Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 42
-jf 46 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR I6.ÁGÚST2003 F.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er óskað eftir tilboðum í stólalyftu fyrir Bláfjallasvæðið. Um er að ræða 4—6 manna lyftu með burðargetu frá 2.200 manns á klst. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 9. október 2003, kl. 10.00, á sama stað. SKlÐ 102/3 flWfl INNKAUPASTOFNUN Sil REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Fax 562 2616 - Netfang isr - Sfmi 570 5800 ing isrörhus.rvk.is Til sölu og flutnings Laugavegur 86 F.h. Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar er auglýst til sölu og flut- nings hús á Laugavegi 86. Um er að ræða u.þ.b. 352 m2 hús, kjal- lara, tvær hæðir og ris. Húsinu fylgir lóö að Álagranda 4, Reykjavík. Til viðbótar tilboðsfjárhæö greiðir kaupandi gatnageröargjöld fyrir Álagranda 4, samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Frestur er til 1. desember 2003 að flytja húsið frá Laugavegi 86. Aðstæður, ástand og nánari útlistun hússins kynna mögulegir bjóðendur sér á staðnum.Nánari upplýsingar um húsin og söluskilmála eru afhentar hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur. Tilboð eru bindandi og skulu gilda í mánuð frá undirritun þeirra. Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, fyrir kl. 16.00 27. ágúst 2003, merkt „Laugavegur 86“. INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík - Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang isr^rhus.rvk.is QV vantar blsðbera í Innri-Njarðvík Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Oddnýju í síma 849 6050 Umboðsmaður íBorgarnesi! DV vantar umboðsmann í Borgarnesi fráog meðl.september. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Unni í síma 550 5744 Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Óþekkti skákmaðurinn Skáksagan er full af frásögnum af heimsmeistaraeinvígjum, al- þjóðlegum mótum, titlum og skákstigum. Skák er ekki þannig að hún geti þeirra sem tapa, jafn- vel þó að þeir haf! tapað með sæmd og sæmd þeirra hafi jafn- vel verið meiri en að vinna! En skáksagan er ekki aðeins saga herjöfra og mikilla „hers- höfðingja". Hún er líka saga hins óþekkta skákmanns sem tekur þátt í skáklistinni af lífi og sáf. Margir eru þeir sem hafa lagt hönd á plóginn, haldið skákmót og aðra skákviðburði, og svo eru þeir sem tefla sér til ánægju og gleði. Hér á fslandi eru margir svona skákmenn sem tefla í heimahúsum, á vinnustöðum, í íþróttahúsum og taflfélögum, og svo eru það þeir sem eru kjölfesta okkar skákmanna, velvildarmenn sem skipuleggja skákviðburði, og þeir eru einna mestir skákmenn, af lífi og sál, og vilja framgang skákfistarinnar sem mestan. Það eru margar leiðir til að njóta skákfistarinnar. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, það væri órétt- látt, við skákmenn þekkjum og þekktum þessa menn. En mig langar aðeins að skrifa um oln- bogabörn skáklistarinnar og þá sérstakiega nefna eitt dæmi. Alvis Vitolinis Sá sem ég ætla að minnast í dag hét Alvis Vitolinis og var frá Riga í Lettlandi. Hann var hávax- inn maður og grannur og með fjarrænt augnaráð, já, langt í burtu! En hann náði aðeins al- þjóðiegum meistaratitli í skák og ákafi hans við skákborðið varð ekki beislaður. Auðvitað kynntist hann „töframanninum" frá Riga, Mikael Tal, og tefldi oft við hann, en Vitolinis tefldi af enn meira of- forsi. Ég minnist þess að í gamla daga, þegar skákir bárust ekki jafn oft og í dag, þá var hetja dagsins hjá okkur strákunum sá sem gat sýnt nýjustu Vitolinis- skákina. Alvis (keimlíkt Elvis!) fæddist í Sigulda (Sigöldu!) úthverfi Riga 1946 og lærði að tefla 9 ára gam- all. Hann varð brátt einn af fremstu skákunglingum Sovét- manna og sumir gengu svo langt að segja að hann hefði verið best- ur þeirra. En hann varð snemma sérlundaður og það varð hans einkennismerki að fórna manni fyrir frumkvæðið. Hann varð einna besti hraðskákmaður heims og tefldi mörg æfingarein- vígi við Tal og aðra fremstu skák- menn austur þar. í stuttu máli er hægt að segja að lífshlaup hans hafi verið svona: miklar vænting- ar til hans sem unglings og ótak- markaðir hæfileikar á skáksvið- inu. Hann tefldi á fáum