Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 18
i 34 SKOÐUN MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003
Lesendur
Innsendar greinar ■ Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í s(ma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV,
Skaftahlfð 24,105 Reylgavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af
sértil birtingar.
Senn þrengir að okkur
Sveinn Jóhannsson skrifar:
Maður sér ekki betur en að
senn þrengi að okkur (slend-
ingum í ýmsum efnum. Það á
allt rætur að rekja til okkar ein-
angrunar. Sennilega erum við
einangraðastir allra þjóða
hvernig sem á málin er litið:
landfræðilega sem samskipta-
lega - þrátt fyrir tíðar flugsam-
göngur og ferðalög til allra
átta. Við eigum sannarlega
undir högg að sækja í sam-
skiptum okkar við Evrópusam-
félagið sem sífellt sníður okkur
þrengri stakk, sbr. það nýjasta;
í öryggiseftirliti á flugvöllum,
einnig í nýlegúm samskipta-
bresti við Bandaríkin. Þetta fer
að há okkur áþreifanlega senn
hvað líður.
Tóbaksofstæki
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Stefnt virðist að þvi að leggja í
rúst veitinga- og hótelstarfsemi
með alhliða banni gegn reyk-
ingum á þessum stöðum. Það er
furðulegt að til skuli vera vel
menntað fólk sem er haldið
slíku ofstæki að það vilji ákvarða
fyrir mig (eða þig?) hvort maður
reyki eða ekki. Furðulegt er
einnig að margt af þessu fólki er
fyrrverandi reykingafólk. Ég vil
skora á alþingismenn og borg-
arfulltrúa að samþykkja ekki
reykingabann á hótelum eða
veitingastöðum. Það myndi
leggja þessa starfsemi í rúst, líkt
og gerst hefur í þeim löndum
þar sem þetta ofstæki hefur fest
rætur. Svo getur reykingafólk
auðvitað líka stofnað samtök
gegn þessu ofstæki.
Verðbótaþættir í verðbólgulausu landi
SAMRAÐSFUNDUR í ÍBÚÐALÁNASJÓÐI: Vextir 5,1% að viðbættum verðbótum.
' KJALLARI
Geir R. Andersen
% gra@dv.is
flKi___________________________
Haft var eftir formanni Starfs-
greinasambands íslands á sín-
um tíma að bankar og spari-
sjóðir notuðu sér ákvæðin um
verðtryggingu lána með breyti-
legri og allt of hárri vaxtatöku.
Það er ekki erfitt að taka undir
þessa fullyrðingu, ekki síst þar sem
maður veit lítið sem ekkert hvernig
verðbótaþættir lána eru reiknaðir
og ekki hefur sá er þetta ritar fengið
i fullnægjandi skýringu þrátt fyrir
eftirgrennslan. Menn álíta því
meira en tímabært að fella niður
verðtryggingu á útlánum og að það
sé óréttlátt að verðtryggja lán með
þeim hætti sem lánastofnanir gera
nú. - Nægilegt sé að rukka þjón-
ustugjöld sem mönnum frnnast að
sjálfsögðu einnig alltof há. Þá er
einnig ástæða til að endurtaka þau
ummæli formanns Strarfsgreina-
sambandsins að einstaklingar á ís-
landi sem skulda séu í átthagafjötr-
# um, gagnstætt t.d. fyrirtækjum sem
gjarnan leita til útlanda eftir lánum.
Það er sannarlega ekki vanda-
laust að skilja útreikninginn sem
settur er fram' á greiðsluseðlum
vegna hinna ýmsu lána. Margir eru
blessunarlega sloppnir fyrir horn
að því er varðar lántökur og afborg-
anir í íbúðalánakerfinu (fyrrum
húsnæðislánanna svokölluðu), en
það getur hafa teygst úr lífeyris-
sjóðslánum samhliða aldri.
Segja má að ekki sé ástæða til að
kvarta sérstaklega yfir vöxtunum ef
ekki kæmi svo annað til. Vextir geta
meira að segja farið allt niður í 2%
af lífeyrissjóðslánum (ef um gömul
lán er að ræða) og losa nú rétt um
5% af lánum íbúðalánasjóðs. Síðan
koma verðbætur á verðbætur ofan
og þá fer að kárna gamanið. Og
verðbólgan hvergi nærri!
