Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 57
t-- LAUGARDAGUR I6.ÁGÚST2003 TILVERA 61 ( REGflBOGinn ! SÍMI 551 9000 Sýnd kl. 3,5.30,8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 2,4,6,8.30 og 10.40. TEARSOFTHESUN: Sýnd kl. 3,5.30,8 og 10.30. CHARLIE'S ANGELS 2: Sýnd kl. 2,4,6,8 og 10.15 ÆVINTYRITUMA ÞUMALS OG ÞUMALfNU: Sýndkl.4og6. LEGALLY BLONDE 2: Sýndkl.6. WeeksNotice FiÖLMffiLAVAKTIN Kristinn J. Arnarson kja@dv.is Fussumsvei Það er að sjálfsögðu að bera í bakkafullan lækinn þegar kvartað er yfir því hversu tón- listarmyndböndin með vinsæl- ustu lögunum eru oft geril- sneydd og hreinlega mann- skemmandi í sumum tilvikum. Sum þeirra jaðra svo greinilega við klám að það er eiginlega hörmung að horfa á það - það eina sem vantar er að þessar örsmáu pjötlur, sem hanga utan á kvenlíkömunum sem hafðir eru til skrauts, fjúki og þá væri komið efni sem ætti heima undir borði á sóðaleg- ustu vídeóleigum bæjarins. Þess vegna undraðist maður það verulega hér um árið þegar myndband Bjarkar, þar sem hún var ekki klædd einni ein- ustu spjör, var bannað í hverju landinu á fætur öðru. Þar voru þó ekki hafðir uppi neinir kyn- ferðislegir tilburðir heldur lík- aminn notaður á listrænan hátt. Það er að mínu mati mun grófara þegar íturvaxið kven- fólk á undirfötum skekur sér unnvörpum á karlsöngvurum eða táningsstelpur syngja frygðarsöngva um leið og þær vanda sig við að sýna akkúrat eins mikið hold og leyfilegt er. Og fyrst ég er kominn á flug í umræðu um popptónlist - hvað er eiginlega í gangi með þennan hræðilega „vocoder"- effekt sem tröllríður öllum for- múlupopplögum þessa dag- ana? Með honum eru raddir unnar í tölvu þannig að skipt- ing milli tónbila verður vélræn og gerir ekkert annað að verk- um en að röddin hljómar asna- lega. Já, fussumsvei, segi ég eins og áttræð kerling. Þrítugur maðurinn. MYNDBÖND Slakt framhald Japanska hryllingsmyndin Ringu sló eftir- minnilega í gegn á Vesturlöndum og í fýrra var gerð bandarísk endurgerð sem tókst með ágætum. Áður en sú endurgerð leit dagsins Ijós var búið að gera Ringu 2 í Japan og það verður að segjast eins og er að hún er langt f frá að vera jafn góð og sú fyrri. I stað atriða sem fá hárin til að rísa er Ringu 2 uppfull af illskiljanlegum samtölum nokkurra persóna um afdrif annarra. Ring ★★ Sem fyrr er það myndbandsspólan sem er ástæðan fyrir hryllingnum. Hér er viðbótin meðal annars sú að það kemur í Ijós að Sada- ko (sú sem var í brunninum) hefur lifað mun lengur en menn ætluðu og aðalpersónan Mai leggur upp í ferð ásamt hinum unga Yoichi ( leit að hinum eina sannleika en Mai telur réttilega að Yoichi sé undir áhrifum frá Sada- ko.Sú leit leiðir meðal annars á geðsjúkrahús þar sem ýmsir dularfullir atburðir gerast. Myndbandsspólan sjálf kemur mun minna við sögu f Ringu 2 og er það meðal annars ástæðan fyrir því að hryllingurinn verður aldrei jafn áhrifamikill og Ifyrri myndinni.Sjálf sagan er hálfgert kraðak og þeir sem ekki sáu fyrri myndina fá lítinn botn (hvað er að ger- ast. Hideo Nakata, sem leikstýrir báðum myndunum, tekst illa til (þetta skiptið og nú er þara að sjá hvort hann nær sér á strik ( þriðju Ringu-myndinni sem gerist á undan at- burðum þeirrar fýrstu, en fljótlega verður fjall- að um hana á þessum síðum.. hkart@dv.is Útgefandi: Myndform. Gefín út á myndbandi og DVD. Leikstjóri: Hideo Nakata. Japan, 1999. Lengd: 95 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Leikarar: Miki Nakatani, Hitomi Sato, Kyoko Fukada og Fumiyo Kohinata. Ekki er allt sem sýnist STJÖRNUGJOF DV ★ ★★★ Nói albínói ★★★★ Terminator 3 ★★★ HULK ★★★ Charlie Angels Full Throhle ★★ Jet Lag ★★ Matrix Reloaded ★ ★ Legally blonde 2 ★★ Lizzie McGuire Movie ★★ Below gerist um borð í kafbáti í síðari heims- styrjöldinni. Þegar myndin hefst hefur sá at- burður gerst að skipstjórinn hefur fallið fyrir borð, eða svo er sagt. Andrúmsloftið er raf- magnað enda kafbáturinn á hættuslóðum. Ekki minnkar spenningurinn meðal áhafnar- innar þegar þremur skipsbrotsmönnum er bjargað. Einn þeirra er ung kona og er það trú margra að kona um borð í kafbáti boði ógæfu. f kjölfarið fara dularfullir atburðir að gerast sem erfitt er að fá skýringu á og það er ekki laust við að sú hugsun læðist að manni að ekki séu allir sem við sögu koma (tölu lif- enda._ Below ★★★ Below er spennandi og vel gerð kvikmynd. Helsti galli hennar er að hún tekur á of mörg- um þáttum mannlegra samskipta og þó að látið sé í Ijós að ekki sé allt éins og það á að vera vegur hún salt á milli þess að vera spennandi drama og spennandi drauga- mynd. Það er því ekki svo slæm hugmynd að vera ekki með of mörg svör við mörgum spurningum í lokin. Hvað sem því liður hefur Below jafna og góða stígandi og er vel leikin. Þá eru nokkur atriði þar sem dulúðin er mest frumleg og vel gerð. j'Kjjmratjrtrt SOIÍAJK ?HE S'tRFIICf M3J flJsS Sfíf fl F I, í! W Útgefandi: Skifan. Gefínútá myndbandi. Leik- stjóri.Dovid Twohy. Bandaríkin, 2002. Lengd 106 mln. Bönnuð börnum innan 16 ára. Leikarar: Matt Davis, Bruce Greenwood, Olivia Williams og Holt McCallany. hkarl@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.