Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 28
44 T/U £ K 4 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 Tilvera Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824-550 58t0 Nefið á Barry Manilow fékk að halda sér LÝTAAÐGERÐ: Gamla poppbrýnið Barry Mani- low er sagður hafa látið flikka upp á andlitið á sér og að engu hafi verið sleppt nema gamla, góða nefinu sem, auk raddarinnar, hefur verið helsta vörumerki hans. Fréttir herma að þessi 57 ára Copa Cabana-stjarna hafi látið taka allt andlitið í gegn frá hálsi til hársvarðar og ekki skilið eftir eina einustu hrukku; aðeins smáskakkt nefið sé enn þá eins og það var. Barry mun hafa ætlað að halda þessu sem mest leyndu en var svo óhepp- inn að einhver sagði frá því og varð það til þess að hann var myndaður í bak og fyrir á leið út frá lýtalækninum að aðgerð lokinni, með blondínu- hárkollu á höfðinu. Flestir höfðu búist við því að Barry myndi fyrst og fremst láta laga á sér nefið, en eins og frægt er aflagaðist það smávegis i fá- ránlegu slysi þegar hann gekk á vegg og rotað- ist, auk þess að nefbrotna. Að sögn lýtalæknisins, sem snyrti Barry, notar fólk oftast nefafsökunina til þess að fara í lýtaaðgerð og lætur þá taka ann- að í leiðinni, en svo hafi alls ekki verið með Barry. > 't Hársnyrtivörur í úrvali Breiður útgáfu grunnur hjá Smekkleysu „Mig langar fyrst að drepa á nokk- ur atriði sem hafa verið í gangi hjá okkur undanfarið," segir Ásmundur þegar hann er spurður hvað sé helst á dagskrá hjá Smekkleysu fram að áramótum. „Það hafa verið ákveðnir hápunktar í starfseminni á þessu ári og er þar fyrst að nefna sýninguna Humar eða frægð, þar sem saga og starf Smekkleysu er rakin undanfar- in sextán til tuttugu ár.“ Sýningin hefur verið í Listasafni Reykjavíkur í sumar og í Spits-galleríinu í London.“ Ásmundur segir að jafn- framt standi til að fara með sýning- una víðar og að í gangi séu umræður um að setja hana upp í Bergen, Kaupmannahöfn, Riga og jafnvel Belgíu, Hollandi og Frakklandi. „Við viljum að sjálfsögðu fara með sýninguna sem víðast og sjáum i það sem upplagt / tækifæri til að kynna starfsemi fyrirtækis- ins og að eiga samstarf við listamenn í viðkom- andi löndum.“ Spennandi tímar fram undan Að sögn Ásmundar gaf Smekkleysa út í maí síð- astliðnum þriðju plötu hljómsveitarinnar Mín- us sem heitir Halldór Laxness. „Platan fékk strax mjög góðar viðtökur, bæði hér á landi og er- lendis, og mjög spennandi tímar eru fram undan fyrir hljómsveitina. Hún var til dæmis nefnd besta rokk- hljómsveit í heimi af einum gagnrýnanda fyrir plötuna Jesus Christ Bobby og reyndar allir dómar samhljóða um ágæti hennar." Ásmundur segir að um þessa mundir sé Smekkleysa að dreifa nýjum safnkassa með tónleikaupp- Hljómsveitin Mínus var kölluð besta rokk- hljómsveit í heimi af einum gagnrýnanda fyrir plötuna Jesus Christ Bobby. tökum sem spanna allan tónleika- feril Bjarkar í tengslum við plötuút- gáfu hennar. „Þetta eru íjórir diskar, einn DVD og veglegur bæklingur í fallegum kassa. Við munum vænt- anlega gefa út tvo DVD-diska í haust sem tengjast Björk. Á öðrum 1 verður heimildarmynd um Vespetine-tímabilið og á hinum heimildarmynd um ferilinn. Af öðrum verkefnum sem eru í deiglunni má nefna að Einar Örn Benediktsson, fyrrum söngpartner Bjarkar í Sykurmolunum, ædar