Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 7 3 b Evrusinnar á uppleið SVÍÞJÓÐ: Brúnin er heldurfar- in að lyftast á fylgjendum evr- unnar, sameiginlegrar myntar Evrópusambandsins, í Svíþjóð. Ný skoðanakönnun bendir til að þeir séu farnir að sækja í sig veðrið og hafi saxað umtals- vert á forskot andstæðing- anna fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna í næstu viku. Evrufjendur njóta nú stuðn- ings 44 prósenta kjósenda en evrusinnar 39 prósenta. Óákveðnir eru 16 prósent. „Eftir þrjár skoðanakannanir í röð getum við nú sagt að eitt- hvað sé að gerast," sagði Mikael Gilliam, prófessor við Gautaborgarháskóla. Sérfræðingar telja að úrslit at- kvæðagreiðslunnar um upp- töku evrunnar verði tvísýn. Guð i stjórnarskrána EVRÓPUSAMBANDIÐ: ítölsk stjórnvöld vilja að kristinnar trúar verði getið í nýrri stjórn- arskrá Evrópusambandsins og ætla að þrýsta á það þegar leiðtogar ríkjanna hittast í næsta mánuði til samninga- viðræðna um hana. "Við viljum að minnst sé á hana [kristna trú]," sagði Gianfranco Fini, aðstoðarforsætisráðherra ítal- íu, í gær. Italir eru í forsæti ESB til áramóta. Nefndin sem skrifaði uppkast- ið að stjórnarskránni, undir forystu Giscards d'Estaings, forðaðist að minnast á kristna trú. Þess í staði vísuðu nefnd- armenn í sameiginlegan arf Evrópuríkjanna á sviði menn- ingar, trúarbragða og mann- gildissjónarmiða. 80 ára á balli ÞÝSKALAND: Starfsfólk vin- sæls diskóteks í þýska bænum Oberhausen varð svo forviða á dögunum þegargömul kona hristi sig þar og skók í takt við dynjandi tónlistina og fékk sér í glas að það kallaði á lögregl- una. Þegar betur var að gáð kom í Ijós að sú gamla var að halda upp á áttræðisafmælið sitt, ein síns liðs. Scwarzenegger gerir að gamni sínu Vill fá beikon með egginu Hollywoodleikarinn Arnold Schwarzenegger gerði að gamni sínu í gær eftir að óvin- veittur námsmaður í háskól- anum í Long Beach í Kaliforn- íu kastaði í hann eggi. „Þessi náungi skuldar mér beikon," sagði Schwarzenegger við fréttamenn eftir á og gerði lítíð úr uppákomunni. Leikarinn var á leið upp á svið til að ávarpa námsmenn þegar eggið kom fljúgandi og lentí á ljósum jakka hans. Amold fipaðist ekki heldur fór úr jakkanum án þess að nema staðar og afhentí hann ein- um aðstoðarmanna sinna. Schwarzenegger kaus í gær að ávarpa námsmenn í stað þess að taka þátt ( hinum fyrstu af nokkrum kappræðum við Gray Davis ríkisstjóra og nokkra aðra helstu frambjóðendur í kosning- unum í næsta mánuði. Þar verður kosið um hvort leysa eigi Gray frá störfum og síðan eiga kjósendur að velja þann sem þeir vilja að komi f staðinn. Stjómmálaskýrendur telja að ákvörðun Schwarzeneggers um að taka ekki þátt í kappræðunum geti komið honum í koll þar sem kjós- endur gætu dregið þá ályktun að hann bæri ekki mikið skynbragð á stjómmál. ekkertmál Arnold Schwarzenegger kippti sér nú ekki upp við það þótt óvinveitt- ur námsmaður kastaði í hann eggi í Long Beach í gær.. ísraeli drepinn á Vesturbakkanum í morgun: Palestínuþing ræðir ör- lög forsætisráðherrans Palestínskir byssumenn skutu fsraelsmann til bana á Vestur- bakkanum í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum áður en palestínska þingið kom sam- an til að ræða framtíð Mahmouds Abbas forsætisráð- herra sem á í harðri valdabar- áttu við Yasser Arafat forseta. Abbas, sem Arafat skipaði í emb- ætti í apríl eftir mikinn þrýsting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vill fá aukin völd sem hann telur nauð- synleg vegna friðarferlisins. Arafat er aftur á móti tregur til að veita honum meiri völd en hann hefur nú þegar, að sögn palestí'nskra embættismanna. Forsætisráðherrann hefur gefið til kynna að hann muni segja af sér embætti, verði ekki orðið við kröf- um hans. Slíkt gæti gengið endan- lega frá friðaráformum Bandaríkja- manna og fleiri, svokölluðum Veg- vísi að friði, sem tvísýnt er um vegna ofbeldisöldunnar að undan- förnu. Reynt að miðla málum í morgun lá ekki ljóst fyrir hvort greidd yrðu atkvæði um traustsyfir- lýsingu á Abbas á fundi þingsins í dag þar sem enn var verið að reyna að fmna málamiðlun. Valdabaráttan milli þeirra Abbas og Arafats snýst um þá kröfu Abbas að fá yfirráð yfir öryggissveitum palestínsku heimastjórnarinnar. ÁTÖK UM VÖLD: Mahmoud Abbás, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og Yasser Arafat forseti takast á um völd og áhrif. Hugsanlegt er að úrslit fáist í þeirri baráttu í dag þegar palestínska þingið ræðir kröfur Abbas um aukin völd. Hann nýtur þar stuðnings banda- rískra stjórnvalda. Öryggissveitirn- ar gegna lykilhlutverki í að hafa hemil á herskáum sveitum Palest- ínumanna, eins og kveðið er á um í Vegvísinum. Arafat hefur sjálfur haldið um stjórnartaumana á flestum öryggis- sveitunum og hlotið bágt fyrir bæði hjá Bandaríkjamönnum og Israel- um. Þeir saka hann um að grafa með því undan Abbas sem nýtur ekki jafnmikils stuðnings og Arafat meðal þorra almennings. UTSÓLULOK ALLT Ð 70% BEV£RBODICS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.