður borgarbúum og öðrum bók- menntaunnendum í Jónsmessu- göngu að kvöldi þriðjudagsins 24. * júní. Safnast verður saman í aðal- safni í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, kl. 20:00 og gengið þaðan um mið- borgina. Tilefnið er afmælisár safnsins og útkoma vegvísis um þessar slóðir sem safnið hefur unn- ið og kemur út á íslensku og ensku í bæklingaröð Höfuðborgarstofu sama dag. Leiðsögumenn í göng- unni verða Jón Karl Helgason og Jón özur Snorrason bókmennta- fræðingar sem hafa kynnt sér borg- ina í bókmenntum frá ólíkum sjónarhornum. Þá munu þau Sjón og Steinunn Sigurðardóttir, sem bæði eiga texta í vegvísinum, lesa upp úr verkum sínum á „sögu- slóðum" þeirra. < Þorpið íViðey í lcvöld verða leifar þorpsins í Viðey skoðaðar og merk saga þess rakin. Þorpið stóð í 36 ár og ásamt því að hafa mest tæplega 140 íbúa var þar önnur umsvifamesta höfn landsins um árabil. Verður ljós- myndasýning um þorpið f gamla skólahúsinu skoðuð. Ferðin hefst með siglingu yfir sundið kl. 19:30 sem kostar 500 kr. fyrir fullorðna. Lýkur henni með kaffisölu í Viðeyj- arstofu. Gangan tekur alls um 2 klst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.