Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003 TILVERA 43 4 Sýnd kl.4,7 og 10. i ■ - \ - !■:- ms .. KURT RUSSÖLL iw;í:iöiua | Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20. B.i. 14 ára. MATRIX RELOADED: Sýnd kl.8 og 10. B.i. 12 ára. RESPIRO: Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 12 ára. NÓI ALBINÓI: Sýnd kl. 6. Sýnd m. enskum texta. English subtitles. | SAMBW KRINGLAN ALFABAKKI Þegar tveir ólíkir einstaklingar verða strandaglópar á flugvelli, getur allt gerst. JUUOTEBMGK EMRENO Sýnd kl. 5,8, og 10. í lúxus VIP kl. 5 og 8. LIZZIE MCGUIRETHE MOVIE: 2 FAST 2 FURIOUS: DARK BLUE: SKÓGARLlF: Sýnd m. ísl. tali kl. 4. | MATRIX RELOADED: Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. 2 FAST 2 FURIOUS Hii KRINGLAN tS 588 0800 ÁLFABAKKI tí 587 8900 HOWTO LOOSE A GUY IN 10 DAYS Sýnd kl. 5.50 og 8. KANGAROO JACK: Sýnd kl.4,6 og 8. BRINGING DOWN THE HOUSE: Sýnd kl.4 og 6. •*- FJÖLMlðLAVfiKTifi Sigurður Bogi Sævarsson skrifar um fjölmiðla Vei yður, diskótekarar Hræðilega var Kastljósið á föstudagskvöldið mislukkað. Spyrlar kvöldsins fengu til sín þrjá íjölmiðlamenn og útkoman varð sjálfhverft hjal sem ekkert skildi eftir sig. Sjálfur hef ég oft gert mig sekan um að fá viðmæl- endur úr röðum kollega minna í viðtöl. Það getur verið í lagi á stundum. En þátturinn á föstu- dagskvöldið var brodending. Vikulokaþáttur Rásar 1 á laug- ardagsmorgun var frá Akureyri. Ágæt tilbreyting; aðrir viðmæl- endur með annað sjónarhorn á hlutina en gerist meðal fólks í 101 Reykjavík. Mér var sagt um dag- inn að Ríkisútvarpið ætlaði að fara að láta þennan þátt rótera milli svæðisstöðvanna og Efsta- leitis - sem ég held að muni virka vel. Ég sat við skriftir allan daginn í gær. Fann í skápnum hjá mér geisladisk með ljóðalestri Þor- steins Ö. Stephensens, þess fræga leikara og útvarpslesara. Stór- kostleg lesning sem tók mig með töfrum. Sum ljóðin hlustaði ég á aftur og aftur - og fékk gæsahúð. Ætli nokkur núlifandi upplesari geti gert jafn vel og Þorsteinn; nema kannski Arnar Jónsson. Tek undir með leiðara DV á laugardaginn um að dapurlegt sé að Útvarp Saga sé í fjörbrotum þess fyrirkomulags að þar sé ein- göngu flutt talað mál. Á síðustu misserum hefur þessi útvarps- stöð verið mikilvægur vettvangur þjóðfélagsumræðu; grið frá sí- byljunni og hressu diskótekurun- um sem ríða húsum í skemmti- legheitum. Vei þeim. Ég vil frekar Ingva Hrafn og Hallgrím Thor- steinsson. STJÖRNU6JÖF DV ★ ★ ★ ★ Nói albinói Dark Blue ★ ★★ Respiro ★ ★★ Identity ★★★ Agent Cody Banks ★★i. Phone Booth ★ ★★ Charlie Angels Full Throhle ★ ★ Hollywood Ending ★ ★ Anger Management ★ ★ 2 Fast 2 Furious ★ ★ Kangaroo Jack ★ ★ Matrix Reloaded ★ ★ Bringing Down the House ★ ★ Lizzie McGuire Movie ★★ Dumb and Dumberer i. Nýr og greiðfær göngu- stígur í Haukadalsskógi Maður finnur hvernig kviknar í sálinni, segir Svanur Ingvarsson Komnir gegnum hálfan skóginn: Talsmaður fatlaðra telur að hinn nýlagði göngustíg- ur nái um það bil í gegnum hann hálfan og framkvæmdir halda áfram. Svanur Ingv- arsson, formaður Sjálfsbjargar á Suðurlandi og upphafsmaður stígagerðarinnar, og Hreinn Óskarsson, skógarvörður hjá Skógrækt ríkisins á Suðurlandi. DV-mynd Óttar Lagður hefur verið mjög aðgengi- legur göngustígur um hluta Hauka- dalsskógar - í hinum fallega skógi sem liggur inn af Geysi. Stígurinn er fær hjólastólafólki, ekki síst vegna þess að myndarleg brú hefur verið reist til að tengja saman tvo árbakka. Valin var leið gegnum skóginn þar sem hæðarmunur er sem minnstur. Stígurinn er breiður og vel þjappað- ur. Svanur Ingvarsson, formaður Sjálfsbjargar á Suðurla'ndi, segir að skógarstígurinn sé sá fyrsti hér á landi sem hannaður er sérstaklega