Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Page 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 Mikil launahækkun atvinnumAl Samtök at- vinnulífsins í Danmörku hafa birt niðurstöður launakönnun- ar sinnar og samkvæmt henni hækkuðu laun á dönskum vinnumarkaði um 3,9% frá því í fyrra. Þetta er nokkuð minni hækkun en hér á landi en sam- kvæmt launavísitölu Hagstofu íslands hafa laun á almennum vinnumarkaði á Islandi hækk- að um 5,5% frá því á sama tíma í fyrra. Þá voru launa- hækkanir enn meiri í opinbera geiranum, eða 5,9%. Sam- kvæmt því hafa launahækkanir hérlendis verið nærri tvöfalt meiri en aðjafnaði meðal þeirra ríkja sem við berum okk- ur jafnan saman við. Sambæri- legar hækkanir launa í ríkjum ESB eru 3% að meðaltali á ári. Hraðbraut SKÓLAMÁL Framhaldsskólinn Hraðbraut var settur í fyrsta skipti á fimmtudag í Víðistaða- kirkju. Skólinn býður nemend- um sínum að Ijúka stúdentprófi á tveimur árum en alls munu 52 hefja nám við skólann á mánu- dag. Boðið verður upp á tvær námsbrautir, málabraut og nátt- úrufræðibraut. TM örruggllega ENNING: TM tekur nú í fyrsta sinn þátt í Menningarnótt en fyrirtækið vill með þátttöku sinni ýta undir blómlegt menningarlíf á íslandi, styrkja og styðja við bakið á lista- mönnum og leggja sitt af mörkum til að efla og lífga miðbæ Reykjavíkur. Ilmur Stef- ánsdóttir opnar listasýninguna „TM-örrugllega" og stendur hún yfir til 21. ágúst nk. Þá verður gamall slökkviliðsbíll til sýnis og tveir slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins á staðnum. Dagskrá- in verður í húsnæði TM frá klukkan 13.00 í dag og fram undir miðnætti og verður gest- um og gangandi boðið upp á blöðrur, djús, kaffi og góðgæti í bland við menningu og listir. Forstjóra B&L sagt upp þegar hann var að fara í frí: Engar ástæður gefnar fyrir uppsögninni Erna Gísladóttir hefurtekið við stjórnarataumunum í FORSTJÓRASTÓLINN: Erna Glsladóttir hefur nú sest í forstjórastólinn hjá B&L í kjölfar brottreksturs Jóns Snorra Snorrasonar. Jóni Snorra Snorrasyni, sem var ráðinn forstjóri Bifreiða & land- búnaðarvéla í aprílmánuði 2002, hefur verið sagt upp störfum. Jón Snorri var að fara í frí um miðjan júlí þegar honum var sagt upp störfum af Gísla Guðmundssyni stjórnarfor- manni. Engar ástæður voru gefnar fyrir uppsögninni. „Það var engin skýring gefin. Gísli Guðmundsson neitaði mér um hana. Ég var á leiðinni í frí og vildi helst ekki fara í frí með upp- sögn án frekari skýringa. Mér var í raun bara sagt að fara. Ég hafði ekki fengið neina aðvörun né „gult spjald“ í mínu starfl hjá B&L. Það er auðvitað hverjum manni í sjálfs- vald sett hvort ráðningarsamningi er sagt upp án skýringa," segir Jón Snorri Snorrason. - Er búið að ráða í starf forstjóra að nýju? „Erna Gísladóttir, dóttir stjórnar- formannsins og stjórnarformaður Bflgreinasambandsins, hefur tekið við starfmu, og það kann vel að vera að fjölskyldan hafi viljað halda forstjórastarfinu innan fjölskyld- unnar.