Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Qupperneq 39
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNl2003 DVSPORT 39
i Þórðarson fyrír að fara með fleipur:
deiídur"
„Guðjón er umdeildur. Annaðhvort
líkar mönnum við hann eða líkar
ekki. En orðið sem fer af honum í
Bretlandi sem knattspyrnuþjálfara er
undantekningarlaust mjög gott.
Þannig að ég sé ekki vandamál við að
vinna með Guðjóni. Ég kann vel við
manninn og tel hann hafa gert krafta-
verk með Stoke sem enginn annar
með sama lið hafði getað gert. Hann
er góður þjálfari og mér kemur ekkert
annað við. Ég er bara fjárfestir og ekk-
ert annað. Ef hann passar inn í mínar
fjárfestingar þá er það gott mál, ef
hann gerir það ekki þá verður það
einhver annar.“
- Nú er sagt að Peter Ridsdale, fyrr-
verandi stjórnarformaður hjá Leeds,
hafí einnig gert yfírtökutilboð en það
farið út um þúfur í fyrradag. Er eitt-
hvað til íþví?
„Já, ég myndi segja það. Ég talaði
við hann í gær (í íyrradag) og hann
bauðst þá til að ganga yfir í okkar hóp
og gera samning við okkur. Því var
vinsamlega hafnað og ég sagði við
hann að ég væri tilbúinn að tala við
hann þegar við værum búnir að taka
klúbbinn yfir. Hann er náttúrlega að
leita sér að vinnu - var með góða
vinnu hjá Leeds þar sem honum var
kennt um flestallt sem misfórst þar,“
segir Baldur og gaf honum ekki gott
orð. Hann sagði Ridsdale hafa unnið
„Ég talaði við Ridsdale í
gær og hann bauðst þá
að ganga yfir í okkar
hóp og gera samning
við okkur."
að samningsdrögum við aðaleigand-
ann Doyle í 6-7 vikur og vildi meina
að á þeim tíma hefði hann dregið
Doyle á asnaeyrum.
„Svo skilst mér að þessi fjárfestir
sem er bak við hann, ákveðinn einn
aðili, hafi ákveðið að draga sig í hlé.
Ridsdale ædaði ekki að setja krónu í
þetta úr eigin vasa, en ætlaði samt að
taka þetta yfir og stjórna öllu saman.
Fyrst það misfórst er ekkert annað
fyrir Ridsdale að gera en að semja við
okkur," segir Baldur.
Það fer ekki á milli mála að Baldur
hefði viljað að öðruvísi hefði verið
staðið að málunum og segir að hefði
hann fengið að ráða hefðu aldrei
neinar fréttir farið út af þessu máli
fyrr en búið væri að ganga frá þessu
öllu.
„Það er mjög leiðinlegt að öU þessi
vitleysa skyldi hafa farið af stað. En úr
því sem komið er vill ég gera þetta ró-
lega og gera þetta rétt.“
- Ertu bjartsýnn á að þér takist að
taka yfír félagið?
Já, ég er tiltölulega bjartsýnn. Doyle
sagði við mig á föstudaginn að ég yrði
að koma og skoða félagið - ég myndi
vafalaust falla íyrir því. Hann sagði
satt - þetta er æðislegt þama og ég hef
mikinn áhuga á að yfirtaka félagið."
vignir@dv.is
MESTU MÁTAR: Guðjón Þórðarson og Gerard Houllier eru ágaetis kunningjar og það fór vel á með þeim þegar Stoke mætti Liver-
pool á Britannia-leikvellinum. Þá var Guðjón á sínu öðru ári með liðið og mátti þola stórt tap, 0-8, þar sem Robbie Fowler skoraði
þrennu fyrir þá rauðklæddu.
STÓRT FALL NIÐUR Á VIÐ: Það var aðeins fyrir sex árum sem Barnsley var í
ensku úrvalsdeildinni og léká meðal þeirra bestu. Nú er liðið meðal slökustu
liða 2. deildar.
Peter Doyie, aðaleigandi Barnsley:
Vona bara að málin
leysist sem allra fyrst
Stóreignamaðurinn Peter
Doyle, núverandi aðaleig-
andi Barnsley og sá sem er
reiðubúinn að sélja allan
sinn hlut til Baldurs og hans
hóps, er sagður einn af auð-
ugustu mönnum Bret-
landseyja. Hann lét af
störfum sem borgarstjóri
Barnsley fyrir um tveimur
mánuðum og gegnir nú
heiðursstöðu innan borgar-
stjórnarinnar. Hann er í
miklum metum í bæjarfé-
laginu og þykir með ein-
dæmum snjall þegar kemur
að viðskiptum.
Doyle varðist allra frétta af
málinu þegar DV-Sport hafði
samband við hann f gær og vildi
sem minnst tjá sig um stöðuna.
Hann vildi ekkert segja um
hvort Baldur Sigurðsson og
hans hópur væru líklegri að
kaupa hans hlut frekar en Peter ^
Ridsdale.
„Þetta skýrist allt á allra
næstu dögum. Ég vona bara að
þessi mál leysist sem allra fyrst
og á sem bestan hátt.“
Treysti Baldri
Spurður af hverju hann væri
að selja félag með þetta góða
aðstöðu, heimavöll og allt sem
snýr að sjálfri knattspyrnunni,
sagði Doyle skýringuna vera af
heilsufarslegum ástæðum.
„Heilsa mín hefur ekki verið
sem best á undanförnum miss-
erum og það er einfaldlega
kominn tími á mig í þessu starfi.
Ég vil að nýtt blóð komi inn í fé- m
lagið með ferskar hugmyndir,“
sagði Doyle og bætti við að
hann treysti Baldri og félögum
fullkomlega „Ef þeir munu á
endanum ná kaupunum þá tel
ég þá geta gert góða hluti með
félagið."
vignir@dv.is
Hugsanleg gróðalind á ódýru verði -
Samkvæmd fregnum frá
Englandi síðustu daga hljómaði
síðasta tilboð Peter Ridsdale og
hans manna í Bamsley upp á
350-700 milljónir króna, ef eitthvað
er að marka breska fjölmiðla. öðru-
vísi horfir við hjá fjárfestingarhópn-
um sem Baldur Sigurðsson leiðir;
samkvæmt heimildum DV em þeir
að kaupa rúman 50% hlut, og þar
með ráðandi hlut, á aðeins 120
milljónir. Inni í þessari upphæð er
einnig innifalin yfirtaka á öllum
skuldum félagsins.
Þetta verður að teljast mjög ódýrt
sé horft til þeirrar staðreyndar að
heimavöliur Barnsley, Oakwell, er
frábær. - Hann var endurbyggður
fyrir fáeinum ámm og rúmar nú 26
þúsund manns í sæti og er mjög
auðvelt er að bæta við 8-10 þúsund
sætum til viðbótar. Landsvæðið f
kringum völlinn býr yfir miklum
möguleikum og er völlurinn einn af
örfáum í Bretlandi sem hefur fleiri
bflastæði en þörf er á. Það þýðir að
enn fleiri möguleikar á byggingar-
framkvæmdum við völlinn em til
staðar. Þá á félagið um 35 ekmr af
landi, örstutta vegalengd frá mið-
bænum. Þar em fimm stórir æf-
ingavellir, knattspyrnuhús, gervi-
gras og ýmislegt fleira og verður
ekki af því skafið að öll
æfingaaðstaða félagsins er með
þeim allra bestu í neðri deildum
Englands. Það virðist hins vegar
ekki duga til og slapp liðið rétt með
fall í 3. deild á nýafstaðinni leiktfð.
vignir@dv.is