Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 36
36 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003
DV Sport
Keppni í hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
Aston Villa vill ekki kaupa Jóhannes Karl
Aston Villa gaf það út á heima-
síðu sinni í gærkvöld að félagið
hefði ekki lengur áhuga á að
kaupa Jóhannes Karl Guðjóns-
son frá spænska liðinu Real
Betis.
David O'Leary, nýráðinn stjóri
Aston Villa, hefur greinilega allt
aðrar hugmyndir um framtíð-
arskipan liðsins en fyrrum stjóri
liðsins, GrahamTaylor, hafði
lagt mikla áherslu á að halda í
Jóhannes Karl.
Doug Ellis, stjórnarformaður
Villa, lét hafa þetta eftir sér á
heimasíðunni: „Ég talaði við
Joey og föður hans sem semur
fyrir hans hönd og skýrði stöðu
mála. Við höfum fengið nýjan
framkvæmdastjóra og hann
hefur að sjálfsögðu sínar eigin
hugmyndir um liðið. Þeir feðg-
ar höfðu fullan skilning á sjón-
armiði okkar og við viljum nota
tækifærið og þakka Joey fyrir
hans framlag og óska honum
alls hins besta í framtíðinni."
Jóhannes Karl stóð sig vel á
lánssamningi hjá Aston Villa í
vor og skoraði tvö mörk í 11
leikjum eftir að hafa aðeins
spilað í 2 mínútur með Real
Betis fyrir áramót.
„Ætla mér aftur
inn í landsliðið"
segir Margrét Ólafsdóttir sem var ekki valin í kvennalandsliðið fyrir Ungverjalandsleikinn
Það vakti furðu margra þegar
Margrét Ólafsdóttir, leik-
reyndasta landsliðskona ís-
lands, sagðist vera búin að fá
nóg af fótbolta og ætlaði að
leggja skóna á hilluna í vetur.
Sem betur fer fyrir Breiðablik
og íslenska kvennaknatt-
spyrnu tók Margrét upp þráð-
inn á nýjan leik í vor og hefur
átt stóran þátt í því að Blika-
stúlkur eru komnar á gott skrið
í Landsbankadeildinni eftir
þrjá góða sigra í röð.
Þrátt fyrir þetta var ekki pláss fyr-
ir Margréti í íslenska landsliðinu
sem lék gegn Ungverjalandi á dög-
unum. DV-Sport hitti Margréti að
máli eftir 5-2 sigurleik Blika á
Stjörnunni í gær og fékk það stað-
fest að Margrét gæfi kost á sér í
landsliðið.
„Ég gafkost á mér en
var bara ekki valin
„Jú, ég gaf kost á mér en var bara
ekki valin. Ég heyrði hvorki í lands-
liðsþjálfaranum eða öðrum tengd-
um liðinu og las þetta bara í blöð-
unum að ég væri ekki í liðinu. Ég var
svekkt yfir því að fá ekki að vita
ástæðuna fyrir því að ég var sett út
úr liðinu. Hún (Helena Ólafsdóttir,
landsliðsþjálfari) hringdi ekki í mig
eða lét mig vita af hverju ég datt út,"
sagði Margrét sem segist vera til
taks fyrir landsliðið í komandi verk-
efnum?
„Já, ég er það alveg eins og ég var
tilbúin fyrir síðasta leik. Ég ákvað
vissulega að byrja aftur á síðustu
stundu fyrir mótið en Helena vissi
samt alveg af því að ég gæfi kost á
mér í landsliðið fyrir síðasta leik.
Þetta var bara hennar ákvörðun og
maður virðir hana," segir Margrét
sem ædar sér að spila aftur fyrir ís-
land. „Að sjálfsögðu ætla ég mér aft-
ur inn í landsliðið og nú er það bara
fyrir mig að berjast fyrir sæúnu á
nýjan leik," sagði Margrét sem hafði
leikið 51 landsleik af síðustu 54 þeg-
ar hún missti af leiknum við Banda-
ríkin í vetur. Fjarvera hennar i
tveimur síðustu leikjum þýddi að
Ásthildur Helgadóttir er búinn að
taka af henni landsleikjametið.
Margrét hefúr fundið sig betur og
betur með hvejrum leik og það sést
strax á betri spilamennsku Blika.
„Loksins erum við ná saman,"
sagði Margrét strax eftir að þriðji
sigur liðsins var í höfh. „Þetta var
fínt og við erum loksins famar að
klára færin okkar því það hefur ver-
ið nokkuð basl hjá okkur að nýta
færin. Það er kominn alit annar
bragur á liðið, hópurinn er miklu
þéttari og við náum betur saman.
Við æúum okkur að halda áfram á
sömu braut, við eigum bikarleik á
föstudaginn og síðan kemur smá-
pása og þá gefst tími til að þétta
hópinn ennþá betur og taka þetta f
seinni umferðinni." ooj.sport@dv.is
Þriggja stiga forusta Keflavíkur
eftir 2-0 útisigur á Haukum í 7. deild karlaífrestuðum leikáÁsvöllum ígærkvöld
0-1 Magnús Þorsteinsson 9.
0-2 Þórarinn Kristjánsson 68.
Keflvíkingar eru einir á toppi 1.
deildar karla í knattspyrnu að af-
loknum sex umferðum eftir 0-2
sigur á Haukum á Ásvöllum í gær-
kvöld. Sigurinn var sanngjarn
þegar á heildina er litið en þó var
leikurinn nokkuð kaflaskiptur.
Gestirnir voru miklu
betri í fyrri hálfleik og
voru klaufar að halda
ekkimeð meirafor-
skot til leikhlés.