að Þór Eldon, fyrrum gítar- leikari Sykurmolanna, er með verkefni í gangi sem gengur út á að setja tónlist við Ijóð og upplestur Dags Sigurð- arsonar. senda frá sér nýja plötu í október og þriðji Sykurmolinn, Sigtryggur Bald- ursson slagverksleikari, er með verk- efni sem hann nefnir Steintryggur og er samstarfsverkefni hans og Steingríms Guðmundssonar, en þeir hafa verið að vinna saman að tónlist út frá hughrifum af þjóðlegri tónlist víða að úr heiminum." Ásmundur segir að Þór Eldon, fyrrum gítarleik- ari Sykurmolanna, sé með verkefni í gangi sem felst í að setja tónlist við ljóð og upplestur Dags Sigurðarson- ar. „Við gáfum líka út plötu með hljómsveitinni Maus w&m $ h t - J í/v- . . • i W m/ - fi: m FJÖLBREYTT QTGAFA: Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekk- leysu, segir að fyrirtækið hafi reynt að þróa breiðan útgáfugrunn á und- anförnum árum og að verkefnin séu næg. „Þetta er skemmtileg vinna og erfarin að vekja athygli víða um heim." fyrir skömmu og einnig eru væntanleg- ar plötur með íslensk- kanadískri hljómsveit sem heitir Kimono, hljómsveitinni Atin- geri, sem hefur verið starfandi í nokkur ár en ekki gefið neitt út hing- að til, og Dr Gunna.“ Tónlistararfurinn Auk þess að gefa út popp- og rokktónlist gef- ur Smekkleysa út ýmiss konar aðra tónlist. „Við f höfum verið að gefa út röð > af upptökum af tónlist úr kvikmyndum og leikhúsi og í tengslum við það er væntan- leg á markað tónlist sem Egill Ólafsson hefur samið fýrir leikrit í gegnum tíðina." Smekkleysa hefur einnig á undanförnum árum staðið framarlega í að gefa út íslenska samtímatónlist og tónlist úr for- tíðinni. Ásmundur segir að þeir ’ TÓNLEIKAFERILUNN: Smekkleysa er að dreifa nýjum safnkassa með tónleikaupp- tökum sem spanna allan tónleikaferil Bjark- ar í tengslum við plötuútgáfu hennar. í kassanum eru fjórir diskar, einn DVD og veglegur bæklingur. ætli að halda því áfram og að vænt- anlegar séu nokkra útgáfur á árinu. Tvær hafa þegar komið út en það eru Virgo Gloriosa, þar sem Bára Grímsdóttir leitaði fanga í tónlist fyrri tíma, og Passíusálmar og aðrir sálmar í flutningi Magneu Tómasar- dóttur sópransöngkonu og Guð- mundar Sigurðssonar orgelleikara. Smekkleysa vinnur að því að koma verkum Jórunnar Viðar í að- gengilegt form, undir heitinu Mansöngur. Að sögn Ásmundar er Smekkleysa með eina útgáfu í viðbót sem tengist tónlistararfinum og hefur verið unn- ið að í tæp þrjú ár. „Þetta er sam- starfsverkefni við Sumartónleikana í Skálholti, þar sem sex ung tónskáld fá tónlist úr gömlum handritum til að útsetja, auk þess sem sönghópur- inn Hljómeyki flytur trúarleg verk eftir Jón Nordal. Við erum líka með tvær útgáfur sem tengjast einsöngs- lögum, annars vegar lög Þórarins Jónssonar og hins vegar lög Sigvalda Kaldalóns." Ásmundur segir að Jónas Ingimundarson stjórni verk- Útgáfufélagið Smekkleysa s.m. s.f. stendur í ströngu um þessar mundlr. í Listasafni Reykjavíkur er vegleg yfir- litssýning á sögu Smekkleysu og, að sögn Ásmundar Jónssonar fram- kvæmdastjóra, er útgáfa fyrirtækisins í miklum bióma. Stofnuö 1918 Rakarastofan Klapparstfg Sfmi SS1 3010 tlmitacatlifuSMiUS (tnavw: Wi 2 tso-X63, RðV »1,213112» vinmnsstotur lausardasinn 30. ágúst lókertölur vikunnar BDBBB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.