Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 32
36 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003
Rífur hár af kynfærum kvenna
Það er misjafnt hvað mennirnir aðhafast en eitt
er Ijóst, að ekki hafa margirþað starfmeð hönd-
um að rífa hár afkynfærum kvenna. Unnur Ás-
dis Stefánsdóttirersnyrtifræðingursem gerirlít-
ið annað en að bjóða upp á svokallað brasilískt
vax og er brjálað að gera hjá henni í Baðhúsinu.
„Ég tek stundum 5-6 kúnna á dag. Þetta
kemur í bylgjum en ég er t.d mikið með
íþróttafólk," segir Unnur Ásdís Stefánsdóttir,
23 ára snyrtifræðingur í Baðhúsinu, sem tekur
fólk í brasilískt vax. Unnur virðist vera eini
snyrtifræðingurinn í borginni sem býður upp á
slíka þjónustu, alla vega fara þá aðrir frekar
leynt með það. Fyrir þá sem hafa ekki heyrt um
slíka þjónustu áður er brasilískt vax heitið á
vaxmeðferð á kynfærum sem felur í sér að öll
hár eru fjarlægð. Vaxið sem notað er við verkn-
aðinn hefur lftið með Brasilíu að gera heldur er
nafnið lfldega dregið af míníbikiníum brasil-
ískra kvenna sem eru svo lítil að þau hylja lítið
af líkamshárum og því nauðsynlegt að vera vel
snyrtur að neðan til að skarta slíkum klæðnaði.
Vaxmeðferð eins og þessi hefúr verið á
boðstólum erlendis í mörg ár en ekki verið sér-
lega áberandi hér heima og hafa snyrtistofur
a.m.k. ekki auglýst sérstaklega slíka meðferð
hjá sér.
Hárvöxturinn minnkar
Það eru tvö ár síðan Unnur útskrifaðist sem
snyrtifræðingur og hefur hún unnið í Baðhús-
inu hálft annað ár. Vaxmeðferð hefur eiginlega
verið hennar sérsvið þar. „Þegar bikinflínan er
snyrt eru konur í nærbuxunum en ef um
brasih'skt vax er að ræða verða þær að fara úr
þeim,“ segir Unnur þegar hún er beðin um að
útskýra hvemig brasilísk vaxmeðferð gengur.
„Eg mæli með því að konur sem hafa ekki
gert þetta áður taki þetta í nokkmm skrefum.
„Ég held að sögurnar um hvað
þetta sé hræðilegt hafi kvikn-
að afþví að konur hafi verið
að reyna að vaxa sig sjálfar
heima hjá sér. Vax sem selt er
til heimanota er oft ekki nógu
heitt og konur kunna ekki að
gera þetta almennilega."
Það er betra að koma nokkmm sinnum og
byrja t.d. á því að taka bikinílínuna vel í stað
þess að rífa öll hárin af í fyrsta skipti," segir
Unnur. Að hennar sögn endist svona meðferð
í 4-6 vikur en það fer reyndar mjög eftir hár-
vexti hvers og eins. Eftir því sem oftar er kom-
HÁRIN BURT: „Ég mæli með því að þær konur sem ekki hafa gert þetta áðurtaki þetta í nokkrum skrefum. Það er
þetra að koma nokkrum sinnum og byrja t.d. á því að taka bikinílínuna vel I stað þess að rífa öll hárin af í fyrsta
skipti," segir Unnur.
ENGIN PEMPlA: Unnur Ásdls Stefánsdóttir, 23 ára snyrtifræðingur í Baðhúsinu, býður körlum og konum upp á
brasilískt vax, þ.e.a.s vaxmeðferð þar sem hár á kynfærum eru rifin upp með rótum.
ið verða hárin líka fínni og vöxturinn minnkar.
„Ég var einmitt að segja við eina hérna að
hún yrði að fara að raka sig ef hún ædaði ekki
að vera orðin alveg sköllótt að neðan um sex-
tugt því hárvöxturinn hefur minnkað svo hjá
henni við það að fara reglulega í vax,“ segir
Unnur og bendir á að það sé hin mesta firra að
fólk verði að safna hárum til þess að koma í
vax. Það sé fi'nt í fyrsta skipti en eftir það eigi
hárin helst ekki að verða lengri en 5 mm löng
áður en farið er í næstu meðferð því þá fer nýtt
hár að myndast í hársekknum.
Ekki beint heim í kynlíf
Það er alls konar fólk sem hefur nýtt sér
þjónustuna en þó segir Unnur að mest sé um
stelpur undir þrítugu. Karlmenn hafa einnig
komið til hennar í þessum tilgangi. En er þetta
ekki óbærilega vont?
„Nei, þetta er alls ekki eins vont og margir
halda. Ég held að sögurnar um hvað þetta sé
hræðilegt hafi kviknað af því að konur hafi
reynt að vaxa sig sjálfar heima hjá sér. Vax sem
selt er til heimanota er oft ekki nógu heitt og
konur kunna ekki að gera þetta almennilega.
Þær ná ekki að strekkja húðina vel og ná þar að
auki bara til ákveðinna svæða og pina sig
hreinlega að óþörfu," útskýrir Unnur. Hún
segir mestu máli skipta að húðin sé vel strekkt
og að hárin séu rifin af í rétta átt. Hún viður-
kennir samt að stundum blæði aðeins úr
hárslíðrinu og þær allra viðkvæmustu hafi
stundum fengið örlítið mar í fyrsta skipú; eng-
inn fari þó grenjandi út frá henni.
„Maður er aumur og bólginn f nokkra tíma
eftir svona meðferð og fer ekkert beint heim að
stunda brjálað kynlíf með kærastanum,“ segir
Unnur. Hún bætir því þó við að þær sem hafa
einu sinni farið í vax komi yfirleitt aftur. Það
hljóti að vera meðmæli. Sjálf veit hún alveg
hvað viðskiptavinir hennar ganga í gegnum
því hún hefur sjálf prófað meðferðina erlendis.
„Erlendis bjóða snyrtistofur upp á miklu víð-
tækari þjónustu eins og mynstur í kynfærahár-
in,“ segir Unnur sem sjálf hefur gert hjarta fyr-
ir konur sem hafa verið á leið í hnapphelduna
og viljað koma karlinum á óvart á brúðkaups-
nóttina.
- En er það ekkert óþægilegt starf að rífa hár
af kynfærum kvenna alla daga?
„Ég ætlaði mér nú einu sinni að verða kven-
sjúkdómalæknir og hver veit nema ég eigi eftir
að láta verða af því. Fyrir mér er þetta bara eins
og hvert annað starf en margar eru mjög
feimnar þegar þær koma, sérstaklega í fyrsta
sinn, en svo verður þetta yfirleitt ekkert mál,“
segir Unnur að lokum. 5naeja@dv.is