Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 30
.3 46 TILVERA MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003 Beyonce á toppnum Hin stórglæsilega Beyonce Knowles situr á toppi breska smáskífulistans aðra vikuna í röð með lagið sitt, Crazy in Love. Beyonce skaut þar með keppi- ♦ nautum á borð við Madonnu, Pink og Eminem ref fyrir rass. Hollywood, lag Madonnu, er nýtt á listanum og hafnaði í öðru sæti þessa vikuna og í þriðja sætinu situr Pink með lagið Feel Good Time úr Charlie's Angels sem samið er af Beck og William Or- bit. Eminem hoppaði beint í sjötta sætið með lagi Business, Crazy Beat með Blur í 18. sætið en litla Avril Lavigne náði bara 22. sætinu með lagið Losing Grip. Beyonce Knowles heldur einnig toppsætinu á breska breiðskífulistanum og hefur nú haldið því í þrjár vikur. White Stripes aflýsa tónleikum The White Stripes þurftu að aflýsa þátttöku sinni á tón- listarhátíðunum T In The Park og Witness um helgina á síðustu stundu. Ástæðan var sú að söngvarinn Jack White lenti í bílslysi á mið- vikudagskvöldið í síðustu viku. Mun bein hafa brotnað í vinstri hendi hans og getur hann lítið glamrað á gítarinn þessa dagana. White var að rúnta um Detroit-borg með kærustunni Renée Zellweger þegar annar bíll keyrði á þau. Renée mun ekki hafa meiðst. Snillingarnir í Flaming Lips spiluðu í stað White Stripes á T In The Park- hátíðinni og þóttu standa sig frábærlega. SUNTORY SJÓNVARPSHAUSAR: Japanska bruggfyrirtækið Suntory hefur ráðið til sín hóp fólks til að ganga um (Tokyo með sjónvarp, sem fest er við sérstakan hjálm, á höfðinu. Hugmyndin á bak við uppátækið er að vekja athygli vegfarenda á framleiðslu fyrirtækisins. Mikið verður um dýrðir í Mongólíu um helgina þegar íbú- arnir fagna því að landið varð sjálf- stætt ríki eftir byltingu árið 1921. Dagana 11. til 13. júlí er haldin há- tíð, sem nefnist Nadaam, um land- ið þvert og endilangt og íbúar safn- ast saman og gera sér glaðan dag og sýna hæfni sína í þjóðlegum íþrótt- um en Nadaam þýðir keppni eða fþrótt á máli innfæddra. Hátíðin hefst með skrúðgöngu þar sem íþróttamenn, munkar og hermenn ganga hlið við hlið ásamt lúðrasveit sem leikur göngumarsa. Tvo fyrstu daga hátíðarinnar keppir fólkið sín á milli í nokkrum greinum hestaíþrótta, bogfimi og glímu. Át er einnig óformleg íþróttagrein á hátíðinni því þeir sem borða mikið þykja miklir kappar og eru heiðraðir sérstaklega fyrir góða frammistöðu. Á þriðja degi er svo slegið upp veislu með tilheyrandi tónlistar- flutningi og söng. Þrátt fyrir að tilgangur Nadaam- hátíðarinnar í dag sé að fagna sjálf- stæði landsins á hún sér ævafornar rætur og var upprunalega trúarlegs eðlis og ætlað að gera guðina sem búa í fjöllunum mönnunum hlið- holla. HESTAÍÞRÓmR VINSÆLAR: Ungur Mongóli býr sig undir keppni í hestaíþrótt- um við þorpið Khui Doloon Khudag sem er þrjátíu og fimm kílómetra fyrir utan höf- uðborgina, Ulan Bator. GLlMA: Stór hluti hátíðarhaldanna er íþróttir þar sem karlar og konur frá öllum landshlutum takast á. Keppendum er ekki skipt (flokka eftir þyngd þannig að oft virðist leikurinn frekar ójafn. HATTATÍSKAN (MONGÓLÍU: (búar Mongólíu leggja mikið upp úr höfuðbúnaði sínum á Nadaam-hátíðinni sem fer fram um helgina. Hátíðin er haldin 11. til 13. júlí á hverju ári til að minnast þess er landið varð sjálfstætt ríki árið 1921. FRJÁLSLEGT: Stúlkan á myndinni er að sýna sumartískuna fyrir árið 2004, að mati Drosofila-tískuhússins á sýningu í Rio de Janeiro í Brasilíu. Málaferli út af Særingamanninum William Blatty höfundur og nafni hans, William Friedkin, leikstjóri , The Exorcist, fóru í mál við kvik- myndaíyrirtækið Warner Bros. og AOL Time Wamer vegna endurút- gáfu á myndinni fyrir tveimur ámm. Blatty og Friedkin segja að fyrirtækin hafi brotið samning um höfundarrétt þegar atriðum sem þeir höfðu klippt úr myndinni var bætt í hana aftur vegna endurút- > gáfunnar án vitundar þeirra. Diaz og Carrey Hugsanlegt er að leikkonan og krúttið Cameron Diaz og spéfuglinn Jim Carrey leiki sam- an í mynd á næstunni. Myndin sem um ræðir er í gamansömun tón og fjallar um ung hjón í fjár- hagsvandræðum sem snúa sér að glæpum. Diaz og Carrey léku saman í myndinni The Mask á sínum tíma og segjast bæði hlakka til að leika saman í mynd aftur. Westworld aftur Vinsældir Tortímandans 3 hafa greinilega vakið vonir í hjarta Arnolds Schwarzeneggers um að endurheimta fyrri vinsældir. Um þessar mundir standa yfir samn- ingaviðræður þess eðlis að hann leiki í kvikmynd sem heitir Big Sir eftir að tökum á endurgerð á vís- indatryllinum Westworld er lokið. Spekúlantar vestanhafs segja að Schwarzenegger sé í góðu formi og ætli að snúa sér að kosningabaráttu um ríkisstjóraembættið í Kaliforníu eftir að töku á myndinni er lokið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.