Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 10
70 SKOÐUN LAUGARDAGUR 16.ÁOÚST2003 m Sneitt að Samtökum atvinnulífsins Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofn- unar, gengur hart fram í viðtali við DV um liðna helgi. Þar falla þung orð og alvarleg í garð Samtaka atvinnulífsins. „Eftir að rannsókn okkar á olíufélögunum hófst gerðu sum hagsmunasamtök fyrirtækja harða hríð að okkur. Samtök atvinnulífsins settu fram tillögur til að veikja samkeppnis- lögin og nú hafa heyrst þær raddir, t.d. í Við- skiptablaðinu, að þessar tillögur hafi kannski verið fulllitaðar af þeim fyrirtækjum sem sæta rannsókn. Ég held að menn verði að gæta sín í hagsmunagæslunni og ekki gleyma því að virk samkeppni er líka mikið hagsmunamál fyrir- tækja." Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, svaraði Georg Ólafssyni í DV síð- astliðinn mánudag og gerði alvarlegar athuga- semdir við málflutning hans: „Dylgjur for- stjóra Samkeppnisstofnunar um að það hafi áhrif á málflutning samtakanna að hverjum rannsókn beinist eru ekki svara verðar. Það er alveg ljóst að SA hafa ekki aðra hagsmuni af þessum málum en að íslenskt atvinnulíf búi við heilbrigðar leikreglur og hægt sé að treysta málsmeðferð og niðurstöðum opinberra að- ila.“ Ekki er hægt að draga aðra ályktun af orðum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins en að fullkominn trúnaðarbrestur og vantraust sé á milli samtakanna og Samkeppnisstofnunar. Samtök atvinnulífsins hafa talið nauðsyn- legt að endurskoða samkeppnislögin en lagt Þessu viðhorfi atvinnulífsins virðist forstjóri Samkeppnisstofnunar vera ósammála og kýs því að reyna að gera samtökin tortryggileg með því að gefa í skyn að annarleg sjónarmið ráði þar ferðinni. Erfitt er að finna dæmi um að forstöðumaður opin- berrar stofnunar fari opinberlega fram með málflutning afþví tagi sem hér um ræðir. áherslu á að tilgangur samkeppniseftirlits sé að vinna gegn misnotkun á markaðsráðandi stöðu og tryggja sem best eðlilega samkeppni. Samkeppnisyfirvöld eiga hins vegar ekki að stýra uppbyggingu atvinnulífsins eða hamla gegn hagræðingu á markaði. Þessu viðhorfi atvinnulífsins virðist forstjóri Samkeppnisstofnunar vera ósammála og kýs því að reyna að gera samtökin tortryggileg með því að gefa í skyn að annarleg sjónarmið ráði þar ferðinni. Eríitt er að finna dæmi um að forstöðumaður opinberrar stofnunar fari opinberlega fram með málflutning af því tagi sem hér um ræðir. Og ekki er auðvelt að átta sig á því hvaða hagmunum verið er að þjóna þegar gripið er til þess að ráðast með þessum hætti á hagsmunasamtök í atvinnulffinu. Opinská og hreinskiptin umræða um sam- keppnismál - lög og reglur - er ein forsenda þess að nauðsynlegar breytingar á samkeppn- islögum nái fram að ganga. Skýrar leikreglur eru ekki aðeins hagsmunamál fyrir neytendur heldur ekki síður fyrir atvinnulffið - fyrir fyrir- tækin sem flest hver eiga allt sitt undir því að samkeppni sé á sanngirnisgrunni. Þróun og nauðsynlegar breytingar á fyrir- komulagi samkeppniseftirlits verða ekki án þátttöku og með stuðningi atvinnulífsins. Samkeppnislögum má ekki vera stefnt gegn atvinnulffinu og þegar Samtök atvinnulífsins setja fram málefnalegar athugasemdir og til- lögur til breytinga getur forstjóri Samkeppnis- stofnunar ekki leyft sér að gera þær tortryggi- legar með þeim hætti sem hann