Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Side 21
20 FÓKUS MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNl2003
+
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNl2003 FÓKUS 21
Ifókus
Umsjón: Höskuldur Daði Magnússon og Sigrún Ósk
Kristjánsdóttir.
Netföng:fokus@fokus.is, hdm@fokus.is, sigrun@fokus.is
Sími: 550 5894 • 550 5897
www.fokus.is
erjir ^oru hvar?
Það var nóg að gera á skemmtistöðum
Reykjavíkurborgar um helgina og þá sér-
staklega á laugardag enda þar um að
ræða lengstu nótt ársins. Elítan ákvað
reyndar að leggja leið sína út fyrir borg-
armörkin og fjölmennti á sveitakrána
Áslák í Mosfellsbæ. Þar mátti sjá Jón Ás-
geir Baugsmann með meiru, hinn nýgifta
Þorstein í Coke og þá Hreggvið Jónsson
og Hrein Loftsson.
Á ölstof-
una lögðu
leið sína söng- og leikkonurnar Selma
Björnsdóttir og Jóhanna Vigdfs Arnar-
dóttir. Þar mátti einnig sjá Ágúst Ólaf
Ágústsson, þingmann Samfylkingar-
innar, f banastuði og Ómar Swares Qu-
arashi-liða. Á ölstofunni var heldur
engínn skortur á nýútskrifuðum
leikkonum því þar voru saman komnar
þær llmur Kristjánsdóttir, Marfa Heba
Þorkelsdóttir og Bryndís Ásmunds-
dóttir en sú siðastnefnda kemur
einmitt til með að reyna fyrir sér sem
sundlaugarvörður f Djúpu lauginní á
föstudag. Loks mátti sjá fjölmiðtakon-
urnar Sólveigu Kr. Bergmann, Dóru
Takefusa úr fslandi í dag, Brynju Þor-
geirsdóttur, fréttakonu á Stöð 2, og
Gerði Kristnýju, ritstjóra Mannlífs.
Á Gaukn-
um sáu rokk
ararnir í Jet
Black Joe
um að trylla
lýðinn fram eftir morgni. Þar voru meðal
annarra stödd þau Kolla og Hálfdán, fyrr-
vcrandi Djúpulaugarumsjónarmenn,
Frikki Weishappel, DJ Árni og Chloé Oph
elia Gorbulew, Brain Police-töffararnir
Jenni og Jómbi, Gummi Jóns úr Sátinni,
Steinarr Logi og nýja hljómsveitin Kung
Fu, Óli
Amsterkóng-
ur, Ingólfur sem gegnir starfi umboðs-
manns íslands f sumar, Sigga Guðna
söngkona, Sigfús Sigurðar handbolta-
kappi, Hjalli og Silli Geirdalsbræður,
Sveinn sniðugi Waage og tvíburarnir
Kiddi og Gulli Júníusbræður ásamt þeim
Agli, Heiðari og Þórhalli úr hljómsveit-
inni Vinyl.
Á Hverfisbarnum var margt um mann-
inn eins og annars staðar og þar mátti
sjá marga merkilcga og skemmtilega.
Til dæmis sjónvarpskonuna Dóru Takefusa úr fslandi f dag, Kristján
Ra athafnamann, Kidda Bigfoot, skemmtanastjóra fslands, Gumma
Jóns úr Sálinni, Eið Smára Guðjohnsen
fótboltakappa, Örnu fyrrum Playboy
skvísu, Hörð Magnússon íþróttafrétta-
mann og Finn Beck fréttamann með
meiru ásamt eiginkonu sinni.
Á Sólon var fullt út úr dyrum alla helg-
ina og á föstudag mátti sjá þar glitta í
sjálfan Jóhann Bachmann, trommuleik-
ara írafárs, ásamt vinum sínum. Á
Amsterdam var svo staddur Örvar Þór
Kristjánsson, gítarleikari í Gleðisveit
Ingólfs sem mun víst vera hljómsveit fs-
lands þetta sumarið.
StendurþÚ
fyrir O
einhverjuf
fokusSfokus.is
Foo Fjghters
spila i Höllinni
Undanfarin ár höfum við á hverju
sumri tekið á móti að minnsta
kosti einni stórri hljómsveit. Ekki
leit vel út með þetta sumar og voru
margir farnir að örvænta. Rokkunn-
endur þurfa nú ekki að kvarta leng-
ur því koma bandarísku rokkaranna
í Foo Fighters er staðreynd.
