Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 TILVER,- 27 Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20. B.L12.ára. Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. B.i. 10. ára. NÓI ALBÍNÓI: Sýnd kl. 6. B.i. 12 ára. Enskur texti. Breskir * xr/ Bíódagar CROUPIER: Sýnd kl. 6. | PLOTS WITH A VIEW: Sýndkl.6. BLOODY SUNDAY: Sýnd kl.8. PURE: Sýndkl.8. LUCKY BREAK: Sýnd kl. 8. THE MAGDALENE SIS: Sýnd kl. 10. SWEET SIXTEEN: Sýnd kl. 10.05. ALL OR NOTHING: Sýnd kl. 10.05. !»t6ffSf»»ollur ur •ii.Aju Jorrys Ðri»cktt«lmers Oíf Dlsney sein stefnir hraðbyri I art votrtn vin- myml Mtlfn.jr álniá I USA Sýndkl. 3.50,5.50,8og 10.10. B.i.12ára. Sýnd kl.4,6,8og 10. B.i.lOára. Sýnd með íslensku tali kl.4 og 6. Sýnd kl. 6,7,8,9 og 10 B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5. BASIC: Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ára. ÁSTRlKUR: Sýndm.lsl.talikl.3.50. | PIRATES OFTHE CARRIBEAN : Sýnd kl. 5.30 og 8.15 B. i. 10 ára. SINBAD: Sýnd m.ísl.tali kl. 4 og 6 SINBAD: Sýnd m.ensku.tali kl. 8. KRINGLAN tS 588 0800 ÁLFABAKKI tS 587 8900 FiÖLMIÐLAVAiaiN Geir A. Guðsteinsson gg@dv.is Skemmtileg veira Ríkissjónvarpið hefur algjörlega átt mína athygli síðustu tvo sunnudaga með sýningu á frönsku sjónvarps- kvikmyndinni „Vims au paradis" eða Víms í paradís. Söguþráðurinn er einnig skemmtilegur þrátt fyrir að vera með grafalvarlegan boðskap, en svokölluð Dakar-veira greinist í París og smitberar fara víða, m.a. til Gauta- borgar í Svíþjóð. Læknar óttast að nýr svartidauði sé á ferðinni og spenn- unni er haldið við leit að smiberum, sem og hýslum úr dýraríkinu, aðal- lega fuglum. Sagan berst til íslands, þar sem sænskur læknir telur að þar hafi veikin geisað árið 1952. Það er alltaf gaman að sjá erlendar myndir sem teknar em á íslandi en svolítið hjákádegt er að heyra að sögupersón- umar ædi norður í land en á skjánum aka þær um Skeiðarársand, og það í vesturátt! Ríkissjónvarpið mættí sýna okkur meira af viðlíka eirii og gefa amerísk- um glansmyndum þokkalegt fií - þó ekki alveg. Stöð 2 sýndi á sunnudag kvikmynd um vélmenni sem á að vera eins og hvert annað heimilistæki við hlið ryksugu og uppþvottavélar, en þetta vélmenni fær skyndilega mann- legar tilfinningar og eiginleika. Venju- lega læt ég slíka framtfðarsýnarkvik- myndir fram hjá mér fara áreynslu- laust en þegar Robin Williams leikur aðalhlutverkið er það bara varla mögulegt. Ég hef tekið sérstöku ást- fóstri við þennan snjalla leikara - finnst allt sem hann gerir alveg fram- úrskarandi - þó ekki séu allir á mínu heimili sammála því. Áður en sýning þessara þátta hófst var Elísabet Brekkan með þátt á Rás 1 um að tilveran væri undarlegt ferða- lag. Það er hún sannarlega en Elísabet er skemmtilega öðruvísi útvarpsmað- ur og allrar athygli verð. STJÖRNUGJÖF DV ★ ★★★ BloodySunday Sweet Sixteen ★ ★★■Á Nói albínói ★ ★★★ 28DaysLater ★★★ Pirates of the Caribbean ★★★ Terminator 3 ★★★ Croupier - ★★★ HULK ★★★ Sindbað sæfari ★★i. Basic ★★ Lucy Break ★★’Á Bruce Almighty ★★ Hollywood Homicide ★★ Charlie's Angels: Full Throttle ★★ Legally Blonde 2 ★'Á Lara Croft.... ★ Eymdin umvafin hlýju KViKMYNDAGAGNRYNI Sif Gunnarsdóttir sif@dv.is Mike Leigh er ekki leikstjóri sem býr til auðveldar og elsku- legar myndir og dekrar við áhorfendur með fallegu fólki og rómantík. f nýjustu mynd sinni, All or Nothing, sýnir hann okkur fólk sem er einmana, örvæntingarfullt, biturt og vonfaust, fast í lífsmunstri sem stöðugt eykur á óhamingju þess. Sag- an gerist í dapurlegu bæjarblokka- hverfi einhvers staðar