Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRÍTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar auglys- ingar@dv.is. - Dreiflng: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Hörð andstaða olíufé- lagavið dísilvæðingu - frétt bls.4 Nýir þingmenn setja svip á þingið - Ritstjórnaropna bls. 14-15 Gullstangarán í bíó -Tilvera bls. 16-17 Rally Reykjavík af stað - DV Sport bls. 18 Evjólfur leggur mat á aíla þýsku leikmennina - DV Sport bls. 28-29 Hraðbraut43 lokað vegna fjúkandi seðla Þýska lögreglan varð að loka hrauðbraut 43 í nágrenni Bochum á mánudaginn vegna mikils seðla- foks eftír að óheppinn vegfarandi hafði orðið fyrir því að troðfuU seðlataska sem hann gleymdi á þaki biffeiðar sinnar féll á hrauðbrautína og opnaðist. Að sögn þess óheppna vom 100 þúsund evmr í töskunni sem ætlaðar vom til þess að borga 35 starfsmönnum fyrirtækis hans venjubundin mánaðarlaun. Að sögn lögreglunnar varð algjört öngþveiti á hraðbrautínni þegar vegfarendur hlupu út úr bílum sínum til þess að fanga seðlana. Aðeins 3000 evmr skil- uðu sér aftur og stefnir í gjaldþrot fyrirtækisins. Dagný er nefndadrottning Rainbow Warrior til hafnar ALÞINGI: Dagný Jónsdóttir, 27 ára þingmaður Framsóknar- flokksins, á sæti í fimm fasta- nefndum Alþingis. Þetta mun vera met frá því að þingið var sameinað í eina deild sam- kvæmt lauslegri athugun skrif- stofu Alþingis fyrir DV sem fólst í að kanna eitt þing á hverju kjörtímabili frá 1991. Dagný gegnirvaraformennsku í menntamálanefnd og umhverf- isnefnd og situr í landbúnaðar- nefnd, efnahags- og viðskipta- nefnd og heilbrigðis- og trygg- inganefnd. Kristinn H. Gunnars- son situr í fjórum fastanefndum en enginn annar í fleiri nefnd- um en þremur. Dagný segist ekki hafa setið auðum höndum í sumar og Ijóst að hún muni hafa nóg fyrir stafni í vetur. Dagný Jónsdóttir. Rainbow Warrior, flaggskip Greenpeace-samtakanna, var væntanlegt in til Reykjavíkur- hafnar um hádegið í dag. Að sögn hafnsögumanna höfðu þeir ekkert frétt af skipinu í morgun, en ráðgert er að skipið leggist að Faxagarði. Skipið sigldi inn á ytri höfn- inni í Keflavík í gær, en það er komið hingað til lands til að mótmæla hvalveiðum Islend- inga. Á laugardag hyggjast samtökin halda blaðamanna- fund um borð í skipinu og hafa þeir sagst vera með til- boð til íslenskra stjórnvalda í farteskinu. Áætlað er að skip- ið fari í hringferð um landið til að kynna málstað samtak- anna gegn hvalveiðum fs- lendinga. Helga Harðardóttir, 17 ára, beið næturlangt mikið slösuð í Langadal: Ég datt í öðru hverju skrefi á brotnu höndina Á LÍFI: Helga er talin hafa farið út af um klukkan ellefu á mánudagskvöld. Henni var bjargað klukkan sex um morguninn. Á meðan var hún ýmist með meðvitund eða ekki. Lögreglan segir þetta slys einstakt enda var ekkert á slysstað sem benti vegfarendum á að þarna lægi 17 ára stúlka alvarlega slösuð rétt fyrir neðan veg. Helga átti góða stund með manni sínum, Karlesi Erni, á sjúkrahúsinu í gær. „Þegar ég reyndi að ganga upp á veg hrasaði ég í öðru hverju skrefi út af mjöðminni. Ég datt en gat ekki borið fyrir mig vinstri höndina sem var brotin. Ég hugsaði alltaf: „Þetta er ógeðslega vont." Ég þurfti líka að fara upp halla til að komast upp á veg sem var slæmt," sagði Helga Harðardóttir, 17 ára Akureyringur, þegar DV ræddi við hana um slys sem hún lenti í á mánudagskvöldið. Það sem er einstakt við sfysið er að enginn varð var við hana fyrr en um klukkan sex á þriðjudagsmorgun. Bíll hennar hafði legið í myrkrinu í Langadal, um 20 kílómetra í austur fr á Blönduósi, nánast í hvarfi fr á veg- inum skammt fyrir ofan Blöndu. Engin bílljós loguðu eins og svo oft gerist ‘Jegar bflveltur hafa átt sér stað - rafgeymirinn lá illa laskaður, reyndar í hlutum, skammt ffá vegin- um enda var höggið gríðarlegt þegar bfllinn endastakkst - fyrst í kantínn á vegarslóða sem þama liggur niður að túni en síðan fór hann nokkrar velt- ur. Þama er einnig hátt gras sem skyggir á útsýni fr á veginum niður að bflflakinu. Tugir bfla óku því ffam hjá slysstað í báðar áttir um kvöldið og nóttina án þess að bflstjórar þeirra vissu nokkuð um að 17 ára stúlka lægi þama slös- uð fyrir neðan - ýmist með eða án meðvitundar. Batt náttbuxur sem fatla Helga var á leiðinni ffá Reykjavík til Akureyrar. Hún hafði