Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Side 16
76 LVERA MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003
Ræktun lýðs og lands
Umsjón: Páll Guðmundsson
Netfang: palli@umfi.is
Sími: 568 2929
UVND8MÓT
LEIÐTOGA
SKOLINN
Fjölskyldan á fjallið
og Göngum um ísland
Annasamt sumar fram undan hjá hreyfingunni, segir Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ
LANDSMÓTIN ERU FJÖREGG HREYFINGARINNAR: Björn B. Jónsson, formaður UMFf, segir að Unglingalandsmót UMFl sé kjörinn
vettvangur fyrir fjölskyldufólk að skemmta sér á útihátíð með viðamikilli dagskrá.
Ungmennafélag islands
stendur í sumar fyrir margvís-
legum verkefnum og viðburð-
um. Unglingalandsmót UMFÍ á
ísafirði um verslunarmanna-
helgina verður sannkölluð
fjölskylduhátíð þar sem fram
fara bæði leikir og keppni auk
þess sem fjölbreytt afþreying
verður í boði.
„Landsmótin eru fjöregg hreyf-
ingarinnar, sambandsaðilar af öllu
landinu fjölmenna og sýna sig og
sjá aðra og taka þátt í fjölbreyttri
íþróttakeppni og margvíslegri afþr-
eyingu. Þá erum við búin að opna
mótið þannig að nú er það opið öll-
um sem vilja vera með og hefur það
fallið í góðan jarðveg," segir Björn
B. Jónsson, formaður UMFÍ. Ung-
lingalandsmótið er vímuefnalaust
og kjörinn vettvangur fyrir fjöl-
skyldufólk að skemmta sér á útihá-
tíð með viðamikilli dagskrá.
Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið og Göngum
um Island eru göngu- og útivistar-
verkefni Ungmennafélags Islands
sem hefjast formlega nk. laugardag
með gönguferð um skáldaslóð í
Mosfellsdal. Hefst gangan klukkan
11 og verður gengið frá íþróttamið-
stöðinni f Mosfellsbæ. I verkefnið
Fjölskyldan á fjallið hafa verið til-
nefnd 22 fjöll vítt og breitt um land-
ið sem flestöll eiga það sameigin-
legt að vera tiltölulega létt til
göngu. Á þessum 22 fjöllum hafa
verið settir upp póstkassar með
gestabókum. Allir þeir sem skrá sig
í gestabækurnar geta átt von á
vinningum í haust er dregið verður
úr hópi þátttakenda.
„Fjölskyldan á fjallið er verkefni
sem ætlað er að auka samveru-
stundir fjölskyldunnar og jafnframt
stuðla að líkamsrækt og hreyfmgu
„Fjölskyldan á fjallið er
verkefni sem ætlað er
að auka samverustund-
irfjölskyldunnar og
jafnframt stuðla að lík-
amsrækt og hreyfingu
fjölskyldumeðlima"
fjölskyldumeðlima og um leið njóta
þeirrar náttúrufegurðar sem landið
okkar býður upp á. Góð samveru-
stund með fjölskyldunni og um leið
útivist og heilbrigð hreyfmg er eftir-
minnileg og ánægjuleg stund fyrir
fjölskyldumeðlimi. Kannski ekki
síst í dag þegar hraðinn í samfélag-
inu er orðinn mikill og mikið álag
og margs konar áreiti herjar á
landsmenn úr öllum áttum," segir
Björn formaður en útivist og skóg-
rækt er eitt af aðaláhugamálum
Björns,
Göngum um ísland
„Göngum um ísland er mjög
skemmtilegt verkefni þar sem ung-
mennafélagshreyfingin hefur með
aðstoð sveitarfélaga og ferðaþjón-
ustuaðila safnað saman 238 göngu-
leiðum, aðgengilegum, stikuðum
og merktum vítt og breitt um land-
ið. Allar þessar gönguleiðir koma
nú út í Leiðabók UMFÍ sem fæst
ókeypis á ESSO-stöðvum, upplýs-
ingamiðstöðum og sundlaugum
víða um land,“ segir Björn. Þjón-
ustumiðstöð UMFI á Austurlandi
hefur umsjón með.verkefninu.
