Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST2003 Schwarzenegger hefur góða forgjöfí Kaliforníu: Frægðin getur skilað sér í auknum atkvæðafjölda KOMIÐ EF ÞIÐ ÞORiÐ: Kvikmyndaleikarinn Arnold Schwarzenegger mundar frethólkinn í atriði úr kvikmyndinni Commando frá árinu 1985. Fáir búast við öðru en að frægðin muni skola þessu austurríska vöðvafjalli alla leið f ríkisstjórabústað Kaliforníu í höfuðborginni Sacramento. Arnold Schwarzenegger er al- veg afdráttarlaus: „Eg vil heldur vera ríkisstjóri í Kaliforníu en eiga Austurríki." Ef að líkum lætur verður þessi draumur austurríska vöðvabúnts- ins og Hollywoodhörkutólsins að veruleika. Og hann veit svo sannar- lega um hvað hann er að tala. í draumaríkinu Kalifomíu varð hann bæði frægur og ríkur en heima í gamla landinu, Austurríki, var kannski ekki alveg jafnbjart yfir og því full ástæða til að koma sér það- an hið fyrsta. Pabbi gamli, Gustav Schwarz- enegger, var fremur drykkfelldur lögreglustjóri sem gekk til liðs við nasista eftir að Hitler og félagar hans innlimuðu Austurríki 1938. „Ég er fæddur leiðtogi. Ég er mjög ánægður með að milljónir manna líta upp til mín," sagði Schwarzenegger eitt sinn í viðtali við breska tímaritið Loaded. Wendy Leigh, höfúndur óopin- berrar ævisögu Arnolds, fór til Aust- urríkis við undirbúning bókarinnar og þaðan kom hún sannfærð um að hasarhetjan hefði frá unga aldri undirbúið pólitískan feril sinn. Lík- amsræktin og kvikmyndirnar síðar hefðu aðeins verið tæki til að kom- ast burt úr ömurleikanum heima fyrir þar sem faðirinn fór ekkert leynt með það að eldri sonurinn Meinhardt væri í meira uppáhaldi. Arnold og Jói Jóns Arnold gat ekki hugsað sér að vera aukaleikari í fjölskylduleikrit- inu og kom sér því burt. „Ég er fæddur leiðtogi. Ég er mjög ánægður með að milljónir manna líta upp til mín,“ sagði Schwarzen- egger eitt sinn í viðtali við breska tímaritið Loaded. Arnold fetar með framboði sínu í fótspor margra annarra mismikilla spámanna úr leikara- og skemmti- kraftastétt sem voru ýmist kjömir til áhrifamikilla embætta eður ei. Og víst er að Arnold mun njóta þess að vera jafnfrægur og hann er þvf að varla dettur nokkmm manni í hug að kjósa Jóa Jóns. Eða hvað? Ronald Reagan er vafalaust frægasti leikarinn eða skemmti- krafturinn sem hefúr snúið sér að stjórnmálum. Að vfsu er hann bara frægur fyrir það óumdeilda afrek að ná kjöri sem fertugasti forseti Bandaríkjanna; hefði sjálfasgt fallið í gleymskunnar dá að öðmm kosti. Segja má að Reagan hafi hafið af- skipti sfn af pólitík þegar hann gerð- ist formaður samtaka Hollywood- leikara en hann varð svo ríkisstjóri í Kaliforníu árið 1966. Hugur hans stefndi hins vegar hærra, alla leið f Hvíta húsið í Washington. Þrjár til- raunir þurfti þó til. Tvívegis, á ámn- um 1968 og 1976, mistókst Reagan að tryggja sér tilnefningu repúblik- anaflokksins en í þriðja sinn hafðist það, árið 1980, og hann sigraði frá- farandi forseta, Jimmy Carter, í kosningunum um haustið. Reagan var forseti í átta ár. Á þeim tíma lagði hann mikla áherslu á skattalækkanir og lét sig dreyma um skotheldar varnir gegn eldflaug- um meintra óvinaríkja. Á íslandi er Reagan þó náttúrlega frægastur fyr- ir fund sinn með Míkhaíl Gorbat- sjov, þáverandi