hefur kosið að gera. Að hafa vaðið fyrir neðan sig | RITSTJÓRNARBRÉF F ÓlafurTeiturGuönason olafur@dv.is Eðlisávísunin segir líklega þeim sem fer í fyrsta sinn yfir á að vænlegast sé að renna beint á vaðið þar sem áin er grynnst. Þegar hann fer yfir í annað sinn hefur reynslan hins vegar kennt honum að betra er að hafa vaðið fyrir neðan sig ef ske kynni að hann hrekti af leið. Undanfarið hefur talsvert verið rætt um hvort eðlilegt sé að stjórn- málamenn þiggi boðsferðir. Tilefn- ið er laxveiðiferð sem Geir H. Haarde íjármálaráðherra þáði í sumar af Kaupþingi Búnaðarbanka. Þetta álitaefni hefur síðan greinst í tvennt: annars vegar er rætt um hvort og þá hvers konar boð er eðli- legt að þiggja en hins vegar um það hvort ástæða sé til að setja reglur um það. Út og suður DV hefur undanfarna daga birt svör þingmanna, ráðherra, borgar- fulltrúa og borgarstjóra við spurn- ingum um hvort þeir haft þegið boðsferðir frá einkaaðilum - þ.e. veiðiferðir, utanlandsferðir eða annað sem telja megi sambærilegt - og hvort þeir telji það eðlilegt. Svör hafa borist frá 39 af alls 77 einstak- lingum. Af þessum 39 hafa aðeins 15 svarað síðari spurningunni af- dráttarlaust neitandi, þ.e. lýst þeirri skoðun að stjórnmálamenn eigi undir engum kringumstæðum að þiggja slík boð. Meirihlutinn telur sem sagt að það geti verið réttlæt- anlegt í sumum tilvikum. Afstaða manna virðist ekki fara eftir stjórnmálaflokkum. Þannig svarar Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, neit- andi. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður sama flokks, er á sama máli og bætir raunar um betur; segir að það sé „ósiðlegt" að þiggja slík boð og ætti að vera „ein af meginreglum í siðareglum stjórnmálamanna að slíkt geri menn bara alls ekki“. Flokksbróðir þeirra, Lúðvík Berg- vinsson, segir hins vegar að slík boð geti verið réttlætanleg. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er á sama máfi og segir það fara eftir „aðstæðum og eðli boðs“. Hún rifjar upp að fyrr á þessu ári þáði hún helgarferð til Lundúna frá útvarpsstöðinni Bylgj- unni og Úrvali-Útsýn sem þessi fyr- irtæki buðu henni í tilefni af starfs- lokum hennar sem borgarstjóra. Ekki einkamál Það kemur óneitanlega á óvart að íslenskir stjórnmálamenn skuli hafa svo misjafnar skoðanir á máli sem fyrir fram hefði mátt ætla að menn væru sammála um. Það er grundvallaratriði hvort og þá að hvaða marki sé eðlilegt að stjórn- málamenn þiggi boð af þessu tagi. Það er ekki endilega einfalt að kom- ast að niðurstöðu um það, mörkin geta verið óljós, en ætla mætti að á löngum tíma myndaðist hefð um hvar þau liggja í megindráttum. Sú virðist ekki hafa orðið raunin hér. Þess vegna hafa sumir stjórnmála- menn þegið boð - eða myndu þiggja boð - sem stórum hópi Þess vegna kjósum við stjórnmálamenn; við treystum dómgreind þeirra. En til þess að geta tekið afstöðu tilþess á fjögurra ára fresti hvort þeir verðskulda traustið verða kjósendur að fá að beita eigin dómgreind á athafnir þeirra. kollega þeirra, jafnvel innan sama flokks, þykir „ósiðlegt" að þiggja. Það er merkilegt. Sumir þeirra sem telja réttlætan- legt að þiggja boðsferðir útskýra við hvað eigi að miða í þeim efnum en miklu fleiri svara því einfaldlega til að menn verði að beita dómgreind sinni í hverju tilviki. Það er í sjálfu sér hárrétt. Það er jafnan betra að beita dómgreind sinni