Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Side 31
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 31 Sport.is í samstarf við DV.is Framkvæmdastjóri IBV á línunni í leik ÍBV og KR NETIÐ: (þróttavefurinn sport.is hefur hafið samstarf við DV Sport á netinu. Þetta ergerttilaðaukaenn meira þjónustu við íþrótta- áhugamenn og geta lesendur blaðsins skoðað allt það nýjasta úr heimi íþróttanna á www.dvsport.is Sport.is er einn öflugasti íþróttavefur landsins sem sinn- ir öllum íþróttagreinum af myndarskap. Það er því ánægjulegt fyrir dv.is að geta boðið uppáenn fleiri fréttir úr íþróttaheiminum en nú er gert en á sport.is er fylgst vel með gangi mála á öllum helstu íþróttaviðburðum hérlendis sem erlendis. KNATTSPYRNA: Það vakti nokkra athygli í leik (BV og KR í Landsbankadeild kvenna í gær að annar aðstoðardómarinn var enginn annar en fram- kvæmdstjóri fBV, Birgir Stef- ánsson. „Já, það er rétt að ég var á lín- unni," sagði Birgir þegar DV Sport spurði hann um málið í gærkvöld. „Þannig var nú mál með vexti að það forfallaðist aðstoðar- dómari og ég var beðinn að fylla í skarðið. Það var bara hringt í mig strax um morgun- inn og ég spurður að því hvort ég gæti hlaupið í skarðið og mér fannst það minnsta mál. Ég er sjálfur héraðsdómari og því ekki óvanur þessu hlut- verki," sagði Birgir sem sagði að hann væri löglegur í hlut- verkið þar sem hann væri ekki skráður í (BV. „Ég er skráður sem leikmaður hjá KFS og spila með þeim en er engu að síður framkvæmda- stjóri ÍBV. Það er skemmtilegt þegar svona kemur fyrir en ég passa mig að sjálfsögðu á því að halda hlutleysinu, það er ekki annað hægt. Mér fannst þetta annars heppnast ágæt- lega en það var verra að það var skítaveður og við urðum að skipta um búninga í leikhléi því við vorum alveg rennandi blautir," sagði Birgir og hló. Vert er að geta þess að Birgir þótti standa sig með stakri prýði í leiknum. Glötuð tækifæri Blikar fóru illa með færin og enduðu í 4. sæti deildarinnar fi'INTl EKKERT GEFIÐ EFTIR: Stjörnustúlkur vörðu mark sitt með kjafti og klóm gegn Blikum í gær. Hér sést þjálfarinn, Auður Skúladóttir, hreinsa frá marki Stjörnunnar með látum en sú sjón var ekki óalgeng í gær. DV-mynd E.ÓI. Blikastúlkur voru niðurlútar er þær gengu af velli í Garðabæ í gær og það ekki að ástæðu- lausu. Þær fengu fjölmörg færi til þess að klára leikinn gegn Stjörnunni en nýttu þau ekki og endaði ieikurinn því með jafn- tefli, 1-1. Fyrir vikið enduðu Blikastúlkur í 4. sæti Lands- bankadeildarinnar en Valsstúlk- ur skutust upp fyrir þær með ör- uggum sigri á Norðurbandalag- inu. Þetta er slakasti árangur hjá kvennaliði Breiðabliks síðan 1989. Það var heldur hráslagalegt veðrið í Garðabænum í gærkvöld. Rigning, sterkur vindur og frekar kalt. Var því engin furða að ekki var einn einasti haus í grasstúku Garðbæinga er flautað var til leiks en 14 hugrakkar manneskjur hættu sér út í veðrið á næstu mínútum og voru þær orðnar 36 er komið var fram í háJfleik. Leikurinn fór vægast sagt rólega af stað. Leikmönnum beggja liða gekk afar illa að ráða við boltann og aðstæður. Því var lftið um fallegt spil. Reyndar kom fyrsta skotið á markið ekki fyrr en eftir 20 mínútur. Stjömustúlkur lágu aftarlega og leyfðu Blikastúlkum að koma. Gekk Kópavogsstúlkum illa að opna vöm Garðbæinga enda var þeirra besti spilari, Margrét Ólafsdóttir, í strangri gæslu hjá Lilju Kjalarsdótt- ur sem hélt