leiðtoga Sovétríkj- anna, í Höfða 1986. Reagan greindist með alzheimer 1992 og hefur heilsu hans hrakað BARÐIST GEGN KERFINU: Clint Eastwood bauð sig fram gegn kerfisköllum og hafði betur. Hann var kjörinn bæjarstjóri (heimabæ sfnum, Carmel. svo að hann er nú alveg háður eig- inkonu sinni, Nancy. ciint Eastwood var á hátindi ferils síns sem kvikmyndaleikari þegar hann hóf afskipti af stjórn- málum í heimabæ sínum, Carmel, í norðanverðri Kalifornfu. Þau af- skipti komu kannski ekki til af góðu. Bæjaryfirvöld höfðu synjað Clint um leyfi til að reisa litla byggingu í miðbæ Carmel en hún hefði orðið mikil bæjarprýði. Leikarinn vildi ekki una þeirri niðurstöðu heldur fór í mál við bæjarfélagið og vann. Kaupsýslumenn í bænum hvöttu hann þá til að bjóða sig fram gegn NÁÐI LANGT: Ronald Reagan hefur hiklaust náð lengst allra leikara sem hafa skipt sér af stjórnmálum. Hann varð forseti Bandaríkjanna og sat í átta ár. sitjandi bæjarstjóra. Það varð úr og Eastwood fékk 72 prósent atkvæða. Clint Eastwood var bæjarstjóri frá 1985 til 1987 og á þeim tíma lét hann meðal annars byggja álmu fyrir börnin við bæjarbókasafnið. Söngferill Sonnys Bonos var sennilega flestum gleymdur þegar hann var kjörinn bæjarstjóri í Palm Springs í Kaliforníu. Líkt og Eastwood í Carmel hafði Bono lent í útistöðum við skriffinnskukerfi borgarinnar þegar hann vildi opna þar veitingastað. Sonny ákvað því að bjóða sig fram til embættis borgarstjóra og var kjör- inn í embættið 1988, með meiri mun en áður hafði þekkst í sögu Palm Springs Á borgarstjóraárunum lagði söngvarinn fyrrverandi, sem naut mikilla vinsælda á sfnum ú'ma þegar hann söng með eiginkonunni Cher, áherslu á að rækta upp stolt borgar- búa og á endurreisn efnahagslífsins. Bono var kjörinn til setu í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings árið 1994 og gegndi þvf starfi til dauðadags. Sonny Bono lést 1998 þegar hann skíðaði á fullri ferð á tré. I gömlu álfunni Evrópu hefur það líka gerst að frægur leikari nái ár- angri í stjórnmálum. Breska leikkon- an Glenda Jackson komst inn á þing fyrir Verkamannaflokkinn í annarri tilraun sinni, árið 1992. Hún varð fúlltrúi kjördæmisins Hamp- stead og Highgate þar sem margir leikarar og fólk úr skemmtanaiðnað- inum búa. Þegar Tony Blair og Verkamanna- flokkurinn komust til valda eftir kosningasigurinn 1997 var Glenda Jackson gerð að aðstoðarsam- gönguráðherra. Þremur árum síðar reyndi hún árangurslaust að verða borgarstjóraefni flokks síns í London. Glenda hefur skipað sér á bekk með vinstrisinnum innan Verka- Á íslandi er Reagan þó náttúrlega frægastur fyrir fund sinn með Míkhaíl Gorbatsjov, þá- verandi leiðtoga Sovét- ríkjanna, í Höfða 1986. mannaflokksins og upp á síðkastið hefur hún verið í hópi þeirra sem gagnrýna stríðið gegn Saddam Hussein í írak og eftirleik þess. Ekki hafa þó allir fengið að njóta frægðarinnar. Barnastjarnan Shirley Temple er ein þeirra. Hún barðist fyrir þingsæti 1967, nærri tuttugu árum eftir að hún hætti kvikmyndaleik. Hún varð þó síðar sendiherra Bandaríkjanna í gömlu Tékkóslóvakíu og í Afríkurík- inu Gana. Hún fór því kannski ekki alveg bónleið til búðar í stjórn- málunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.