hringt í manninn sinn þegar hún var í Hval- fjarðargöngum. Þá var klukkan um átta. Þegar hún nálgaðist Blönduós töluðu þau saman aftur. Sagðist Helga þá líklega verða komin tíl Ak- ureyrar um miðnættíð en þó gætí verið að hún myndi leggja sig á leið- inni. Þegar maðurinn, Karies Örn, hringdi svo f hana um klukkan tólf svaraði Helga ekki - það hringdi út hjá henni - þá taldi hann að Helga hefði lagt sig eins og rætt hafði verið um. Helga man ekki hvemig slysið bar að en á vettvangi var að sjá að bfll hennar hefði skrikað til út í hægri kantínn. Þá hefur stúlkan sennilega tekið um stýrið og beygt yfir til vinstri og yfir miðlínuna en síðan fór bfllinn aftur til hægri og út af. Eftír það er margt í móðu hjá stúlkunni en... „Ég gerði mér ekki grein fyrir að ég hefði farið út af og fór bara að sofa, einhvers staðar útí í skurði. Mér var ekki kalt og fann ekki sársauka," seg- ir Helga sem fékk slæman heilahrist- ing, mjaðmagrindarbromaði og handleggsbromaði illa. í aðgerð á þriðjudag vom settar tvær plötur og tólf skrúfur í framhandlegg. Þegar bfllinn fór nokkrar veltur út af veginum var farið að dimma. Helga var að hkindum meðvitundar- laus eftir það svo klukkustundum skipti en á sjötta tímanum um morg- unin var orðið bjart að nýju. Svo man ég... „Ég held ég muni allt eftír að ég vaknaði. Þá gerði ég mér grein fýrir að ég væri handleggsbrotin því ég tók náttbuxurnar mínar upp úr tösku sem var í bflnum og batt þær um hálsinn og hafði þær sem fatla," seg- ir Helga. „Ég var slöpp og ákvað að sleppa því að kíkja í spegil. Ég komst að þvf að höndin hlýddi mér ekki og ákvað „Ég held ég muni allt eftir að ég vaknaði. Þá gerði ég mér grein fyrir að ég væri handleggs- brotin." að binda buxumar í fatla. Þegar ég reyndi svo að labba upp á veg hras- aði ég í öðm hverju skrefi út af mjöð- minni. Þetta var mjög vont aftan til vinstra megin. „Ég hugsaði bara í hvert skipti sem ég datt á höndina: „Þetta er ógeðs- lega vont en ég þarf að komast upp á veg ef ég á ekki að vera hér í alla nótt. Þegar ég datt gat ég ekki borið vinstri höndina fyrir mig.“ Stöðvaði fyrsta bíl En hvað segir Helga um slysið sjálft sem áttí sér stað miðja vegu milli Hólabæjar og Auðólfsstaða í Langadal þegar hún var komin lang- leiðina að Húnaveri? „Ég man ekkert eftír að hafa farið út af. Hugurinn lokast greinflega því ég man ekki heldur eftír að hafa ekið gegnum Blönduósbæ - ekkert þang- að tíl ég vaknaði. Sennilega hef ég fyrst reynt að standa á fætur en gefist upp. Fætumir hafa gefið sig. Eftir að Helga vaknaði og batt um sig fatlann og hóf þrautagönguna upp brattann að veginum sá hún bfl: „Ég sá að einhver var að koma og reyndi að gefa merki um að stöðva. Ég man ekki hvemig bfll þetta var en hann stoppaði," sagði Helga. Hún var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hún var á gjör- gæslu þangað tíl í gær en liggur nú á bæklunardeild og er að jafna sig. „Mér líður ágætlega núna - ég á eftir að ná mér,“ sagði Helga Harðar- dóttir. ottar@dv.is Stórí vinningurínn í Bingóleik DV sóttur: A/Ákveðin í að vsnna" Hjónin Hrafnhildur Pétursdóttir og Sveinn Hjörtur Kristjánsson frá Hvammstanga unnu fyrstu verðlaun í Bingóleik DV sem staðið hefur yfir í allt sumar. Fá þau að launum vikuferð til Portúgals með ferðaskrifstofunni Terra Nova-Sól. Bingóleikur DV hófst í maflok og stóð allt þar til bingó kom á allt spjaldið á dögun- um. Fimm lesendur DV fengu bingó á allt spjaldið og var dregið úr nöfnum þeirra. Sveinn vitjaði vinningsins í gær ásamt Davíð syni sínum. Hann seg- ir að konan hafí legið yfir leiknum í sumar og tengdamóðir hans fylgst með á meðan þau voru í sumarfríi. „Bingóseðillinn var á ísskápnum í allt sumar og konan hringdi í tengdó til að minna hana á bingóið, Hún var harðákveðin í að vinna.“ Sveinn segir að það hafi verið hringt í þau á þrítugsafmælisdegi konunnar og þau látin vita af vinn- ingnum. „Ég veit ekki hvenær við förum út til Portúgals en vinningurinn á eftir að koma sér vel.“ Bingóleikur DV hófst í maflok og stóð í allt sumar. kip@dv.is SUMARLEIKU R DV: Feðgarnir Sveinn Hjörtur Kristjánsson og Davíð Sveinsson taka við verðlaununum, vikuferð til Portúgals með ferðaskrifstofunni Terra Nova-Sól, úr hendi FinnsThorlacius, markaðsstjóra DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.