Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Síða 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003
Botnlangakast og blóðtappi í fæti
Minnkandi atvinnuleysi
BJÖRGUN: Skipstjóri rúss-
neska rannsóknarskipsins
Geolog Dmitriy Navilov hafði
samband við stjórnstöð Land-
helgisgæslunnar í gærmorgun
og óskaði eftir aðstoð vegna
veiks skipverja um borð. Þyrlu-
læknir Landhelgisgæslunnar
taldi sennilegt að hinn 22 ára
skipverji væri með slæmt
botnlangakast og var ákveðið
að sækja hann með þyrlu. Af
öryggisástæðum vartalið
nauðsynlegt að Fokker-flugvél
Landhelgisgæslunnar fylgdi
þyrlunni til að halda uppi fjar-
skiptum þar sem um langt flug
var að ræða. Rétt áður en flug-
vélin fór í loftið barst stjórn-
stöð beiðni um aðstoð vegna
farþega um borð í skipinu
Albatros sem skráð er í Ba-
hama.Talið var að hann væri
með blóðtappa í fæti. Er sig-
menn um borð í þyrlunni
höfðu lokið við að hífa sjúk-
linginn frá rússneska skipinu
um borð var haldið í átt til
Albatros. Vélarnar héldu síðan
til Hafnar í Hornafirði þar sem
sjúklingarnir voru fluttir um
borð íflugvélina.
ATVINNA: (maímánuði sl. voru
skráðir 116.419 atvinnuleysis-
dagar á landinu öllu sem jafn-
gilda því að 5.298 manns hafi
að meðaltali verið á atvinnu-
leysisskrá í mánuðinum. Þessar
tölur jafngilda 3,6% af áætlun
Efnahagsskrifstofu fjármála-
ráðuneytis um mannafla á
vinnumarkaði í maí 2003. At-
vinnuleysi var 3,9% í apríl sl. en
2,5% í maí í fyrra. Atvinnuleysið
fer því minnkandi, þótt það sé
enn mun meira en á sama tíma
í fyrra. Yfirleitt batnar atvinnuá-
standið frá maí til júní, m.a.
vegna árstíðasveiflu. Framboð
lausra starfa hefur talsvert auk-
ist og því er líklegt að atvinnu-
leysið minnki í júní og verði á
bilinu 3,2% til 3,5%
Franska fréttastofan AFP um varnarmál íslendinga:
íslendingar hóta Banda-
ríkjamönnum brottrekstri
Franska fréttastofan AFP segir
að ísiendingar beiti Banda-
ríkjamenn hörku í viðræðun-
um um varnarsamstarf ríkj-
anna og vitnar meðal annars í
ummæli Davíðs Oddssonar í
viðtali við Morgunblaðið fyrir
tveimur árum.
í frétt AFP segir að svo virðist
sem íslendingar séu reiðubúnir að
láta sverfa til stáls í viðræðunum (e.
„play hardball“) og setja Banda-
ríkjamönnum þá afarkosti, að ef
þeir svipti íslendinga loftvömum
skuli þeir hafa sig á brott með allt
sitt lið frá Keflavíkurflugvelli en
varnarstöðin þar sé Bandaríkja-
mönnum þrátt fyrir allt mikilvæg.
Vilja fara í sumar
I fréttinni segir að í áætlunum
Bandaríkjamanna felist að F-15 or-
ustuflugvélarnar, björgunar-
þyrlurnar og eldsneytisflugvélar
verði farnar frá íslandi eftir aðeins
örfáar vikur - fyrir sumarlok - og að
þar með yrði úti um loftvarnir ís-
lands. Vitnað er í Val Ingimundar-
son prófessor sem segir að deilan
sé einhver sú alvarlegasta sem hafi
komið upp í samskiptum ríkjanna
tveggja frá lokum kalda stríðsins.
Haft er eftir honum að George
Bush Bandaríkjaforseti gæti þurft
að skerast sjálfur í leikinn til að
koma í veg fyrir að ástandið fari
hreinlega úr böndum.
í fréttinni segir
að í áætlunum
Bandaríkjamanna felist
aðF-15 orustuflugvél-
arnar, björgunar-
þyrlurnar og eldsneyt-
isflugvélar verði farnar
frá íslandi eftir aðeins
örfáar vikur.
Vitnað í Davíð
AFP segir að fátt bendi til þess að
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hafi breytt afstöðu sinni frá því fyr-
ir tveimur ámm þegar hann lýsti
því yfir að annaðhvort yrði viðbún-
aður Bandaríkjamanna hér á landi
óbreyttur eða enginn.
Davíð tjáði sig um varnarmálin í
viðtali við Morgunblaðið 5. maí
2001 í tilefni af því að hálf öld var
liðin frá því að varnarsamningur-
inn var gerður. í viðtalinu sagði
Davfð meðal annars:
DAVlÐ VORIÐ 2001: „Ef Bandaríkjamenn komast að þeirri niðurstöðu að þeir vilji
ekki halda uppi stöð sem þjóni hagsmunum beggja verður hún einfaldlega lögð
niður."