Staðfest hefur verið að Foo Fighters koma til með að spila í Höll-
inni þann 26. ágúst næstkomandi. Þetta kom fram á heimasíðu
sveitarinnar www.foofighters.com f gær. Miðasala á tónleikana
hefst 18. júlí næstkomandi. En hvaða band er Foo Fighters?
Dave Grohl er aðalmaðurinn í Foo Fighters og hann hefur eytt
síðustu níu árum ævi sinnar í að losna við þá nafhgiff að vera
„trommarinn úr Nirvana“. Grohl hafði meðal annars trommað
með rokksveitinni Scream áður en hann settist bak við settið í Nir-
vana. Urðu hæfileikar hans flestum ljósir frá fyrstu tónleikunum
með Nirvana. Grohl hafði metnað til að ná lengra en að sitja á bak
við settið og reyndi að koma lagasmíðum sínum á framfæri innan
hljómsveitarinnar, án árangurs þó því aðalmaðurinn í þeirri sveit
sýndi litla hrifningu á þeim. Eftir að Kurt Cobain fyrirfór sér árið
1994 gat Dave Grohl hugsað dæmið upp á nýtt og nú fóru hlut-
imir að gerast hjá honum. Spóla með lögum hans fór að ganga
innan rokkkreðsunnar og fólk var orðið spennt að heyra frá
drengnum.
SÓLÓSKÍFA GROHLS
Arið 1995 kom fyrsta plata Foo Fighters út og bar hún nafn
hljómsveitarinnar. Platan var reyndar nokkurs konar sólóplata
því Grohl sá að öllu leyti um að semja og spila lögin inn á plöt-
una. Hann hóaði þó saman hljómsveit til að spila með sér á tón-
leikum og fyrstu meðlimimir vom Pat Smear gítarleikari, sem
spilaði með Nirvana undir það sfðasta, og þeir Nate Mendel bassa-
leikari og William Goldsmith trommari sem báðir komu úr Sunny
Day Real Estate. Eftir því sem hróður Foo Fighters hefur aukist
með ámnum og plötunum fjölgað hefur þó liðsskipanin breyst. í
dag spilar Chris Shifflett á gítar og Taylor Hawkins er á tromm-
unum en hann trommaði áður í hljómsveit Alanis Morrisette.
VlNSÆLLI MEÐ HVERJU ÁRINU
Þessi fyrsta breiðskffa fékk prýðilegar viðtökur og í kjölfarið spil-
uðu Foo Fighters eins og vitlausir menn hvar sem þeir gátu.
Tveim ámm seinna kom svo út næsta plata þeirra sem hét The
Colour And The Shape. Sú plata festi sveitina rækilega í sessi
sem eina af helstu rokksveitum heims enda var á henni nóg af
frambærilegum smáskífulögum auk þess sem myndböndin þóttu
hvertöðm skemmtilegra. í myndböndunum er Grohl jafhan í ess-
inu sfnu, persónutöframir skína af honum, og þau ásamt frábærri
stemningu á tónleikum eiga ekki hvað sístan þátt f vinsældum
Foo Fighters. Aðrir meðlimir tóku sífellt meiri þátt í lagasmíðun-
um og árið 1999 sendu þeir frá sér plötuna There Is Nothing Left
To Lose sem mörgum þótti full þunglyndisleg. Þeir bættu þó
heldur betur fyrir það með þeirri nýjustu, One By One, sem kom
út f fyrra. Þar ná Foo Figthers sér vel á strik og greinilegt að sjálf-
skipað frí sem þeir tóku við vinnslu plötunnar (Dave Grohl
trommaði meðal annars með Queens Of The Stone Age og
Tenacious D) hefur skilað sér vel. Má því fullyrða að gestir í Höll-
inni 26. ágúst eigi von á hörku tónleikum.
íslenskir
rokkunnend-
ur eiga von á
sprengju í
ágúst þegar
Foo Fighters
með sjálfan
Dave Grohl
innanborðs
spila í Höll-
inni.
