Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003 FRÉTTIR 17 Vilja stuðning við tækninám SKÓLAR: Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til þess að standa við gefin fyrirheit um uppbyggingu tæknimenntun- ar í landinu og tryggja fjár- hagslegan grunn að tækni- námi viðTækniháskóla (slands í samræmi við þarfir iðnfyrir- tækja fyrir tæknimenntað starfsfólk. Að sögn samtak- anna hefur atvinnulífið þörf fyrir fleira tæknimenntað fólk en nokkru sinni fyrr þar sem fyrirsjáanleg uppbygging í iðn- aði leiði til aukinnar eftirspurn- artæknimenntaðs fólks. Sam- kvæmt könnun Samtaka iðn- aðarins árið 2000 töldu fyrir- tæki í iðnaði nauðsynlegt að fjölga tæknifræðingum og verkfræðingum um 80% á ár: unum 2000-2005.200 manns hafa sótt um að hefja tækni- nám við Tækniháskóla íslands næsta haust en miðað við fyrir- huguð framlög á fjárlögum næsta árs lítur út fyrir að ein- ungis verði hægt að taka inn rúmlega 60 nýnema í tækni- nám og þar með verði að vísa frá 140 umsækjendum vegna fjárskorts. Kaupir tónlistardeild Eddu TÓNLIST: Sonet ehf., tónlistar- útgáfufyrirtæki í eigu Óttars Felix Haukssonar, hefur keypt Tónlistardeild Eddu útgáfu hf. Með sölunni stígur Edda enn eitt skrefið í átt til þeirrar mót- uðu stefnu að einbeita sér að útgáfu bóka. Sonet hyggst með þessum kaupum ná áhrif- um til hagsbóta fyrir íslenska tónlistarmenn. Símalist LISTIR: Valin verk á Sumarsýn- ingu Listasafnsins hafa verið auðkennd með símanúmerum sem hægt er að hringja í og fá samband við svarhólf sem geymir talaðar upplýsingar um viðkomandi listaverk og höf- und þess. Farsímaleiðsögnin er viðbót við prentað efni um sýninguna og er á bæði á ensku og íslensku. n börn eru nærri: gar í störf g rýrar hegðun og »ek,nn óskemmtilega vildi til að slíkt málkæmiupphjá okkur,“ segir Þor- steinn og bætir því við að ÍTR hafi verið leið- andi í að setja reglur hvað slík málefni varðar og af þeim hafi skátarnir tekið mið í gegnum tíðina. KFUM fyrir 14 árum hafi komið upp. „I ljósi nýliðinna atburða hefur hins vegar mikið verið rætt um þessa hluti innan skátanna og það er nú í at- hugun hvort setja þurfi einhverjar reglur um hvernig staðið skuli að ráðningu starfsmanna og hvernig tekið skuli á málum ef svo REYNSLA OG ORÐSPOR RÆÐUR: Sr. (ris Kristjánsdóttir segir að kirkjur landsins ráði sjálfar þá starfsmenn sem sjá um barna- og unglingastörfin í kirkjunum. Málin eru því í höndum hverrar kirkju fyrir sig og engar samræmdar reglur eða venjur eru til við ráðningar starfsmanna. Hún segir þó þá meginreglu vera viðhafða að ráða fólk eftir reynslu og orðspori þess. Miða við reynslu og orðspor Sam- kvæmt upplýsingum frá frisi Kristjánsdóttur, sóknarpresti í Hjallakirkju og fulltrúa héraðs- nefnda prófastsdæma í Æskulýðs- sambandi kirkjunnar, eru ekki til neinar samræmdar reglur sem far- ið er eftir þegar ráðið er í barna- störf innan kirkjunnar. Það er al- farið í höndum hverrar kirkju fyrir sig að ráða starfsmenn til starfa hjá sér. „í Ijósi nýliðinna at- burða hefurmikið verið rætt um málið og það er nú í athugun hvort setja þurfi einhverjar reglur um hvernig staðið skuli að ráðningum og hvern- ig tekið skuli á málum ef slíkt kemur upp." „Sú almenna regla hefur verið höfð að miða fyrst og fremst við reynslu og orðspor umsækjenda en annars sér hver kirkja fyrir sig um sín ráðningarmál," segir íris og bætir við að engin mál tengd ósæmilegri hegðun starfsmanna hafi komið upp innan Æskulýðs- sambandsins. Hjá fþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, sem sér um leikja- námskeið og félagmiðstöðvar borgarinnar, svo að