Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 TILVEfíA 57 r Höfuðstafír Sjötíu ára Valborg Soffía Böðvarsdóttir leikskólastjóri Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Netfang: ria@ismennt.is Þáttur ? 90 1 dag byrjum við á vísu eftir Höskuld á Vatnshorni: Þegarmín ergróin gröf oggrasið Ieggst íkringum, hlotnast mér sú góða gjöf að gleyma Húnvetningum. I . ' ■ ■ ,: ■ •s •%' ^ f\ ■■ : • -v.' »'-• ■ ,. ^ -* ,m ^ M » Z' * Z.■ ■* **. * **.'■ á£k ^ w ws£,tf. * v— *V £ •' * * -. — — - T Valborg Soffía Böðvarsdóttir leik- skólastjóri, Breiðási 9 í Garðabæ, verður sjötug á mánudaginn. Starfsferill Vaiborg Soffía fæddist í Reykjavík 18.8.1933 og ólst upp í Skerjafirði, í Miðstræti 5 og Efstasundi 54. Eftir gagnfræðapróf fór hún í Fóstruskólann og útskrifaðist 1953, síðan fór hún í húsmæðraskólann á Laugarvatni þar sem hún dvaldi 1954-1955. Veturinn 1983-1984 var hún í framhaldsdeild Fóstru- skóla íslands, 1. áfanga. Eftir það fór hún í menntaskóla og nám í heimspekideild Háskólans. Einnig var hún eina önn í Háskólanum í Uppsala í Svíþjóð. Vcdborg hefur gegn um árin starf- að við kennslu í leikskólum og grunnskólum, hefur m.a. starfað með.fötluðum oglömuðum íKópa- vogsskóla á Kópavogsbraut 1, Safa- mýrarskóla og á Sólheimum í Grímsnesi. Einnig hefur hún unnið í Lækjarskóla í Hafnarfirði og Set- bergsskóla í heilsdagsskóla. Vafborg Soffía hefur verið í félags- störfum fyrir Alþýðuflokkinn og víðar. Fjölskylda Valborg Soffía gifti sig 1.10. 1955. Maður hennar er Magnús Júlíus Jósefsson, plötu-og ketilsmiður og sendiferðarbflstjóri, f. 7.7. 1930. Foreldrar hans voru Guðrún Magn- úsdóttir og Jósef Jónasson. Þau voru bændur í Arnarfirði og síðustu árin sín bjuggu þau á Bfldudal. Börn Valborgar Soffíu og Magnús- ar eru Böðvar Magnússon, f. 31.1. 1956, rafsuðumaður, búsettur í Kópavogi; Jósef Rúnar Magnússon, f. 22.3. 1957, húsasmíðameistari, búsettur í Kópavogi, Ragnar Sveinn Magnússon f. 12.12. 1967, býr í Reykjavflc og er kennari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Allir eru þeir bræður fæddir í Kópavogi. Barnabörn Valborgar Soffíu eru sex og langömmubarn eitt. Systkini Valborgar Söffíu eru Jón Böðvarsson, f. 2.5. 1930, kennari, og skólastjóri sem hefur á undan- förnum árum verið með námskeið í fornsögum á vegum Háskóla ís- lands o.fl.; Vilhelmína Sigríður Böðvarsdóttir, f. 13.6. 1931, hús- móðir, hefur búið í Reykjavík þar til nýlega að hún flutti í Hafnarfjörð; Bjarni Böðvarsson, f. 13.11. 1934, húsasmíðameistari, búsettur í Reykjavík; Böðvar Böðvarsson f. 13.11. 1934, húsasmíðameistari í Reykjavík; Sigmundur Böðvarsson, f. 29.9.1937, lögfræðingur, búsettur í Reykjavík; Hálfsystur Valborgar Soffíu eru tvíburasysturnar Alberta Guðrún húsmóðir og Guðný Þóra, hárgreiðslumeistari Böðvarsdætur, f. 19.6. 1942. Foreldrar Valborgar Soffíu voru Böðvar Stephensen Bjarnason, f. 1.10. 1904, d. 27.10. 1986, húsa- smíðameistari í Reykjavík, og kona hans, Ragnhildur Dagbjört Jóns- dóttir, f. 31.3. 