Fjórða plata hljómsveitarinnar Á móti sól kemur út á föstudaginn. Gripurinn, sem fengið hefur nafnið
Fiðrildi, er reyndar bara önnur plata söngvarans, Magna Ásgeirssonar, sem var ráðinn til að taka við
af forvera sínum eftir að hafa verið „uppgötvaður" í söngkeppni framhaldsskólanna þar sem hann
keppti alls þrisvar sinnum. í samtali við Fókus ræðir Magni um FM hnakka og ullarhúfur, nýju plötuna
og þá stóru stund þegar fundum hans og Bruce Dickinson bar saman.
Popparar eru rokkarar
Magni Ásgeirsson söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól. „Ef maður ætlar ekki að syngja
atmennilega þá á maður bara að þegja“.
„Þú afsakar, ég er mjög hás, var að syngja alla helgina,"
segir Magni rámri röddu þegar blaðamaður hittir hann á
mánudagsmorgni. Hann bætir því við að hæsið sannfæri
hann um að hann hafi staðið sig vel. „Ef maður ætlar ekki að
gera þetta almennilega þá á maður bara að þegja. Þess vegna
öskra ég mig hásan. En ég er fljótur að jafna mig, verð fínn
á morgun. Við vorum að spila í Hvíta húsinu á Selfossi á
laugardaginn. Klukkan þrjú áttaði ég mig á því að ég þyrfti
ekkert að syngja aftur fyrr en eftir viku. Við gáfum þess
vegna í, tókum erfiðari lög, öskruðum meira og héldum
áffam að spila þangað t(fvar slökkt á okkur.“
Þrisvar í SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA
Magni segir að nýjasta plata sveitarinnar/Fiðrildi, sé sú
besta til þessa. „Þetta er mjög góð plata þér að segja. Vð
erum mjög hreyknir af henni. Hún inniheldur ellefu lög og
meira „kántrf‘ en áður. Við erum^vo hrifhir af því, strákarn-
ir. Það má eiginlega segja aT þetta sé eðalpopp með
kassagítarívaft.“
Magni hefur verið söngvari sveitarinnar í rúm tvö ár en
hún hefur verið starfandi talsvert lengur. „Sá sem var á und-
an mér heitir Björgvin, kallaður Bjöllinn. Ég þekki hann
ekki meira en það. Hef hitt hann þrisvar á ævinni, fínn
strákur ábyggilega. Hann ákvað að snúa sér að öðru og þá
hringdu strákamir í mig. Ég þekkti þá ekki neitt en þeir
höfðu séð mig í Söngkeppni framhaldsskólanna í eitthvert
þessara þriggja skipta sem ég tók þátt. Það þekkti mig
reyndar enginn ár frá ári. í fyrsta skiptið var ég með hár nið-
ur á bak en það náði bara niður að eyrum í annað skiptið. 1
þriðja skiptið lét ég mér nægja að syngja bakrödd. En ég er
sem sagt búinn að ljóstra því upp núna að þetta var allt sami
maðurinn," segir Magni og hlær.
Eins og að vera frægur á ættarmóti
Honum líkar vel að vera poppari á íslandi. „Ég held það
sé miklu skemmtilegra að vera poppari en rokkari á íslandi.
Ef þú hugsar um þessa erlendu rokkímynd þar sem hljóm-
sveitimar ferðast um í rútum, skemmta sér allar helgar og
spila fyrir framan öskrandi fólk þá sérðu að það eru popp-
hljómsveitimar sem eru t þessu hlutverki á Islandi. Ég er
búinn að spila á hverjum einasta stað á Islandi nema
nokkrum á Vestfjörðum. Rokksveitimar spila bara á Grand
Rokk og ganga þess á milli um með lopahúfur og gera ekki
neitt."
Þrátt fyrir að hafa spilað úti um allt land nánast linnulaust
í tvö ár vill Magni ekki kannast við að vera frægur og segist
nánast aldrei verða fyrir ónæði. „Ég hef lítið lent f því að fá
símtöl frá ókunnugum og þess háttar enda er ég ekkert
frægur. Það er miklu þægilegra. Ef ég væri í Birgittu sporum
væri ég löngu búinn að fleygja mér út um glugga. Það er
enginn ffægur á íslandi. Birgitta er náttúrlega bara „phen-
omenon", eiginlega eins og Bó var. Hér þekkja allir alla og
allir em skyldir öllum. Þetta er eiginlega eins og að segjast
vera frægur á ættarmóti."