alþjóð- legum skákmótum - sérviska hans kom snemma upp á yfir- borðið og varð honum fjötur um fót. Vitolinis vann meistaramót Lettlands sjö sinnum og mörg minni skákmót vann hann í Eystrasaltslöndunum. Hann bjó hjá foreldrum sínum allt sitt líf, lagði stund á þýsku og þýskar bókmenntir og sóttist námið vel. Fáa vini eignaðist hann. Vitolinis mætti á skákmót eða bankaði upp hjá meisturum og hann var alltaf út af fyrir sig - nema ef menn vildu spyrja, skoða eða tefla þá var hann alltaf tilbúinn. Hann fór aldrei út fyrir Sovétríkin fyrr en skömmu áður en járn- tjaldið féll - hann var ekki til út- fíutnings - þá fór hann til Þýska- lands og tefidi á nokkrum mótum en hann var þá kominn yfir fer- tugt og andleg heilsa hans bág- borin. Þar að auki voru fórnir og nýjungar í skákbyrjunum orðnar að sjúklegri ástríðu. Það er nokkuð ljóst að hann hafði mikil áhrif á Alexei Shirov, sem einnig var frá Riga, þó hann tefli nú fyrir Spán. Leiftursóknir og gambítar voru hans yndi. En Vitolinis var að vissu leyti ein- feldningur og draumóramaður. Ef hann vann skák á móti þá var það nóg - hann var þá betri en andstæðingamir því hann lagði oftast sterka skákmenn á borð við Tal. Hann hafði sannað sitt. Og að lokum fengu þráhyggja og of- sóknarhugmyndir yfirhöndina og hann tók stökkið mikla inn í ei- lífðina í Erevan í Armeníu 1989, en þá hafði kerfið miskunnar- lausa svipt hann þeim litlu aur- um sem hann fékk fyrir skák- kennslu og þjálfun. En minning hans lifir, skákirnar glæsilegu og fífldirskan í sinni ftrustu mynd á skáborðinu. Þetta em aðeins fá- ein brot úr sögu hans en margt hefur verið ritað um hanri. En lít- um á glæsilega taflmennsku! Ekki reyni ég að skýra hana mikið - til þess er ég of jarðbundinn enn þá! Glæsileg skákmennska Hvítt: Alvis Vitolinis Svart: Júrí Anikaev Sildleyjarvöm, Najdorf-afbrigðið. Riga 1973 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Rbd7 8. DQ Dc7 9. 0-0-0 b5 Þetta var nú skömmu eftir ein- vígið fræga í Laugardalshöllinni 1972. Margir voru sérfræðingar í þessari byrjun og lærðu hana ut- anbókar - sumir án þess að skilja baun og aðrir sem þarna lærðu sín fyrstu vinnubrögð til framfara. Flestir léku hér annaðhvort 10. Bd3 eða 10. g4. En stórhuga menn sinntu ekki eðlilegustu leiðunum. 10. Bxb5?! axb5 11. Rdxb5 Db8 12. e5 Bb7 13. De2 dxe5 Þetta var Vitolinis ánægður og glaður með: óvissa sókn með manni undir! 14. Dc4 Bc5 15. BxfB gxf6 16. Hxd7! Be3+ Þetta hafði svartur vonast eftir að dygði til að hrinda sókn- inni. En andstæðingur hans hugs- aði ekki „rökrétt"! 17. Kbl Kxd718. Hdl+ Ke8 19. Rc7+ Kf8 20. £xe5 Ha5 Svartur er fastur í gildrunni - menn hans vinna illa saman - 20. -Ba6 21. Dc6! vinnur og21.-Bxg2 strandar á 22. exf6 og svartur er í svipaðri beyglu og í skákinni. 21. exfB! Bd5 22. R3xd5 exd5 23. Dc3 Hc5 24. Dxe3 Hxc7 Eftir 24. - Dxc7 25. Hel er mát í 3 leikjum augljósara! En nú kemur einn stuttur og einn langur og snilldarverkið er fætt! 25. Hel h5 26. Da3+ 1-0 Hvítt: Vladimir Tukmakov Svart: Alvis Vitolinis Bogo-indversk vöm. Erevan 1980 1. d4 RfB 2. 04 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 c5 Þessi leikur, sem er skrýt- inn við fyrstu sýn, er auðvitað ætt- aður frá Vitolinis. Bestu stórmeist- arar heims hafa flestir tekið hann upp á arma sína! 5. Bxb4 cxb4 6. g3 b6 7. Bg2 Bb7 8. 0-0 a5 9. a3 Ra6 10. Rbd2 0-0 11. Db3 d6 12. Hfdl De7 13. Hacl Hac8 Allt er þetta hefðbundið, hvítur hefúr ágæta stöðu en gætir sín ekki. Peðið á b4 truflar samskipti hvítu mannanna og flestir reyna núorðið að leika axb4 um þetta leyti. En það gleymist að undirbúa það. 14. e3 e5 15. Rel Bxg2 16. Kxg2 Db7+ 17. Kgl e4! 18. Rc2 18. - Dd7H Hótar a4-b3 og ekki nóg með það, Dh3 líka og sókn úr öngvu! 19. axb4 Dh3 20. bxa5 Rg4 21. Rfl Nú tekur riddari svarts á a6 sprettinn og ætlar til e6-g5 og máta. Hvítur kemur í veg fyrir það en þá dynur annað á honum! 21. - Rc7 22. d5 Re8! 23. Rd4 Ref6 24. axb6 Re5 25. f4 exf3 26. e4? 0-1Æ, hann gleymdi að svartur mátar með 26. Dg2+ og mát. En eftir 26. Hc2 Hxc4 27. Rc6 er barátta í hvítu stöðunni. Ljótt að leika sig í mát og skemma hugmyndir Vitolinis. En þetta er ágætt dæmi um hversu menn hræddust sóknir hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.