Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003 Afsláttur hjá OgVodafone SÍMAR: Og Vodafone býður mánuðina.Tilboðiðgildirá viðskipta- Spáni, Italíu, Grikklandi og í vinumsín- ^ "J' Portúgal frá 10. júlí til 10. um 20% af- september. Til að njóta þess- slátt af sím- V\c JÁd ara kjara þarf að velja farsíma- tölum úr far- ifSÍZCÆ/ net samstarfsfyrirtækja Og símum á fjór- Vodafone sem eru E VODA- um vinsælustu FONE eða E AIRTEL á Spáni, áfangastöðum (s- VODAIT á (talíu, VODAFONE lendinga við Mið- y í Portúga og VODAFONE eða jarðarhafið yfir sumar- PANAFON á Grikklandi. Bitna mest á hátæknifyrirtækjum Tölvubrot (skýrslu PricewaterhouseCoopers, sem birt var á þriðjudag, kemur fram að þó svo að tölvuglæpir og önnur efnahagsbrot bitni á fyrirtækjum í öllum geirum iðnaðar séu fjarskipta- og upp- lýsingatæknifyrirtæki í mestri hættu. Könnunin náði til 3.623 fyrirtækja í 50 löndum en í henni kemur fram að tæpur helmingur slíkra fýrirtækja hafi orðið fyrir barðinu á efnahags- brotum og svikum. Flærri tölur er einungis að finna meðal banka og tryggingafélaga. PwC slær þó þann varnagla að það sem virtist meiri fjöldi efnahagsbrota meðal hátækni- fyrirtækja gæti í raun skýrst að hluta af möguleikum þessara fyrirtækja umfram önnur til að uppgötva glæpina. (skýrslunni segir að vegna þess hversu vel starfsemin sé skipulögð hafi þessi fyrirtæki allajafna þróað með sér árangursríkari stjórn- og eftirlitskerfi. Fleiri svikamál í þessum geirum endurspegli að hluta að fyrirtækin séu lík- legri til að verða fyrir barðinu á - og uppgötva - slíka glæpi. Könnunin náði ekki til (slands. George Best gríp- ur flöskuna á ný George Best, knattspyrnukapp- inn frægi, komst aftur í heims- fréttirnar um helgina þegar í Ijós kom að hann væri aftur far- inn að drekka. Best hefur löng- um verið þekktur fyrir að vera gefinn fyrir sopann, en hann sagðist vera hættur eftir að græða þurfti í hann nýja lifur fyrir nokkru. Kappinn var handtekinn á laug- ardaginn eftir að hafa lent í áflog- um við blaðaljósmyndara. Báðir mennirnir voru handteknir grun- aðir um líkamsmeiðingar en var sleppt án ákæru og segist lögreglan ekki ætla að gera meira í málinu. Eftir að hafa verið sleppt sneri Best aftur á barinn og fór ekki þaðan íyrr en eftir lokun. „Afhverju má ég ekki mæta á pöbbinn til að lesa blöðin og fá mér steik eins og allir hinir?" Heyrst hefur að Best, sem gerði á sfnum tíma garðinn frægan með Manchester United og landsliði Norður-frlands, hafi sést reglulega á hverfisbar sínum, en hann neitar því að hafa verið að drekka áfengi þar síðustu misseri. „Af hverju má ég ekki mæta á pöbbinn til að lesa blöðin og.fá mér steik eins og allir hinir?" sagði hann þegar blaða- menn spurðu hann út í þetta. Ljóst er að þetta umtal hefur endurvakið umræðuna sem átti sér stað á sínum tíma þegar Best fékk lifrarígræðslu. Þá voru margir á því að ýmsir aðrir sjúklingar sem biðu eftir nýrri lifur ættu hana frekar skilið en Best. Spilaði bara í 9 ár Ferill George Best hefur verið sem rússíbanareið síðan hann spil- aði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United árið 1963. Hann varð í raun fyrsta ofurstjarnan á knattspyrnu- vellinum en hann lagði skóna á hilluna einungis 26 ára, níu árum eftir að hann spilaði sinn fyrsta leik. Tók þá við vafasamt líferni þar sem Best tottaði pytduna af áfergju. Árið 1984 sat hann inni í tvo mán- uði fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og að ráðast á lögreglu- menn. En hann sagðist hættur að drekka eftir að hann veiktist og þurfti að gangast undir lifrar- fgræðslu. Best viðurkenndi þó að það væri mjög erfitt að hætta og hélt hann áfram að drekka jafnvel eftir að læknar höfðu sagt honum að einungis eitt glas í viðbót gæti orðið honum aldurtila. kja@dv.ii FALLINN: Gamla knattspyrnuhetjan, George Best, er enn á ný fallinn fyrir flöskunni en um það bil eitt ár er síðan hann fékk nýja lifur. Á laugardag var kappinn handtekinn eftir að hafa lent í áflogum við blaðaljósmyndara. Best er án efa einn þekktasti knattspyrnumaður allra tíma en hann lék á árum áður með Manchester United. Fjölskylda og vinir úeorge Best tjá sig um ástand hans: Eiginkonan og sonur í sárum Breskir fjölmiðlar hafa farið mikinn eftir að vandamál Ge- orge Best komst upp og hafa nánast allir sem tengjast hinni öldnu knattspyrnuhetju tjáð sig um málið. Umboðsmaður Best, Phil Hughes, hefur talað fyrir munn eiginkonu hans, hinnar þrítugu Alex Best. Hann segir að hún sé mjög sorg- mædd yfir ástandi eiginmanns síns, sem hann hefur þurft að berjast við í þrjú ár. Alex er ekki reið út í Best sjálfan fyrir að drekka en er hins veg- ar bálvond út í pöbbinn sem veitti honum áfengi. Hún segir að allir ábyrgir menn ættu að vita betur en að veita eiginmanni sínum áfengi. Jafnframt sagði Hughes að svo virtist sem Best væri farinn að umgangast nýja vini sem hefðu ekki hjálpað honum í baráttunni við Bakkus. Roger Williams, læknirinn sem græddi lifur í George Best, sagði um helgina að hann myndi hjálpa knatt- spyrnuhetjunni að reyna að hætta að drekka á nýjan leik. Hann sagðist vissuiega hafa orðið vonsvikinn að heyra að Best hefði farið á fyllirístúr síðustu daga en það væri þó engin ástæða til annars en reyna að hjálpa honum. Williams sagði þó að ástandið væri vissulega alvarlegt því Williams sagði þó að ástandið væri vissulega alvarlegt því að Best gæti hreinlega drukkið sig til dauða efhann hætti ekki strax. að Best gæti hreinlega drukkið sig til dauða ef hann hætd ekki strax. Sonurinn áhyggjufullur Vinur sonar George Best hefur einnig lýst því yfir um helgina að sonurinn, Calum Best, hafi hringt í sig þegar hann var staddur í fríi ásamt föður sínum og móður á grísku eyjunni Korfú fyrir stuttu og sagt að pabbi hans væri dottinn í það á nýjan leik. Fríið átti að nýta til að leyfa feðgunum að slappa af sam- an í rólegheitunum, en endaði með því að Calum þurfti að reyna að hugga grátandi eiginkonu föður síns efúr að þau áttuðu sig á því að Best hefði látið ífeistast af ódýru áfeng- inu á sólarströndinni. Vinur Calums sagði að þetta hefði verið hræðilegt áfall fyrir Calum og Alex vegna þess að þau héldu að Ge- orge Best hefði náð að losa sig við áfengið fyrir fullt og allt. Þau höfðu nokkrum sinnum áður getað farið í frí til sólarlanda saman án þess að George léti nokkum tímann freist- ast. En Calum veitti því athygli að George fór að hegða sér undarlega í fríinu á Korfú, gaf vafasamar skýr- ingar á því að þurfa að skjótast í burtu en kom svo til baka löngu síð- ar, greinilega valtur á fótum. Nú hefur George Best greinilega tapað baráttunni við Bakkus, um stundarsakir að minnsta kosti, og ljóst að fjölmiðlar í Bretlandi munu fylgjast vel með því hvort honum tekst að koma sér á beinu brautina á nýjan leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.