Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 17
h- MÁNUDAGUR 14.JÚÚ2003 SKOÐUN 77 i Um framtíð Ríkisútvarpsins ICiALUS! Ögmundur Jónasson þingflokksformaöur % Sá háttur hefur verið tekinn upp að birta leiðara DV nafn- lausa líkt og tíðkast á Morgun- blaðinu. Þannig er sá tími runn- inn upp að blaðið hafi skoðun. í leiðara um sl. helgi viðrar DV skoðanir sínar á ljósvakafjölmiðl- unum, auk þess sem blaðið skil- greinir sinn skilning á framförum í efnahagslífinu. Fyrirsögn leiðarans gefur tóninn: Ríkið ryður einkaaðil- um út. Hvernig skyldi rfkið gera það? Væntanlega með því að halda uppteknum hætti og ijármagna Ríkisútvarpið með afnotagjöldum og auglýsingum eins og gert hefur verið í þau rúmu 70 ár sem Ríkisút- varpið hefur verið við lýði. Leiðarahöfundur vekur athygli á núverandi þrengingum Útvarps Sögu þar sem umræðuþættir undir stjórn nokkurra valinkunnra fjöl- miðlamanna hafa vakið verðskuld- aða athygli og þarafleiðandi eftirsjá ef þeir leggjast af. Útvarp Saga Ég er í hópi þeirra sem hafa kunnað að meta Útvarp Sögu. Ég er einnig í hópi þeirra sem vilja hafa öflugt Ríkisútvarp. Upp í hugann koma minningar um vandað efni sem hefúr verið á boðstólum hjá RÚV í tímans rás. Það er í þessu samhengi sem ég les leiðara DV. Þar segir: „Á litlum markaði er langt frá því sjálfgefið að hægt sé að reka útvarpsstöð af þeim myndarbrag sem einkennt hefur Útvarp Sögu. Þegar hörð og ósanngjörn sam- keppni við Ríkisútvarpið bætist við er slíkur rekstur nær útilokaður. Starfsemi Ríkisútvarpsins hefur því miður orðið til þess að ryðja úr vegi einkareknum ljósvakamiðlum - hefur komið í veg fyrir fjölskrúðugri „Því fer fjarri að ég telji að alit verði lagað með peningum. Síður en svo. Það þarfhins veg- ar peninga til að búa til vandað dagskrárefni; efni sem ekki er spunn- ið nánast affingrum fram, gjarnan afmjög hæfu og reynslumiklu fólki, eins og gerist á Útvarpi Sögu." flóru ljósvaka en raun ber vitni." Þetta vekur ýmsar spurningar. í fyrsta lagi má snúa þessu upp á Ríkisútvarpið og spyrja hvort í lidu þjóðfélagi sé „sjálfgefið að hægt sé að reka útvarpsstöð af þeim mynd- arbrag sem einkennt hefur" Ríkis- útvarpið. í öðru lagi er ég því mjög ósammála að samkeppnin á ljós- vakamarkaði, hvað svo sem um hana má annars segja, hafi fært okkur „fjölskrúðugri flóru". Með undantekningum hefur síbylja þvert á móti aukist og er hún keim- Ríkisútvapið: „Upp í hugann koma minningar um vandað efni sem hefur verið á boðstólum hjá RÚV í tímans rás. lík í öllum stöðvum og er RÚV þar ekki undanskilið. Ég er hins vegar leiðarahöfundi sammála um að mikilvægt sé að tryggja fjölbreytni í efhi og ég tek heilshugar undir gagnrýni hans á dekur Sjónvarpsins við „amerískt endurvarp" sem hann kallar svo. Þarna er þörf á meiri metnaði og þykir mér það reyndar eiga við víða í frétta- og dagskrárgerð RÚV. Það breytir ekki hinu að hjá RÚV er einnig margt mjög vel gert. Þá er spurningin hvernig megi betur gera og hvernig verja megi þá dagskrár- gerð sem er verulega vönduð. Mænt á tilvonandi mennta- málaráðherra Því fer fjarri að ég telji að allt verði lagað með peningum. Síður en svo. Það þarf hins vegar peninga til að búa til vandað dagskrárefni - efni sem ekki er spunnið nánast af fingrum fram - gjarnan af mjög hæfu og reynslumiklu fóiki, eins og gerist á Útvarpi Sögu. Leiðarahöfundur DV bindur vonir við tilvonandi menntamála- ráðherra: „Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, sem tekur við embætti