henni algjörlega niðri í fýrri hálfleik. Þrisvar sinnum skall þó hurð nærri hælum við mark Stjömunnar en Garðbæingar björguðu á línu og svo vom markstangirnar að þvælast fyrir Blikum og var því markalaust er leikmenn gengu til búningsher- bergja til þess að fá sér eitthvað heitt að drekka. Sterkt te Teið sem Blikastúlkur smrtuðu í sig í leikhléinu hefur væntanlega verið af dýrari gerðinni því þær vom eins og naut í flagi um leið og blásið var til leiks á ný. Þær settu þunga pressu á Stjömuvömina og sóknir þeirra þyngdust jafnt og þétt. Það má segja að markið hafi legið í loft- inu þegar Stjömustúlkum tókst að hreinsa boltann langt fram völlinn. Þar tók Harpa Þorsteinsdóttir við honum og lék hún laglega fram hjá varnarmönnum Blika og inn í teig- inn þar sem Hjördís braut á henni. Auður þjálfari skoraði úr vítinu en Dúfa var ekki fjarri því að verja. Markið hafði engin áhrif á Blika- stúlkur sem hertu róðurinn og settu enn frekari pressu á Stjömustúlkur. Þær uppskám loksins mark stund- arfjórðungi fyrir leikslok þegar Greta Mjöll kláraði færi vel í teignum eftir sendingu Bjamveigar. Þrátt fyrir mikla stórskothríð þá tókst þeim ekki að bæta við mörkum og einnig vom þær heppnar að tapa leiknum hreiníega ekki því Harpa Þorsteins- dóttir komst tvisvar í ákjósanlegt færi í lokin en náði ekki að binda endahnútinn á góðar rispur en hún stríddi Blikavörninni ótt og títt. „Svona ersumarið bara búið að vera. Við fáum fullt affærum en nýtum þau bara ekki." Ósanngjarnt „Ég hafði ekki hugsað mér að enda tímabilið svona en þetta er týpískt að það séu vandræði gegn Stjömunni í lokaumferð. Við höfum lent í því áður," sagði Ólafur Þór Guðbjömsson, þjálfari Blika. „Við vomm með boltann nánast allan tímann á meðan þær komust aðeins nokkmm sinnum yfir miðju. Þetta er virkilega ósanngjarnt. Svona er sumarið bara búið að vera hjá okkur. Við fáum fullt af fæmm en nýtum þau bara ekki. Okkur var spáð þriðja til fjórða sæti en auðvit- að langaði okkur ofar en við emm að byggja upp framtíðarlið og höf- um verið að gera það undanfarin tvö ár. Ég held að það sé bjart fram undan hjá liðinu," sagði Ólaftir Þór sem var væntanlega að stýra Blika- stúlkum í síðasta sinn í gær. henry@dv.is FH náði markmiðinu Vann 2-1 sigur á Þraukurum sem iéku í heilan klukkutíma manni færrí FH-stúlkur unnu dýrmætan sig- ur á Þraukurum á Ásvöllum í gær - sigur sem færði liðinu 6. sætið í Landsbankadeild kvenna sem er besti árangur FH síðan liðið komst aftur í hóp þeirra bestu 1999. Það var Ijóst á stórsókn FH strax frá upphafi leiks að FH-stúlkur ætl- uðu sér sigur og ekkert annað. Þrjú skot dundu á marki Þróttar/Hauka á fyrstu þremur mínútunum og fyrsta markið kom strax eftir sex mfnútur. Þegar FH-stúlkur létu ekkert af stórsókn sinni, bættu við marki á 30. mínútu og vom á sama tíma orðnar manni fleiri stefndi í ekkert annað en stórtap hjá Þrauk- umm. Fyrirliði Þróttar/Hauka-liðsins, Guðrún Inga Sívertsen, fékk að fíta rauða spjaldið fyrir að mótmæla seinna marki FH og kom rauða spjaldið að því virtist upp úr þurm en dómari leiksins taldi Guðrúnu Ingu hafa gengið of langt í gagnrýni sinni á störf hans. En Þraukarar bera nafn með rétm því síðasta klukkutímann sýndu þær mikinn barátmanda, héldu markinu hreinu og skomðu síðan gott mark og unnu því kafl- ann manni færri, 1-0. FH-liðið fékk reyndar góð færi til að bæta við og þrjú skot dundu meðal annars á slagverkinu