Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14.JÚU2003
Útlönd
Heimurinn í hnotskurn
Umsjón: Erlingur Kristensson / Kristinn Jón Arnarson
Netfang: erlingur@dv.is/kja@dv.is
Sími: 550 5828
Sprenging í indónesíska þinginu
INDÓNESÍA: Sprengja sprakk í
kjallara þinghússins í
Indónesíu í morgun en án þess
að mikill skaði hlytist af. Ekki
virðist sem siys hafi orðið á
fólki við sprenginguna.
Enn er óljóst um ástæður
sprengingarinnar, en lögreglu-
menn á vettvangi virtust sann-
færðir um að sprengja hefði
verið ástæðan frekar en slys.
Blair plataði
STRÍÐ í ÍRAK: Tveir þriðju Breta
telja að Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, hafi beitt
blekkingum íaðdraganda
stríðsins í trak. Þetta kemur
fram í skoðanakönnun sem
birtist í dagblaðinu Daily Mirr-
or í dag. Þetta er enn eitt
áfallið fyrir Blair sem hefur lent
í miklum vandræðum með að
réttlæta (raksstríðið í Englandi.
Tímamót í uppbyggingunni í írak:
Framkvæmda-
ráð skipað
(rakar tóku í gær fyrsta skrefið í
átt til sjálfsstjórnar eftir fall
Saddams Husseins þegar 25
manna nýskipað framkvæmda-
ráð, eingöngu skipað frökum,
kom í fyrsta skipti saman til
fundar í höfuðborginni Bagdad.
Framkvæmdaráðið, sem skipað
var af hernámsstjórn bandamanna
í írak, á að endurspegla írösku
þjóðina en þar eiga sæti fulltrúar
aílra helstu þjóðar- og trúarhópa í
I’rak. Eiga síta-múslímar, sem eru
fjölmennasti trúarhópurinn í írak
og helstu andstæðingar fyrrum
ógnarstjórnar Saddams, flesta
fulltrúa í ráðinu eða alls þrettán.
Súnníta-múslímar, sem voru
helstu stuðningsmenn Saddams,
eiga Fimm fulltrúa og einnig
þjóðarbrot Kúrda. Kristnir eiga
einn fulftrúa og einnig þjóðarbrot
Túrkmena.
9. apríl þjóðhátíðardagur
Fyrsta ákvörðun ráðsins, sem
kom saman til fyrsta fundar í hús-
næði fyrrum hermálaráðuneytis
i’raka, var að gera 9. apríl að nýjum
þjóðhátíðardegi fraka, en þann dag
hröktu herir bandamanna Saddam
Hussein frá völdum eftir innrásina í
höfuðborgina Bagdad. Ráðið ákvað
einnig að leggja af alla helgi- og
hátíðardaga sem lögbundnir voru í
stjórnartíð Saddams og Baath-
flokksins.
Ráðið hefur vald til þess að skipa
og reka ráðherra og ákveða
stjórnarstefnuna auk þess sem því
er ætlað að koma að samningu
nýrrar stjórnarskrár, sem ryðji
brautina til lýðræðislegra kosninga.
Hernámsstjórn bandamanna
hefur þó enn úrslitavaldið og Paul
Bremner, leiðtogi stjórnarinnar,
neitunarvald, sem þó verði ekki
beitt nema í algjörum undantekn-
ingartilfellum af öryggisástæðum.
Mohammed Bahr al-Uloum, 80
ára gamall sítaklerkur frá hinni
helgu borg Najaf og helsti
talsmaður sítamúslíma í ráðinu,
fékk það hlutverk í gær að lesa
fyrstu yfirlýsingu frá ráðinu þar
sem fram kom að hlutverk þess
væri að vinna að frekari endurreisn
landsins og undirbúa lýðræðislegar
kosningar sem hugsanlega færu
fram á næsta ári. „Forgangsverk-
efnið er að tryggja öryggi borgar-
anna og koma á stöðugleika, end-
urreisa efnahaginn og tryggja fél-
agslega þjónustu," sagði al-Uloum.
Framkvæmdaráðið,
sem skipað var af
hernámsstjórn banda-
manna í írak, á að
endurspegla írösku
þjóðina en þar eiga
sæti fulltrúar allra
helstu þjóðar- og trúar-
hópa i írak.
Sergio Viera de Mello, sendi-
maður Sameinuðu þjóðanna í írak,
lýsti deginum í gær sem tíma-
mótaviðburði í sögu Iraks og
mikilvægt skref hefði verið stigið til
þess að tryggja lýðræðið í landinu.
„Við lítum svo á að i'rak sé nú
fullgildur aðili að samfélagi þjóð-
anna og írakar mun héðan í frá fá
tækifæri til þess að líta á frið, virð-
ingu og öryggi sitt sem sjálfsagðan
hlut. Sameinuðu þjóðirnar munu
styðja ykkur á allan hátt eins lengi
og þið viljið," sagði de Mello.