Ef Fókus væri maður...
Plötur íslenskra poppsveita fá oft nokkuð slæma útreið í
fjölmiðlum. Á móti sól hefur ekki farið varhluta af því þótt
síðasta plata þeirra ÁMS hafi víðast hvar fengið góða dóma.
Skömmu eftir að hún kom út birtist þó dómur í Fókus und-
ir yfirskriftinni „Merkilegt metnaðarleysi“. Magni segist
ekki eiga erfitt með að kyngja slæmri gagnrýni. „Það hafa
allir rétt á að hafa sína skoðun. Ég trúi bara ekki á það
„konsep“ að fólk þurfi annaðhvort að vera FM hnakkar eða
ganga með ullarhúfú. Maður á að hlusta á sem flest en ef þér
finnst einhver tónlist leiðinleg áttu bara að hlusta á eitthvað
annað og halda kjafti. Fókus hefur aldrei verið vinur
poppsveitanna og ef Fókus væri maður væri hann búinn að
láta berja sig svona 50 sinnum af hverri einustu popp-
hljómsveit á Islandi.“
Trommusett í hraðlest
1 vikunni ætlar Á móti sól að taka upp myndband við lag
sitt, Allt, sem hefur töluvert verið spilað undanfárnar vikur.
„Myndbandið verður mjög skrýtið enda er leikstjórinn
stórfurðulegur maður. Það er best að segja sem minnst en
þetta verður einhvers konar Palli var einn í heiminum
konsept, götusópari og appelsínugulur vinnugalli. Restin
verður bara að koma í ljós.“
Umrætt myndband er það fjórða sem Guðjón Jónsson er
fenginn til að leikstýra fyrir ÁMS. „Guðjón fékk þá hug-
mynd að fara til London og taka upp myndband við lagið
Drottningar eftir að hafa gefist upp á að bíða eftir góðu veðri
á íslandi,11 segir Magni og hlær. „Hann hringdi bara í okk-
ur einn daginn og sagði: „Jæja, nú förum við til London!"
Svo við drifum okkur til London og spiluðum alls staðar þar
sem má ekki spila, til að mynda í hraðlestinni sem gekk frá
flugvellinum. Lestarvörðurinn lét sér bara fátt um finnast
þegar við byrjuðum að stilla upp trommusetti í lestinni hans.
Bretar eru mjög „líbó“ þjóð.“
Excuse me, Mr. Dickinson
Það var einmitt á leiðinni til Lundúna sem Magni hitti
átrúnaðargoð sitt til margra ára, Bruce Dickinson, söngvara
Iron Maiden. Sá er flugmaður hjá Iceland Express eins og
frægt er orðið. „Við sátum í flugvélinni og vorum að fá okk-
ur bjór þegar rótarinn pikkaði í mig og hvíslaði: „Þama er
Bruce Dickinson!11 Þá stóð hann bara og var að reyna við
flugfreyjumar, hafði flogið til íslands en var á frívakt í baka-
leiðinni. Hann var að vísu í gallanum, öllu flugmannsdress-
inu. Ég var mjög lengi að mana mig upp í að spjalla við
hann. Var eiginlega eins og lítil stelpa á Britney Spears
tónleikum: „Excuse me Mr. Dickinson." Ég efaðist ekki um
að þetta væri hann f eina mínútu enda er hann eitt af goð-
unum. Ég spurði hvort við mættum taka viðtal við hann fyr-
ir SkjáEinn en það mátti ekki af því hann var í flugmanna-
búningi. Hann má ekki vera bæði söngvari og flugmaður,
það stendur í samningnum hans. En ég fékk eiginhandará-
ritun á ælupokann minn sem er núna á heiðursstað inni í
glerskáp heima."
Golf er á góðri
leið með að
verða ein vin-
sælasta íþrótt
landans. Mörg-
um þykir sportið
heldur dýrt og
Fókus ákvað að
gera nákvæma
könnun á því
hversu dýrt sum-
arið þarf að vera
fyrir byrjendur í
golfi. Þá er bara
spurningin, ertu
maður eða mús?