en Sif Atladóttur var gjörsamalega fyrirmunað að skora í leiknum. Sif fékk hvert dauðafær- ið á fætur öðm en tókst ekki að skora frekar en öðmm sóknar- mönnum liðsins. Fyrir bragðið var lið Þrótt- ar/Hauka enn f leiknum og dauða- færi Önnu Bjargar Björnsdóttur á lokamínútum hefði getað tryggt Þraukumm jafntefli en Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir varði glæsilega og tryggði FH stigin þrjú. Sigurður Víðisson, þjálfari FH, var mjög sáttur við uppskem sum- arsins. „Þetta var frábært hjá stelp- unum því það er mjög gott hjá okk- ur að ná sjötta sætinu," sagði Sig- urður en FH var spáð áttunda og neðsta sæti fyrir mótið. „Þetta er besti árangur FH í 14 ár og stelpurnar em búnar að bæta sig miídð frá því í fyrra. Ég er ánægðastur með að mínar stelpur héldu haus og klámðu þetta mót. Við unnum botnliðin tvö í báðum leikjum og það skipti öllu máli þeg- ar upp var staðið," sagði Sigurður sem er með lausan samning og því er óráðið með framtíð hans og FH- liðsins. ooj.sport@dv.is Stjarnan-Breiðablik 1-1 1-0 Aufiur Skúladóttir ...............63. vítaspyrna.....brotiö á Hörpu Þorsteinsd. 1-1 Greta M. Samúelsd...............76. skot úrteig............Bjarnveig Birgisd. @@ Harpa Þorsteinsdóttir, Anna Sif Hjaltested (Stjörnunni) - Silja Þórðardóttir (Breiðabliki). @ Auður Skúladóttir, Björk Gunnarsdóttir, Lilja Kjalarsdóttir (Stjörnunni) - Linda Persson, Kolbrún Steinþórsdóttir, Eyrún Oddsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki). Skot (á mark): 9 (5)-17 (8) Horn: 1 -16 Aukaspyrnur: 6-3 Rangstöðun 3-1 Varin skot: Anna 6 - Dúfa 2. Besta frammistaðan á vellinum: Harpa Þorsteinsd., Stjörn. K 0 N U R LANDSBANKADEILD Staðan: KR 14 11 3 0 61-15 36 (BV 14 10 2 2 62-14 32 Valur 14 9 2 3 47-20 29 Breiðablik 14 9 1 4 42-29 28 Stjarnan 14 3 3 8 20-32 12 FH 14 4 0 10 13-51 12 Þór/KA/KS14 3 0 11 10-42 9 Þró/Hauk 14 1 1 12 10-62 4 Markahæstar: Hrefna Jóhannesdóttir, KR 21 Olga Færseth, (BV 19 Margrét Lára Viðarsdóttir, (BV 18 Ásthildur Helgadóttir, KR 16 Elfn Anna Steinarsd., Breiðabliki 12 Kristin Ýr Bjarnadóttir, Val 11 ÓKna G. Viðarsdóttir, Breiðabliki 8 Laufey Ólafsdóttir, Val 8 Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 8 Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki 8 Dóra Maria Lárusdóttir, Val 7 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 7 Erna Björk Sigurðard., Breiðabliki 6 Mhairi Gilmour, (BV 6 Dóra Stefánsdóttir, Val 5 Karen Burke, (BV 5 Nlna Ósk Kristinsdóttir, Val 5 Þórunn Helga Jónsdóttir, KR 5 Þróttur/Haukar-FH 1-2 0-1 Gígja Heiðarsdóttir..............7. skot utan teigs ......Elin Svavarsdóttir 0-2 Kristin Sigurðardóttir..........30. skotúr markteig .... SigríðurGuðmundsd. 1 -2 Tinna Rúnarsdóttir ............65. skotutanteigs ....IrisBjörkEysteinsdóttir @@ SigriðurGuðmundsdóttir(FH). @ Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, (ris Björk Ey- steinsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir.Tinna Rúnarsdóttir (Þrótti/Haukum) - Elin Svav- arsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Gígja Heið- arsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Sif Atladótt- ir, Rakel Ósk Halldórsdóttir (FH). Skot (á mark): 6 (4)-28 (16) Horn: 3-7 Aukaspyrnur: 10-13 Rangstöður: 0-4 Varin skot: Nanna Rut 11 - Sigrún Ölöf 3. Besta frammistaðan á vellinum: Sigríður Guðmundsd., FH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.