Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 10
70 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ 2003
Ópíumgreifar hrifsa völdin íAfganistan:
Hersetið land
og löglaust
HEIMSUÓS
Oddur Ólafsson
oddur@dv.is
Brösulega gengur að koma á
lýðræði í Afganistan. í Kabúl sit-
ur bráðabirgðastjórn sem kom-
ið var á fót eftir að innrásarher-
ir hröktu talibana frá völdum.
En málin hafa þróast svo að
stjórnin er valdalaus utan höf-
uðborgarinnar en stríðsherrar
og ættarhöfðingjar ráða sínum
svæðum að hefðbundnum
hætti þar í landi og fara sínu
fram að geðþótta.
Til stendur að almennar kosning-
ar til þings fari fram í júnímánuði að
ári. Nú eru litlar líkur á að svo geti
orðið þar sem landið er nánast
stjórnlaust þótt svo eigi að heita að
það sé hersetið. Breski utanríkisráð-
herrann Jack Strow var nýverið á
ferð í Kabúl og ræddi þar m.a. við af-
ganska utnríkisráðherrann
Abdullah Abdullah sem tilkynnti að
öll tormerki væru á að efna til al-
mennra kosninga á næsta ári.
Ástæðan er sú að það er engin
heildstæð stjórn í landinu sem
mark er takandi á og stríðsherrun-
um er illa treystandi til að sjá um
kosningar á sínum umráðsvæðum,
enda hafa þeir, og Afganar yfirleitt,
lítið hugboð um hvað felst í kosn-
ingarétti og fulltrúalýðræði eins og
það er túlkað á Vesturlöndum.
Eftir að bandaríski herinn, með
smáhjálp annars staðar að, rak
stjórn talibana frá völdum ínóvem-
ber 2001 hefur verið hálfgerð
stjórnarkreppa í landinu. Her-
námsliðið skipaði ríkisstjórn sem
hvorki hefur völd né trúnað þeirra
sem hún á að stýra. Setuliðið hefur
ekki bolmagn til að halda í horfinu
og stríðsherrarnir leika tveim eða
fleiri skjöldum og notfæra sér her-
setuna og það sem hún gefur af sér
í eigin valdabrölti.
Ekki í lýðræðisátt
Frestun kosninga verður talsvert
áfall fyrir Bandaríkjamenn og Breta
sem telja höfuðmarkmið innrásar-
innar á sínum tfma að velta stjórn
talibana úr sessi og koma á lýðræði
í Afganistan. Fátt bendir þó til að
þróunin stefni í þá átt nema síður
sé.
Völd stríðsherranna utan Kabúl
hafa aukist og þeir herða tökin á
landslýðnum. Talibanar hafa sig
mjög í frammi í norðanverðu land-
inu og al-Qaeda-samtökin eflast
með fram landamærunum að
Pakistan. Stjórnin í Kabúl fer ekki í
launkofa með að Bandaríkjamenn
og Bretar hafi brugðist þeim - inn-
rásin í írak hafi allan forgang og Af-
ganar hafðir út undan. Að minnsta
kosti hafa loforðin um endurreisn
Afganistans verið svikin að mati
stjórnarinnar. „Alþjóðasamfélagið"
lofaði 5 milljarða dollara framlög-
um til uppbyggingarinnar á síðasta
ári en aðeins 1,8 milljarðar skiluðu
sér til verkefnisins.
Það er auðveldara að lofa fram-
ÓPÍUMAKUR í AFGANISTAN Á VALDATÍMA TAUBANA: Það eru liðsmenn þeirra sem ganga um akurinn og eyðileggja valmúann sem ópíum og heróín er unnið úr. Bókstafstrúarmennirn-
ir töldu ræktun eiturlyfja siðlausa og í andstöðu við íslamska trú. Framleiðslan hefur tífaldast síðan landið var frelsað til að koma þar á lýðræði.
lögum til þróunarhjálpar en að
efna heit sín.
Undirstöðuatvinnuvegurinn
Fyrir tíð talibana var Afganistan
orðið mesti ópíumframleiðandi í
heimi. Ræktun valmúans, sem ópí-
um er unnið úr, var bönnuð í tíð
talibana. Þeir álitu ræktun og fram-
leiðslu eitursins siðlaust athæfi og í
mótsögn við kenningu fslams.
Banninu var framfylgt af hörku og
ræktendum refstað og uppskera
valmúabænda eyðilögð. Síðan bók-
stafstrúarmennirnir voru hraktir
frá völdum hefur ópíumframleiðsl-
an tífaldast og er nú talin 75 af
hundraði alls þess ópíums sem
framleitt er í veröldinni. Allt fer það
fram undir handarjarði setuliðs
sem hvorki hefur bolmagn né vilja
til að láta til sín taka við að halda
uppi lögum og reglu í landi sem
verið er að frelsa til lýðræðisþróun-
ar.
Á síðasta ári var ópíumfram-
leiðsla Afgana komin upp í 3.400
smálestir og í ár stefnir í 4.000 smá-
lesta framieiðslu á einu útflutn-
ingsvörunni sem orð er á gerandi
og þeirri afurð sem bændur, smygl-
arar og stríðsherrar hafa drjúgar
tekjur af. Ekki má gleyma lögreglu
og embættismönnum og þeirra
þætti í undirstöðuatvinnuveginum,
en þeir fá sinn skerf af gróðanum í
mútufé fyrir að sjá ekki, heyra ekki
og kjafta ekki frá og jafnvel að að-
stoða og liðka fyrir framleiðslu og
dreifmgu eitursins sem endar að
mestu leyti á fíkniefnaþyrstum
mörkuðum Evrópu.