á mál en að gera það ekki. Og þess vegna kjósum við stjórnmálamenn; við treystum dómgreind þeirra. En til þess að geta tekið afstöðu til þess á fjögurra ára fresti hvort þeir verðskulda traustið verða kjósendur að fá að beita eigin dómgreind á athafnir þeirra. Og til þess að geta það verða þeir að vita um þær. Boðsferðir hvers konar, sem allir virðast sammála um að séu í besta falli álitmál sem verði að meta í hvert sinn, hljóta þess vegna að eiga að vera uppi á borðinu. Aðhald kjósenda er öruggasta leiðin til að tryggja að í þessum efn- um sem öðrum temji stjórnmája- menn sér að hafa vaðið fyrir neðan sig, fremur en að renna beint á það og eiga þannig á hættu að missa fót- anna. Fleiri fletir Velgjörningum af ýmsu tagi er vitaskuld beitt víða í þjóðfélaginu til þess að „smyrja" samskipti manna. Sumt af því er sjálfsagt á gráu svæði. Sá er þó munurinn að víðast hvar í einkageiranum höndla menn með eigin fjármuni og eigin hagsmuni en ekki fé og hagsmuni almennings. I umræðunni undanfarna daga hefur kastljósinu heldur ekki verið beint að fjölmiðlum. Það er ekki óal- gengt að fréttamenn og myndatöku- menn þiggi boðsferðir sem oft er ætlað að leiða til umfjöllunar í fjöl- miðlinum. DV hefur spurt ritstjóra og fréttastjóra helstu fjölmiðla um hvernig þessum málum sé háttað hjá þeim og birtir svör þeirra innan tíðar. Sá sem þetta ritar hefur á stuttum ferli þegið þrjár boðsferðir. Ein var á vegum fyrirtækis sem vildi gefa fréttamönnum kost á að kynnast starfsemi þess á erlendri grundu. Viðkomandi fjölmiðill treysti sér ekki til að greiða fyrir ferðina en þótti efnið áhugavert. Eftir á að hyggja hefði verið eðlilegt að geta þess í umfjölluninni sem fylgdi að fyrirtækið hefði greitt fyrir ferðina. Hinar tvær voru kynnisferðir Atlantshafsbandalagsins til Brussel. Reglur og freistingar Hér hefur ekki verið reynt að kom- ast að niðurstöðu um hvaða boð af þessu tagi sé eðlilegt að þiggja. Ef ráðherra má þiggja veiðiferð sem af- mælisgjöf frá einkavini sínum, má hann þá þiggja það frá kunningja . sínum? Eða kunningja kunningja síns? Ef hann má þiggja veiðiferð frá fyrirtæki, má hann þá þiggja tvær ferðir frá sama fyrirtæki? Eða þá vikulegt boð allt sumarið? Ef gagn- rýnt er að ráðherra þiggi slíka ferð, hvað þá með boðsferðir borgarfull- trúa f Elliðaárnar, golf og hestaferðir sem farnar eru árlega? Úr þessu skal ekki leyst hér og nú. En hitt skal fullyrt að reglur um þetta breyta engu. Sem dæmi má nefna innkaupareglur Reykjavíkurborgar. Þar segir til dæmis að útboð skuli viðhaft ef kaup á vöru eða þjónustu fara yfTr tiltekin mörk. Ekki kom það í veg fyrir að þjónusta var keypt af al- mannatengsíafyrirtæki til að bæta ímynd Leikskóla Reykjavíkur án þess að útboð færi fram eða leitað væri eftir undanþágu frá því eins og reglurnar kveða á um. f reglunum segir líka að enginn skuli fara á veg- um borgarinnar í boðsferðir sem tengjast viðskiptum við Reykjavíkur- borg, nema borgarstjóri heimili það sérstaklega! Nú, fyrst borgarstjóri má heimifa það, hvers vegna í fjár- anum þá að setja reglu um að „al- mennt" sé þetta bannað? Og skyldu fulltrúar borgarinnar ekki einmitt hafa farið í slíkar ferðir? Ef eitthvað er verða furðulegar reglur af þessu tagi fremur til að auka líkurnar á því en hitt að stjóm- málamenn tefli á tæpasta vað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.