í úthverfi Lund- úna, þar sem á bak við hverja hurð leynist hversdagsleg sorgarsaga. Phil Bassett er sorgmæddur og heimspekilega svartsýnn leigubfl- stjóri, frábærlega leikinn af Timothy Spall, sem hefur það lífsmottó að við fæðumst ein og deyjum ein og við því sé ekkert að gera. Konan hans, Penny (Manville), vinnur á kassa í stórmark- aði og er innilega óánægð með líf sitt: eiginmann, böm og vinnu. Óhamingj- an gerir hana svefnlausa og hún getur ekki einu sinni sleppt fram af sér beisl- inu og brosað þegar hún fer með vin- konunum á karaókíkvöld á barnum. PENNYOGPHIL: Lesley Manville og Timothy Spall. Breskir bíódagar í Háskólabíói ' All or Nothing ★★★★ Phil og Penny eiga tvö of-feit böm: Rachel (Garland), sem vinnur við þrif á elliheimili og flýr á vit rómana þess á milli, og Rory (Cordon), sem gerir ekki neitt nema velta sér á milli matar- borðs og sófa á meðan hann vælir eða rífst í fjölskyldu sinni. Við fylgjumst líka með vinkonu Penny, Carol (Bailey), merkflega kátri konu sem tekur vonskuköstum dóttur sinnar, Donnu, með stóískri ró, og starfsbróð- ur Phil, Ron, sem býr með dagdrykkju- konunni Carol og dóttur þeirra sem fyrirlítur þau. Dag einn gerist svo dá- lftíð óvænt sem hvetur aðalpersón- umar til að endurskoða líf sitt. Þetta hljómar afar niðurdrepandi en snilligáfa.Leigh felst í því að hann getur sýnt okkur fólk sem er leiðinlegt, vonlaust og vitíaust, en í stað þess að við göngum út í fússi þá fer okkur, eins og honum, að þykja vænt um það og vona af öllu hjarta að það fari að njóta lífsins pínulítið í stað þess bara að þola það. Leigh tekst nefnilega öðmm bet- ur að umvefja eymdina hlýju og að krydda sorgina hlátri þannig að Allt eða ekkert er merkilega upplífgandi þrátt fyrir alla depurðina og vonleysið. Hvert einasta atriði upplýsir áhorf- andann um persónumar: hvemig fjöl- skylda Phils bregst við beiðni hans um peninga, hvemig Carol bregst við þeg- ar hún fréttir um óléttu dótturinnar og ógleymanleg er senan þegar Phil tekst á við afvarlega tilvistarla'eppu án orða, en andlit hans segir okkur meira en mörg orð. Öll hlutverk em skipuð úr- valsleikumm sem ráða fullkomlega við erfiða persónusköpun Leighs. Undir lokin gefur Leigh okkur smá- von um að ef tfl vill sé að birta pínulít- ið til í lífi þessa fólks, að minnsta kosti talar það aðeins meira saman og það er eins og þungu fargi sé af manni létt. Leikstjórn og handrit: Mike Leigh. Aðalleikar- ar: Timothy Spall, Lesley Manville, Alison Garland, James Corden, Ruth Sheen, Helen Coker o.fl. Blóð og meira blóð mk KViKMYNDAGAGNRYNI Hilmar Karlsson hkarl@dv.is Það hefur aldrei verlð heil brú sögulega séð I Elm Streets og Friday the ISth myndunum svo ekki þarf að koma á óvart að sagan sem sögð er í Freddy vs. Jason er með því allra vitlausasta sem fundið hefur verið upp á í hrollvekjugeir- anum og er Ipar afmörgu að taka. Yfirborðsmennskan í myndinni er slík að þrátt fyrir að blóðið frussist í allar áttir og hausar og aðrir líkams- hlutar fjúki af skrokkum þá er hrylling- urinn aldrei það djúpstæður að hann komi á óvart. Mesti hryllingurinn ligg- ur í því að myndin skuli hafa orðið vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjun- um tvær vikur í röð. Þar af leiðandi er ömgglega von á framhaldi enda sá ég ekki betur í lokin en þeir félagar væm tilbúnir f slaginn. Líkast til hafa verið gerðar eitthvað um tuttugu kvikmyndir um Freddy Krueger og Jason Voorhees. Ef eitt- hvað er þá hafa Elm Street-myndimar verið líflegri, aðallega vegna þess að eftir því sem þær urðu fleiri þá náði