1. DerhÚFA: Dýrasta derhúfan hjá Nevada Bob kostar 2900 krónur. 2900 krónur.
2. HANSKI: Þú getur fengið flottasta golfhanskann á 2450 krónur. 2450 krónur.
3. Buxur: Khakibuxur kosta 6900 krónur en þú vilt Ifka eiga almennilegar regn-
buxur. Þær dýrustu kosta 19900. 26800 krónur.
4. SkÓR: Golfskór kosta á bilinu 590-21900 krónur hjá Nevada Bob. Er þetta ein-
hver spurning? 21900 krónur.
5. PEYSA: Dýrasta peysan hjá Nevada Bob kostar 8900 krónur. Þú kaupir hana.
89oo krónur.
6. KYIFUR: Þú ert byrjandi og veist ekkert um golf. Samt veistu að það er nauð-
synlegt að eiga dýrasta golfsettið. 139000 krónur.
7. KÚLUR: Kúlur kosta frá 40 kr/stk (notaðar) upp t'550 krónur hjá Ncvada Bob. Þú
kaupir bara kúlur sem kosta 550 krónur og nóg af þeim. 19800 krónur.
8. KENNSLA: Kennsla fæst ekki f mismunandi verðflokkum, a.m.k. ckki hjá GR. Þú
kaupir 6 kennslustundir í pakka á 12500 krónur.
9. VÖLLUR: Þú lætur ekki sjá þig á æfingasvæðinu. Á aðalvelli GR kostar skiptið
4000 krónur og fyrir karla á aldrinum 21-66 ára er árgjaldið 50 þúsund krónur en
40 þúsund fyrir konur. Eini gallinn er sá að þú þarft að sækja um aðild að klúbbn-
um og þú gætir þurft að bíða íallt að tvö ár eftir inngöngu. Ca. 45000 krónur.
10. GOLFBÍLL: Hjá Nevada Bob geturðu keypt fjórhjól fyrir einn á 315 þúsund. Þú
vilt geta boðið einhverjum með þér og hefur samband við Hilti sem selurtveggja
manna, notaða, ameríska bensínbfla á 500 þúsund. Það er að vfsu hægt að kaupa
raf magnsbfla fyrir 400 þúsund en þú kaupir dýrari týpuna. 500 þúsund.
Samtals = 779.250 krónur
1. DerhÚFA: Það eigaallirderhúfu. Einlitt væri best en ef ekki vill beturtil grafðu
þá upp húfuna frá Mjólkursamsölunni sem á stendur Mjólk er góð eða gömlu
Chicago Bulls húfuna. 0 krónur.
2. HANSKI: Áttu ekki gamlar grifflur? Hentu annarri. Ef ekki verðurðu bara að
vera hanskalaus. Þeir teljast ekki til nauðsynja. o krónur.
3. Buxur: Gallabuxur eru bannvara á golfvöllum. Flest annað dugir. Leitaðu f
fataskápnum. o krónur.
4. Skór: Kylfingar ganga um 8 km á golfvellinum. Vandaðu valið en notaðu eitt-
hvað sem þú átt. o krónur.
5. PEYSA: Allt leyfilegt en reyndu að velja citthvað snyrtilegt úr safninu. Helst
prjónað. o krónur.
6. KYLFUR: Þú kemst ekki af með minna en þrjár kylfur; sjöu, níu og pútter.
Ódýrasta gerð af kylfum kostar 2700 krónur hjá Nevada Bob og pútter kostar
1950 krónur. 7350 krónur,
7. Kúlur: Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) kostar fatan af boltum 200 kall. íeinni
fötu eru 36 boltar. Þú getur að vfsu Ifka fengið 30 fötur á 5000 kr en ákveður
samt að kaupa bara eina fötu og passa vel upp á hana allt sumarið. 200 krónur.
8. KENNSLA: Hjá GR færðu hálftfmaleiðsögn fyrir 2500 krónur. 6 kennslustundir
f pakka kosta 12500 kr. Þú lætur hálftfma nægja. 2500 krónur.
9. VÖLLUR: Þú heldur þig á æfingasvæðinu hjá GR. Þar kostar skiptið 1200 krón-
ur en gjaldið fyrir sumarið er 12000 krónur. 12000 krónur.
Samtals = 22.050 krónur
+