Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Síða 27
LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 DVHELGARBLAÐ 27 fímm söngvara og mun flytja ein- söngskafla. „Ég er nýkomin að utan þar sem ég tók þátt í forvinnu fyrir verkið sem fólst að mestu leyti í spuna. Við vorum látin spinna heilu dagana og það var allt hljóð- ritað og jafnvel kvikmyndað. Síðan mun Andrea Molino fara yfir efnið og nýta hugmyndir úr því, en það er hann sem skrifar verkið og stjórnar því.“ Eitt er þó víst: Gunn- laug mun syngja á óhefðbundinn hátt, þ.e.a.s með hljóðum í stað orða. „Tilfínningin í röddinni skiptir „Mammá segir að ég hafi ekki hjalað eins og önnur börn heldur komu einhver furðu- hljóð upp úr mér og það var grínast með að ég væri hreinlega and- setin." meira máli en að vera með hljóða- sýningu eða raddfímleika. Það er oft þreytandi að hlusta á einhvern sem keppist við að vera hljóðgervill eins og margir hafa tilhneigingu til á þessu sviði; mikilvægara er að skapa framvindu og stemningu." Skapandi fólk virkjað Gunnlaug er í sambúð með gítar- leikaranum Guðmundi Péturssyni, þannig að það er mikil tónlist á heimilinu, en Gunnlaug segist líka syngja á hefðbundinn hátt og að þau hafí samið og unnið saman. Gunnlaug kláraði þrjú stig í klass- ískum söng hjá Jóhönnu Linnet í FÍH, var einnig í Kórskóla Jóns Stef- ánssonar og söng um tíma með Langholtskirkjukómum. „Þeir vom mjög hissa í Frakk- landi þegar ég sagðist ekki hafa ver- ið í neinu sérstöku raddlistarnámi. Þar er reyndar mjög takmarkað sem maður getur ménntað sig á því sviði. Ég er með frekar langa rödd, fjórar til fimm áttundir, en svo er það líka breiddin sem þetta byggist á og ekki síst að þekkja sjálfan sig.“ Auk þess sem Gunnlaug tekur þátt í Credo-uppfærslunni fær hún tækifæri til að vinna að sínum eigin verkefnum í miðstöðinni. Þar er að finna aðstöðu fyrir hin ýmsu list- form eins og grafíska hönnun, ljós- myndun og myndbandagerð. Það kemur sér ekki síður vel því að Gunnlaug hefúr bæði lært og lagt stund á ljósmyndun og einnig klárað Kvikmyndaskóla fslands. í tónlistardeildinni segir Gunnlaug að mikið sé fengist við elektróník, bræðing hennar og ólíkrar tónlist- ariðkunar eða annarra listforma. í Fabrica er fyrst og fremst verið að virkja skapandi og sjálfstætt fófk víðsvegar að, sem oftar en ekki er með nýstárlegri hugmyndir en gengur og gerist. Miðstöðin gefúr svo einnig út sitt eigið tímarit, Colors, sem dreift er í 70 löndum. Gunnlaug er fyrsti íslendingurinn sem boðið er að dvelja í Fabrica og henni er séð fýrir húsnæði, ferða- kostnaði og launum. „Bara það að hitta allt þetta fólk frá öllum þessum löndum og geta verið að fást við Iiliðarverkefni með þeim er nógu spennandi," segir Gunnlaug, spennt fyrir Ítalíudvöl vetrarins. snaeja@dv.is bókunum! Altt í skólatöskuna... SkatðÆ virka tíaga kl. lChOO -18:38 iaasaníaga W. 11:00 - te-X‘0 swmodCfk ki 13Æ0- 17.-C0 Smáfafintí: vi/ka tíaga kl 11 r£® -1 SrQC laösartaga U. 11:00 - l&CO suseutíasa ki. 13:00 - 12.CC CJerargátu: virk2 tía qz kt„ 11 rOO -18:38 JUmriyri fatígartíaga kL 11Æ0 -15ÆC saffinutíaga Lokaí VersJun: 550 4100 • PanIsmr: 550 4111 Fzi: 558 4101 • wvi>f.otfks1.ts Allir fá innleggsnótu hjá Office 1 og gildir innleggsnótan til úttektar á hverju sem er í versluninni. Office 1 áskilur ser rétt til að hafna móttöku bóka sem eru úreltar, ónothæfar eða til I of miklu magni. SKÓLAR - NÁMSKEIÐ - TÖLVUR Magasín kemur aftur út 21. ágúst, eftir sumarfrí. Fjölbreytt og efnismikið blað að vanda. Meðfylgjandi verður aukablað sem helgað er skólum, námskeiðum, tölvum o.fl. Tryggið ykkur auglýsingapláss í tíma. Hafið samband við Ingu í síma 550 5734 eða inga@dv.is vegna auglýsinga. Efnisumjón er í höndum Sigurðar Boga Sœvarssonar í síma 550 5818, eða sigbogi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.