Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 12
72 FRÉTTIfí MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003
Tombóla fyrir Regnbogabörn
Umboðsmaður hestsins
PENINGAGJÖF: Samtökin
Regnbogabörn fengu góða
heimsókn á dögunum er
þangað komu fjögur ung-
menni færandi hendi með
peninga að gjöf. Þetta voru
þau Guðmunda Iris Gylfadóttir,
Þorsteinn Alex Gylfason, Helga
Anna Ragnarsdóttir og Hall-
dóra Ragnarsdóttir sem komu
með afrakstur af tomþólu sem
þau héldu í Kjarna, verslunar-
miðstöðinni í Mosfellsbæ. Alls
söfnuðu þessir athafnasömu
krakkar 6.345 krónum sem þeir
gáfu Regnbogabörnum. Það
var Jón Páll Hallgrímsson sem
tók við gjöfinni fyrir hönd
Regnbogabarna.
HESTAR: „Islenski hesturinn
getur verið góð útflutnings-
vara og á mikil tækifæri," segir
Jónas R. Jónsson, nýráðinn for-
stöðumaður verkefnisins Um-
boðsmaður íslenska hestsins, í
samtali við DV. Hlutverk Jónas-
ar verður að stýra markaðs-
setningu og kynningu á ís-
lenskum klárum, en verkefni
þetta þyggist á samkomulagi
sem landbúnaðar-, samgöngu-
og utanríkisráðherra gerðu í
vor. Einkum snýr starfið að er-
lendum mörkuðum.
Heimsmeistaramót íslenska
hestsins verður haldið í Dan-
mörku undir lok þessa mánað-
ar og þar verður Jónas staddur,
en hann tekur formlega við
nýja starfinu um næstkomandi
mánaðamót. „Ef rétt er að út-
flutningi staðið tel ég hann
geta skapað (slendingum al-
veg nýja möguleika," segir
Jónas.
Hvalfjardargöngin fimm
ára um þessar mundir:
Miklu meiri
umferð en
búist var við
Síðastliðinn föstudag voru
fimm ár liðin frá því Hvalfjarð-
argöngin voru tekin í notkun
við hátíðlega athöfn. Þau voru
opnuð klukkan 18.56 þann 11.
júlí 1998 og á fyrsta sólar-
hringnum fóru um þau 11.800
bílar.
Enn hefur umferðarmetið frá
fyrsta sólarhringnum ekki verið
slegið en ekki er hægt að segja að
umferðin um göngin síðustu fimm
árin hafi verið af skornum
skammti. Alls fóru 5,8 milljón öku-
tæki um Hvalfjarðargöng fyrstu
fimm árin sem er mun meira en
gert var ráð fyrir á undirbúnings-
tíma þeirra.
Nettótekjur afhverjum
bíl voru að meðaltali
1.072 krónur íjúlí 1998
en voru komnar niður í
684 krónur í maí2003,
sé miðað við
verðlag þá.
í upphafi var miðað við að 1.500 ■
bílar færu að jafnaði um þau á sól-
arhring en reyndin varð 2.500 bflar
fyrsta rekstrarárið og í fyrra var
þessi tala komin upp í 3.500 bfla á
sólarhring.
í tilefni fimm ára afmælisins á
föstudaginn var ókeypis í göngin og
nýtti almenningur sér það vel því
frá klukkan 9 til 14 fóru 3.000 bflar
um þau - meira en tvöfalt fleiri en
fóru um göngin viku áður. Jafn-
framt var á föstudaginn tekið í
notkun nýtt fjarskiptakerfi gang-
anna, Tetra-fjarskiptakerfi, sem
tryggir enn betur fjarskiptasam-
band slökkviliðs, lögreglu, sjúkra-
liðs og starfsmanna Spalar ef alvar-
legt ástand skapast í göngunum.
Kostuðu 4,6 milljarða
Tekjur Spalar af umferðinni í
Hvalfjarðargöngum urðu mun
meiri en búist hafði verið við og í
því ljósi þótti fært að lækka
veggjaldið í ágúst 1999, í upphafi
annars rekstrarárs ganganna.
Einnig er ljóst að veggjaldið hefur
lækkað verulega frá upphafi miðað
við verðlag. Tekjur Spalar af hverj-
um bfl, óháð stærð, hafa þannig
lækkað um allt að 36% að raunvirði
frá júlí 1998 til maí 2003.