fyrir fatlaða. Hreinn hafði fyrst sam- band við mig og upp úr þvíkom á samvinna milli Sjálfsbjargar á Suðurlandi og Skóg- ræktarinnar. „Þessi stígur er í raun í takt við það sem annars staðar er að gerast í þjóðfélaginu," sagði Svanur við DV. „Það er ekki bara á stofnunum sem fatlað fólk þarf gott aðgengi. Ég, sem hef verið bundinn hjólastól í 14 ár, finn til dæmis hve gott er að geta brugðið sér á skíði þegar ekki er fært á hjólastólum á vetuma. Þá minnka vissulega útivistarmöguleikar fatl- aðra - maður er þá löngum stundum innandyra eða að ferðast í bfl. En þegar snjórinn kemur í fjöllin þá er mikil útrás fyrir okkur að komast á sérbúin skfði úti í náttúrunni. Maður finnur hvernig kviknar í sálinni, maður lifnar við. Það sama má kannski segja um þennan stíg í Haukadalnum - þetta er sama orku- veitan." Frumkvæðið að göngustígnum í Haukadal á Hreinn Oskarsson, skóg- arvörður hjá Skógrækt ríkisins á Suð- urlandi. „Hreinn hafði fyrst sam- band við mig og upp úr því kom á samvinna milli Sjálfsbjargar á Suður- landi og Skógræktarinnar," sagði Hreinn. „Með samstarfinu fengum við styrk ífá Pokasjóði fyrir verkefnið og svo aftur í ár ásamt styrk frá Ferða- málaráði Islands. Þetta þýðir að við getum tvöfaldað lengd stígsins og þannig komist á milli áfangastaða eins og við orðum það gjaman. Ætli það sé ekki hægt að segja að við séum komin hálfa leið gegnum Haukadalsskóg, allt eftir því hvernig á það er litið. Innan skamms verður stígurinn orðinn sem nemur hátt í einum og hálfum kflómetra. Fram- kvæmdum við lokaáfangann verður líklega lokið fyrir verslunarmanna- helgina," sagði Hreinn Óskarsson. -Ótt Gaukurinn: Magga Stína heldur tónleika á Guknum í kvöld. Kráin: Léttvín, ostar og lifandi tónlist verður á Kránni, Laugavegi 73, í kvöld í tilefni Bastilludagsins. Austurvöllur: Ljósmyndir Yann Arthus-Bertrand eru sýndar á Austurvelli. Sýningin heitir Jörðin séð frá himni og hefur farið víða. Hafnarborg: Bandaríska listakonan Barbara Cooper er með sýningu á stórum teikningum í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Gallerí Hlemmur: Sýningin „Look out for my love, it's your neighbournood" eftir Hrafnhildi Halldórsdóttur t er í Gallerí Hlemmi. Þetta er hennar fyrsta einkasýning. u í kvö'íd? Sanfgripir og Vatel Sjónvarpið sýnir í kvöld annan þáttinn af þremur um merkilega safngripi. f þáttunum er fjallað um merka safngripi sem eiga sér at- hyglisverða sögu. f þættinum í kvöld er litast um á breska þjóð- minjasafninu og í síðasta þættin- um, sem verður sýndur eftir viku, verður hugað að merkum munum í Kreml. Sögulegir safngripir hefst klukkan 20.00 Stöð 2 sýnir myndina Vatel í kvöld en myndin segir frá fátækum prins sem býður Loðvíki kóngi til veislu. Kóngurinn þekkist boðið en það er greinilegt að eitthvað hangir á spýtunni. Prinsinn vill komast til frekari metorða og er tilbúinn að gera hvað sem er. Sjálfur ætlar hann raunar að gera lítið því sér- legur aðstoðarmaður hans, Vatel, situr oftast f súpunni. Vatel er við öllu búinn nema því að verða hrif- inn af nýjustu frillu kóngsins. Aðal- hlutverk; Gérard Depardieu, Uma Thurman, Tim Roth, Timothy Spall. Leikstjóri; Roland Joffé. Vatel hefst klukkan 21:35 og er leyfð öll- um aldurshópum. Gallerí Dvergur: í Gallerí Dvergi að Grundarstíg 21 í Reykjavík sýnir Huginn Þór Arnarson myndlist. Sýninguna kallar hann „Hundraðshluta". Listasafn ASÍ: Verk eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Kristján Davíðsson eru til sýnis á sumarsýningu Listasafns ASÍ. Ustasafn Akureyrar: Meistarar formsins nefnist stór höggmyndasýning í Listasafni Akureyriar sem gerð er í samvinnu við Ríkislistasafnið í Berlín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.