menntamálaráðherra um komandi áramót, þekkir íslenska fjölmiðia ágætlega af eigin reynslu. Æda má að hugur hennar standi til að ná fram raunverulegum breytingum í starfi Ríkisútvarpsins, en til þess þarf ekki aðeins pólitfska samstöðu innan ríkisstjórnarinnar heldur öfl- ugan stuðning þeirra sem gera sér grein fýrir hversu mikilvægar breyt- ingarnar eru. Sá stuðningur er til staðar." En nú er mér spurn. Stuðningur við hvað? Þarf leiðarahöfundur DV ekki að skýra það nánar fyrir okkur? Hvað viil hann? Vill hann skerða fjárhag Ríkisútvarpsins? Telur hann að það myndi skapa „fjölskrúðugri flóru“ og, ef svo er, horfir hann þá til þess að fleiri fjölmiðlar yrðu um hituna þannig að fjölbreytnin kæmi fram í fyrirtækjaflóru, eða telur hann að dagskrárefnið yrði fjölbreyttara, vandaðra og betra? Hvað eru framfarir? Leiðarahöfundur gefur okkur reyndar innsýn í pólitískt sálarlíf sitt undir lok leiðarans þar sem hann lofar og prísar Valgerði Sverr- isdóttur ráðherra fyrir að hafa haft forgöngu um einkavæðingu rfkis- fyrirtækja og þannig lagt „styrkan grunn undir framfarasókn íslensks efnahagslífs á komandi árum og heilbrigða samkeppni.“ Þessi viðhorf þekkjum við og koma þau ekki á óvart frá aðdáend- um ríkisstjórnarinnar. En ofar mín- um skilningi er að telja það sérstak- lega heilbrigt að Vaigerður Sverris- dóttir skuli hafa fært flokkshestum Framsóknarflokksins þjóðbanka að gjöf. Ekki hef ég komið auga á að þetta stuðli að samkeppni og þá alls ekki heilbrigðri samkeppni. Ef leiðarahöfundi DV þykir virkilega hafa tekist vel til um hlutafélaga- væðingu Landssímans og helm- ingaskipti þjóðbankanna þá leyfi ég mér að efast um dómgreind hans varðandi breytingar f heimi fjölmiðlanna. ■V 4 * Ráðherra viti „Það vekur nokkra at- hygli að svo gáleys- islega sé farið með eignir þjóðarinn- ar. Það hlýtur að vera skýlaus krafa eig- enda að þeir sem sýsla með eignir í umboði okkar leitist við að hámarka þann ávinning sem af þeim fæst. Þar getur ýmist verið um að ræða hreinan pén- ingalegan arð eða samfélagsleg- an ávinning sem rekstur stórs fyrirtækis hefur í för með sér. Það er lágmarkskrafa að ráðherra sá sem er yfirmaður iðnaðarmála á fslandi viti nokk út á hvað samningur um sölu Sements- verksmiðjunnar gengur daginn eftir að frá honum er gengið." Kolbeirm Óttarsson Proppé á Múrinn.is Froskur í risahelli „Hvort er betra: að Reyk- vikingar fái glæsi- lega Borgar- listastöð eða að LR einoki leikhúsið og hoppi þar eins og froskur í risahelli meðan geðstirðir stjórn- armenn LR standa í opinberum skylmingum landsmönnum til óbærilegra leiðinda?" Ingólfur Margeirsson d Kreml.is Gangandi eða hjólandi „Á Reykjavíkursvæðinu hafa verið 570 leigubílar. Með fækkun þeirra væri hægt að tryggja sæmilegan rekstrargrundvöll og standa undir kröfum um góða og trausta bíla. Um þessar mundirerunnið að lausn í þessa átt, að fækka bílunum. Já- kvæð viðbrögð sam- gönguráðherra og Vegagerðar ríkisins eru kunn og einu neikvæðu viðbrögð- in eru frá forseta borgarstjórnar, Árna Þór Sigurðssyni, sem er fulltrúi Vinstri grænna f borg- arstjórn. Árni hefur áður sýnt leigubílum og einkabílum fjand- skap, enda er hann þekkturað því að vilja hafa alla gangandi, hjólandi eða f strætis- vögnum." - Kristinn Snæland I Taxatlöindum þar sem hannfjallarm.a.um flótta ungra manna úr stétt leigubflstjóra og skllnlngsleysi borgaryfír- valda gagnvart leigubllum sem al- menningsfarartækjum. t r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.