Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003 TILVERA 45
Farrell og Young
SAMDRÁTTUR: Fréttir frá Bret-
landi herma að Phone Booth-
stjarnan Colin Farrell og Liberty X-
söngkonan Kelli Young séu að
draga sig saman og hafi hist á laun
síðan þau kynntust nýlega á
Ólympíuleikum fatlaðra í Dublin á
(rlandi. Farrell er meira að segja
sagður hafa flogið sérstaklega frá
Bandaríkjunum til London til þess
að hitta hina gullfallegu Kelli,sem
er sjö árum yngri. Farrell þykir
nokkuð víðförull í kvennamálum
og hefur nýlega verið orðaður við
þær Britney Spears og Demi
Moore, Þar að auki á hann von á
barni meðfyrirsætunni Kim
Bordenave. Góð vinkona Kelliar
segir að hún geri sér vel grein fyrir
fýrra orðspori Farrells í kvenna-
málum en hún sé ólofuð og hafi
engu að tapa.
Prins spyr um brjóstaþyngd
KÓNGAFÓLK: Karl Breta-
prins fékk unga og íturvaxna
söngkonu til að stokkroðna
á dögunum þegar hann
spurði hana heldur óvæntrar
spurningar.Hann spurði hina
barmfögru Michelle Heaton
úr söngsveitinni Liberty X
spurningarinnar sem vafa-
laust hefur brunnið á margra
vörum: „Hversu þungar eru
þær á þér tútturnar?" Þótt
breski ríkisarfjnn kunni að
tala tæpitungulaust var það
þó ekki meiningin að for-
vitnast um þennan framúr-
skarandi líkamspart ungfrú-
arinnar. Prinsinn fór bara
stafavillt á ensku, setti„b“ þar
sem„t" átti að vera, sagði
„boobs" í stað„boots".
aldamótin 18-1900. Um tfma var
hann bannaður þar sem hann
særði blygðunarkennd siðapost-
ula og þá voru það gleðikonur sem
stigu dansinn með herrum af ýms-
um stigum. En gullöld tangósins
var í kringum 1930-1950, er hann
breiddist út um allan heim. Aftur
kom lægð í þennan lostafulla dans
en fyrir 10-15 árum hófst hann til
virðingar á ný og nú hafa sprottið
upp opnir tangóklúbbar víða um
lönd. Þessa sögu alla má lesa á
síðu íslenska tangóklúbbsins sem
stofnaður var á sfðasta vori og er
um sextíu manns. Veffangið er
einfaldlega tango.is
Þótt daman hreyfi sig
yfirleitt mun meira þá
erþað herrann sem
leggur línurnar en hún
vinnur svo úr því svig-
rúmi sem henni er gefið
sem skapar ýmsa
möguleika.
Bryndís segir að varla líði sá
dagur að hún hitti ekki fólk á götu
sem segir: „Mig hefur alltaf langað
svo til að læra tangó en ...“ þannig
að áhuginn virðist víða fyrir hendi
þótt erfitt geti verið að stíga fyrsta
skrefið. En geta allir Iært tangó?
„Já, en það þarf að æfa sig. Þetta er
krefjandi dans og mjög spenn-
andi. Við höfum fengið nemendur
í Kramhúsið sem hafa ekkert
dansað áður en þó orðið mjög
færir þannig að ég hvet sem flesta
til að reyna,“ segir hún.
Tangódagar fram undan
Ýmsir viðburðir eru fram undan
fyrir tangóáhugafólk. Bryndís lýsir
því: „Höfuðborgarstofa hefur
áhuga á að fá milonga inn á dag-
skrá menningarnætur og við erum
mjög svo tilbúin til þess. Ef veður
leyfir verður það á útitaflinu við
Lækjargötu um kvöldið. í ágústlok
verða svo tangódagar. Þá fáum við
til okkar frábæran tangódansara
og kennara, Ceciliu Gonzalez, sem
við kynntumst í Buenos Aires og er
alveg á heimsmælikvarða, ásamt
sínum dansfélaga, Jean-Sebastian
Rampazzi. Við erum líka í sam-
starfi við Egil Ólafsson og hljóm-
sveitina Le Grand Tangó, en þar
innanborðs eru hjónin Olivier
Manoury, bandoneonleikari og
Edda Erlendsdóttir píanóleikari.
Það verða útgáfutónleikar, dans-
sýningar, námskeið bæði fyrir
byrjendur og lengra komna og að
siðustu milonga í Iðnó.“
Inni á Café Kulture sitja gestir
yfir öli eða öðrum drykkjum, eins
og vera ber á veitingastað. Því
verður lokaspurning til Bryndísar
nokkuð gildishlaðin: - E... það
þýðir væntanlega ekki að vera
undir áhrifum áfengis þegar tangó
er dansaður, eða hvað?
„Nei, það gengur ekki því
tangóinn krefst svo mikillar ein-
beitingar. Maður heyrir stundum:
„Hann Jón minn vill aldrei koma
út á dansgólfið nema hann sé bú-
inn að fá sér að minnsta kosti íjóra
bjóra." En það er mikill misskiln-
ingur að þetta tvennt fari saman
því eftir fjóra bjóra getur Jón ekk-
ert dansað af viti.“ gun@dv.is.
TANGÓ: „Tónlistin er drifkraft-
urinn og hún stýrir því hvernig
dansað er. En tangó er alltaf
spuni," segir Bryndís sem hér
dansar við eiginmann sinn,
Hany Hadaya, utan við Kram-
húsið.
DV-myndlR E.ÓI.
Icelandair
í allan
vetur
fyrir
sumarhúsa-
eigendur
og aðra
farþega
til Spánar!
22. október,
5. nóvember,
19. nóvember,
3. desember,
18. desember
og 5. janúar.
Kynningarverð
á fyrstu 200 sœtunum
Verð frá
Flug aðra leið með flugvallarsköttum.
Vegna gífurlegrar
eftirspurnar höfum við
fengið örfá viðbótarsæti á
eftirfarandi dagsetningar:
25. júni 10 sæti - 9. júli 8 sæti
23. júii 15 sætí - 13. ágúst
10 sæti. - 27. ágúst - 10. sæti.
3., 10., 17. og 24. september
40 sæti.
Verð frá
kr.
Flug fram og til baka
með flugvallarsköttum.
FERÐIR
www.plusferdir. is
%
*
r
<
Hliðasmára 15 • Simi 535 2100