Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 26
26 DV HELOARBLAÐ LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 .SÍÍÉC HÆFILEIKARÍK: Gunnlaug er svokallaður raddlistamaður. Hún getur skríkt á við hvaða kriu sem er og búið til hin undarlegustu hljóð. Þessir hæfileikar hennar fá að njóta sín á Italíu í vetur þar sem hún tekur þátt í uppsetningu á verk- inu Credo sem verður frumflutt í Karlsruhe í Þýskalandi næsta vor. (junnlaug Þorvaídsdóttir hefur þann sérstaka hæfileika að geta sungið án orða. í staðinn not- ar hún hljóð og getur söngur hennar hijómað angurvær eins og fiðla eða ógnandi eins og ófreskja. Þessi sérstaki hæfileikihennar hefur nú borið fiQoa til Ítaiíu þar sem hennfhefur verið boðið að taka þdtt í uppfærslú á vegum Fabrica, lista- og rannsóknarseturs í eigu Benetton-fyrir- tækisins. „Mamma segir að ég hafi ekki hjalað eins og önnur börn heldur komu einhver furðu- hljóð upp úr mér og það var grínast með að ég væri hreinlega andsetin," segir Gunnlaug Þorvaldsdóttir sem er 27 ára og hefur þann sérstaka hæfileika að geta sungið á óvenju- legan hátt. Flestir myndu kalla það hljóð frekar en söng en sem dæmi má nefna að hún getur látið röddina í sér hljóma angurværa eins og fiðlu eða flautu, hermt eftir fuglum og framkallað undarleg hljóð eins og ófreskja. „Þegar ég var þriggja ára var ég farin að ná mörgum fuglahljóðum og hermdi t.d vel eftir kríu. Fjölskyldan var mikið í sumarbústað við Rauðhóla og þar var ég alltaf úti að tala við fuglana og pikkaði upp mikið af hljóðum úr náttúrunni," segir Gunnlaug. Skríkir eins og fugl Þessir sérstöku hæfileikar Gunnlaugar hafa borið hana víða en hún vakti fyrst at- hygli fjölmiðla fyrir fuglahljóð sín þegar hún lék m.a máv í útvarpsleikriti eftir Jón Gnarr á sínum tíma. Gunnlaug hefur hins vegar hætt að fást við fuglahljóðin á síðari árum og þess í stað notast við röddina í listrænni tilgangi með söng og raddgjörningum. Hún er nú á leið til ftalíu þar sem henni hefur verið boðin vist við Fabrica, sem er lista- og rannsóknar- setur í eigu Benetton-fyrirtækisins, skammt frá Treviso á Norður-ftalíu. Fabrica leitar að hæfileikafólki víðs vegar um heim og býður því að koma og dvelja í miðstöðinni og fundu starfmenn Fabrica Gunnlaugu á tónleikum í Frakklandi í vor. Þar dvaldi hún á Institute for living voice. Þar hittist fólk sem er að vinna með röddina og notarhana á margvíslegan og óhefðbundinn hátt. Það voru þeir David Moss, raddlistamaður og djasstrommari frá New York, og Andrea Molino, hljómsveitar- stjóri og yfirmaður tónlistardeildar Fabrica, „Tilfinningin íröddinni skiptir meira máli en að vera með hljóðasýningu eða raddfim- leika. Það er oft þreytandi að hlusta á einhvern sem keppist við að verá hljóðgervill eins og margir hafa tilhneigingu til á þessu sviði; mikilvægara er að skapa framvindu og stemningu." sem báðu Gunnlaugu að koma og vinna að uppsetningu á verkinu Credo. Það verður síðan frumflutt í Karlsruhe í Þýskalandi næsta vor. Verkið verður einnig sýnt á hátíð í Istanbúl 1995. Þeir David og Andrea voru gagngert að leita að fólki í verkið þegar þeir fundu Gunnlaugu. „Verkið verður flutt af 90 manna sinfóníu- hljómsveit og sólistum ásamt hljóðupptök- um og rafhljóðum. Þetta er margmiðlunar- verk þar sem notast er við tölvumyndir og myndbandsupptökur og einnig gervihnatta- sendingar þar sem nokkrir hljóðfæraleikarar Ieika í beinni útsendingu frá öðrum stöðum í heiminum. Verkið er byggt á sögunni um fall Babýlon og markmið þess er að sameina mannkynið þrátt fyrir ólík trúarbrögð, kyn- þætti og mismunandi tungumál. Þess má geta að notast verður við brot úr viðtölum við fólk úr blönduðum hjónaböndum og þeim varpað á skjá,“ útskýrir Gunnlaug. Hvert hennar hlutverk verður nákvæmlega í þessari uppsetningu er enn ekki fullákveðið, því enn er verið að semja verkið, en hún verður í hópi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.