„Hér á ekki að vera varnarstöð ef
hún þjónar eingöngu eftirlits- og
forvarnahlutverki íyrir Bandaríkja-
menn vegna hugsanlegrar hættu á
svæðinu og þjónar ekki því sem við
skilgreinum sem varnir íslands. Ef
Bandaríkjamenn komast að þeirri
niðurstöðu að þeir vilji ekki halda
uppi stöð sem þjóni hagsmunum
beggja verður hún einfaldlega lögð
niður. Flóknara er þetta ekki og í
þessu felst engin hótun. [...] Við
munum á næstu ámm þurfa að
hafa svipaðan viðbúnað og hér er
nú, ákveðinn lágmarksfjölda flug-
véla. Stöðin getur ekki verið minni
en hún er.“
Fyrir fram virðist óhætt að gera
ráð fyrir að út úr þessum orðum
forsætisráðherra megi lesa stefnu
íslenskra stjórnvalda í viðræðum
við Bandaríkjamenn nú en ekki
náðist í Davíð Oddsson í gær til
þess að staðfesta það.
Þorsteinn Sæmundsson stjarn-
fræðingur, sem var einn forsvars-
manna átaksins Varið land fyrir
tæpum þremur áratugum, segist í
viðtali við DV í dag telja að núver-
andi viðbúnaður Bandaríkjamanna
á íslandi sé of lítill ef eitthvað er.
Hins vegar efist hann um að rétt sé
að segja upp varnarsamningnum
við Bandarflcjamenn þótt þeir haldi
því til streitu að draga enn frekar úr
viðbúnaðinum. olafur@dv.is
Kettir hverfa sporlaust á Sauðárkróki:
Tveir kettir drápust
vegna barsmíða
Gamall og góður heimiliskött-
ur hvarf af heimili sínu á Sauð-
árkróki í síðustu viku og var
hans mikið leitað af íbúum
staðarins.
Ólin hans fannst skömmu síðar í
götunni þar sem hann átti heima
og héldu eigendur hans að hann
hefði orðið fyrir bfl. Nokkrir krakk-
ar fundu síðan mjög illa leikinn kött
á vinsælu útivistarsvæði á Krókn-
um en hann lá þar, brotinn á
tveimur löppum og mikið lemstr-
aður. Við hlið hans fannst köttur-
inn sem leitað hafði verið að og var
hann dauður. Slasaði kötturinn var
samstundist fluttur til dýralæknis
sem gat ekkert annað gert en að af-
lífa hann.
Sagði læknirinn ljóst að áverkar
kattanna tveggja væm af manna-
völdum og svo virtist sem þeir
hefðu verið barðir til óbóta. Að
sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er
ekki vitað hverjir vom þarna að
verki og em allar ábendingar vel
þegnar.
Áverkar kattanna
voru afmannavöldum
og svo virðistsem þeir
hafi verið barðir til
óbóta.
Óvenjumikið hefur verið um það
á síðustu vikum á Sauðárkróki að
kettir hafl horfið sporlaust af heim-
ilum sínum og hefur fólk verið að
hengja upp auglýsingar um kettina
sína víðs vegar um bæinn. Lögregl-
unni þykir gmnsamlegt að kettirnir
hafa flestir horfíð af sama svæðinu
en nú síðast hurfu fjórir nýfæddir
kettlingar af sama heimilinu.
Kettir hurfu
í Vestmannaeyjum
Nokkur dularfull kattahvörf vom
einnig í Vestmannaeyjum fyrr á
þessu ári en lögreglunni þar barst
fjöldinn allur af tilkynningum um
horfna ketti og töluvert bar á smá-
auglýsingum í Eyjafréttum þar sem
auglýst var eftir köttum. Hinir
horfnu kettir virtust allir vera frá
sama svæðinu í bænum og bjuggu
þrír þeirra í sama húsi. Ó1 eins katt-
arins fannst sundurskorin og þótti
það renna stoðum undir þann gmn
manna að einhver óprúttinn peyi
stæði að baki hvarfs kattanna. Ekki
hefur enn komið í ljós hvort katta-
hvarfið var af mannavöldum en
einn heimildarmaður DV taldi að
þar sem loðnuvertíðin hefði staðið
sem hæst á þessum tíma væri
hugsanlegt að kettirnir hefðu lagst
út tímabundið og myndu skila sér
síðar. -eká
KATTAHVÖRF: Dularfull kattahvörf hafa átt sér stað á Sauðárkróki og í Vestmanna-
eyjum undanfarið en lögreglan er engu nær. Myndin var tekin á dýraspítala og
tengist ekki efni fréttarinnar.