Skipan ráðsins gagnrýnd
Sumir hafa orðið til þess að
gagnrýna val fulltrúa í fram-
kvæmdaráðið og segja það aðallega
skipað fulltrúum þeirra hópa sem
störfuðu utan i’raks á tímum Sadd-
amsstjórnarinnar og það veiki trú-
verðugleika þess og traust.
Meðal þeirra sem skipa ráðið eru
Ahmed Chalabi, leiðtogi íraska
þjóðþingsins, Abdel-Aziz al-Hak-
im, leiðtogi Æðstaráðs íslömsku
byltingarinnar, Massoud Barzani
og Jalal Talabani, leiðtogar helstu
hópa Kúrda, og fyrrum utanríkis-
ráðherra, Adnan Pachachi.
Til að gæta fyllsta öryggis sveim-
uðu herþotur og árásarþyrlur yfír
höfuðborginni og fundarstaðnum í
gær auk þess sem bandarískar her-
sveitir voru á verði í nágrenni
fundarstaðarins.
Ný sókn gegn skæruliðum
Ráðið kom saman á sama tíma
og hersveitir Bandaríkjamanna
hefja nýja sókn gegn vopnuðum
sveitum andstæðinga hersetunnar
í landinu, þá fjórðu síðan Bush
Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að
meiri háttar aðgerðum væri lokið í
írak og var aðgerðum nú beint að
nokkrum þorpum og bæjum rétt
norður af Bagdad.
Það er þó von bandarískra
stjórnvalda að tilkoma fram-
kvæmdaráðsins verði til þess að
stöðugum skæruárásum á banda-
ríska hermenn í landinu linni þegar
valdið hefur að hluta til verið fært í
hendur íraskra leiðtoga.
I' gærkvöld féll að minnsta kosti
einn íraskur lögreglumaður og
fjórir aðrir særðist þegar sprenging
varð við lögreglustöð í Maysaloun-
hverfi í vesturhluta Bagdad en
stöðin er undir stjórn i’raka sjálfra
en oft heimsótt af hersveitum
Bandaríkjamanna. Fréttum bar
ekki saman um atburðinn og er
haft eftir einum talsmanna írösku
lögreglunnar að bandarískir her-
menn hefðu hafið skothríð á stöð-
ina fyrir misskilning.
Rumsfeld varar við árásum
Donald Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, varaði við
því í morgun að búast mætti við
auknum árásum á bandaríska her-
menn í i'rak á næstunni vegna
árlegra hátíðahalda í tengslum við
Baath-flokkinn.
f morgun féll einn bandarískur
hermaður og átta aðrir særðust
þegar sprengjuárás var gerð á
bílalest þeirra í einu úthverfa
Bagdad. Arabísk sjónvarpsstöð
sagði frá því í morgun að al-Qaeda-
samtökin með aðsetur í íran hefðu
lýst ábyrgð á árásinni.
Opinber heimsókn Ariels Sharons til Bretlands og Noregs hefst í dag:
Reynir að einangra Arafat
Forsætisráðherra Palestínu,
Mahmoud Abbas, hvatti fsra-
elsmenn í gær til að aflétta
ferðabanninu á Yasser Arafat,
forseta heimastjórnar Palest-
fnu.
Líklegt er þó að sú bón verði virt
að vettugi, því Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Israels, hefur í dag
opinbera heimsókn sína til Eng-
lands og Noregs. Þar mun hann
leggja mikla áherslu á nauðsyn
þess að einangra Arafat enn meira.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og ísr-
ael grunar að Arafat reyni að
skemma fyrir friðarumleitunum
Abbas og telja því að það gæti
hjálpað honum ef dregið yrði sem
mest úr áhrifum Arafats.
Friðarferlið á brauðfótum
Friðarferlið stendur annars á
brauðfótum þessa dagana. Sam-
tökin Hamas og Heilagt stríð gáfu
út sameiginlega yfirlýsingu í gær
þar sem þau fullyrtu að tilraunir til
að afvopna þau gætu orðið til þess
að vopnahléið, sem hefur staðið
yfir frá 29. júní, yrði úr sögunni.
Athyglisvert verður svo að fylgj-
ast með heimsókn Ariels Sharons
til Englands, því þar munu for-
ráðamenn landanna reyna að
draga úr nokkurri spennu sem hef-
ur verið milli landanna um nokk-
urt skeið. Meðal ástæðna fyrir
spennunni er að Bretar héldu ráð-
stefnu um umbætur í Palestínu í
janúar en ísraelsmenn hleyptu-
ekki palestínskum fundargestum
úr landinu.
Jafnframt hafa ísrelskir hermenn
skotið þrjá Breta á yfirráðasvæð-
um Palestínumanna auk þess sem
tveir breskir ríkisborgarar eru tald-
ir hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárás-
um íTel Aviv.
RÆTT UM ARAFAT: Ljóst er að Yasser Arafat verður eitt heitasta umræðuefnið á fundi
Ariels Sharons með breskum og norskum ráðamönnum í vikunni. Sharon telur að ein-
angrun hans muni hjálpa friðarferlinu (Mið-Austurlöndum.