1904, húsmóðir. Ætt Böðvar var sonur Bjarna, b. í Gerði, Jónssonar, b. á Stórubýlu Jónssonar, og Guðrúnar Jónsdótt- ur, b. á Eystra-Miðfelli, Einarsson- ar, í Skipanesi, Einarssonar. Móðir Jóns var Hallfríður Þorleifsdóttir, b. í Belgsholtskoti, Símonarsonar, b. á Þyrli, Þorleifssonar, b. á Þorláks- stöðum í Kjós, Jónssonar. Móðir Sfmonar var Guðrún Eyjólfsdóttir, b. á Ferstiklu, Hallgrímssonar, prest og skálds Péturssonar. Móðir Böðvars húsasmíðameist- ara var Sigríður Jónsdóttir Ólafs- sonar. Móðir Sigríðar var Sesselja Þórðardóttir, systir Bjarna, b. á Reykhólum. Ragnhildur var dóttir Jóns Veld- ing, b. á Rein, Kristjánssonar Veld- ing, sjómanns í Hafnarfirði, Frið- rikssonar Velding. Móðir Jóns var Kristín Þórðardóttir, vinnumanns á Vorsabæ á Skeiðum, Jónssonar. Móðir Ragnhildar var Soffía Jóns- dóttir, útvb. í Vík á Akranesi, Sig- urðssonar, b. á Bakka á Kjalarnesi, Pálssonar. Móðir Sigurðar var Sol- veig Sigurðardóttir, systir Magiús- ar, langafa Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra. Bróðir Solveigar var Árni, langafi Sæmundar, afa Sighvats Björgvinssonar alþingismanns. Móðir Soffíu var Sigríður Ólafsdótt- ir, b. á Litlu-Fellsöxl í Skilmanna- hreppi, Magnússonar. Móðir Ólafs var Sigríður Ólafsdóttir, b. á Snart- arstöðum, Hermannssonar, bróður Bjarna á Vatnshorni, langafa Guð- bjarna, föður Sigmundar háskóla- rektors. Valborg Soffía verður að heiman á afmælisdaginn. Hún skrapp til Benidorm á vegum Heimsferða og dvelur á E1 Faró á Poniente-strönd! Sm áauglýsingar % DV 550 5000 ^ jí Sú næsta er eftir Maríu Bjarnadóttur. Þessa kallar hún Gjaldþrot: Hér eru menn sem gráta gull, ganga burtu „slyppir". Líka afsínum sauðum ull sjálfur fjandinn klippir. Skarða-Gísli, hver sem hann nú var, orti þá næstu: Hálsinn skola mér er mál, mín því hol erkverkin. Égmun þola þessa skál - það eru svolamerkin. Káinn átti það til að svara hvatskeytslega fyrir sig ef að honum var vegið. Einhver kvenmaður hefur væntanlega verið að atyrða hann fyrir drykkjuskapinn þegar hann svaraði með þessari vísu: Gafmér Bakkus gott að smakka gæðin bestu, öl og vín. Honum á égþað að þakka að þú ert ekki konan mín. Kristján Hreinsson vann það afrek fyrir skömmu að yrkja hring- henda limru. Reyndar er að líkindum ekki rétt að kalla þetta hring- hendu, en svo mikið er víst að ris 2. bragliðar ríma saman í ölium lín- unum: Hér limran skal lýsa í stafni, hún lengi á íslandi dafni, þvíhúnersú vísa sem hérna skal prísa oghelst efhún rís undir nafni. Páll Jóhannesson orti til óknyttastráka: Þið hafíð sýnt ykkar fegursta fag, þó framtakið miði’ei til dáða. Égóska þess svona íofanálag að andskotinn hirði’ykkur báða. Næsta vísa er eftir ókunnan höfund: Sjálfsafneitun er víst enn á ósköp lágu stigi úr þvíjafnvel AA-menn eru á fylliríi. Við endum á vísu eftir Helga Sveinsson: „Linast kvöl íhrygg og hupp “, héraðslæknir tautar. Lyftir faldi, læðist upp lærið bert og sprautar. smáauglýsingablaðið -berðu saman verð og órangur Sama verð ó smáauglýsingum alla daga 500 kr. 700 kr. 950 kr. Smáauglýsing dn myndar, pöntuö á www.smaauglysingar.ls Smáauglýsing án mynáar, pöntuö hjd DVeöalslma Smáauglýsing meö mynd, pöntuö hjá DV, I slma eöa á www.smaauglysingar.is Við birtum - það ber árangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.