íslandsleikhús og Norrænn
leiðtogaskóli
Ungmennafélag Islands og ís-
landsleikhús með stuðningi
menntamálaráðuneytis hafa sett af
stað farandleikhús sem heimsækir
leikskóla í hringferð um landið með
skemmtilegar leiksýningar og upp-
ákomur.
Norrænn leiðtogaskóli verður
haldinn á Laugarvatni í byrjun júlí
með þátttöku 35 ungmenna alls
staðar af Norðurlöndum. „Krakk-
arnir dvelja hér á landi f rúma viku
og er boðið upp á efnismikla dag-
skrá og fyrsta flokks fyrirlestra og
kennslu sérfræðinga. Við vorum
með leiðtogaskóla sl. sumar og þeir
krakkar eru enn í miklu og góðu
sambandi og taka virkan þátt í starf-
inu í sínum aðildarfélögum," segir
Björn.
Fjölbreytt starf
Þrjátfu íslensk ungmenni verða
þátttakendur á ungmennaviku í
Suður-Slésvík í byrjun júlí þar sem
margs konar smiðjur, verkefni og
afþreying verða í boði.
í Þrastarskógi hefur á undanförn-
um árum verið unnið að uppbygg-
ingu göngustíga og tjaldsvæðis en
skógurinn er rómaður fyrir náttúru-
fegurð. Tryggvi Gunnarsson færði
Ungmennafélaginu skóginn að gjöf
1913 og síðan hefur Ungmennafe-
lagið haft umsjón með skóginum.
Auk þessa fer fram margt annað
fjölbreytt og viðamikið starf innan
UMFÍ. Má þar nefna íþróttir eldri
borgara, skógrækt, leiklist, íþrótta-
mót, héraðsmót, þorrablót og ýmsa
mannfagnaði.
Landsmót á Sauðárkróki
Landsmót UMFI á þriggja ára
fresti er stærsti viðburður sem
UMFÍ stendur fyrir. Næsta lands-
mót verður haldið á Sauðárkróki
sumarið 2004. Á landsmótum er
keppt í íþróttum og ýmsum grein-
um í elstu aldursflokkum en á ung-
lingalandsmótum er keppt í íþrótt-
um og fleira fyrir unglinga á aldrin-
um 11 ti!18 ára.
Þjónustumiðstöðvar UMFI eru í
dag 6 talsins. Þær eru í Borgamesi, á
Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og
ísafirði. Þjónustumiðstöð UMFÍ í
Reykjavík er til húsa í Fellsmúla 26.
Hlutverk þjónustumiðstöðvanna er
að þjónusta félög, deildir og félags-
menn á sínu svæði.
Ræktun lýðs og lands
Markmið UMFI er ræktun lýðs og
lands og er unnið að því markmiði
með margvíslegum hætti. I dag em
sambandsaðilar 19 héraðssambönd
og 13 ungmennafélög með beina
aðild. Alls em í hreyfingunni 285 fé-
lög með um 66.000 skráða félags-
menn. „í stefnu UMFÍ segir að
gmndvöllur að starfi aðildarfélag-
anna sé virðing fyrir einstaklingn-
um og áhugi fyrir að efla þroska og
hæfileika hans á þeim sviðum sem
geta hans leyfir. Jafnframt að allt
starf skuli unnið á drengilegan hátt,
í anda jafnréttis, með samheldni og
þátttöku sem flestra að leiðarljósi; í
ungmennafélagsanda. Þetta em
göfug markmið og háleit og að þeim
er unnið um allt land,“ segir Björn
B. Jónsson, formaður Ungmennafé-
lags Islands.
SÓL OG SUMAR Á fSAFIRÐI: Unglingalandsmót UMFl verður haldið á Isafirði um
verslunnamannahelgina.
VELKOMIN Á GOSLOKAHÁTÍÐ
4-5.JÚLÍ
H