Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBERÍ2003 FRÉTTIR 13 Ihaldið ræðst á Blair BRETLAND: Breski Ihaldsflokkurinn réðst harkalega að Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í gær og sagði að undanbrögðum og blekkingum stjórnar- innar myndi ekki linna þótt Alastair Campbell fjölmiðafulltrúi hefði sagt af sér. lain Duncan Smith, leiðtogi íhaldsflokksins, sagði að stjórn Blairs væri svo gagntekin af blekkingaleiknum að honum yrði haldið áfram þangað til Blair léti sjálfur af embætti. Campbell þótti afar snjall í að varpa já- kvæðu Ijósi á stjórnina. Nýmæli í Hollandi frá deginum í dag: Kannabis gegn lyf- seðli í apótekinu Hollenskir læknar geta frá og með deginum í dag skrifað út lyfseðla fyrir kannabis handa sjúklingum sínum. Stjórnvöld hafa undanfarin tvö ár staðið fyrir rannsóknum á lækninga- mætti plöntunnar. Kannabisið sem læknar ávísa er ætlað til að lina verki krabbameins- og alnæmissjúklinga, auk þess sem þeir sem þjást af MS geta einnig haft gagn af því. Sjúklingarnir geta nálgast efnið í næsta apóteki. „Þetta er sögulegt skref," sagðí Willem Scholten, yfirmaður þeirrar deildar hollenska heilbrigðisráðu- neytisins sem fer með málefni kannabislyfsins. Ræktun efnisins verður undir eftirliti yfirvalda. LINAR ÞJANINGAR: Krabbameins- og al- naemissjúklingar í Hollandi eru meðal þeirra sem geta fengið kannabis gegn lyf- seðli frá og með deginum í dag til að lina þjáningar sínar. BRÉF FRÁ LESANDA Lesandi sem er barnshafandi vill gjarnan vita hvaöa áhrif þaö hefur á fóstriö aö reykja eina Guðbjörg Pétursdóttir, cínarettU hjúkrunarfræðingur. a Eftirfarandi er aðeins brot af þeim skaða sem fóstrið getur orðið fyrir. Þegar þú reykir eina sígarettu minnkar blóðflæðið í gegnum fylgjuna í um 15 mínutur. Þetta veldur auknum hjartslætti hjáfóstrinu. Kolsýrlingur sem er í sígarettureyk dregur úr súrefnisflutningi hjá fóstri um 40%. Þetta dregur úr vaxtahraða fósturins því það fær ekki nógu mikið súrefni hjá þér og ekki heldur nægilegt magn af nauðsynlegum næringarefnum. Það er rétt hjá þér að maki þinn ber líka ábyrgð. Þú segir líka að ef hann hætti ekki að reykja, þá fái hann ekki að vera viðstaddur fæðinguna! Hér er skynsamlegast að komast að einhverri málamiðlun. Þið hafið ekki langan undirbúningstíma. Lesið ykkur til um skaðsemi tóbaksins, takið reykingaprófið, brjótið upp vanann sem tengist reykingum og veitið hvort öðru jákvæðan stuðning. Farið inn á dv.is þar sem þið getið fundið fullt af gagnlegu efni og upplýsingum. Það ætti að gera ykkur auðveldara að hætta núna. Gangi ykkurvel, Guðbjörg. Þú segir líka að ef hann hætti ekki aö reykja, þá fái hann ekki aö vera viðstaddur fæöinguna! Nicotinell Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hiálparefni til aö hætta eða draga úr reykingum. Þaö inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frasogast í munninum og dregur úr fránvarfseinkf ' " ‘ " ................................... til að vinna c lengur en *" slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema (samráði vi<5T lækni. Nicotínell tyggigúmmí er ekki ætlað ’börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.