Taka má dæmi af greiðsluseðli
vegna húsnæðiskaupa: Afborgun á
nafnverði ca 3.000 kr. - vextir tæpar
8.000 kr. - verðbætur ca 19.000 kr.
og kostnaður 200 kr. Til greiðslu
verða þá alls rúm 30.000!
„Að öllu samanlögðu er
full ástæða til að ætla
að verðtryggingunni sé
fyrst og fremst ætlað
að tryggja hagsmuni
lánardrottna langt,
langt umfram það sem
sanngjarnt er og
einnig siðlegt."
Á greiðsluseðlum lífeyrissjóða er
annað uppi á teningnum. Þar eru
verðbætur tvöfaldar; verðbætur af
afborgun og verðbætur á vexti (þar
er miðað við byggingarvísitölu og
vísitölu á gjalddaga). Dæmi af slík-
um greiðsluseðli: Afborgun ca 5000
kr. - vextir ca 1500 kr. - verðbætur á
afborgun ca 22.000 kr. - verðbætur
á vexti ca 7.000 kr. og greiðslugjald
200. í báðum tilvikum hækka eftir-
stöðvar með verðbótum eftir
greiðslu því verðbætur (eða hluti
þeirra) eru líka lagðar á höfuðstól-
inn. Skilgreining á verðbótum
þessum og skilningur flestra er ekki
mikill - líklega í lágmarki hjá flest-
um landsmönnum.
Segja má að svo sé komið að
menn gætu frekar hugsað sér eitt-
hvað hærri vexti af slíkum lang-
tímaiánum en verðbótunum yrði
sleppt að fullu. Og hver er líka rök-
semdin fyrir verðbótum í landi þar
sem verðbólgan er hverfandi?
Að öllu samanlögðu er full
ástæða til að ætla að verðtrygging-
unni sé fyrst og fremst ætlað að
tryggja hagsmuni lánardrottna
langt, langt umfram það sem sann-
gjarnt er og einnig siðlegt. Einnig
að lánastofnanir hér á landi séu
einfaidlega að sýna almenningi í
tvo heimana, og það með fullum
stuðningi ráðamanna þjóðfélags-
ins á hverjum tíma. - Spurningin
verður svo alltaf sú sama hjá flest-
um: Hvers vegna lækka verðbætur
ekki í nánast verðbólgulausu þjóð-
félagi? Eigum við að trúa því að
spurninguni verði svarað með eins
billegum hætti og þessum: Þá fer
verðbólgan aftur á fiilla ferð?
*
NÝVEGABRÉF: Meiri kostnaður fyrir
marga.
Vegabréfsárit-
un 8000 kall!
Ragnar Haraldsson skrifar:
Það hefur verið venjan að al-
mennir farþegar hafa ekki þurft
vegabréfsáritun til Bandaríkj-
anna. Áður fyrr var það þó raun-
in og var hún veitt fólki að kostn-
> aðarlausu. Þetta hefur nú breyst:
í nýlegri auglýsingu í dagblöðum
frá bandanska sendiráðinu hér á
landi segir að frá og með 1. ágúst
nk. verði krafist 8000 kr. greiðslu
fyrir vegabréfsáritun og koma
þyrfti í viðtal sérstaklega vegna
þessa. Ég lagði því leið mína í
sendiráðið til að freista þess að fá
áritun fyrir 1. ágúst en án árang-
urs: gjaldið þurfti að greiða strax
þótt 1. ágúst hefði verið tiltekinn
í auglýsingunni. Fyrir þá sem eru
með nýleg vegabréf án rafrænnar
segulrandar, sem kemur í stað
* vegabréfsáritunar, er þvf ekki um
annað að ræða en að greiða vega-
bréfsáritunina eða kaupa ný
vegabréf. Ekki gefur rfkið eftir
þótt handhafi framvísi vegabréf-
um sem gilda til 2009! Allt setur
þetta strik í reikninginn, því mið-
ur, varðandi ferðalög til Banda-
ríkjanna.
íslenskar farþegasiglingar
FARÞEGASKIP© ESJA: Hélt uppi vikulegum siglingum allt árið og þjónusta við farþega var
eins og best varð á kosið...
Guðmundur Þorsteinsson skrifar:
Af öllum þeim stofnunum og
fyrirtækjum sem hið opinbera
hefur lagt undir einkavæðingu
tel ég að Ríkisskip hafi verið
það fyrirtæki sem síst hefði átt
að leggja niður.
Eða hvað hefur svo sem unnist í
þeim málaflokki sem hefur orðið
okkur íslendingum til framdráttar,
umfram það að hafa Ríkisskip á
framfæri að einhverjum hluta?
