Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003 FRÉTTiR 13
Anægja með írska daga
STEMNING: Talið eraðum
þrettán þúsund gestir hafi
verið á Akranesi um helgina,
þar sem voru haldnir írskir
dagar og Lotto-mótið í
knattsþyrnu drengja. Bæjar-
búar eru afar ánægðir með
hvernig til tókst. „Skaga-
menn hafa nú eignast sína
eigin sumarhátíð. Gestir hafa
aldrei verið fleiri og þátttaka
Akurnesinga sjálfra var mjög
mikil," sagði Sigurður Sverr-
isson, formaður nefndar um
írska daga. Fjölmargar uppá-
komur voru, tengdar hátíð-
inni, og má nefna götuleik-
hús, sandkastalakeppni,
limrunámskeið og dorgveiði-
keppni. Þá var haldinn dans-
leikur og skemmtanir voru af
ýmsum toga.
ÞAÐ MA EKKl: Umferð um Hvalfjarðargöngin hefur verið mun meiri en gert var ráð fyrir í
upphafi þannig að ekki hefur verið þörf á því, hingað til að minnsta kosti, að hleypa hesta-
mönnum, hjólreiðamönnum eða gangandi vegfarendum í gegnum göngin til að auka
nýtingu þeirra. DV-mynd Pjetur
GÖNGIN l'TÖLUM
Heildarlengd (göng í bergi + veg-
skálar):
5.770 metrar
Þar af undir sjó:
3.750
Tvær akreinar aö sunnanverðu:
3,6 km
Þrjár akreinar aö norðanverðu:
2,2 km
Halli vegar aö sunnanverðu:
4-7%, minni en í Kömbunum
Halli vegar aö noröanveröu:
mest 8,1%, álíka og í Bankastræti í
Reykjavík
Dýpsti hluti ganganna:
165 metrar undir yfirborði sjávar
Mesta dýpi á Idöpp á jarðganga-
lelöinni:
116metrar
Mesta dýpt sjávar:
40 metrar
Mesta þykkt sets ofan á
berggrunni:
80 metrar
Þykkt bergs yfir jarðgöngum:
Hvergi undir 40 metrum
Heimild: Spolur.is
Starfsfólk ganganna sér alla flóruna í mannlífinu
Karlinn keyrir á föstudögum
SÉR ALLA FLÓRUNA: MarinóTryggvason og starfsfólk hans við Hvalfjarðargöngin hafa
orðið vitni að ýmsu frá því að göngin voru opnuð fyrir fimm árum. Sérstaklega verða
starfsmenn varir við að fólk sé í misjöfnu skapi eftir því hversu langt er liðið á vikuna.
DV-mynd Pjetur
Margar milljónir bílferða hafa
verið farnar í gegnum Hval-
fjarðargöngin frá því að þau
voru opnuð fyrir fimm árum og
það liggur því Ijóst fyrir að þeir
sem standa þar vaktina verða
vitni að ýmsu skrautlegu.
„Það renna svo margir hér í gegn
á hverjum degi að við sjáum alla
flóruna í mannlífinu, bæði það já-
kvæða og einnig hið neikvæða,"
segir Marinó Tryggvason sem sér
um daglega starfsemi og öryggis-
mál í Hvalfjarðargöngunum. „Við
hittum skælbrosandi fólk, fólk með
versta fýlusvip og sjáum svo öll
svipbrigði þar á milli.“
Konan rauk út úr bíln-
um, skellti hurðinni á
eftir sér með látum,
gekk hringinn í kring-
um bílinn sinn en sett-
ist svo beint inn í hann
aftur.
Marinó segir að starfsfólkið í
göngunum taki greinilega eftir því
að landinn sé í mismunandi skapi
eftir vikudögum. „Fólk keyrir bí-
sperrt og í góðu stuði á leiðinni hér
í gegn á föstudögum en kemur svo
þreytt og heldur framlágt til okkar
aftur á sunnudögum," segir Marinó
og hlær við. „Einhverra hluta vegna
hefur þetta hins vegar breyst örlítið
síðustu ár. Við tókum meira eftir
þessu hérna áður fyrr en nú er það
að verða sífellt algengara að fólk sé
í góðu skapi á bakaleiðinni líka.“
Marinó segist ekki geta ímyndað
sér sérstaka skýringu á þessari
breytingu á lundarfari landans á
sunnudögum.
í framhaldi af þessu hafa svo
starfsmenn við göngin komið auga
á annað hegðunarmynstur sem
þeir kalla „karlinn keyrir á föstu-
dögum“. Þá keyrir karlinn í gegn
með fjölskylduna hressa í bragði á
föstudögum, en þegar komið er til
baka á sunnudögum er konan
komin undir stýri, faðirinn situr
fýldur og þreyttur í farþegasætinu
og krakkamir alveg brjálaðir af því
að hann er ekki í neinu ástandi til
að sinna þeim.
Konan óþolinmóða
Marinó kann margar sniðugar
sögur af atburðum sem hafa komið
upp á þessum fimm ámm og sum-
ar þeirra allt að því óprenthæfar.
Eitt skondið atvik er hann þó til í að
rifja upp, en það átti sér stað þegar
nokkur röð hafði myndast við af-
greiðslulúguna. Kona nokkur í röð-
inni, sem farin var að nálgast lúg-
una, varð viðþolslaus af biðinni
þegar erfiðlega gekk að renna
greiðslukorti þess sem fyrir framan
var í gegnum posann. Hún rauk út
úr bílnum, skellti hurðinni á eftir
sér með látum, gekk hringinn í
kringum bílinn sinn en settist svo
beint inn í hann aftur. Hún hafði
nefnilega áttað sig á því að hún
vissi ekki hvar hennar eigið kort var
niðurkomið og því eins gott að
hefja leit að því áður en aðrir í röð-
inni yrðu skammaðir fyrir slóða-
skap! kja@dv.is
Biocomfort G-5 líkamsnudd
HRUND
Verslun &
snyrtistofa
Grænatún 1 • 200 Kópavogur • Sími 554 4025
a
Þakgluggar
ian
ÁL7AK
Opnanlegir að neðan
öryggisgler
Valin Pine viður
Stillanleg öndun
Tvöföld vatnsvörn
Stórhöfði 33 • Sími: 577 4100
Fax: 577 4101* www.altak.is
Sm áauglýsingar $
550 5000 Í