Robert Englund betri tökum á Freddy og eftir því sem hann var oftar drepinn varð húmorinn í persónunni meiri. Smárabíó/Regnboginn Freddyvs.Jason ★ Jason aftur á móti hefur alltaf verið kjötflikki sem ekki segir eitt orð. Það var því skynsamlegast fyrst far- ið var að spyrða þá saman, Freddy og Jason, að láta Freddy ráða ferðinni. Hann er í upphafi hinn svekktasti: „Það er í lagi að vera dauður en að vera öllum gleymdur er óþolandi," segir hann þar sem hann er fastur í undir- heimum. Til að koma þessu í lag fær hann Jason til að minna krakkana í FREDDY OG JASON: Robert Englund er margreyndur Freddy Krueger en Ken Kirzinger leikur Jason Voorhees í fyrsta sinn. Áimstræti á það hver það var sem hræddi líftóruna úr íbúunum. Jason hefúr að sjálfsögðu aldrei farið eftir skipunum annarra og myndin snýst síðan að hluta tfl um það hvor er sterk- ari um leið og nokkmm unglingum er slátrað. Tæknilega séð er Freddy vs Jason mjög vel gerð. Hraðinn er mikill og það liggur við að það fari fram hjá manni hversu gríðarleg vinna liggur að baki hvers atriðis fyrir sig. Það bjargar samt ekki ótrúlegri vitíeysu sem er aðeins fyrir hörðustu aðdáend- ur hryllingsmynda. Leikstjóri: Ronny Yu. Handrít: Damian Shannon og MarkSwift.Kvikmyndataka: Fred Murphy. Tónlist: Graeme Revell. Aðalleikarar:RoberT Englund,Ken Kirzinger.Monica Keena og Jason Ritter. Lífið .eftir vinnu B3 TRÍÓ: Agnar Magnússon, Ásgeir Ás- geirsson og Erik Quick. HÓTEL BORG: Það verður djass á Borg- inni á fimmtudögum í vetur og í kvöld verður það B3-tríó sem spilartónlist eftir þá Larry Goldings og Peter Bernstein í bland við eigið efni og hefðbundna fönk- og djassstandarda.Tríóið gaf út geisladiskinn „Fals" (sumar, sem fengið hefur góða dóma í blöðum, bæði á (s- landi og í Svíþjóð. Meðlimir B3 eru Agnar Magnússon, orgel, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, og Erik Qvick, trommur. Tónleik- arnir hefjast ki. 21.30. GALLERÍ DVERGUR: (kvöld, kl. 18, opnar Pétur Már Gunnarsson myndlistarmaður sýningu sína, Bréfasprengjur, í Gallerí Dvergi á Grundarstíg 21.111 sýnis og sölu verða heimagerð, borgaraleg vopn og ástarbréf, eins konar tilbrigði við Guern- icu Picassos. Sýningin er opin fimmtu- dag til sunnudags klukkan 17.00 til 19.00, til 14. ágúst. HÓTEL HÚSAVfK: Kominn er út geisla- diskurinn (faðmi mínum með lögum ís- lenskra lagahöfunda við texta Önnu Soffíu Halldórsdóttur á Húsavík. Anna Soffía gaf á sínum tíma út Ijóðabók til minningar um son sinn, Pétur Davíð Pét- ursson, sem lést úr krabbameini árið 1999, aðeins9ára. Af tilefni útgáfunnar verða haldnir á Norðurlandi tvennir tónleikar. Hinir fyrri verða haldnir á Hótel Húsavík í kvöld, kl. 21, og eru þeir minningartónleikar um Pétur Davíð Pétursson. Síðari tónleikarnir eru eiginlegir útgáfutónleikar geisla- disksins og verða þeir í tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit annað kvöld, kl. 20.30. Miðaverð á tónleikana verður kr. 1500 og rennur allur ágóði til styrktarsjóðs Hetjanna. KRINGLUKRÁIN: Halli Reynis heldurtón- leika á Kringlukránni í kvöld. Halli Reynis, sem fyrir nokkrum árum var einn mest áberandi trúbador þjóðarinnar, hefur verið búsettur erlendis um nokkurt skeið en nú er hann kominn aftur með glæný lög með frábærum textum í farteskinu. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er að- gangseyrir kr. 1000. GAUKUR Á STÖNG: Trommarinn geð- þekki úr Stuðmönnum, Ásgeir Óskars- son, verður með útgáfútónleika í kvöld. Leikur hann lög af nýjum geisladiski.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.