Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Side 37
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003 DVSPORT 37
Yngsti tipparinn vann
Það var Elísa Maren Ragnars-
dóttir sem var sú heppna í
1X2-leiknum sem fram fer í
sumar á dv.is en Elísa Maren
vann 3. umferðina.
Það sem gerir málið sérstakt er
að Elísa er einungis eins árs
gömul. Það var reyndar
mamma hennar, Hanna Lísa,
sem tippaði fyrir snótina ungu
og var sú getspakasta.
Elísa Maren býr á Seyðisfirði og
fær sendan glæsilegan gjafa-
pakka frá Jóa útherja sem hún
og fjölskylda hennar geta not-
ið.
Á myndinni hértil hægri er El-
ísa Maren ásamt pabba sínum
og mömmu, þeim Ragnari og
Hönnu Lísu.
Við óskum Elísu Maren til
hamingju með vinninginn.
Launaþakið að
Samkvæmt frétt á heimasíðu
Körfuknattleikssambands (s-
lands er verið er að leggja síð-
ustu hönd á reglugerð um
launaþak og þær skyldur sem
lagðar verða á herðar félaga
sem leika í Intersportdeildinni
á næsta ári.
Samkvæmt samþykkt síðasta
ársþings KK( var stjórn sam-
bandsins falið að skila til félag-
verða klárt
anna tillögum að reglugerð
fyrir l.júlí næstkomandi.
Reglugerðin verður send til fé-
laganna í Intersportdeildinni
þann 1. júlí og mun KKl standa
fyrirfundi félaganna um reglu-
gerðina þann. 9. júlí næstkom-
andi þar sem reglugerðin verð-
ur kynnt fyrir forsvarsmönnum
félaganna tólf sem skipa
deildina næsta vetur.
Ferna Elínar.
í 5-2 sigrí Breiðabliks á Stjörnunni í gærkvöld
Breiðablik-Stjarnan 5-2
1 -0 Elín Anna Steinarsdóttir.......9.
Skalli úr teig....Bryndís Bjarnadóttir
2- 0 Elín Anna Steinarsdóttir.....40.
Skot úr markteig .. Erna Björk Sigurðard.
3- 0 Elín Anna Steinarsdóttir.....57.
Skot úr teig............náði boltanum
3- 1 Björk Gunnarsdóttir...........62.
Skotúrteig .......Harpa Þorsteinsdóttir
4- 1 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir .. 57.
Skalli úr teig .........Silja Þórðardóttir
4- 2 Björk Gunnarsdóttir...........79.
Skotúrteig .......Harpa Þorsteinsdóttir
5- 2 Elín Anna Steinarsdóttir.....81.
Skot úr markteig .... Margrét Ólafsdóttir
@@ Elín Anna Steinarsdóttir, Margrét
Ólafsdóttir (Breiðablik).
@ Bryndís Bjarnadóttir, Björg Ásta
Þórðardóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir, Silja
Þórðardóttir, Ólina Guðbjörg Viðarsdóttir,
Linda Person (Breiðablik), Harpa
Þorsteinsdóttir, María Björg Ágústsdóttir,
Björk Gunnarsdóttir (Stjarnan).
Skot (á mark):
21 (17)-8 (5) f ^
Horn:
6-1 Aukaspyrnur: 6-5
Rangstööur: 1 -4 Varin skot: Eisa Hlín 3 - -
María Björg 11.
Besta frammistaðan á veilinum:
Elín Anna Steinarsd., Breiðabliki
IMÉ S - L (
Elín Anna Steinarsdóttir skoraði
fernu í 5-2 sigri Breiðabliks á
Stjömunni í lokaleik fyrri umferð-
ar í Landsbankadeild kvenna í
gærkvöld.
Ólafur Þór Guðbjömsson, þjálf-
ari Blikastúlkna, hefúr verið að
færa Elínu önnu framar á völlinn í
síðustu leikjum og það er óhætt að
segja að sú breyting sé að skila sér.
Stjarnan átti ekki eitt einasta
markskot f fyrri hálfleik en í seinni
hálfleik bjó Harpa Þorsteinsdóttir
til tvö mörk fyrir varamanninn
Björk Gunnarsdóttur en tvö mörk
em heldur rífleg laun fyrir sóknar-
leik Garðabæjastúlkna sem var af
skornum skammti í leiknum.
Hjá Breiðabliki átti Elín Anna
mjög góðan leik, Margrét Ólafs-
dóttir gjörbreytir flæði leiks liðsins
og Bryndís Bjarnadóttir er dæmi
um leikmann sem vex með hverj-
um leik. ooj.sport@dv.is
FERNA HJÁ ELÍNU ÖNNU: Elín Anna Steinarsdóttir úr Breiöabliki skorar hér eitt af
fjórum mörkum sínum gegn Stjörnunni í gær. DV-mynd Pjetur
Víðidalsá í Húnavatnssýslu:
Tannlæknirinn
setti í stórfiska
Það hefur aðeins bleytt í, en lax-
inn lætur bíða eftir sér, en straum-
urinn fer stækkandi og það gæti
haft sitt að segja fyrir veiðimenn.
Svo spáir hann rigningu á allra
næstu dögum og það hefur líka
mikið að segja.
„Þetta var fallegur lax og hann
tók maðkinn, 22 punda fiskur, sá
stærsti í sumar,“ sagði Þórarinn Sig-
þórsson tannlæknir í gær, en þá var
hann við Víðidalsá í Húnavatns-
sýslu með stærsta lax sumarins, en
fiskurinn veiddist í streng fyrir neð-
an bæinn Ásgeirsá.
„Fiskurinn veiddist í streng fyrir
neðan Ásgeirsá, í Ásgeirsbakka, og
þetta var mjög skemmtileg viður-
eign. Tveimur dögum áður hafði ég
séð tvo stórlaxa í streng sem heitir
Garðsendi, en þeir styggðust. Síðan
fann ég laxana aftur í gær og setti þá
í stærri laxinn og missti hann eftir
þriggja kortera viðureign. Svo í
morgun flnn ég laxa enn aftur og
núna í streng fyrir neðan Ásgeirsár-
bakka. Ég renndi aftur á stærri lax-
inn en hann vildi alls ekki taka og
hvarf fljótlega upp í strenginn.
Minni laxinn veiddi ég síðan og
Stærri fiskurinn slapp
en ég náði þessum 22
punda.
hann reyndist vera 22 pund. „Þetta
var reyndar eini laxinn sem veiddist
í hollinu enda lítið af fiski í ánni,“
sagði Þórarinn.
Víðidalsá hefur gefið 16 laxa og
stærsti laxinn er 22 pund, en næst
kemur líka lax úr Víðidalsá sem
veiddist við gömlu brúna og var
hann 18,5 pund, sem Rögnvaldur
Guðmundsson fékk.
Ekki hefur ennþá veiðst lax í Laxá
á Ásum, þrátt fyrir að áin hafl verið
opnuð fyrir nokkrum dögum. Glerá
í Dölum hefur líka verið opnuð, en
þar hefur ekki ennþá sést fískur, en
það stendur allt til bóta. -G.Bender
tWm % ;. '■ > *
K- r* • <
■Jk. )t jj . j
f £§é
JVsSdlm. : -p í \ f
FÖNGULEGUR FISKUR: Þórarinn Sigþórsson sést hér með stærsta lax sumarins, 22 punda fisk sem veiddist í Víði-
dalsá í Húnavatnssýslu í gær og tók maðkinn. DV-mynd G.Bender