Stríðsherrar, sem jafnframt eru
ættarhöfðingar, eru á góðri leið
með að leggja ópíumverslunina
undir sig. Margir þeirra eru dyggi-
lega studdir af Bandaríkjamönnum
sem eiga þeim skuld að gjalda íyrir
að hjálpa innrásarhernum í viður-
eignina við talibana og liðsmenn
al-Qaeda-samtakanna. Síðan sner-
ust þeir hver gegn öðrum og svo
öllum keppinautum sem seilast tii
áhrifa í ópíumbransanum. Margir
þeirra sem áður ráku þar lífleg við-
skipti hafa dregið sig í hlé og svo-
kallaðir stjórnskipaðir landstjórar
héraða láta ópíumframleiðslu- og
flutninga afsldpalausa og segjast
enda ekki þora að hafa afskipti af
þeim nöðrum sem þau viðskipti
stunda.
Stríðsherrar sem
jafnframt eru ættar-
höfðingar eru á góðrí
leið með að leggja óp-
íumverslunina undir
sig. Margir þeirra eru
dyggiiega studdir af
Bandaríkjamönnum.
Staðfest dæmi eru um að lög-
regluyfirvöld og foringjar í afganska
hernum láti liðsmenn sína fylgja 50
til 70 jeppalestum sem flytja ópíum
um Iandið til að þær verði hvergi
fyrir töfum á leið sinni til
landamæra írans, en þaðan er efn-
ið flutt eftir ýmsum leiðum, svo
sem yfir landamærin sem liggja að
ríkjum sem áður tilheyrðu Sovét-
sambandinu, og þaðan er leiðin til-
tölulega greið til markaðanna í Evr-
ópu.
Bændurnir í afgönsku dölunum
eru tregir til að skýra frá hverjir eru
kaupendur uppskeru þeirra, enda
vilja þeir ekki eiga á hættu að þeir
verði settir í viðskiptabann. Þeir
þéna vel á valmúaræktuninni og
vita sem er að þeirra bíður ekkert
nema sultur og seyra ef ekki verða
kaupendum að afúrðum þeirra. En
eftir að hinir siðavöndu talibanar
voru reknir frá völdum og áhrifurh
hefur hagur bændanna vænkast
mjög og eru þeir orðnir vel efnaðir
á þeim skamma tíma sem sem lið-
inn er síðan bandaríski herinn hóf
að lýðræðisvæða landið.
Talibanar í markaðssetningu
Nú hafa margir af fýrrverandi
liðsmönnum talibana snúið við
blaðinu og aðstoða stríðsherrana í
mestu ópíumræktarhéruðunum
við að markaðsvæða helstu útflun-
ingsgreinina. Grunur leikur á að
stríðsherrarnir borgi málaliðum
talibana til að verja ópíumverslún-
ina fyrir máttvana lögreglu og setu-
liði Bandaríkjamanna og Breta.
Enda kvartar landstjórinn í
Kandahar, næststærstu borg lands-
ins, yfir að bílalestir, hlaðnar ópf-
um í einu formi eða öðru, stansi við
aðallögreglustöðina og við herbúð-
ir heimavarnarliðsins þegar skipt er
um liðsmenn sem vernda bflalest-
irnar á hinni löngu leið til
landamæra Irans.
Ópíumverslunin hefur þróast og
aðlagast markaðslögmálunum eins
og nútíminn býður upp á. Glæpa-
gengin hafa góð sambönd við
markaðsmenn sem kaupa og dreifa
varningnum áfram til kaupenda
sem hafa efni á að eyðileggja sjáJfa
sig og umhverfi sitt með eiturefna-
neyslu.
Áður var valmúinn þurrkaður og
seldur þannig úr landi. Nú hafa
fundist efni og tæki innan
landamæra Afganistans sem duga
til að framleiða hreint heróín úr óp-
íum. Við það margfaldast verð-
mætið og svo fer miklu minna fyrir
unnu herófni en þurrkuðum val-
múa sem er afbrigði af draumsól-
eyjaætt.
Höfuðtekjulindin
Talið er víst að tiltekinn afgansk-
ur hershöfðingi í norðanverðu
Afganistan starfræki nokkrar
heróínverksmiðjur með góðri að-
stoð sérfræðinga frá Burma, sem er
næststærsti framleiðandi ópfums
sem fer á ólöglegan heimsmarkað.
Framleiðsla hershöfðingjans er
send yfir landamærin til Tadsjikist-
an, þar sem glæpagengi frá Mið-
Asíu og Rússlandi taka að sér flutn-
inginn til Evrópu.
Eiturlyfjaframleiðslan er höfuð-
tekjulind Afgana og erlendis er eng-
in eftirspurn eftir annarri fram-
leiðslu þeirra né auðlindum. Því er
framleiðslan vernduð og auðvelt að
aka með varninginn eftir endilöngu
landinu í stórum bflalestum án
nokkurra tafa og koma bflhlössun-
um til skila yfir landamærin til
frans eða landa Mið-Asíu í norðri.
f gamla stjórnarsetrinu í Kabúl
og f Washington skeggræða menn
svo um að búa til lýðræði í einum
hvelli og frjálslyndar konur fyrir
vestan eru fullvissar um að af-
ganskar kynsystur þeirra þrái ekk-
ert heitara en að klæðast mínipils-
um og stjórna fyrirtækjum sem ekki
eru til.
(Himildir sóttar m.a. i The Guardian og
Newsweek)
■
\