Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Side 18
18 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003
-\
*Si8íl
111
fW ‘
liSÍiÍftíiíS«í|Sí
'
i-r;'v-ViV;,
: ySx Imí v
Hvatning til enn betri verka
Fréttir af afbrotamálum tengjast æ oftar
fíkniefnum, hvort heldur eru innbrot eða önn-
ur auðgunarbrot, hótanir, líkamsárásir og jafn-
vel manndráp. Stærstur hópur þeirra sem sitja
í fangelsum landsins eru þar vegna fíkniefna-
mála, ýmist vegna innflutnings, sölu, neyslu
eða annarra brota sem tengjast fíkniefnum
beint eða óbeint.
Þetta þarf ekki að koma á óvart því vandi ein-
staklinga, íjölskyldna og samfélags vegna fíkni-
efna eykst ár frá ári. í tölum frá ríkislögreglu-
stjóra kemur fram að aldrei hefur meira verið
gert upptækt af fíkniefnum en á liðnu ári. Þótt
góður árangur lögreglunnar sé jákvæður í
sjálfu sér endurspeglar hann engu að síður
dapurlega þróun. Innflutningur ólöglegra og
háskalegra efna eykst í sífellu. Glæpalýðurinn
sem áð honum stendur leitar stöðugt nýrra
leiða við myrkraverkin í von um skjóttekinn
gróða. Þar er hvorki hugsað um líf né hamingju
fólks.
Árangur lögreglunnar í stöðugri baráttu við
eiturprangara gefur vísbendingu um eftirspurn
á þessum óheillamarkaði. Fíkniefnabrotum
fjölgaði um rúm 9 prósent milli ára. Hald var
lagt á meira af hassi en áður og sömu sögu er
að segja af kókaíni. Aðeins einu sinni hefur
náðst meira af amfetamíni. Tölur lögreglunnar
þýða það eitt að æ fleiri ánetjast og það er stað-
fest af lækni á Vogi. Hann segir starfsmenn SÁÁ
hafa orðið vara við mikla aukningu á neyslu
fíkniefna síðustu ár. Til samtakanna leiti sífellt
Árangur lögreglunnar í stöðugri bar-
áttu við eiturprangara gefur vís-
bendingu um eftirspurn á þessum
óheillamarkaði.
Fíkniefnabrotum fjölgaði um
rúm 9 prósent á milli ára.
Þessi rekstur einstaklinga, klúbba og
margs konar félagasamtaka er í
beinni samkeppni við veitinga- og
þjónustufyrirtæki sem gert er að
standa skil á öllum gjöldum.
baki iögreglunni með íjárveitingum til mála-
flokksins. í þeim efnum þarf að gera enn betur.
Tölur ríkislögreglustjóra eru hvatning til þeirra
verka. Náist árangur í baráttunni við fíkniefna-
dólga skila þeir peningar sér margfalt.
fleira fólk sem eigi við fíkniefnavanda að etja.
Þessi þróun er verulegt áhyggjuefni. Hættan
bíður ómótaðra ungmenna við hvert fótmál.
Sölumenn dauðans skirrast einskis og leita
jafnvel inn á skólalóðir grunnskólanna. Það er
því á ábyrgð samfélagsins að verjast, leita allra
leiða til þess að draga úr þessum ófögnuði.
í erfiðri baráttu hefur lögreglan náð athyglis-
verðum árangri, meðal annars með ágætu
samstarfi við lögreglu í öðrum löndum. Stærri
fíkniefnaskammtar hafa náðst en á árum áður
enda hefur lögreglan einbeitt sér að því undan-
farin fimm ár að stöðva innflutning fíkniefna.
í því mikilvæga starfi standa stjórnvöld að
Landlægur ósiður
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna með
réttu þjónustu og margs konar rekstur, t.d.
veitingarekstur, í opinberu húsnæði án þess að
greidd séu tilskilin gjöld af þeim rekstri, hvort
heldur er eðlileg húsaleiga, skattar og önnur
gjöld, svo ekki sé minnst á svarta atvinnustarf-
semi. Þessi rekstur einstaklinga, klúbba og
margs konar félagasamtaka er í beinni sam-
keppni við veitinga- og þjónustufyrirtæki sem
gert er að standa skil á öllum gjöldum.
Mörg dæmi eru um það að opinberir aðilar,
ekki síst sveitarfélög, horfa fram hjá þessari
starfsemi eða stuðli jafnvel að henni. Þannig
komast aðilar upp með leyfislausa starfsemi
sem skekkir alla samkeppnisstöðu. Fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
bendir á, í frétt í DV í dag, að reglur séu brotn-
ar þvers og kruss. Ástandið sé óþolandi og því
verði að linna. Undir það skal tekið.
Stjórnvöld sem hunsað hafa réttmætar
ábendingar samtakanna hljóta að hysja upp
um sig og gera bragarbót. Tími er til kominn að
venja menn af landlægum ósið.
Þorsteinn Sæmundsson þremur áratugum eftir „Marid land":
Þurfum öflugri varnir
ANDSTÆÐINGAR: Herstöðvarandstæðingar létu sig ekki vanta á fund Varins lands.
Tíminn og Þjóðviljinn gerðu mikið úrfjölda þeirra en Morgunblaðið sagði að þetta
hefði aðeins verið „hópur unglinga og ungmenna" sem hefði „sett leiðinlegan svip á
fundinn".
Þorsteinn Sæmundsson
stjörnufræðingur stóð í upp-
hafi árs 1974 ásamt þrettán
öðrum fyrir undirskriftasöfn-
uninni Varið land; áskorun til
stjórnvalda um að hverfa frá
áformum um að vísa Banda-
ríkjaher úr landi, sem 55.522
atkvæðisbærir menn skrifuðu
undir, eða meira en helmingur
þess fjölda sem kaus í næstu
þingkosningum á undan.
Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra tók við undirskriftunum úr
hendi Þorsteins og félaga þungur á
brún í marsmánuði en forsvars-
menn Varins lands uppskáru frá
andstæðingum sínum uppnefni á
borð við „Kanamellur", „illræmdir
braskarar" og „margfaldir mútu-
þegar Bandaríkjamanna".
Hvernig skyldi sú staða blasa við
Þorsteini næstum þremur áratug-
um síðar, að dæmið hefur algerlega
snúist við og Bandaríkjamenn vilja
draga úr umsvifum sínum þvert á
kröfur íslenskra stjórnvalda?
Varnir jafnnauðsynlegar
„Ég er jafnsannfærður og ég var
þá um að við þurfum á vörnum að
haida. Og ég heyri ekki betur en að
sumir þeirra sem voru andstæðing-
ar okkar á sínum tíma haldi fram
svipuðum skoðunum; nú þegar út-
lit er fyrir að Bandaríkjamenn fari,
sjá þeir þörfina fyrir varnir," segir
Þorsteinn.
„Það er hins vegar ekkert undr-
unarefni í sjálfu sér hvernig Banda-
ríkjamenn meta stöðuna núna. Þeir
fjalla um þetta frá sínum sjónarhóli
og því hvað nauðsynlegt sé vegna
eigin varna. Varnarsamningur
landanna á sínum tíma var engin
góðgerðarstarfsemi. Þjóðir og ein-
staklingar gera samninga vegna
þess að það er til hagsbóta fyrir
báða aðila, og á þeim tíma fóru
sjónarmið þjóðanna tveggja sam-
an. Nú er kannski nokkur munur á.
Ég leyfi mér að vísu að hafa mínar
efasemdir um að Bandaríkjamenn
meti þetta rétt, en það er nú önnur
saga.“
„Því miður getum við
ekki séð alla hluti fyrir,
við getum ekki lesið
hugsanir manna eins
og þessara hryðju-
verkamanna og vitað
hvaða aðgerðir þeir
kunna að telja málstað
sínum til framdráttar."
Of lítill viðbúnaður
Þorsteinn segist ekki bara sam-
mála því mati íslenskra stjórnvalda
að núverandi viðbúnaður Banda-
ríkjamanna sé lágmark; hann segist
ekki viss um að hann sé nægilega
mikill.
„Við vitum ekki við hverju er að
búast. Það geta alls konar hættur
steðjað að, ekki bara hryðjuverkin
sem mest er talað um. Sovétríkin
eru ekki lengur sá höfuðóvinur sem
Atlantshafsbandalagið átti að verj-
ast, en Rússland er enn þá stór-
veldi. Það er ekki lýðræðisríki í okk-
ar skilningi og við vitum ekkert
hverju við eigum von á úr þeirri átt
í framtíðinni. Ég bendi á að Rúss-
land er eina stórveldið á sýkla-
vopnasviðinu og við vitum ekki
hvort þessi vopn eru tryggilega
geymd, eða hvort þau, eða tæknin
til að framleiða þau, gætu komist f
annarra hendur.
En hver á viðbúnaðurinn að
vera? Mér skilst að málið standi um
það hvort hér séu fjórar orustuflug-
vélar eða ekki og Bandaríkjamenn
telji að hægt sé að verja landið með
flugsveitum í Bretlandi. Mér er til
efs að svo sé. Við skulum segja að
VARIÐ LAND: Jónatan Þórmundsson lagaprófessor í pontu á fundi Varins lands á
Hótel Sögu íjanúar 1974. Þorsteinn Sæmundsson er fjórði frá vinstri.
o
XI
c
(0
U)
Prestlegastur
Bankastjórn og æðstu stjórnend-
ur Landsbankans héldu fund t
nýju kirkjunni á Eskifirði um liðna
helgi þar sem þeir kynntu skipu-
lagsbreytingar á útibúaneti bank-
ans á Austurlandi. Að lokinni
kynningu og ávörpum æðstu
stjórnenda bankans og söngat-
riði var boðið upp á spjall og létt-
ar veitingar í kirkjumiðstöðinni.
Þar var meðal annars rætt um
frammistöðu ræðumanna (nýju
Halldór J. Kristjánsson.
kirkjunni. Hafði Björgólfur Guð-
mundsson, einn aðaleigenda
bankans, orð á því að sér fyndist
Halldór J. Kristjánsson banka-
stjóri vera langprestlegastur af
þeim öllum.
Ingólfur til Kremlar
Hinn gamalreyndi rithöfundur,
ritstjóri og blaðamaður Ingólfur
Margeirsson hefur bæst í hóp
snarpra pistlahöfunda vefritsins
Kremlar. Hann ræðst ekki á garð-
inn þar sem hann er lægstur í
jómfrúr-pistli sínum því að fórn-
arlambið er sjálft Morgunblaöið
og dómur þess um Samfylking-
una í Reykjavíkurbréfi um nýliðna
helgi. Segir Ingólfur það fráleitt,
sem þar sé haldið fram, að áhersl-
ur Alþýðubandalagsins hafi orðið
ofan á (hinum nýja flokki. En
ástæðan fyrir skrifum blaðsins
segir hann að sé sú að eftir að
Ingólfur Margeirsson.
Ingibjörg Sólrún birtist (brúnni
með sinn mikia styrk þá „nötri
pólitísk ritstjórn blaðsins yfir afli
Samfylkingarinnar og kjörþokka".
Hins vegar viðurkennir Ingólfur
að ummæli Guðmundar Árna
Stefánssonar, sem fólu í sér að
Samfylkingin ætti að bjóða fram
sér í næstu borgarstjórnarkosn-
ingum, hafi verið „slys".
1