Gestirnir voru miklu betri í fyrri
hálfleik og vom klaufar að halda
ekki með meira forskot til leikhlés
- til marks um það þá varði Jör-
undur Kristinsson, markvörður
Haukanna, víti frá Stefáni Gísla-
syni og auk þess tvisvar glæsilega
úr galopnum fæmm - þá er ótalið
stangarskot Keflvikinga.
Haukar fengu ekkert markvert
færi í hálfleiknum og varnarleikur
liðsins var afar óöruggur. Þor-
steinn Halldórsson, þjálfari
Hauka, hefur líklega lesið hressi-
legan pistil yfir sínum mönnum í
leikhléi því það var eins og allt
annað og miklu ákveðnara lið
væri mætt á svæðið.
f upphafi seinni hálfleiks vom
heimamenn óheppnir í tvígang að
skora ekki og á fyrstu tuttugu mín-
útum lá jöfnunarmark þeirra í
loftinu enda áttu þeir margar
prýðisgóðar sóknarlotur. Keflvík-
ingar skelltu hins vegar renn-
blautri og grútskítugri tusku beint
í smetti þeirra Haukamanna með
marki úr óvæntri og snöggri sókn
á 68. mínútu og þá má segja að all-
ur vindur hafi verið úr þeim. Ekki
beint sanngjamt miðað við gang
leiksins f seinni hálfleik en að því
er einfaldlega ekki spurt.
Keflvíkingar vom síðan nálægt
því að bæta við á lokakaflanum og
pirringur sestur að í Haukaliðinu
og hann endurspeglaðist í
heimskulegri hrindingu Ómars
Karls Bjömssonar sem fékk rétti-
lega að líta rauða spjaldið.
Það býr mikið f þessu Haukaliði
og nú reynir á karakter þess í þeim
mótvind sem nú blæs. Keflvíking-
ar em, eins og allir vissu fyrir mót,
geysisterkir og koma ekki til með
að tapa mörgum stigum það sem
eftir lifir sumars.
Maður leiksins: Þórarinn Kríst-
jánsson, Keflavík. -SMS
Staðan:
Keflavik 6 5 0 1 14-6 15 ͧ
Víkingur 6 3 3 0 8-3 12
ÞórAk. 6321 13-10 it B
HK 6 2 2 2 7-5 8
Njarðvik 6 2 2 2 10-9 8 M
Aftureíd. 6 2 2 2 6-9 8
Breiðablik 6 2 1 3 6-8 jffiHi
Haukar 6 1 2 3 5-10 5
Leift7Dalv. 6 114 5-9 4
Stjarnan 6 0 3 3 6-11 3
Markahæstu menn:
Jóhann Þórhallsson, Þór Ak. 7
Maqnús Þorsteinsson, Keflavík 4
Brynjar Syerrisson, Stjörnunnl 3
Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík 3
Högni Þórðarson.Njarðvík 3
Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki 3
/. |_,, , ... „
ANNAR MARKAHÆSTUR: Magnús
Þorsteinsson fagnar hér til hægri fjórða
marki sinu í sumar sem kom Keflavík í
1 -0 gegn Haukum. DV-mynd Pjetur
KOMÍN Á FUU.T A NÝ: Watyét Otarí •
dótpr. teik.maðc- Sreiðab <s, sést herá
fulírí ferð gegrt StjörMjnr,: f gær.
-'DV-mynd pjetu?
K C S w! S LANDSBANKADEiLD
Staðan:
KR 7 6 1 0 32-3 19
Valur 7 5 1 1 21-9 16
IBV 7 5 0 2 31-10 15
Breiðablik 7 5 0 2 23-15 15
Stjarnan 7 2 0 5 11-18 6
FH 7 2 0 5 3-21 6
Þór/KA/KS 7 1 0 6 5-23 3|1
Þrótt/Hauk 7 1 0 6 6-33 3
Markahæstu konur:
Hrefna Jóhannesdóttir, KR
Ásthildur Helgadóttir, KR
Olga Faerseth, (BV
Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV
Ólina G. Viðarsdóttir, Breiðabliki
Elin Anna Steinarsdóttir, Breiðab.
Laufey Ólafsdóttir, Val
Mhairi Gilmour, ÍBV
Dóra Stefánsdóttir.Val
Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðab
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
Næstu leikir:
Stjarnan-(BV 9. júlí kl. 20.00
KR-Þróttur/Haukar 9. júlí kl. 20.00
FH-Valur 9. júlí kl. 20.00
Þór/KA/KS-Breiðablik 9. júlí kl. 20.00
13
9
9
8
7
6
6
6
4
4
4
Átta liða úrslit bikarsins fara fram á
föstudagskvöldið.
LANDSBANKADEILD
Staðan:
Fylkir 6 4 0 2 11-5 12 f§
FH 6 3 2 1 10-6 11
|kr 6 3 1 2 7-8 10
ÍA 6 2 3 1 8-5 9
g IBV 6 3 0 3 12-10 9 8
Þróttur 6 3 0 3 9-9 9
KA 5 2 2 1 8-6 8
Vaiur 6 2 0 4 8-12 6
Grindavik 6 2 0 4 7-11 6
Fram 5 0 2 3 4-12 2
Markahæstu menn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV 7
Haukur Ingi Guðnason, Fylki 4
Jóhann Hreiðarsson.Val 4
Sinisa Kekic.Grindavík 4
Næstu leikir:
FH-Fram
(A-Fylkir
KR-Grindavik
KA-Valur
Þróttur-(BV
(kvöld kl. 19.15
I kvöld kl. 19.15
(kvöld kl. 19.15
Ikvöld kl. 19.15
26.júnf kl. 19.15