Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14.JÚLI2003 Öll gögn í dagsljósið Á slysadeild SLYS: Fernt var flutt á slysa- deild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða við Lönguhlíð og Barmahlíð um tvöleytið í fyrrinótt. Meiðsli voru ekki talin alvarleg en bílar skemmdust nokkuð. Almennt var rólegt hjá lögreglu um helgina. Víða var þó nokkur fjöldi fólks, svo sem á ýmsum sumarhátíðum, en allt gekk slysalítið fyrir sig. LÖGSAGA: Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG og nefndarmaður í utanríkismála- nefnd, segir að auðvitað eigi það að vera í höndum Islend- inga að dæma í máli banda- ríska hermannsins sem ákærð- ur er í hnífstungumálinu svo- kallaða. Lögsagan sé íslensk, ekki síst þegar um svona al- varlegt mál sé að ræða. „Hafi þannig verið gengið frá málum á sínum tíma að eitt- hvað annað gildi í reynd en fyrir liggur opinberlega, þarf það að koma fram í dagsljósið. I gær var það sterklega gefið í skyn að slíkur baksamningur væri til. Hann þarf þá að draga fram í dagsljósið. Ef ekki er við annað að styðjast en íslensk lög, várnarsamninginn og op- inber fylgiskjöl hans er valdið í höndum (slendinga, lagatúlk- un einföld og enginn vafi á því að íslendingar þurfa ekki að framselja manninn. Fastar ÞÓRISVATN: Björgunarsveit- armenn fundu við Þórisvatn síðdegis í gær tvær konur og börn á bíl. Konurnar óku út á illfæran veg við Vatnsfell, þar sem þær festu bílinn. Hjálp- samur vegfarandi hafði losað bíl kvennanna þegar björgun- arsveitarmenn komu á stað- inn. Þeir fylgdu konunum til byggða. Yf r 5.300 manns á atvinnuleysisskrá Töluverð aukning frá því í fyrra Atvinnuleysi er nú talsvert meira en á sama tíma í fyrra. ( lok júní voru 5.313 manns skráðir atvinnulausir á landinu öllu. Þar af voru flestir á höfuð- borgarsvæðinu, eða 3.902. Atvinnuleysið minnkaði á land- inu í heild um 0,4% í júnímánuði en að meðaltali yfir mánuðinn var 5.081 einstaklingur skráður at- vinnulaus hjá Svæðisvinnumiðlun. Var atvinnuleysið skráð 3,2% af mannafla á landinu í heild í júní. Miðað við júnímánuð í fyrra hef- ur atvinnuleysið aukist um 0,9% á landinu öllu. Þar af er hlutfallslega langmest aukningin á Suðurnesj- um, eða um 2,5%, og næstmest hef- ur atvinnuleysið aukist á höfuð- borgarsvæðinu, eða um 1,1%. Það er aðeins Austurland sem getur státað af engri aukningu á atvinnu- leysi, eða 0% miðað við sama tíma í fyrra. Miðað við júnímánuð í fyrra hefur atvinnuleys- ið aukist um 0,9% á landinu öllu. Heldur fleiri konur eru skráðar atvinnulausar, eða 2.932 á landinu öllu á móti 2.381 karli. Þegar skoð- aðar eru meðaltalstölur yflr at- vinnuleysi síðustu 12 mánaða kem- ur í ljós að í júlí í fyrra voru 3.530 manns skráðir atvinnulausir á landinu öllu, eða 1.551 færri en að meðaltali í júní á þessu ári. At- vinnuleysi jókst verulega þegar kom fram í október og nóvember F'7.og náði hámarki í I febrúar, eða 5.758 Samtals manns. Síðan 3.902 hefur atvinnu- 854 leysi farið hægt og 96 bítandi minnk- 59 andi en talsvert 32 hefur þó verið um 221 uppsagnir að 85 undanförnu, ekki 141 síst á höfuðborg- 220 arsvæðinu. 2.932 hkr@dv.is ATVINNULEYSí f LOK JÚNI Höfuðborgarsvæðið Karlar 1.824 Konur 2.078 Landsbyggðin 1.411 557 - Vesturland 162 66 -Vestfirðir 79 20 - Norðurland vestra 61 29 - Norðurland eystra 367 146 - Austurland 127 42 -Suðurland 217 76 - Suðurnes 398 178 Landið allt 5313 2381 «f*ftö"' AN VINNU: Heldur fleiri konur eru atvinnulausar en karlar. (heild var atvinnuleysi nokkru meira í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, þrátt fyrir að þeim sem eru án vinnu hafi fækkað á undanförnum mánuðum. Uppsveifla í iðnaði 10% veltuaukning á næsta ári Samtök iðnaðarins gerðu könnun á stöðu og horfum f iðnaði í júní sem sýnir aukna veltu iðnfyrirtækja. Könnunin náði til 85 meðalstórra og stórra fyrirtækja í hinum ýmsu greinum iðnaðar með samtals um 6.500 starfsmenn. Sérstaklega var spurt var um áhrif hins háa gengis krónunnar á afkomu iðnfyrirtækja í ár. Helstu niðurstöður eru að áætlað er að velta í iðnaði aukist um 4% í ár og yfir 10% á næsta ári. Að raunvirði nemur aukningin tveim prósent- um í ár og átta prósentum á næsta ári. Þá er áætlað að fjárfesting aukist yfir tuttugu prósent f ár en sjö pró- sent á næsta ári. Að raunvirði nem- ur aukningin tuttugu og einu pró- senti í ár og fimm prósentum á næsta ári. Mikil aukning í fjárfest- ingum í plast- og veiðarfæragerð og prent- og pappírsfyrirtækjum skýrir mestan hluta aukningarinn- ar í ár. Ahrifin af háu gengi krónunnar á afkomu iðnfyrirtækja eru á heild- ina litið neikvæð en mismikil eftir greinum og stærð fyrirtækjanna. Á fyrri hluta ársins hef- ur starfsmönnum í iðn- aði fjölgað um tæp fimm prósent en áætl- að er að hluti þeirrar aukningar gangi til baka með haustinu. Neikvæðust eru áhrifin á lyfja- og hátæknifyrirtæki, plast- og veiðar- færagerð og málm- og skipasmíða- fyrirtæki vegna lakari samkeppnis- stöðu á alþjóðlegum markaði. Hins vegar njóta mörg fyrirtæki í jarð- vinnu, prenti og pappír, matvæl- um og drykkjarframleiðslu góðs af háu gengi sem léttir afborganir á erlendum lánum og lækkar inn- kaupsverð á erlendum varningi. Þó skiptast í tvö horn lítil og stór verk- takafyrirtæki en þau síðarnefndu eru í alþjóðlegri samkeppni og telja hágengið til ills. Ef gengið lækkar á ný munu áhrifin snúast við. Á fyrri hluta ársins hefur starfs- mönnum í iðnaði fjölgað um tæp fimm prósent en áætlað er að hluti þeirrar aukningar gangi til baka með haustinu. Tvær greinar, bygg- ingarstarfsemi og jarðvinna, skýra mestan hluta aukningarinnar en samdrátturinn fram undan tengist fyrirtækjum í lyfjum og hátækni og plast- og veiðafæragerð. hkr@dv.is GENGISÁHRIF: Verktakafyrirtæki í jarð- vinnu, prenti, pappir, matvaelum og drykkjarframleiðslu njóta góðs af háu gengi sem léttir á afborgunarbyrði er- lendra lána og laekkar innkaupsverð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.