Nettótekjur af hverjum bfl voru
að meðaltaíi 1.072 krónurí júlí 1998
en voru komnar niður í 684 krónur
FIMM ÁRA AFMÆLI: Ókeypis var í Hvalfjarðargöngin á föstudaginn í tilefni þess að fimm ár
voru liðin frá því umferð var hleypt á þau. Greinilegt var að almenningur var ánægður með af-
mælisgjöfina því mun meiri umferð var um göngin en á venjulegum föstudegi. DV-myndPjetur
í maí 2003, sé miðað við verðlag þá.
Jafnframt hefur veggjald í einstök-
um gjaidflokkum lækkað að raun-
gildi um 18-40% frá því göngin
voru opnuð sé miðað við breyting-
ar á neysluverðsvísitölu á sama
tímabili.
Hvalfjarðargöngin kostuðu 4,63
milljarða króna á verðlagi febrúar-
mánaðar 1996 og þar af var kostn-
aður við framkvæmdina sjálfa um
3,3 milljarðar en afgangurinn var
fjármagnskostnaður, undirbún-
ingskostnaður og annað. Fjár-
magnið kom að mestu frá lána-
stofnunum, íslenskum jafnt sem
erlendum, en stærsta lánið veitti
Enskilda í Svíþjóð, alls 2.474 millj-
ónir króna. kja@dv.i5
Sjö ára gömul skoðanakönnun DV:
Þegar þjóðin
Hvalfjarðargöngin voru ákaf-
lega umdeild á sínum tíma og
sitt sýndist hverjum um það
hvort rétt væri að ráðast í gerð
þeirra.
Ýmsar ástæður voru fýrir því að
margir voru andvígir gangagerð-
inni. Sumir efuðust um arðsemi
þeirra og töldu að mikið tap yrði af
framkvæmdinni, aðrir voru á móti
því að gera göng undir sjó og héldu
ýmist að það væri ekki gerlegt eða
að slysahætta yrði mikil og marg-
víslegar aðrar ástæður voru tíndar
til.
Þann 7. mars 1996 birti DV nið-
urstöður skoðanakönnunar sem
sýndi álit þjóðarinnar svart á hvítu:
Þorri þjóðarinnar var andvígur
göngunum. Heil 70,5% þeirra sem
afstöðu tóku með eða á móti göng-
unum lýstu sig nefnilega andvíga
göngum undir Hvalfjörð. Konur
voru mun andvígari göngum en
karlar því 70% þeirra voru andvíg
en 53% karlanna voru andvíg.
„í öllu svona, hvort sem
það er biskupinn eða
eitthvað annað, þá
mótast svörin afum-
ræðunni á hverjum
tíma."
„Á eftir að breytast"
„Niðurstöður könnunarinnar
koma ekki á óvart. Almenningur f
landinu gerir sér grein fyrir að
Spölur hf. hefur staðið með ein-
dæmum illa að undirbúningi þess-
ara framkvæmda, verið óheppinn
með ráðgjafa og hefur ekki haft
heildarhagsmuni þjóðarinnar að
leiðarljósi," sagði Friðrik Hansen
hafnaði göngunum
kvæð undanfarnar vikur, ekki síst í
DV. í öllu svona, hvort sem það er
biskupinn eða eitthvað annað, þá
mótast svörin af umræðunni á
hverjum tfma. Hins vegar á þetta
eftir að breytast hægt og bftandi
þegar frá líður. Kannanir á því
hvort fólk ætíaði að nota göngin
voru mjög jákvæðar á sínum
tfma," sagði hins vegar Gylfi Þórð-
arson, stjórnarformaður Spalar,
um málið.
Nú, á fimm ára afmæli Hval-
fjarðarganganna, þarf varla skoð-
anakönnun til að átta sig á því að
álit þjóðarinnar á mannvirkinu
hefúr breyst verulega frá því skoð-
anakönnunin var gerð fyrir rúm-
um sjö árum. Hrakspárnar gengu
eldd eftir og forráðamenn Spalar
geta nú brosað í kampinn yfir
verkhræðslu þorra þjóðarinnar á
Guðmundsson verkfræðingur í „Þetta er í samræmi við umræð- sínum tíma. kja@dv.is
samtali við blaðið á þessum tíma. una sem hefúr verið heldur nei-
Skoftauakomiun DV uw vtöhorf KK»en<ta tU HvaKJaröarganga.
Þorri þjóðarinnar
andvígur göngunum
- antUtaöan er mvm meíri þjó kuuum en Körium
irarSS §£5Sf?|£;
2^aaaasa ssrJSjs&s jjgyHSsrns
'f.'yX. r^Tty**** "nrrA
ANDSTAÐA Áður en ráðist var (aö grafa göngin var töluverð andstaða við framkvæmd-
irnar eins og skoðanakönnun DV frá 7. mars 1996 sýndi greinilega.