“ - Hvað tekur við hjá þér? „Ég var á leiðinni í frí, og tek það. Ég ætla svo að sjá til þegar líða tek- ur á mánuðinn enda erfitt að hitta á menn eða skoða vinnumarkaðinn í ágústmánuði þegar margir eru ekki komnir úrfríum." Rót á markaðnum Jón Snorri segist ekki vita til þess að til standi nein sameining hjá B&L við annað bflaumboð. Hann segist ekki vita í hvaða viðræðum fjölskyldan kunni að hafa verið, en stofnandinn, Guðmundur Gísla- son, og eiginkona hans eigi enn meirihluta í fyrirtækinu þannig að það geti ekki orðið nein uppstokk- un innan ijölskyldunnar. „Það hefur verið gríðarlega mikið rót á þessum markaði og félög til sölu eins og KLA-umboðið og Honda-umboðið og nýlega seldi fjölskylda Ingvars Helgasonar Bfl- heima og Ingvar Helgason. Það hafa verið eignabreytingar hjá Heklu og Toyota og það standa mörg bflaumboðin illa, þau eru Jón Snorri Snorrason, fráfarandi forstjóri B&L, var að fara í frí um miðj- an júlíþegar honum var sagt upp störfum af Gísla Guðmundssyni stjórnarformanni. Eng- ar ástæður voru gefnar fyrir uppsögninni. mörg hver áhyggjuefni sinna við- skiptabanka eftir mikið samdrátt- arskeið og berjast sum hver í bökk- um. Ég tel því að fyrirsjáanlegar séu miklar hræringar á þessum mark- aði. Ég tel ekki lfldegt að Ingvar Helgason sé að sameinast öðru bflaumboði, það umboð er það stórt að það þarf ekki að sameinast öðru umboði. Það stendur heldur ekki til að ég verði næsti forstjóri þess fyrirtækis, en gg hef verið spurður að því síðustu daga," segir Jón Snorri Snorrason. gg@dv.is OG SVO PRENTA: Valgerður Sverrisdóttir raesti I gær nýja og fullkomna prentvél sem Prentmet hefur fest kaup á. Nýja vélin verður m.a. nýtt í umbúðaprentun. Ráðherra í prentverkið IÐNAÐUR: I gær ræsti Valgerður fleiri leiðir í framleiðslu umbúða en Sverrisdóttir iðnaðarráðherra full- komnustu umbúðaprentvél sem tekin hefur verið í notkun á Islandi, en Prentmet hleypir nú af stokkun- um nýrri framieiðslulínu við gerð pappírsumbúða. Segja forsvars- menn Prentmets að með þessari viðbót á umbúðamarkaðinn sé mörkuð ný hugsun í umbúðaþjón- ustu á íslandi. Vélin skapi nýja samkeppnismöguleika og tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og markmiðið sé að bjóða betri, fjölbreyttari og þekkst hafi hér á landi. Þá hefur Prentmet síðustu misserin einnig lagt áherslu á að styðja við ýmis samfélagsmálefni og sem liður f forvarnarstarfi kemur nú út ný lita- bók um Ýmu tröllastelpu og er það verkefni unnið í samstarfi við Regnbogabörn. Samtökunum var afhent fyrsta litabókin af fimmtán þúsund sem Prentmet gefur öllum sex til átta ára börnum á landinu en tilgangurinn er að fræða þau um einelti og afleiðingar þess. Veðrið á morgun Suðlaeg átt, yfirleitt 3-8 m/s.Rigning eða skúrir, einkum um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri f öðrum landshlutum.Hiti i bilinu 10 til 20 stig. 66 Sólarlag í Sólarupprás á kvöld morgun Rvík 21.42 Rvík 05.23 Ak. 21.40 Ak. 04.53 Síðdegisflóð Árdegisflóð Rvlk.21.16 Rvík 08.58 Ak. 13.31 Ak.01.36 Veðriðídag Veðríökl. 12 í gær í y Akureyri skýjað 17 Reykjavík skúrir 12 Bolungarvík Egilsstaðir hálfskýjað 17 Stórhöfði úrkoma 12 Kaupmannah. skúrir 18 Ósló skýjað 20 Stokkhólmur Þórshöfn súld 13 London léttskýjað 23 Barcelona léttskýjað 32 New York hálfskýjað 24 París skýjað 25 Winnipeg heiðskírt 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.