Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 16
76 SHO&UH MÁNUDAQUR H.JÚLÍ2003 Verjum þorskinn fyrir ofstæki Ofstækismenn hafa alla tíð verið til og vera alla tíð til, hvort heldur um er að ræða í stjórnmálum eða á öðrum sviðum mannlífsins. Á síð- ustu árum hefur ofstækinu í nátt- úruvemd vaxið fiskur um hrygg, ekki síst meðal firrtra nútímamanna sem hafa engan skilning á sambýli manns og náttúru - vilja ekki viður- kenna rétt mannsins til að nýta auð- lindir af skynsemi. DV greindi frá því síðastliðinn föstudag að á gádista sem sædýra- safnið í Monterey í Kaliforníu dreifir sé gestum ráðlagt að sneiða hjá ís- lenska þorskinum. Ástæðan er sögð ofveiði. Verið er að höfða til sam- visku fólks og að það geti haft áhrif á verndun lífríkisins í heimshöfunum með því að velja meðvitað hvað það leggur sér til munns. Mælt er með því að gátlistinn sé tekinn með á veitingahús og starfsfólk þeirra krafið svara um hvaðan sjávarfangið sé komið. Ef ekki fást svör er fólk hvatt til að snæða annars staðar. íslendingar hafa áður þurft að glíma við of- stækisfulla náttúruverndarsinna sem virðast ekki vfla fýrir sér að beita fyrir sig röngum upp- lýsingum og mistúlka staðreyndir. Og kannski var það aðeins tímaspursmál hvenær „náttúru- verndarsinnar" sneru sér að þorskinum. Að lík- indum var það aðeins barnaskapur íslendinga og annarra þjóða sem lifa á veiðum að hval- verndarsinnar væru þeir einu sem þyrfti að hafa áhyggjur af. Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, brást hart við þessum fréttum DV og sagði meðal annars: „Þetta er hrein skaðsemi fyrir okkur. Þetta er náttúrulega argasta þvæla sem þarna er haldið fram og slegið ffam af algjöru ábyrgðarleysi. Það er alls staðar verið að segja frá því að okkar stofn sé ekki í hættu og verið sé að auka veiðiréttinn einmitt vegna góðs ástands stofnsins. Þetta er hræðileg- % ur áróður sem á sér enga stoð." Islendingar geta ekki setið með hendur í skauti og látið áróður of- stækisfullra náttúruverndarsinna yfir sig ganga rétt eina ferðina enn. I þessu er rétt að hafa í huga að drop- inn holar steininn. Baráttan um rétt okkar til að nýta auðlindir hafsins hefur staðið lengi og nú er sótt að sjálfri undirstöðunni - réttinum til að nýta þorskstofninn af skynsemi. Ef ekki verður gengið hreint til verks og af fullri hörku getur slíkt haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Baráttan gegn þeim sem eru til- búnir til að beita fyrir sig lygum og | ósannindum er alltaf erfið. En þá er að ganga enn harðar til verks og sækja á það sem svíður undan. Ábyrgð sædýrasafnsins í Monterey er mikil og íslensk stjórnvöld hljóta að huga að því hvort og þá með hvaða hætti hægt er að sækja forráða- menn þess til ábyrgðar. Með því eru send út skýr skilaboð tii allra sem vinna gegn hagsmun- um okkar íslendinga: Ef hagsmunum okkar er stefnt í voða með rangfærslum og lygum mun- um við leita allra leiða til að láta viðkomandi sæta ábyrgð. I i | 't Samskip reisa stærstu vörumiðstöð landsins Samið við ístak um byggingarframkvæmdir en verklok eru áætluð í lok september2004 Samningar hafa tekist við (stak um byggingu á nýrri 25 þúsund fermetra vörumiðstöð Sam- skipa sem á að rísa á hafnar- svæði félagsins við Kjalarvog. Verklok eru fyrirhuguð í lok september á næsta ári. Vömmiðstöð Samskipa verður sú stærsta sinnar tegundar að flat- armáli hér á landi og þar verður öll nýjasta tækni f vöruhúsaþjónustu nýtt til hins ýtrasta. Til samanburð- ar er nýtt og glæsilegt húsnæði Vömhótelsins hjá Eimskip við Sundahöfn, alls 23.500 fermetrar að gólffleti, en með mikilli lofthæð og því um 300.000 rúmmetrar að stærð. Allar