Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003 FRÉTTIR 15 Dularfull veiki á Indlandi INDLAND: Yfirvöld í Andhra Pradesh-héraðinu á Indlandi reyna nú að stemma stigu við dularfullri veirusýkingu meðal barna. Næstum 100 börn hafa látið lífið vegna veik- innar síðustu tvær vikur en enn vita yfirvöld ekkert um orsakir hennar. Helstu fórnarlömbin eru vannærð börn á aldrinum 2-14 ára, en ein- kenni hennar eru hár hiti og niður- gangur. Helstu vísindamenn hafa enn ekki náð að greina hvaða veiki er þarna á ferð, en þó er talið líklegt að slæmt ástand hreinlætismála, vannæring og mikil útbreiðsla moskítóflugna spili stórt hlutverk í því að gera veikina svo skæða sem raun ber vitni. Yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki náð að stöðva útbreiðsluna en þau hafa nú hafið átak sem miðar að því að bæta hreinlæti á svæðinu. íraskir leiðtogan Fimm helstu leiðtogar þjóðar- og trúarhópa í írak á blaðamannafundi eftirfyrsta fund nýskipaðs 25 manna framkvæmdaráðs, sem kom saman til fyrsta fundar í Bagdad í gær. Ráðið hefur vald til þess að skipa og reka ráðherra og ákveða stjórnar- stefnuna auk þess sem því er ætlað að koma að samningu nýrrar stjórnarskrár, sem ryðji brautina til lýðraeðislegra kosninga á næsta ári. Condoleezza Rice öryggismálafulltrúi: Segir íraka hafa reynt að kaupa úraníum Condoleezza Rice, öryggis- málafulltrúi Bush Bandaríkja- forseta, hélt því fram í gær, þvert ofan í fyrri fullyrðinar leyniþjónustunnar, CIA, að áreiðanlegar heimildir væru fyrir því að írakar hefðu reynt að verða sér úti um úraníum í Nígeríu. Rice tók þó undir íyrri ummæli talsmanns Hvíta hússins um að umræddar fullyrðingar hefðu ekki átt að koma fram í stefnuræðu forsetans sem hann hélt í janúar sl. I stefnuræðunni sagði Bush að bresk stjómvöld hefðu komist yfir upplýsingar um að írakar hefðu þá nýlega reynt að komast yflr ótil- greint magn af úraníum frá Afríku. „Bresk stjórnvöld höfðu haldið þessu fram og staðhæfing forsetans var því hárrétt," sagði Rice og bætti við að svipaðar upplýsingar hefðu komið fram í skýrsíu leyniþjón- ustunnar. „Það vom mistök að þetta skyldi koma fram í stefnu- ræðu forsetans þar sem upplýsing- arnar vom aðeins byggðar á hráum leynilegum gögnum,“ sagði Rice. Skráðu þig á www.dv.is fyrir 15. júlí og þú gætir verið á leið til London eða Kaupmannahafnar í boði Terra Nova Sól TERRA vyiv NÓVA jsd - 25 ÁRA OE TRAUSTSINS VBRÐ Nicotinell r Þú nálgast eldri pistla Guðbjargar Upplýsingar um Nicotinell nikótínlyf Reykingaprófið Þú getur sent fyrirspurnir til Guðbjargar 3ll tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hc tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum . til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn,' en ekki má lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega .......yggja fleiri en 25 stk. á dag. tkki er ráðlagt að nota lyfið leði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.