Vissulega var sagður taprekstur á
Ríkisskipum - veit þó ekki hve mik-
ilf hann var eða hversu þungbær
hann var íslensku þjóðfélagi.
Hitt veit ég að það sem á eftir
kom - fyrst tilfærsla sjóflutninga til
tveggja skipaútgerða, Eimskips og
Samskipa, sem síðan hættu þeim
flutningum snarlega og færðu yfír í
landflutninga á hið viðkvæma og
ótrausta vegakerfi, hefur ekki skipt
neinum sköpum fyrir landsmenn
hvað ávinning snertir.
Nú eru sem sé engir sjóflutningar
hér við land sem heitið getur og far-
þegasiglingar heyra sögunni til,
utan hvað tvær ferjur (Herjólfur og
Breiðafjarðarferjan Baldur) fá að
sigla sinn sjó, enn sem komið er.
Mikið hefur verið reynt að ýta þess-
um ferjum úr umferð en vinsældir
þeirra og brýn nauðsyn ber til að
halda þeim gangandi.
Færeyska skipið Norröna frá
Smyril-Line sér svo um farþegasigl-
ingar fyrir Þjóðverja og þá fáu Is-
lendinga sem nenna að aka alla leið
til Seyðisfjarðar og notfæra sér þá
takmörkuðu áætlunarleið sem skip-
ið siglir. Sárlega vantar farþegaskip
milli íslands (Reykjavík eða Þorláks-
höfn) og meginlands Evrópu.
Satt að segja undrast fólk að Nor-
rönu skuli ekki hafa verið beint til
þessara staða, t.d. Þorlákshafnar, til
að fullnýta skipið. Fróðlegt væri að
heyra farþegatölur með nýju og
stækkuðu skipinu það sem af er,
eftir að það var stækkað um nær
helming. Gert var ráð fyrir að um 25
þúsund farþegar kæmu með Nor-
rönu til Seyðisfjarðar á þessu ári og
yrði þá um 50% aukning frá síðasta
ári. Hvað sem þessum vangavelt-
um líður þá er það staðreynd að
einhvers konar farþegasiglingar
væru vel þegnar af landsmönnum.
Þótt ekki væri nema að sæmilega
búið 100 manna farþegaskip sigldi
reglubundið frá Reykjavík í kring-
um land mætti reikna með mikilli
aðsókn yflr sumartímann. Og sú
var einmitt staðreyndin á þeim
tímum þegar farþegaskipið Esja
(með tveimur farrýmum) hélt uppi
siglingum vikulega allan ársins
hring. Yfirbókað var í hverja ferð
skipsins allt frá því í maí þar til
seint á haustin. Viðurgjörningur
allur (farþegaklefar og matur) var
eins og best varð á kosið, ekki síst á
1. farrrými, og gaf ekki eftir því sem
tíðkaðist á flaggskipi íslendinga í þá
tíð, Gullfossi.
Ég er ekki viss um að það sé síðri
kostur fyrir íslendinga að taka þátt í
rekstri eins slíks skips - sem áreið-
anlega yrði ekki yfirþyrmandi því
samhliða vöruflutningum er von til
að svona skip gæti borið sig í rekstri
að mestu leyti - en t.d. að selja
Sementsverksmiðju með þeim
kvöðum sem því virðast fylgja eða
standa í sölu annarra ríkiseigna þar
sem markmið eru meira en óljós og
eftir sitja margir bögglar sem lands-
menn eru nú að átta sig á að eru
meira til trafala en með óbreyttu
ástandi undir ríkisforsjá.
„Hér er lagt til að skoð-
að verði niður í kjölinn
hvort ekki sé hag-
kvæmt að ríkið hafi
frumkvæði að kaupum
á farþegaskipi til
strandsiglinga. “
Hér er lagt til að skoðað verði
niður f kjölinn hvort ekki sé hag-
kvæmt að ríkið hafi frumkvæði að
kaupum á farþegaskipi til strand-
siglinga eða siglinga milli landa,
með þátttöku aðila í einkageiran-
um sem síðan tæki yfir reksturinn.
Það er sýnilegt að fleira en flug og
þjóðvegir vekja áhuga ferðamanna
á faraldsfæti, innlendra sem er-
lendra.
Stolt tiltölulega einangraðrar
þjóðar í norðurhöfum ætti einnig
að búa hér að baki.