vömr í nýju vömhúsi Sam- skipa verða strikamerktar og öflugt tölvukerfi, þar sem m.a. handtölvur verða notaðar til að skrá allar hreyf- ingar á vömm í húsinu, mun tryggja skilvirkt vömflæði og rekj- anleika vömnnar. Þar verður sam- einuð starfsemi sem er nú rekin á fimm stöðum. Áædaður kostnaður við byggingu vörumiðstöðvarinnar með virðisaukaskatti er rúmlega 2,1 milljarður króna. Nýja húsið mun skapa mikla möguleika til hagræðingar í vöm- stjórnun og rekstri því þar verða undir einu þaki flæðilager fyrir alla vömdreifingu innanlandskerfis Samskipa, móttaka og afhending fyrir inn- og útflutning og tollvöm- geymsla sem skapar aukin þægindi og hagræðingu fyrir viðskiptavini VÖRUHÚS: Á föstudag var formlega gengið frá samningum Samskipa við ístak um bygg- ingu stærsta vöruhúss landsins sem rísa mun við Kjalarvog við Sundahöfn i Reykjavík. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, Knútur G. Knútsson, framkvæmdastjóri Samskipa, Páll Sigurjónsson, stjórnarformaður Istaks, og LofturÁrnason, framkvæmdastjóri Istaks. DV-mynd Pjetur. sem nýta sér heildarþjónustu Sam- hámarkað nýtingu húsnæðis, tækja skipa. - „Þannig munum við geta ogmannaflaogboðiðbetriogjafn- vel ódýrari þjónustu en nú er hægt," segir Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa. 18 ára þjónusta Átta ár eru frá því Samskip byrj- uðu að bjóða upp á vöruhúsaþjón- ustu og hefur hugmyndin að vöru- miðstöðinni verið í þróun í nokkur ár hjá félaginu, í kjölfar stöðugt vaxandi eftirspurnar eftir slfkri þjónustu. Til að undirstrika enn frekar mikilvægi hinnar nýju vöru- miðstöðvar Samskipa og þau kafla- skil sem hún skapar í þjónustu fé- lagsins hefur verið hannað sérstakt merki vörumiðstöðvarinnar til að auðkenna alla þjónustu sem þar verður í boði. hkr@dv.is (0 in Árni í útsölugír Þeir sem hlusta á útvarp hafa sjálfsagt heyrt útsöluauglýsingu frá Herragaröinum. Það er I sjálfu sér ekkert óvenjulegt við hana en röddin er hins vegar afar kunnugleg og fær menn til að sperra eyrun. Eru það radd- böndin í Árna Magnússyni fé- lagsmálaráöherra sem hreyfa við hamri og Istaðl f eyrum hlust- enda? Ekki er vitað hvort þeir Herragarðsmenn eru með réttu ráðherradressin til sölu en at- hygli vekur að hér er það rödd annars framsóknarráðherrans sem notuð er í auglýsingu. Þessi er þó ekta. Fyrirheitna landið? BjörgólfurTakefusa gerir það gott með Þrótti, er markahæstur á Islandsmótinu eftir að hafa skorað hvert gullmarkið á fætur öðru. Björgólfur er, sem kunnugt er, afabarn Björgólfs Guðmunds- sonar, KR-ings númer eitt, tvö og þrjú. Sú staðreynd hefur fengið ófáa til að spyrða pilt viö Vesturbæjarliöið. Valtýr Björn Valtýsson ræddi viö Björgólf yngri upp úr hádegi (gær og tóku hlustendur mjög eftir því hvernig hann tönnlaðist á þessu með að ganga (KR. Eins og það væri sjálfsagt. Þróttarinn gaf sig hvergi enda fráleitt sjálfgefiö að Frostaskjólið sé fyrirheitna land- ið ((slenskri knattspyrnu. Hvað gerir Ingi? Ingi Sigurðsson var rekinn sem bæjarstjóri ÍVestmannaeyj- um og er að vonum súr yfir þeim málalyktum enda staöið sig vel að mati flestra Eyja- manna og verið vel kynntur. Ingi hefur lengi leikið knattspyrnu með liði heimamanna f knatt- spyrnu, (BV, og varð meira að segja svo frægur að bjarga liði sínu frá falli á sfðustu mlnútum fslandsmótsins fyrir nokkrum árum. Nú er alls óvlst hvað Ingi gerir eftir hina óskemmtilegu lífsreynslu gaerdagsins en gár- ungarnir höföu i flimtingum að skyldi hann ákveða að hvíla sig á Eyjum gæti hann alltaf bankað upp á í Frostaskjólinu. Þar gæti oröið þörf á kraftaverkamanni í september. Ingi Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.