eitthvað sé nefnt, fengust þær upplýsingar að hjá Reykjavíkurborg væru ákveðn- ar ráðningarreglur til. Þar á bæ hafa þessi mál oft verið rædd manna á milli og í kjölfar nýliðinna atburða hefur sú umræða fengið byr undir báða vængi. Jafnréttis- REFSINGAR VIÐ KYNFERÐISBROTUM GEGN BÖRNUM Sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn eða ungmenni yngra en 18 ára, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. Önnur kynferðisleg áreitni gagnvart börnum yngri en 18 ára varðarfangelsi allt að 2 árum. Sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn eða ungmenni yngra en 16 ára, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 12 árum. Önnur kynferðisleg áreitni gagnvart börnum yngri en 16 ára varðar fangelsi allt að4árum Sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 14 ára skal sæta fangelsi allt að 12 árum. Sá sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni yngri en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Sá sem greiðir barni eða ungmenni yngra en 18 ára endurgjald gegn því að hafa við það samræði eða önnur kynferðismök skal sæta fangelsi allt að 2 árum Sá sem hefur í vörslu sinni Ijósmyndir, kvikmyndir eða annað efni sem sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. „Sú almenna regla hefur verið höfð að miða fyrst og fremst við reynslu og orðspor umsækjenda." fulltrúi ÍTR sagði hins vegar í sam- tali við DV ekkert mál þar sem börnum hafi verið misboðið með kynferðislegri hegðun hafa komið inn á borð til sín. Reglur af skornum skammti Það er því æði misjafnt eftir hverju er farið þegar fólk er ráðið til starfa þar sem börn eru nálægt og reglur um slík mál voru af afar skornum skammti hjá þeim félags- samtökum sem DV setti sig í sam- band við. Fyrst og fremst virðist vera miðað við reynslu og orðspor umsækjenda þegar þeir eru ráðnir til starfa, enda kannski fátt annað að miða við. Þó væri hugsanlega hægt að koma í veg fyrir einhver tilvik þar sem börn eru misnotuð á stöðum sem þessum með því að skoða bakgrunn umsækjenda bet- ur og ræða við fyrri vinnuveitendur þeirra. Hið opinbera heldur auk þess lista yflr dæmda kynferðisaf- brotamenn og þannig geta félög sem starfa með börnum fengið upplýsingar um hvort einstakling- ar hafi hlotið dóm fyrir slíkt, vakni grunur um það. Erfitt verður þó að koma alfarið í veg fyrir að slík mál komi upp. Aftur á móti er ljóst að umræðan sem skapast hefur í samfélaginu eftir að mál starfsmanns KFUM kom upp á yfirborðið hefur orðið til þess að fólk er farið að huga að þessum efnum í meira mæli en áður. agusmdv.is Kynningar- og fræðslufulltrúi Stígamóta: Dæmi um að kyn- ferðisafbrotamenn sæki í störf með börn Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stíga- móta, segir erfitt að full- yrða um hvort einstaklingar sem hafi kynferðislegar langanir til barna sæki sér- staklega í störf þar sem börn eru nálægt en þess séu þó vissulega dæmi, eins og nýlega hefur komið fram ífjölmiðlum. Hún leggur hins vegar áherslu á að kynferðisafbrotamenn séu mjög fjölbreytilegur hópur ein- staklinga. „Það er ekkert hægt að alhæfa í þessu sambandi en vissulega eru dæmi um það að svona fólk sæki í störf þar sem börn eru ná- lægt en hafa verður í huga að kynferðisafbrotmenn eru mjög mismunandi. Sumir misnota eingöngu fjölskyldumeðlimi Rúna Jónsdóttir sína, aðrir misnota öll þau börn sem þeir komast í tæri við og sumir sækjast vissulega eftir því að starfa með börnum, stund- um í þeim tilgangi að misnota þau. Það er náttúrlega mjög al- varlegt mál,“ segir Rúna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.